Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987.
19
ISllfilPi
.
ÉiU
Ásta i tómu eldhúsi ibúðar sinnar. „Eg hef varla geð í mér til að afhenda lyklana til einhvers manns," sagði hún.
9mm
SSöÍSíifc
hveija peninga þá skyldi hann tala
við komma sem seldi mér íbúðina.
Ég frétti það síðan að afsahð hefði
verið hjá byggingarfyrirtæki sem
mig minnir að heití. Bogasteinn og
að þessi maður hafi flýtt sér að ná í
þaö.“
Fékk bréf um útburð
Ásta segir að hún æth ekki að
ásaka einn eða neinn en: „Ég þakka
guði fyrir að hafa ekki farið iha með
neina manneskju." Nokkru eftir sím-
talið frá lækninum fékk Ásta senda
tilkynningu um útburð. Hún hafði
þá fengið Áma Vilhjálmsson lög-
fræðing sér th aðstoðar í málinu.
Hann samdi fyrir hana um leigu á
íbúðinni. „Það sem mér fannst ein-
kennilegt er að ég þyrfti að borga
leigu af íbúð sem ég var búin að
borga og það frá því ég fékk hana
afhenta. Ég gerði auðvitað kröfur á
móti fyrir allan þann kostnað sem
ég hafði lagt í íbúðina og greiðslur í
hússjóð og þess háttar. Það var metið
sem frádráttur á leigugjaldinu. Ein-
hvem veginn fannst mér eðlilegra
að læknirinn gerði kröfur um húsa-
leigu til konunnar sem ég keypti af.
Ég veit að læknirinn lætur aldrei
þessa íbúð af hendi því hún er í dag
metin á yfir fjórar miiljónir."
Málinu stungið undir stól
Ásta er orðin langþreytt á seina-
ganginum í meðferð málsins og hún
hefur margsinnis óskað eftir því við
lögfræöing sinn að eitthvað verði
gert. Einnig hafði hún oft samband
við bæjarstjórann í Kópavogi sem
lofaði að setja bæjarlögfræöinginn í
máhð en ekkert gerðist. „Hann stakk
máhnu tmdir stól,“ segir Ásta. „Mál
íbúðarinnar á Seltjarnarnesi fór fyr-
ir Hæstarétt og það tafði mitt mál,“
heldur hún áfram.
Alltaf átt heimili
„Það getur enginn trúað hvað þetta
mál hefur farið illa með mig. Ég hélt
bara að ég myndi deyja og oft hef ég
grátið. Líklega er ég sterkari en ég
hélt. Það eina sem hjálpar mér er
hversu góð böm ég á og bama-
börn.“ Ásta hefur nú eitt herbergi
hjá dótturdóttur sinni sem býr í
þriggia herbergja íbúð í Kópavogi.
„Það var mikið átak fyrir mig að
pakka heimili mínu ofan i kassa og
senda það í gevmslu víðs vegar um
bæinn. Ég sem ahtaf hef átt heimili.
Ég óska engri manneskju að ganga í
gegnum það sem ég hef gert.“ segir
þessi sjötuga kona. Hún bíður núna
eftir að eitthvað gerist í máh hennar.
„Ég treysti á Áma að ég fái eitthvað
út úr þessu. Það er ekki hægt að
hugsa þá hugsun til enda að tapa
aleigunni, sem maður hefur unnið
fyrir aht sitt líf.
„Það er greinhegt að saklaust fólk
er vamarlaust gagnvart kerfmu ef
eitthvað kemur fyrir. Það er eins
gott að hafa allt á hreinu í shkum
viðskiptum." segir Ásta og þessi
glaðlynda kona er orðin reið sjálfri
sér fyrir að láta fara svona með sig.
Hjálpsemi
Raunar er það kaldhæðnislegt að
starf Ástu í gegnum árin hefur verið
að hjálpa öðrum. Hún hefur unnið
mikið fyrir Rauða krossinn og aðra
hvora tíku heldur hún eldri borgur-
um á Sunnuhlíð í Kópavogi sam-
vemstundir. Hún syngur með
dvalarmönnum. spilar og fóndrar.
„Það bjargar mér að geta gert eitt-
hvað fyrir aðra,“ segir hún.
- Gæti hún hugsað sér að kaupa
aftur íbúð eftir þessa lífsreynslu?
„Já, auðvitað gæti ég hugsað mér
að eiga þak yfir höfðuðið, þó ekki
væri nema tvö herbergi og eldhús.
Kannski ég geti fengiö húsnæðislán
til kaupa á annarri íbúð en ég reyni
nú ennþá að halda í þá von að ég fái
eitthvað af peningum mínum til
baka.“
Þegar ég ók Ástu heim til dóttiu--
dóttur sinnar eftir spjah okkar
spurði ég hana af hveiju hún hefði
flutt í Kópavoginn úr Reykjavík. „Ég
veit það ekki, segir hún. Þetta var
eina íbúðin sem mig langaði í af þeim
sem ég hafði skoðað. Dóttir mín býr
hka skammt frá en ég er helst farin
að hahast á aö þetta hafi átt að koma
fyrir mig.“
-ELA