Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. 13 Veitingahús Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús: Tilraun, sem tekst - kannski Kínahofið í Kópavogi „Dýrð er að djörfu tapi“ „Dýrö er aö djörfu tapi“ mætti þýöa málsháttinn, sem ég fékk í kínversku forlagakökunni meö reikningi Kínahofsins. „In great attempts it is glorious even to fail“ stóö þar á miða eins og við þekkjum úr páskaeggjum. Helzt held ég, að málshátturinn vísi til endurtekinna tilrauna til aö koma á legg kinversku veitinga- húsi í þessu húsnæði viö Nýbýla- veginn í Kópavogi. Þær hafa mistekizt, nema þessi síðasta, sem hefur það fram yfir hinar að hafa góðan mat í farteskinu. Vonandi leiðir sú djarfa dýrð til sigurs. Hér voru áður Mandarín og Kína- húsið. Það voru að mínu viti staðir eins koncir markaðstízku. Hressir menn höfðu látið sér detta í hug, að „markaðssetja" þyrfti kínverskt veitingahús á íslandi. Svo var það gert, væntanlega samkvæmt við- skiptalögmálum, en þess ekki gætt, að veitingahús er fyrst og fremst eldhús og innihald, en ekki mark- aðssetning. Kínahofið forðast þessi slys og á vonandi framtíð fyrir sér. Hátt til lofts - langt til sjarma Innréttingar eru að mestu hinar sömu og áður. Horfnir eru pappírs- drekamir' í loftinu, en eftir eru kínverskar ljósakrónur og vegg- lampar með gegnsæjum myndum og löngum dúskum, svo og blæ- vængir og rómanskir speglar. í heild er kínverska yfirbragðið mildara og þægilegra en áður var. Á borðum eru hvítir og rauðir taudúkar, rauðar pappírsþurrkur, hvít plastblóm og sojasósa. Hátt er til lofts og langt til sjarma í Kína- hofi. Þjónustan er sumpart afar góð og man meira að segja nokkurn veginn, hver af sex gestum við borð pantaði hvem hinna tólf rétta. Slíkt geta fáir skólagengnir þjónar hér á landi. En sumpart er þjónustan ófagleg og áhugalítil, á svipaðan hátt og hún var, þegar staðurinn hét öðrum Kínanöfnum. Matseðillinn er svipaður því, sem tíökast í kínverskum veitingahús- um á Vesturlöndum. Boðið er upp á allmarga grunnrétti í nokkrum stöðluðum útgáfum. Grunnréttirn- ir eru til dæmis fiskur, rækjur, lamb, naut, kjúklingur og svín. £> H # Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en krónupeningarnir tákna verðlagið. Útgáfurnar eru til dæmis súrsæt sósa, sjopsúei sósa og hojsin sósa, svo og karrí, sem ekki er kínverskt fyrirbæri, heldur indverskt. Allt er þetta skorið niður í bita, sem hægt er að boröa með prjónum. Kaffi fyrir matinn Önd er á matseðlinum, en var ekki fáanleg í raun. Nokkur vín eru í boði, öll með afbrigðum léleg, þar á meðal húsvín í glasatali. Á boð- stólum er aðeins ein einasta tegund af tei, þótt veitingahúsið sé kín- verskt. í hádeginu er gestum að bandarískum sið boðið að sötra kaffi, meðan þeir bíða eftir pöntun- inni. Ég hef aldrei séð slíkt áður í siðmenntuðu veitingahúsi, hvað þá í kínversku húsi. Eggjadropasúpa með grænmeti og karrísúpa með kjúklingi voru bragðsterkar og góðar. Súr fiski- súpa var einnig góð, en minna var spunnið í kjúklingasúpu með dósa- sveppum og hádegissúpu með grænum dósabaunum. Grænmetið í súpunum var yfirleitt mildilega soðið. Vorrúllur reyndust mjög harðar og stökkar, betri en venju- lega fást hér á landi. Súrsætur fiskur var afar góður, svo milt meöhöndlaður, að fisk- bragðið hélzt, sem ekki er algengt í vestrænum Kínastöðum. Djúp- steikti fiskurinn var líka með fiskbragði, bragðsterkur og góður réttur. Undurmeyr hörpufiskur og rækjur með grænmeti voru frábær matur og reyndust það líka í ann- arri atrennu. Þetta var í bæði skiptin betri hörpufiskur en ég hef áöur fengið að heiman. Kjúklingur með ananas og papr- iku var meyr og góður. Enn meyrara og fínna var lambakjöt í sjopsúei. Nautakjöt með bamb- usspírum og sveppum var hins vegar bara í meðallagi gott. Sama var að segja um kjúkling í karríi. Eftirréttir voru lítils virði, niður- soðið litsí með ís, djúpsteiktur ananas með ís og rjómais með súkkulaðisósu, sem reyndist vera súkkulaðiís með þeyttum rjóma. Teið var gott, líklega jasmin-ættar. Kópavogsferðar virði í hádeginu er ekki gefið eftir í matreiðslunni, þótt þá sé boðið, í þessari röð, kaffi, súpa og val úr fjórum réttum, á 350 krónur að meðaltali. Á kvöldin er boðin súpa og þrír réttir á 1050 krónur. Af fastaseðlinum er miöjuverð þriggja rétta máltiðar með tei 1087 krónur. Hörpufiskurinn á 690 krónur og lambakjötiö á 620 krónur eru virði ferðalags í Kópavog. Jónas Kristjánsson L0TT0SPILAST0KKURINN 32 númeruð spil þar sem þú getur dregið happa- töluna þina. Fæst á flestum útsölu- stöðum lottósins. Dreifing Príma, heildverslun, sími 651414. Lottóspilastokkurinn á hvert heimili. Við ftamleióum KEDJUR SNJÓKEDJU markaðurinn Smiðjuvegi 30 E-götu, Kópavogi. Sími 77066 VERKFRÆÐINGUR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða raf- orkuverkfræðing til starfa í innlagnadeild fyrirtækis- ins. Starfið felst í rannsókn á orkunotkun og við skipu- lagsverkefni. Þekking á dreifikerfum og reynsla í forritun æskileg. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og m.a. aðgang að stóru tölvukerfi til notkunar. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri og yfir- verkfræðingur innlagnadeildar í síma 686222. Umsóknarfrestur er til 2. nóvember nk. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR FREEPORTKLÚBBURINN Fundur verður í Félagsheimili Bústaðakirkju fimmtu- daginn 29. október kl. 20. Glæsilegt matarborð. Skemmtiatriði. Bingó. Góðir vinningar. Félagar eru beðnir að tilkynna þátttöku sína Baldri Ágústssyni, sími 31615, Grétari Bergmann, sími 28319 eða Ragnari Guðmundssyni, sími 10485, í síðasta lagi 27. október. Stjórnin. ÚTBOÐ Snjómokstur 1987-1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum wj í snjómokstur með vörubifreiðum í Húnavatnssýslum veturinn 1987- 1988. Um er að ræða tvö útboð: 1. Blönduós - Skagaströnd - Blöndu- virkjun, (67 km). 2. Blönduós- Hvammstangi, (52 km). Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisrns á Sauðárkróki og í Reykja- vík (aðalgjaldkera) frá og með 26. október nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 2. nóvemb- er 1987. Vegamálastjóri. HAFNARFJARÐARBÆR - LOÐIR Hafnartjarðarbær mun úthluta lóðum í Setbergi og víðar' á næstunni: 1. Lóðir fyrir 9 einbýlishús og 40 parhús og raðhús við Stuðlaberg. 2. Lóðir fyrir iðnað og þjónustu við Hamraberg. Bygginganefndarteikningar liggja þegar fyrir og ber umsækjendum að leggja fram óskir um stærð og staðsetningu í umsókn. 3. Nokkrar eldri lóðir (7 talsins). Nánarí upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræð- ings, Strandgötu 6, þ.m.t. um gjöld vegna lóðanna, byggingarskilmála o.fl. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum, sem þar fást, eigi síðar en mánudaginn 9. nóvember nk. Eldri umsóknir ber að endurnýja eða staðfesta. Bæjarverkfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.