Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 8
8 Ferðamál LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. I>V Fijieyjar Sólarblettir í Kyrrahafinu Fijieyjar, sem eru 322 talsins, hafa veriö ákaflega vinsæll ferða- mannastaður, einnig hefur fólk sótt þangað til funda- og ráðstefnu- halds. En vegna átaka á vettvangi stjórnmálanna hefur dregið úr ferðamannastraumi til eyjanna um stundarsakir. Þegar nær dregur svartasta skammdegi hér í norðurhöfum leit- ar hugurinn oft í birtu og til sólarstaða. Við bregðum okkur því aðeins í stutta ferð til Fijieyja, lát- um stjórnmálaátök eyjaskeggja lönd og leið og hugum að því sem gleður hjarta ferðamannsins. Fijieyjar eru í Kyrrahafmu, aust- ur af Astralíu, rétt fyrir norðan syðri hvarfbaug og beint í norð- austur af Nýja-Sjálandi. Stærsta eyjan í Fiji-eyjaklasanum er Viti Levu, en sú næststærsta er Vanua Levu. Höfuðborgin, Suva, er á Viti Levu, þar er alþjóðlegur fíugvöllur og þangað fljúga m.a. flugfélögin Polynesian Airlines og Air Pacific. Aðeins þriðjungur eyjanna er byggður. Náttúrufegurð er mikil þama og allt baðað daglangt í sól, sjórinn er kristalstær og óendan- legar sandstrendur blasa við, svo og pálmatré. Auk þessa alls, sem getur sannarlega aukið á vellíöan ferðalangs, er menning Fijibúa áhugaverð, en hún ber svip af blönduðum kynþáttaeinkennum. Ferðamenn geta nærst á suðræn- um ávöxtum, sterkum karrírétt- um, marineruðum fiskréttum og reyndar er gnótt fisks á eyjunum og era hinar ýmsu fisktegundir matreiddar á mjög fjölbreyttan hátt. Einn þjóðarréttur Fijibúa heitir lovo. í hann er látið kjöt, fisk- ur og grænmeti og allt soðið í heitri jarðholu sem er vel byrgð, minnir kannski á moðsuðuna sem við þekkjum. Margt er hægt aö gera sér til af- þreyingar á Fijieyjum. Siglingar, seglbretti, sjóskíði, fiskveiðar, golf og reiðtúrar eru í boði. Skemmt- analífiö er fjölbreytt, í kvikmynda- húsum eru aðallega sýndar enskar og indverskar kvikmyndir. Mikið eftirlæti innfæddra er svo- nefnd „eldganga" er þeir láta eldtungur sleikja tær sínar eftir settum reglum, en þessi hegðun veldur bæði hneykslun og aðdáun ferðamanna. En annar háttur inn- fæddra veldur nær eingöngu aðdáun og það er söng- og danshefð þeirra. Mjög auðvelt er að komast um eyjuna Viti Levu og bílaleigubílar eru á hverju strái. Hringferð um eyjuna er aðeins um fjögur hundr- uð kílómetra leið. Siglingar með stórum og litlum bátum á milli hinna eyjanna eru tíðar. Fjallgöng- ur eru vinsælar á Fijieyjum sem eru eldfjallaeyjar. Skoðunin í þessari mynd dugar eflaust ekki öllum sem þetta lesa, margir vilja raunverulegri heim- sókn og halda til Fiji. Við könnuð- um lauslega flugleið og kostnað. Ef flogið er til Lundúna með Flug- leiðum er beint flug þaðan til Fiji gegnum Los Angeles Slík ferð á Apexfargjaldi kostar 77.500 krónur. Lágmarkstími er 21 dagur en hámarkstími er 6 mánuð- ir sem eru Apexkvaðir. Flugfar- .gjaldið (fram og til baka) London Fiji er tæpar sextíu þúsund krónur af þessari upphæð. Það er reynsla okkar að bjóðist „pakkaflug" með erlendri ferðaskrifstofu, til dæmis frá London, Amsterdam eða frá New York, lækkar gjaldið til muna en jafnframt er þá gisting innifalin og jafnvel fæði. Við höfum opin augun fyrir pakkaferð til Fiji og greinum frá því ef slíkt boð kemur upp á borð til okkar. -ÞG i < IvHBiSí PAPÚA NtJA-GÚINEA muxi'yiar NORTHKKN WKSTEKN ; TERRITORY ! > J QUEENSI.AND .,9 AL O M O N S E V J A lt í -XX A’ýju-th'bridesemk )'*... '(BR -F«* ’Vr/a- ’ Caledonia Nfrj ÁSTRALIA austkaua SQUTH \ AUSTHAUA I .---- NEW SOUTH j WA1.ES v ! _____ VlCTOtuX- 4% TTnA frVEYJAIf ' < 'mrjkní fTASMANÍA nýja SJÁLAND. Gott kort af Fijieyjum er erfitt að fá, eyjarnar eru eins og títuprjónshausar á kortinu. Fólk getur áttað sig á legu eyjanna á þessu korti. London heldur veili sem vinsælasta ráðstefnu- og viðskiptaborgin í ár. Þær bestu í ár Viðskiptaborgir - ráðstefnuborgir Tungumál og andrúmsloft eru þau tvö atriði sem efst eru á blaði hjá þeim sem valið hafa bestu ráðstefnu- borgir og bestu viðskiptaborgir heimsins. Það eru lesendur tímarits- ins Business Traveller sem taka þátt í skoðanakönnun blaðsins árlega og nýlega voru niðurstöðurnar fyrir árið 1987 birtar. London er að mati þátttakenda (1000 aðilar) besta borgin bæði til að hittast og eiga viðskipti í og eins til ráðstefnuhalds. Þess má geta að þeg- ar fyrirhugaöur fundur Gorbatsjovs, Bestu viðskipta- borgirnar 1987 1 (1) London 2 (3) Hong Kong 3 (2) New York 4 (4) Singapore 5 (6) Ziirich 6 (5) París 7 (10) Sydney 8 (11) Tokyo 9 (8) Amsterdam 10 (9) San Francisco aðalritara Sovétríkjanna, ogReagans Bandaríkjaforseta var í uppsiglingu haustið 1986 komu tvær borgir til greina fyrir leiðtogafundinn, þ.e. London og Reykjavík. London er í fyrsta sæti og ráð- stefnuborg ársins og var það einnig í fyrra samkvæmt niðurstöðum könnunar Business Traveller. Það sem skiptir mestu máh að mati þátt- takenda er, sem fyrr segir, tungu- málið og andrúmsloftið. Þaö voru 89 prósent þátttakenda sem töldu tungumálið skipta mestu máli eða Bestu ráðstefnu- borgirnar 1987 - 1 (1) London 2 (2) Singapore 3 (6) San Francisco 4 (3) Genf 5 (10) Hong Kong 6 (5) París 6 (3) New York 8 (12) Chicago 9 (6) Amsterdam skipa fyrsta sæti í atriðaröðinni og 67 prósent nefndu andrúmsloftið í viðkomandi borgum. Liðleiki í við- skiptalífinu, öryggi og góðar sam- göngur skipta viðskiptamenn þessa meira máli en veðurfar, verðlag eða skemmtanalíf í borgunum. Matið hefur breyst eða áherslur þessa hóps ferðamanna eru aðrar en þær hafa verið. Nú virðast máltíðirnar ekki skipta eins miklu máli og áður sem skýrir ef til vill að París fellur úr fimmta sæti í það sjötta sem ráð- stefnuborg (sama sæti á lista yfir viðskiptaborgir). Hong Kong er í öðru sæti á við- skiptaborgalistanum en í því fimmta á ráðstefnuborgalistanum. Hong Kong vann annað sætið af New York á öðrum listanum og skýring á dal- andi vinsældum New Yorkborgar er m.a. talin öryggismálin og óþýtt við- mót innfæddra. Þaö aö geta náð sambandi við fólk án erfiðleika og komist leiðar sinnar án tafa skiptir miklu til að skapa það andrúmsloft sem fellur viðskiptamönnum og ráð- stefnugestum vel í geð. Og segja má að sú niðurstaöa að veöurfar skipti ráðstefnugesti ekki miklu ætti aö styrkja þá í trúnni sem vilja efla Reykjavík sem viðskipta- og ráð- stefnuborg. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.