Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. 7 DV Félagsheimili tónlistannanna opnað í dag Félagsheimili tónlistarmanna, aö Vitastíg 3 í Reykjavík, verður form- lega opnaö í dag, laugardag, klukkan 14. „Aðstaöa þessi er einsdæmi á ís- landi og ætti aö höfða til tónlistar- manna, ekki aðeins á Reykjavíkur- svæðinu, heldur ættu einnig hópar og einstaklingar um land allt að geta notið góðs af, enda er félagsheimilið hugsað sem samnefnari allra tónhst- armanna landsins," segir stjórn félagsheimilisins. Félagsheimilið er í 240 fermetra húsnæði. Þar eru meðal annars sam- komu- og veitingasalur, hljóðver og setustofa. Salnum er hægt að skipta í smærri einingar með færanlegum skilrúmum og skapa þannig aðstöðu fyrir tónlistarkennslu og æfingar. Með félagsheimili tónlistarmanna skapast aðstaða til æfinga fyrir ein- leikara, kóra og hljómsveitir. Þar verður hægt að halda tónleika og hljóðrita tónlist, jafnt fyrir prufu- upptökur eða hljómplötugerð. Þá fá hin ýmsu félög og samtök tónlistar- manna skrifstofu- og fundaraðstöðu. í stjórn félagsheimilisins eru Bjarni Marteinsson, formaður, Wolf- gang Stross, Jóhann G. Jóhannsson, Stefán Edelstein og Þorkell Sigur- bjömsson. -KMU Dagur Sameinuðu þjóðanna: Kirkjuklukkum hringt í dag kl. 12 verður kirkjuklukkum um ailt land hringt í fimm mínútur en það er liður í alþjóðlegri aðgerð til að stuöla að friði. Að beiðni friðar- samtaka á íslandi hefur biskup íslands skrifað prófóstum landsins bréf þar sem hann mælist til þess að þeir hlutist til um að kirkjuklukkun- um verði hringt. Að sögn sr. Gunnars Kristjánssonar búast samtökin við að vel verði við þessu brugðist. „Þá verður stutt en táknræn athöfn við Höfða kl. 17 í dag þar sem þagnar- .stund vérður í 7 mínútur," sagði Gunnar en slík þögn veröur um heim ' allan. Þessi þagnarstund hefur verið haldin á degi Sameinuðu þjóðanna síðan 1984 en ekki áður hér á landi. Á meðan á þögninni stendur munu þátttakendur taka höndum saman og mynda friðarmerki framan við Höfða. Eins og kunnugt er þá er dagur Sameinuðu þjóðanna í dag en í tilefni þess þá hafa Lionsmenn gefið bæjar- og sveitastjórnum víöa um land fána SÞ. Má því búast við að þessi fáni blakti víða í dag. -SMJ Fréttir Ný fjölmiðlakönnun: Minna horft á sjónvarp í fjölmiðlakönnun, sem unnin af félagsvísindadeild Háskólans, kemur skýrt fram að fleiri útvarps- stöðvar fá ekki fleira fólk til að hlusta heldur dreifist hlustun meira en áður. Einnig er athygli- svert að skoða horfun á sjónvarps- fréttir. í annan tíma hafa ekki færri horft á sjónvarpsfréttir en nú. For- skot Ríkissjónvarpsins á Stöð 2 hefur minnkað til muna. í síöustu könnun, sem gerð var, var munur- inn um 20 prósent en er nú um 10 prósent þegar miö er tekið af því svæði sem báðar stöðvar nást á. Þrátt fyrir þáttinn 19.19 eykst horfun á fréttir Stöðvar 2 hverf- andi. Fréttatímar Ríkissjónvarps- ins hafa misst mikla horfun. í könnun, sem gerö var í mars síð- astliðnum, náði Ríkissjónvarpið allt að 70% horfun en fer niður í rúm 40% nú. „Með fjölgun útvarpsstöðva koma því mun færri hlustendur í hlut hverrar stöðvar," segir meðal annars í könnuninni. Þar segir líka: „... ef litið er til fyrri kann- ana Félagsvísindastofnunar (5 kannanir 1968-7, auk kannana sem gerðar voru 1983 og 1985) kemur í ljós að 25-30% svarenda eru aö hlusta á útvarp að jafnaði að degi til og er hlutfalliö allstööugt í þess- um könnunum." Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, sagðist vera ánægður með hve mikið fréttir Stöðvar 2 hafa dregiö á fréttir Ríkissjón- varpsins. Páll sagði að það hefði komið sér nokkuð á óvart að horf- un skyldi ekki hafa aukist meira en raun ber vitni eftir að þátturinn 19.19 hóf göngu sína. Hann sagðist sjá í þessu að eitthvað hefði dregið úr horfun á sjónvarp. Þrátt fyrir það væru eitthvað fleiri sem horfðu á fréttir á Stöð 2 en áður, þannig að greinilegur samdráttur hefur orðið hjá Ríkissjónvarpinu. Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Ríkissjónvarpsins, sagðist lesa úr könnuninni að yfirburðir Ríkis- sjónvarpsins væru algjörir. Að vísu hefði dregiö úr horfun á sjónvarp. Sagði Ingvi Hrafn það vera reynsla erlendis að þegar úrvalið aukist minnki notkunin. „Forskot okkar minnkar en yfirburðimir eru al- gjörir,“ sagði Ingvi Hrafn. „Við gerðum okkur grein fyrir þvi þegar samkeppnin kom að við myndum ekki halda okkar hlut. Okkar svar við samkeppninni er að halda áfram aö vera með mestu og bestu fréttimar á þessum tíma.“ -sme Sjónvarpsnotkun fimmtudaginn 15. október 1987. LANDIÐ ALLT (15-70 ára). % Hér má sjá horlun á dagskrá sjónvarpsstöðvanna fimmtudaginn 15. október. Mest var horft á fréttir Rikissjónvarps eða rúm 40%. Á fréttir Stöðvar 2 horfðu 25%. . VERKTAKAR HÖFUM TIL AFGREIÐSLU STRAX STEYR 8070 64 hp/din STEYR 8090a 80 hp/din STEYR 8110a 90 hp/din GREIÐSLUKJÖR TIL ALLT AÐ 5 ÁRA BOÐI hf Flatahrauni 29, 220 Hafnarfjörður, sími 91-651800 v.t Sýnum laugardag og sunnudag kl. 14.00-1 NISSAN NISSAN Fólskbíla - jeppa og pick-up jll Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni 1957-1987 30 S|| INGVAR HELGASON HF. III Svn'n9arsolurinn/Rauðagerði, simi 33560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.