Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987.
4^
[_________________________Islensk tunga
Framhald frá því síðast
Hvers vegna er engin íslensk framburðarkennsla í skólum?
í síðasta þætti hóf ég að fjalla
um framburð. í lokin velti ég upp
tveimur spurningum, þ.e. hvers
vegna engin íslensk framburðar-
kennsla væri í skólum og hvemig
hún ætti að vera.
Fyrri spumingunni get ég alls
ekki svarað til fullnustu og dauðsé
eftir að hafa spurt hennar.
Framburðarkennsla hefur ef til
vill strandaö á því að óljóst er
hvaða framburð á að kenna og
hvort eigi að kenna staðbundnar
framburðarmállýskur. Fyrir
nokkrum áratugum töluðu sumir
menn fyrir því að kenna samræmd-
an framburð, sem átti meðal
annars að felast í harðmæli. Lík-
lega hafa deilur um samræmdan
framburð valdið miklu um að
framburður er ekki kenndur.
Aðra ástæðu má nefna. Kennarar
hafa ekki menntun til að sinna
þessari kennslu.
í íslenskukennslu í skólum er
mikil áhersla lögð á ritað mál.
Leikni í ritun er nauðsynleg en ég
held að áherslan á ritað mál hafi
verið á kostnaö talmálsins.
Til skamms tíma hefur meira
verið lagt upp úr hraöa en leikni í
lestrarkennslu bama. Mér er sagt
að þetta sé að breytast.
Þetta veröur að nægja sem svar
við spumingunni.
Þá er það hin spumingin.
Hvemig á að kenna framburð?
Ég tel að kennslan eigi fyrst og
fremst að felast í þjálfun nemenda
í að koma fram, tjá sig og lesa upp.
Hlutverk kennarans verður þá að-
allega fólgið í því að hlusta og
íslensk tunga
Eiríkur Brynjólfsson
leiðrétta og benda á hvað einkenni
skýran framburð og upplestur:
Skýr og óskýr framburöur
Þá er komið aö kjama málsins:
Hvað er skýr framburður og hvað
er óskýr framburður?
Eitt vil ég strax taka fram: Það
skiptir engu hvort menn eru norð-
lenskir í framburði sínum, vest-
firskir, sunnlenskir eða skaftfell-
skir. Norölenskur frambuður er
alls ekki skýrari heldur en annar
og ég sé enga ástæðu til að hvetja
menn til að taka upp annan fram-
burð en þeim er eiginlegur. Það er
heldur engin ástæða til að letja
menn þess.
Framburðarkennsla á sem sagt
ekki að felast í þvi að kenna ein-
hveija af þeim framburöarmál-
lýskum sem til em á íslandi. Þá
væmm við komin með samræmd-
an ríkisframburð og ég sé enga
ástæðu til þess. Framburðar-
kennsla á að kenna mönnum að
vanda þann framburð sem þeim er
eiginlegur og vara þá við þvi sem
einkennir óskýran framburð.
Hér em þrjú atriði sem varast
verður.
1. Brottfall hljóða.
2. Einhljóðun, t.d. þegar æ verður a.
3. Óeðlilegar áherslur.
Brottfall hljóða
íslenska er ekki borin fram eins
og hún er skrifuð. Oft falla burt
hljóð í eðlilegum framburði. Sum-
um virðist sem slík brottfóll séu
tíöari nú en áður, einkum hljóða
eins ð og g í oröum á borð við la g a.
Flestir kannast við aö hafa heyrt
blaðsöluböm selja dablai. í slíkum
framburði falla einmitt brott áður-
nefnd hljóö.
Áherslulaus sérhijóð era einnig
meðal þeirra hljóða sem oft faUa
brott. Þannig verður klósettið aö
klósdið við það að e fellur brott.
Sú breyting hefur síöan áhrif á
framburð næstu hljóða.
Full ástæða er til þess að benda
mönnum á aö gefa þessum hljóöum
gaum í framburöi sínum.
Einhljóðun
SérhJjóð skiptast í sk. einhljóð og
tvíhljóð. Tvíhljóðin em fimm, á
(aú), ó (oú), au (öí), ei (eí) og æ (ai).
Innan sviga eru þau einhljóð sem
viðkomandi tvíhjjóð em mynduð
úr. Lesendur geta prófað þetta á
sjálfum sér með því að bera fram
ai, fyrst hægt en síðar hraðar og
að lokum renna þessi hljóð saman
í eitt. í daglegu tali veitum við því
ekki athygli að hvert þessara hljóða
er samsett úr tveimur öðmm.
Einhljóðun þessara hljóða felst í
þvi að öðru hljóðinu er sleppt.
Þannig verður æ borið fram sem
a. Einnig er til framburðurinn u í
stað au og o í stað ó.
Algengust er einhljóðun á æi.
Breytingar á áherslu
Þriðja atriðiö er breyting á
áherslu. Áherslureglur í íslensku
em þær helstar að aðaláhersla er
á fyrsta atkvæöi orðs, annað at-
kvæði er áherslulaust og þriðja
getur fengið aukaáherslu.
Þeirrar breytingar hefur orðið
vart að aðaláhersla færist á annað y,
eða þriðja atkvæði.
í venjulegu tali og upplestri hafa
einnig orö misþunga áherslu og fer
það eftir ýmsu og getur jafnvel
haft áhrif á merkingu setningar.
Setningin, Mig langar að fara í bió,
fær mismunandi blæbrigði í merk-
ingu eftir því á hvaða orö við
leggum sérstaka áherslu.
Hér hafa veriö nefnd þrjú atriði
sem skipta máli fyrir skýran fram-
burö. Ég hef engin dæmi nefnt. Þau
koma næsta laugardag.
Vísnaþáttur
Húsavíkurvísur og
faðemisleiðrétting
Bréf sem berast
Það getur bæði verið fróðlegt og
til gagns fyrir undirritaðan, lesend-
ur og þó sérstaklega þá sem senda
bréf og vísur, að fá að vita hvemig
svona þættir verða til. Stuðst er við
handritasöfn í Landsbókasafni, út-
gefnar bækur og aðsend bréf. Ég
reyni öðru hvom, og kannski oft-
ast, aö hafa heildarstefnu í hveij-
um þætti: vísur úr sama héraði,
eftir ættingja, frá ákveðnum tíma,
og raunar margt fleira sem mér
kanna að detta í hug til þess að
auka fjölbreytnina. Pláss í blaðinu
er mér afmarkað, svo að sem
minnstu skeiki.
Allt verður þetta til þess að undir-
ritaður hefur mörg járn í eldi,
margir þættir eru í smíðum í einu,
hæsta tala í þessu sambandi er átta.
Ég get með þessu sparað mér bæj-
arferðir á söfn, lokið á dagsstund
erindum sem annars yrðu óþarfa
fyrirhafnarsöm. Á meðan ég haföi
gamalt vinnulag og einn þátt í taki
gat ég kannski uppgötvað, þegar
komið var að skilatíma, að ég hafði
skrifað svo óskýrt upp úr handriti
að ég gat ekki, svo ömggt væri, les-
ið mína eigin skrift. Neyddist þá í
tímahraki að gera mér bæjarferð.
En þetta vinnulag getur kostað það
að þjá mér þurfa að hggja óafgreidd
bréf lengur en skyldi c>g loks fara
skrifarar að hringja. Ég ætla hér
að birta nýlegt bréf frá mér, eða
parta úr því, sem þetta varðar, en
nefni ekki nafn þess sem fékk þetta
svar. Það er eitt af mörgum. Þakka
bréfiö. Þú munt sjá sumar vísna
þinna innan skamms í þætti. Þær
eru misjafnar eins og gengur. En
ef þú heldur áfram aö lesa þætti
mína og góðar bækur fer þér fram.
Hvert bréf sem mér berst færir
mér eitthvað til umhugsunar, jafn-
vel þótt það séu aðflnnslur í minn
garð. Blessaður. Þetta var ritað 14.
okt. sl.
Misfeðrun leiðrétt
En nú verð ég að segja leiðinda-
sögu af sjálfum mér. Eg var með
tvær bækur í höndunum, Þingeysk
ljóð, sem komu út fyrir áratugum,
og bók eftir þingeyskan hagmæl-
skumann sem Menningarsjóður
gaf út 1963. Hún heitir Ferhenda
og höfundurinn Kristján Ólason.
Til þess aö láta í té nokkurn auka-
fróðleik gat ég þess að hann væri
bróðir Árna Óla og aö sonur þessa
vísnamanns væri alkunnur rithöf-
undur í Reykjavík, sem raunar
lætur minna á sér bera og minna
yfir sér en efni standa til, bæði
frumsemur og þýðir. Hann heitir
Geir Kristjánsson. En ég gat líka
um annan mann, sem líka átti þjóð-
kunnan son hér syðra. Það var
Karl Kristjánsson, alþingismaður
og menningarstólpi heima í héraði.
Báðir þessir látnu menn voru hag-
yrðingar og sonur Karls er Kristj-
án, bókmenntafræðingur og skáld.
En nú þurfti ég að skera handritið
í sundur því ekki komst nema hluti
þess í það pláss sem ég réð yfir.
Út úr því varð sá ruglingur að Geir
Vísnaþáttur
Jón úr Vör
og Karl hurfu, en Kristjánamir
báöir urðu eftir. Þama varð auðvit-
aö leiðinleg misfeðmn sem loks er
leiðrétt hér.
Þá koma nokkrar vísur eftir
Kristján Ólason frá Kílakoti, sem
lengst var skrifstofumaður á Húsa-
vík, f. 1894, síöustu ár sín í Reykja-
vík.
Sin úr hverri átt
Lífið hefur streymt og streymt
strítt eða lygnt við bakka.
Sumt er geymt, en sumu
gleymt,
svo er fyrir að þakka.
Ég er gleði-söngvaseinn,
sé þó, ofar völlum,
sólskinsbletti einn og einn,
eins og bros á fjöllum.
Þungt í falh þrymur Rán,
þýtur í fjallanöfum.
Það ep allra veðra ván,
við skulum haUa að stöfum.
Steinrunninn ég stend nú hér
i stirður í fingra rími,
og floginn ertu framhjá mér
fyrir löngu tími.
Haustvísur
Hallar degi, haustar að,
hlíðum vindar stijúka.
Viðir sölna, visnað blað
verður að fjúka - íjúka.
Skógarblöðin bleik og hmm
- blærinn meðan fumar -
dreymir máski einmitt um
ódauðleikans sumar.
Þú, sem strýkur stolta brá,
stæltur af ríkum dáðum,
verður Uka að víkja frá
- visnar og fýkur bráðum.
Arstiðarkvæði
Vetur og vor:
SóUn yljar mó og mel,
mönnum léttir sþorin.
SvelUn gráta sig í hel,
- sárt er að deyja á vorin.
Þó að falU og fjúki burt,
fmnst ei mörgum skaði.
Ekki er leitað eöa spurt
eftir visnu blaði.
Andinn og holdið
Þess hef ég einatt orðið vís
og alvarlega stundum goldið,
eina leið að ekki kýs
andinn skyggn og fávist holdið.
Tekið er í og togast á,
- tölum hér um fleira -
verður oft að vægir sá,
sem vitið hefur meira.
Gakk þú ei fil ókunns manns
ugglaus tveggja vetra.
Ef til viU er andlit hans
innra manni betra.
Karl Kristjánsson alþingismaður
var lengi jarl síns héraðs og odd-
viti á Húsavík, seinna löngum
alþingismaður í Reykjavík. Ljúk-
um þætti með vísu eftir hann:
Fylgiskjalafargan senn
fylUr hverja smugu.
Votta og kvitta verða menn
vegna þeirra er lugu.
Utanáskrift: Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi.
i