Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Otgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI'11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Dagur hrakmennafélags Suður-Afríka hefur um langan aldur verið helzta hneykslunarhella Sameinuðu þjóðanna. Það stafar af, að þar í landi beitir fámennur hvítur minnihluti lög- regluofbeldi og aðskilnaðarstefnu, þar á meðal búsetu- reglum, til að kúga fjölmennan meirihluta svartra. Sameinuðu þjóðirnar amast hins vegar ekki við, að fámennur kommúnistaflokkur í Sovétríkjunum beiti þjóðir þeirra ofbeldi, sem í flestu er hliðstætt hinu suður- afríska. Lögmál hræsninnar hjá Sameinuðu þjóðunum veldur því, að Sovétfulltrúar bera höfuðið hátt. Einfaldast er að bera Suður-Afríku saman við Eþióp- íu. í síðara landinu beitir fámennur stjórnarhópur þjóðina ofbeldi hers og lögreglu, skipuleggur nauðung- arflutninga, þar sem þúsundir farast úr hungri, og drekkur viskí á meðan Vesturlönd stunda hjálparstörf. Fulltrúar harðstjóranna í Eþiópíu þykja samt húsum hæfir í sölum Sameinuðu þjóðanna. Svo blindir eru Vesturlandamenn á varmenni þriðja heimsins, að jafn- vel Amnesty gefur félögum sínum forskrift að skjallbréfi til Mengistu harðstjóra til að milda grimmd hans. Öll fleðulæti í garð hrakmenna þriðja heimsins, hvort sem þau koma fram í skjallbréfum frá Amnesty eða í sölum Sameinuðu þjóðanna, staðfesta trú harðstjóranna á, að þeim sé í stórum dráttum kleift að halda áfram að kúga og kvelja þjóðir sínar, rupla þær og ræna. Næst á eftir Suður-Afríku í óvinsældum hjá Samein- uðu þjóðunum er ísrael, sem óneitanlega er orðið ofbeldisríki, þar sem gamhr hryðjuverkamenn í Likud- bandalaginu hafa náð hlutdeild í völdum og beita arabiska landa og nágranna ójöfnuði af ýmsu tagi. Hins vegar er vanzi ráðamanna ísraels sízt meiri en ráðamanna arabaríkjanna, sem mest hamast gegn ísra- el. Begin og Shamir og Sharon í ísrael blikna í saman- burði við Assad í Sýrlandi og Hussein í írak, svo ekki sé minnzt á Khomeini í íran og Kaddafi í Líbýu. Raunar má segja, að um það bil 120 ríki Sameinuðu þjóðanna búi við meiri harðstjórn og ofbeldi en stjórn ísraels stendur fyrir. Ráðamenn þessara ríkja hafa komizt til valda eða halda völdum á meira eða minna ólýðræðislegan hátt og margir á mjög hraklegan hátt. Vesturlönd eiga að láta fulltrúa sína á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna neita að taka þátt í hræsninni, sem felst í síbylju samtakanna um Suður-Afríku og ísrael og dauðaþögn þeirra um harðstjórn um það bil 120 ríkja þriðja heimsins, sem ráða ferðinni í samtökunum. Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar sérstofnanir þeirra, svo sem menntastofnunin Unesco, hafa smám saman verið að breytast úr musterum í ræningjabæli. Þar hef- ur aht fyllzt af umboðsmönnum harðstjóra, sem ekkert lýðræðislegt umboð hafa til valda í aðildarríkjunum. Bandaríkin og Bretland gengu úr Unesco og flest önnur Vesturlönd fóru að andæfa gegn stjórnarháttum M’Bows framkvæmdastjóra. Slíkt andóf þarf að efla og færa yfir á vettvang allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna, ýmissa nefnda samtakanna og sérstofnana þeirra. Vesturlönd mega ekki missa sjónar á grundvallarfor- sendu Sameinuðu þjóðanna, er lesa má í mannréttinda- sáttmála samtakanna. Þar má ljóst sjá, að stjórnir alls þorra þátttökuríkjanna vanvirða mannréttindi íbúanna, eins og þau eru skilgreind í mannréttindasáttmálanum. Dag Sameinuðu þjóðanna er gott að nota til að minna Vesturlönd á að fá samtökunum breytt í upprunalega mynd eða ganga að öðrum kosti úr félagi hrakmenna. Jónas Kristjánsson Sauðkindin í þingsölum Löggjafarþingiö okkar hófst meö kurt og pí og fátt virtist ætla að raska værðarlegri ró þingheims þessa fyrstu starfsdaga. Þingmenn hölluðu sér makindalega aftur á bak í nýju stólunum sínum, sól- brúnir og sællegir, ellegar vöppuðu um gangana kankvísir og klapp- andi á axlir. Konurnar höfðu fengið sér nýjar dragtir. Minni breyting á körlunum, sömu gráteinóttu jakkafótin og sömu röndóttu bind- in. Allt var í föstum skorðum, slétt og fellt. En viti menn, allt í einu er alit í hers höndum, rifist og skammast. Sá hávaði allur varð ekki, eins og ef til vill mætti ætla, út af efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar, launam- isréttinu í landinu, ellegar ámáttlegum undirlægjuhætti ís- lendinga í utanríkismálum. Nei, ekkert slíkt var á döfinni þar niður við Austurvöll. Lætin urðu náttúr- lega út af sauðkindinni. Enda hefur sú skepna löngum ráðið mestu um íslensk stjórnmál. Lög um að ólöglegt verði löglegt Málið er sem sagt þaö, eftir því sem ég fæ best skilið, að nokkrir þingmenn taka sér fyrir hendur að setja lög um að sláturhús nokkurt vestur á fjörðum, sem dæmt hefur verið ólöglegt, verði löglegt. Það er raunar varla nema fyrir innvígða að botna í þessu forgangs- ve'-kefni Alþingis. Raunar kom það fram í umræðunni, haft eftir yfir- dýralækni, að jafnvel bestu slátur- hús landsins séu alls ekki nógu góö. Ljótt er að heyra. Er verið að gera að kétinu okkar í bannsettum skítaskúrum út um allt land. En menn hafa nú yfirleitt lítið verið að setja fyrir sig aðstæður í sláturtíðinni. Eftir að kvótinn kom og búmarkið hefur það tii dæmis stóraukist, sem var næstum aflagt, að bændur slátri heima, venjulega í forinni framan viö fjárhúsin. Veldi sauðkindarinnar Erfið skepna, sauðkindin, hvern- ig sem mál eru skoðuð. Eftir því sem næst veröur komist er flest óáran, sem okkur hrjáir, henni að kenna. Hún hefur rótnagað heiðal- öndin og er völd að stórkostlegri gróðureyðingu svo landið er að verða berstrípaö, varla stingandi strá á hálendinu, hvað þá hrísla eða tré. Sauökindinni má að verulegu leyti kenna bágt efnahagsástand og í talfæri Jón Hjartarson þunga skuldabagga erlendis. Það hefur drjúgur skerfur af þjóðar- tekjunum fariö í að greiða niöur óseljanlegt kei af þessari óláns- skepnu. Frændur okkar kaupa þetta af okkur í gustukaskyni fyrir skít og ekki neitt, henda því svo fyrir hund og kött venjulega, svo það er varla ómaksins vert að flísa- leggja mörg sláturhúsin sérílagi þess vegna. Sauðkindin á líka sinn þátt í óhollum matarvenjum mörlan- dans. Feitt két, blóðmör og hamsar eru eitthvert mesta óæti, sem hægt er að leggja sér til munns, heilsu- farslega séð. Okkar ofmetta ístru- samfélag má ekki við meira spiki. íslenska sauökindin á sér sem- sagt formælendur fáa, enda eru haldin heilu málþingin til þess aö úthrópa hana. Megi hún aldrei þrífast hrópa menn hástöfum. Skömm er að Nú er svo komið aö bændur fyrir- verða sig hálfpartinn fyrir rollu- skammirnar. Enda hafa margir snúið baki við þessum búskap, slátrað öllum stofninum, hent skrokkunum á haugana, selt full- virðisréttinn og farið að rækta fisk, mink eða kanínur - ellegar þeir flytjast „suður“ og ráða sig til ann- ars konar fjárgæslustarfa hjá bönkunum, ellegar í einhverri fjár- festingarsjoppunni. Það er eins og menn vita orðin einhver arðbær- asta atvinnugreinin í landinu að ráðleggja börnum og gamalmenn- um hvernig á aö renta aurana. Okkur dugir ekki mannfrekasta og rándýrasta bankakerfi í viðri ver- öld. En hvað sem því líður: Sauðkind- in hefur sem sagt um áraraðir veriö akkilesarhæll íslensks efnahags- lífs, gróðurfars, og heilsu þjóðar- innar. Þetta eru menn löngu búnir að sjá. Rollan hefur um árabil ráð- ið heilum stjórnmálaflokki, alfarið, og átt sterk ítök í þeim flestum. Hún hefur lengi átt sitt málgagn á meðal dagblaöanna og svo mætti lengi telja. En nú sér loks fyrir endann á þessu ofurveldi sauðkindarinnar. Svo er Herdísi, vinkonu minni, og slíkum valkyrjum fyrir að þakka. Bændum fækkar hratt og örugg- lega og sauöKindinni þar með líka. Þessi æsingur út af slátrun þarna fyrir vestan er því sennilega síðasti votturinn um áhrifamátt hennar og veldi á æðstu stöðum. Grasið sprettur því vonandi óáreitt í fram- tíðinni, landið grænkar og grær, til augnayndis og ánægju, en engum til teljanlegs gagns að vísu. Verðum rasssíð og jórtrandi Þaö hefur margt verið spjallað um hina sönnu og einu þrenningu: land þjóð og tungu. Þó svo að ta- kist nú, eins og allt bendir til, að vemda landið fyrir sauðkindinni, þá verður það kannski svolitlu verði keypt, þar sem heilir lands- hlutar legjast í auðn. Allt stefnir í þá átt. Með því myndu shtna marg- ar rætur sögulegar, sem tengja okkur við landið, jafnvel þótt gra- sið grói og kjarrið spretti sem aldrei fyrr. Framtíðin er Kentucky fried chicken og franskar kartöflur. Bráöum verðum við rasssíð og jórtrandi eins og húsbændur okkar fyrir vestan. Gólið frá popprásun- um öllum verður kannski okkar tungumál og innan tíðar veröa það einungis fáeinir sérvitringar, sem kunna og nenna að jarma þessa leiðinlegu norrænu mállýsku, ís- lenskuna. Af þessu er tímabært aö hafa áhyggjur engu síður en gróðu- reyðingunni og sauðkindinni. Það er fjarri mér að ætla á nokk- urn hátt að bera í bætifláka fyrir rolluna, en ég spái því samt að þeir tímar komi að við söknum hennar. Hún fer, þrátt fyrir allt, svo vel í landslaginu, eins og kerlingin orð- aði það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.