Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. 59 Fólk í fréttum DV Jóhanna Sigurðardóttir Jóhanna Siguröardóttir félags- málaráðherra hefur veriö í fréttum DV vegna lagafrumvarps um breytingar á húsnæðislánakerfinu. Jóhanna er fædd 4. október 1942 í Reykjavík og lauk prófi frá Versl- unarskóla íslands 1960. Hún var flugfreyja 1962-1971 og skrifstofu- maöur 1971-1978. Jóhanna var í stjórn Flugfreyjufélags íslands 1966-1969 og formaður 1966 og 1969. Hún var í stjórn félagsins Svölunn- ar 1974-1976 og formaður 1975. Jóhanna hefur verið í flokksstjórn Alþýðuflokksins frá 1978 og vara- formaður frá 1984. Jóhanna hefur yerið alþingismaður frá 1978, vara- forseti neðri deildar 1979 og 1983-1984 og félagsmálaráðherra frá 1987. Fyrrverandi eiginmaður Jó- hönnu er Þorvaldur Steinar Jóhannesson, f. 3. mars 1944, prent- ari, nú sölustjóri hjá Heklu. For- eldrar Þorvalds eru Jóhannes Eggertsson, hljóðfæraleikari í Rvík, og kona hans, Steinunn G. Kristinsdóttir. Börn þeirra eru Sig- uröur Egill, f. 31. maí 1972, og Davíð Steinar, f. 22. mars 1977. Systkini Jóhönnu eru Anna Maria, f. 4. okt- óber 1942, gift Bernhard Petersen framkvæmdastjóra, Hildigunnur, f. 19. maí 1950, maður hennar er Lárus Ögmundsson, deOdarstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Gunnar Egill, f. 19. maí 1950, hagíræðinemi í Danmörku, giftur Guðfinnu Theó- dórsdóttur. Foreldrar Jóhönnu eru Sigurður Egill Ingimundarson, al- þingismaður og forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins, og kona hans, Karítas Guömundsdóttir. Föðursystkini Jóhönnu eru Einar, kaupmaður í Rvík, sem lést 1962, giftur Guðnýju Illugadóttur; Vil- helm, fasteignasali í Rvík, giftur Ragnhildi Pálsdóttur; Guömundur, fyrrv. verslunarmaður í Rvík, gift- ur Katrínu Magnúsdóttur; Guö- laug, sem lést ung; og Svava, gift Ingólfi Guðmundssyni, fyrrv. kaupmanni. Faðir Sigurðar var Ingimundur, daglaunamaður í Rvík, Einarsson, b. á Egilsstöðum í Ölfusi, Jónssonar. Móðir Einars var Sólveig Þorvarðardóttir, b. á Vötnum í Ölfusi, bróður Önnu, langömmu Þórarins á Eiðum, fóður Ragnhildar borgarminjavarðar. Þorvarður var sonur Jóns silfur- smiðs á Bíldsfelli, Sigurðssonar. Móðir Sólveigar var Guðbjörg Ey- jólfsdóttir, b. á Kröggólfsstööum í Ölfusi, Jónssonar. Móðir Ingi- mundar var Vilborg Jónsdóttir, systir Jóns á Þorgrímsstöðum, langafa Hannesar Jónssonar sendi- herra og Sverris Þóroddssonar heildsala. Móðir Sigurðar var Jó- hanna verkakvennaforingi Egils- dóttir, b. í Hörgslandskoti á Síðu, Guðmundssonar. Móðir Egils var Sigríður Egilsdóttir, b. í Jórvík í Álftaveri, Gunnsteinssonar, bróð- ur Runólfs, langafa Margrétar, ömmu Jóns Helgasonar og Hjör- leifs Guttormssonar. Móðursystkini Jóhönnu eru Borghildur, gift Gunnari Magnús- syni, framkvæmdastjóra Héðins; Kristín, gift Geir Fenger verslunar- manni; Guðjón, fyrrv. kaupmaður, giftur Þóru Hannesdóttur; Hildi- gunnur, lést ung. Móðir Jóhönnu, Karítas, var dóttir Guömundar, kaupmanns í Rvík, Guðjónssonar, sjómanns i Rvík, Björnssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Alberts Guðmundssonar. Móðir Guð- mundar var Steinunn Þorsteins- dóttir, b í Breiðamýrarholti, Þorsteinssonar, b. og garðyrkju- manns i Úthlíð í Biskupstungum, Þorsteinssonar, b. á Hvoli í Mýr- dal, hálfbróður Bjarna Thorsteins- sonar amtmanns. Þorsteinn var sonur Þorsteins, b. í Kerlingadal, Steingrímssonar, bróður Jóns „eld- prests“. Móðir Þorsteins í Úthlíð var Þórunn Þorsteinsdóttir, b. á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Ey- jólfssonar, forfóður Ingibjargar Rafnar, konu Þorsteins Pálssonar. Móðir Steinunnar var Guðlaug Stefánsdóttir, b. á Brekku i Bisk- upstungum, Gunnarssonar, af Víkingslækjarættinn', bróður Helgu, langömmu Ingigerðar, móð- ur Guðrúnar Helgadóttur alþingis- manns. Móðir Karítasar var Anna María Gísladóttir, sjómanns í Rvík, Jóhanna Sigurðardóttir. Jónssonar, frá írafelh í Kjós. Móðir Önnu Maríu var Vilborg, systir Salvarar, langömmu Sigurðar Sig- urjónssonar leikara. Vilborg var dóttir Frímanns, b. að Kirkjuvogi í Höfnum, Gíslasonar. Móðir Vil- borgar var Magnea Þórðardóttir, b. á Bakka í Höfnum, Þorkelsson- ar, bróður Ögmundar, afa Tómasar Guðmundssonar skálds. Afmæli Sigurður Haukur Guðjónsson Sigurður Haukur Guðjónsson, Skeiðarvogi 119, Reykjavík, sókn- arprestur í Langholtssókn í Reykjavík, verður sextugur á morgun. Sigurður fæddist í Hafn- arfirði en flutti kornungur með foreldrum sínum austur aö Eyrar- bakka, síðan að Reykjum í Ölfusi og loks að Gufudal í Ölfusi. Sigurð- ur tók stúdentspróf frá MR 1950 og varð guöfræöingur frá HÍ 1954. Hann var bóndi í Gljúfurholti í Ölfusi 1950-51 og starfsmaður í bókhaldsdeild SÍS í Reykjavík frá 1954-55. Sigurður var sóknarprest- ur aö Hálsi í Fnjóskadal 1955-63. Hann rak þá búskap á staðnum og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveitunga sína. Sigurður hefur ve- rið sóknarprestur í Langholtssókn frá því í ársbyijun 1964. Sigurður var í sumarbúöanefnd Æskulýðs- sambands kirkjunnar í hinu forna Hólastifti 1961-63. Hann var forseti Sálarrannsóknarfélags íslands 1964-65 og í stjórn Prestafélags ís- lands frá 1968-70. Sigurður giftist 17. júní 1950 Kristínu Sigríði Gunnlaugsdóttur, f.9. nóvember 1928. Foreldrar Krist- ínar Sigríðar eru Gunnlaugur Fannberg, efnisvörður í Reykjavik, Gunnlaugsson, og kona hans Guð- björg Skaftadóttir. Sigurður og Kristín Sigríður eiga tvö börn: Anna Mjöll Friðrika, f. 2. febrúar 1949, er kennari, gift Gylfa Sveinssyni viðskiptafræðingi í Kópavogi. Þau reka tölvufyrir- tæki í Hafnarfirði og eiga einn son. Birgir Hlynur Fannberg, f. 25. fe- brúar 1951, er landfræðingur og skipulagsfræðingur og starfar hjá Aðalskipulagi Reykjavíkur, giftur Hrafnhildi Hreinsdóttur bóka- safnsfræöingi. Eiga þau einn son og eina dóttur. Sigurður Haukur átti sex systkini en tveir bræður hans eru látnir. Foreldrar Sigurðar eru Guðjón Anton Sigurðsson, garðyrkjubóndi í Gufudal í Ölfusi, og kona hans, Þórunn Guðmundsdóttir. Faðir Guðjóns var Sigurður, hákarla- formaður og skipstjóri á Grund í Svarfaðardal, Halldórssonar, b. á Hóli, Þorkelssonar. Móðir Sigurð- ar, Þórunn, var dóttir Guðmundar verkamanns í Hafnarfirði, Jóels- sonar, Friðrikssonar, b. á Mógilsá. Jónssonar, b. í Miðhlíð á Barða- strönd, Jónssonar. Móðir Þór- unnar var Guðlaug Illugadóttir, b. á Smærnavelli, Illugasonar. Kári Kárason Kári Kárason, sjómaöur og org- anisti, til heimilis að Hjarðarslóð 2C, Dalvík, er sjötugur í dag. Kári fæddist að Litla-Árskógssandi á Árskógsströnd. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum og bræðrum og þar bjó hann til ársins 1975 er hann flutti til Dalvíkur ásamt aldr- aðri móður sinni, bróður sínum og mágkonu. Kári stundaði lengi út- gerð af Árskógsströndinni ásamt bræðrum sínum og fóður en faðir þeirra hóf útgerð þar um 1930. Kári var organisti við Stærra-Árskógs- kirkju frá 1943-1975. Kári átti tvo bræður og er annar þeirra látinn: Valves, f. 8.1. 1910, var lengi fiskmatsmaður og útvegs- bóndi. Hann er nú látinn fyrir þremur árum. Eftirlifandi kona hans er Ágústa Jónsdóttir, ættuð úr Möðruvallasókn, en þau eignuð- ust fimm börn: Gunnlaugur, f. 2.9. 1915, hefur verið útgerðarmaður. Kona hans er Baldvina Guðlaugs- dóttir, ættuð frá Dalvík, og eiga þau átta börn. Foreldrar Kára voru Kári, f. 31.3. 1881, útvegsb. á Litla-Árskógss- andi, en hann lést fyrir tuttugu árum, og kona hans, Þórný Margr- ét, f. 18.10. 1889, en hún lést fyrir tíu árum. Hólmfríður Jónasdóttir Hólmfríður Jónasdóttir, Bakka- stíg 5, Reykjavik, er sjötug i dag. Hún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Maður hennar er Ingólfur Rögnvaldsson, verkstjóri í Vél- smiðjunni Hamar, en þar hefur hann sthríáö um árabil. Hólmfríður og Ingólfur eiga fimm börn. Foreldrar Hólmfríðar: Jónas P. Magnússon bókbindari, f. í Reykja- vík 18.5.1885, d. 11.11.1954, og kona hans, Guðbjörg, f. 25.1.1897, Gísla- dóttir, b. í Þórisdal í Lóni, Sigurðs- sonar. Föðurforeldrar Hólmfríðar voru Magnús tómthúsmaður, sem lengi bjó á Tóftum, Stefánsson og kona hans, Sigríður Rósa Pálsdótt- ir, þjóðhagasmiðs í Sauðagerði. Hólmfríður og Ingólfur dvelja er- lendis á afmælisdaginn. Ingibjörg Þorbergs Ingibjörg Þorbergs, tónlistamað- ur og rithöfundur, Löngubrekku 41, Kópavogi, verður sextug á morgun. Ingibjörg fæddist í Reykjavík og var alin þar upp í for- eldrahúsum. Ingibjörg lauk prófi frá Tónlistar- skóla Reykjavíkur með klarínettu- leik sem aðalgrein 1952. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá KÍ1957 en hefur auk þess tekið ýmis tón- mennta- og tungumálanámskeið. Ingibjörg starfaði hjá Ríkisútvarp- inu frá 1946-85 er hún fór á eftirla- un. Hún starfaði á innheimtuskrif- stofu stofnunarinnar 1946-49, við dagskrárgerð í tónlistardeild 1949-81. í dagskrárdeild 1981-1985 og var varadagskrárstjóri RÚV 1981-1985. Hún var dagskrárstjóri í október 1982 þar til í október 1983 og var fyrsti kvendagskrárstjóri RÚV en Helgi Hjörvar. sem var fyrsti dagskrárstjóri RÚV, og móðir Ingibjargar voru bræðrabörn. Ingi- björg hefur haft umsjón með fjölda þekktra tónlistarþátta í Ríkisút- varpinu. Hún hefur sungið í útvarp og inn á hljómplötur sem margar hveijar hafa náð miklum vinsæld- um. Ingibjörg hefur verið í Þjóð- leikhúskórnum frá stofnun hans og var ritari kórsins um skeið. Hún hefur samiö tónlist af ýmsum toga og þá m.a. fyrir Þjóðleikhúsið. Hún hefur einnig samið fiölda útvarps- leikrita og þá einkum fyrir börn. Hún hlaut verðlaun fvrir ljóð í al- þjóðlegu barnasöngvakeppninni 1979. Ingibjörg giftist 12. ágúst 1976 Guðmundi Jónssvni, f. 13. nóvemb- er 1929. píanóleikara. Foreldrar Guðmundar eru Jón Guðmunds- son, verslunarstjóri í Rvík, og kona hans, Kristín Pálmadóttir. Bróðir Ingibjargar er Skúli. deildarstjóri hjá Skeljungi, giftur Guðrúnu Björnsdóttur. Foreldrar Ingibjarg- ar eru Þorbergur Skúlason, skósmíðameistari í Rvík, og kona hans, Kristjana Sigurbergsdóttir. Faðir Þorbergs var Skúli, kennari á Fellsströnd í Dalasýslu, Gislason, húsmanns í Búðardal, Hjartarson- ar. Móðir Skúla var Ingibjörg Skúladóttir. b. í Eyvindarholti í Skagafirði. Þorbergssonar. Móðir Þorbergs var Rósamunda Jóhanna Jónsdóttir, b. á Krossi á Skarðs- strönd. Sigurössonar. Móðir Jóns var Guðrún Sigurðardóttir. b. á Krossi, Ormssonar, b. í Efri-Lan- gey, Sigurðssonar, sem Ormsættin er kennd við. Móðir Ingibjargar, Kristjana, er dóttir Sigurbergs, b. á Moldbrekku, Sigurðssonar. Móðir Kristjönu er Kristín Þórðardóttir, b. að Grjóteyrartungu í Andakíl í Borgarfirði, Jónssonar. 75 ára__________________________ Þóra G. Þorsteinsdóttir, Lokastig 18, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Ólafur Sveinsson, Botnum, Leið- vallahreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. Kristjana L. Jóhannsdóttir, Gnoð- arvogi 16, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára______________________ Ólafur B. Þórðarson, Gyðufelli 2, Reykjavík, er sjötugur í dag. Jón Jónasson járnsmiður, Eskihlíð 22, Reykjavík, er sjötugur í dag. 60 ára_______________________ Kristín Kr. Gardner, Fannarfelli 8, Reykjavík, er sextug í dag. Ólafur Hannesson, sem átti sex- tugsafmæli 20. október, tekur á móti gestum á heimili sínu, Stekkj- arflöt 4, Garðabæ, laugardaginn 24. október eftir kl. 18.00. 80 ára____________________ Alfreð Christensen, Mánahlíð 1, Akureyri, er áttræður á morgun. Guðmundur Kristjánsson, Hraun- búöum, Vestmannaeyjum, er áttræöur á morgun. 75 ára__________________________ Daisy Saga Jósefsson, Fornhaga 17, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára á morgun. Sigríður Guðlaugsdóttir, Hring- braut 73, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára á morgun. Anna Ólafsdóttir, Seljahlíð 13 A, Akureyri, er sjötíu og fimm ára á morgun. Hún verður ekki heima. Pála Pálsdóttir, Viðigrund 8, Akur- eyri, er sjötíu og fimm ára á morgun. Andlát Lára Bergsdóttir, Meðalholti 7, Reykjavík, andaðist í Borgarspítal- anum að kvöldi 21. október. Ingvar Halldórsson múrarameist- ari frá Hhði á Eyrarbakka andaðist miðvikudaginn 21. október. Ragnar Þór Jónsson, áður til heim- ilis á Hagamel 32, lést í Danmörku laugardaginn 17. október. Harpa María Guðmundsdóttir, til heimilis aö Ægisgötu 20, Garðabæ, lést á Landakotsspítala 21. október. Anna Jónsdóttir, Reynimel 80, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriöjudag- inn 20. október. Sérverslun með blóm og skreytingar. Opit) til kl. 21 iill kröld 0oDlóm w0sknqytii^ar Laugauegi 53. simi 20266 Sendum um land allL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.