Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987.
15
Hin vota
gröf
skipi hans, Þorkeli mána, þegar
togarinn var kominn á hliöina og
ísingin hlóöst á skipið. Skipverjar
þurftu að berja ísinguna linnulaust
af skipinu og varpa öllu lauslegu
fyrir borö, meðan ágjafimar færöu
skipið hvaö eftir annað í kaf. Það
þótti frækilegt afrek hjá Marteini
og félögum að komast lífs af og er
enn í minnum haft í flotanum.
Til er frásögn Snæbjarnar Stef-
ánssonar, skipstjóra á AgU Skalla-
grímssyni, sem komst af úr
Halaveðrinu 1925. Hann segir með-
al annars svo frá, eftir aö hafa lýst
veðurofsanum sem kastaði skipinu
á hliöina:
„Skipið lá nú í sjóskorpunni
þannig, að sjór flaut upp á brúar-
gluggana. Björgunartilraunir voru
þegar hafnar. TengsUn voru högg-
vin af bátunum, svo að þeir berðust
ekki við skipshliðina, kolum og
saltinu mokaö yfir í kulborða og
síðan var farið að ausa, þvi að skip-
ið var orðið hálffullt af sjó. Nokkur
árangur var orðinn af þessu erfiða
starfi, þegar brotsjór reið yfir skip-
ið og varpaði því á sömu hliðina
og fyrr. Varð enn að hefja sama
verkið á sama hátt og áður og var
aUs unnið að björgunarstarfmu í
þrjátíu og sex klukkustundir sam-
fleytt, áður en lokið var að ausa
skipið og koma véUnni af stað. Þá
loks var hægt að halda áleiðis til
lands.“
Þessar lýsingar eru sýnishorn af
baráttunni sem háð er á stundum
upp á líf og dauða í kröppum dansi
veðurs og sjávar. Þær eru frásagnir
þeirra sem lifa. Hinir deyja og frá-
sögn þeirra verður aldrei heimt úr
helju.
tengd sjónum og sjósókninni með
einum eða öðrum hætti. Þá var
þjóðfélagið enn á því stigi að útgerð
og fiskveiðar voru aðalatvinnu-
greinarnar og þá voru bæjarfélögin
ekki stærri en svo aö allir þekktu
aUa.
Litlu stúlkunni var hugsað til
bræðra sinna tveggja. Hún sá þá
fyrir hugskotssjónum sínum, glaða
og hrausta, og vildi ekki trúa því
að þeir kæmu aldrei aftur. Hún
hafði meira að segja lánað öörum
þeirra húfuna sína þegar hann tók
sjópokann sinn í skyndingu og
haföi kastað á hann kveðju í sömu
vissunni og alltaf endranær, að
bæði hann og húfan skiluðu sér í
land innan nokkurra daga. Þar aö
auki átti þetta bara að vera skot-
ferð, einn túr á sjóinn í forfóllum
annarra. Lífið blasti við þessum
unga manni þegar hann hljóp niður
Hverfisgötuna til inóts við örlög
sín. Litla systir, eftirlætið hans,
veifaði annars hugar um leið og
hann kvaddi og uggði ekki að sér.
Það er oft stutt milli lífs og dauöa.
Mánuði síðar fór minningarat-
höfnin fram. Fánar blöktu í hálfa
stöng, sorgin og söknuðurinn ríkti
í Reykjavík og algjör þögn var í
eina mínútu. Reykvíkingar stóðu
berhöfðaðir og lutu höfði. Enn einu
sinni hafði Ægir konungur heimt-
að til sín mannslíf í hina votu gröf.
Mesti mannskaði í íslenskri sjó-
mannastétt var orðinn að veru-
leika. Litla stúlkan hélt fast í hönd
fóður síns í norðannepjunni, ber-
höfðuð eins og aðrir. Húfan hennar
kom aldrei aftur.
Enginn veit hvað gerðist og mun
aldrei vita. Mannskaðar á sjó eru
aldrei skráðir af fórnarlömbunum
sjálfum.
Heimtir úr helju
Nýlega er látinn Marteinn Jónas-
son, fyrrum skipstjóri á íslenskum
togurum til margra ára. Marteinn
var til sjós tuttugu og fimm árum
síðar þegar svipaö óveður gekk yfir
Nýfundnalandsmiöin meö þeim
hörmulegu afleiðingum að togar-
inn Júlí fórst og margir tugir
skipverja með honum. í minning-
argrein um Martein var rifjuð upp
sú barátta sem háð var um borð í
Slysavarnafélagið
Enn þann dag í dag er Ægir að
taka sinn toll. Enn þann dag í dag
eru skip að týnast og sjómenn að
farast. Enn þann dag í dag stöndum
við máttvana andspænis hamfor-
um náttúrunnar og duttlungum
sjávarins. Á hverju ári endurtekur
sig sú ægilega raun, sem aðstand-
endur skipverjanna er fórust í
Halaveðrinu máttu þola, að sitja
og bíða og vona og drúpa höfði í
minningu þeirra sem aldrei koma
aftur. Það er og verður hlutskipti
þjóðar sem byggir afkomu sína á
sjósókn og á líf sitt undir ungum
mönnum sem bjóða örlögunum
birginn og sigla út á hið djúpa haf.
Samt hefur margt og mikið áunn-
ist í slysavörnum. Fullkomnari
loftskeytatæki, tilkynningar-
skylda, gúmbátar og margs konar
öryggisútbúnaöur gerir sjósókn
öruggari og hjálpina nærtækari.
Slysavarnafélög viðs vegar um
land hafa unnið frábær björgunar-
störf og hetjuleg viðbrögð sjó-
manna á neyðarstundum eru
ævintýri nútímans. Rétt nú fyrir
skömmu tókst giftusamleg björgun
í brimgarðinum viö Sandgerði og
enn er í fersku minni björgun fólks-
ins úr brotlentri flugvél í ólgusjó
og kröppu veöri. Það er mikil gæfa
sem fylgir þeim mönnum sem geta
bjargað mannslífum, enda verður
það seint fullþakkað og fullmetiö
þegar öðru fólki er bjargað úr lífs-
háska.
Slysavarnafélag íslands hefur
verið í fararbroddi í því mikla átaki
sem gert hefur verið í sjóslysavörn-
um og björgun nauðstaddra skipa.
Sá félagsskapur efnir nú til merkja-
sölu til fjáröflunar fyrir nýja sókn
á þessu sviði. Hver og einn íslend-
ingur hlýtur að leggja fram sinn
skerf með glöðu geöi. Það er fram-
lag okkar til áframhaldandi slysa-
varna á hafi úti, þakkir okkar fyrir
ómetanlegt starf á liðnum árum og
virðingarvottur gagnvart þeim
þúsundum sjómanna, sem hafa far-
ist við íslandsstrendur í áranna
rás.
Það veit enginn hvenær næsta
Halaveður skellur á.
Ellert B. Schram
Sunnudaginn áttunda febrúar
rak á aftakaveður af landnorðri og
var svo hvasst, að varla var gengt
milli húsa. Náði veðrið yfir landið
þvert vestanvert. Þegar veðrinu
slotaði, gekk fyrst erfiðlega að fá
fréttir utan af landi, því að símalín-
ur voru víða slitnar, en þar sem til
fréttist, höfðu víða orðið slysfarir
og mikið tjón.
Þegar veðrið skall á, voru togar-
arnir fyrir sunnan land og vestan,
margir á Halamiðum. Var þá sú
spurning á vörum allra, hvemig
skipunum hefði reitt af, einkum
þeim, sem verið höfðu á Halanum.
Á öðrum og þriðja degi tóku togar-
arnir að tínast inn í höfnina,
margir illa leiknir, huldir klaka-
brynju frá sigluhún og brotnir ofan
þilja. Á sumum hafði allt lauslegt
skolast fyrir borð og sjór komist í
vélarrúm.
Það fór eins og marga haföi grun-
að, að veðrið var einna harðast á
Halanum og skall á nokkru fyrr en
sunnanlands. Var margt skipið þar
hætt komið. Mörg misstu báta og
siglur brotnuðu á öðrum. Og að
lokum voru allir togararnir komnir
í höfn nema tveir. Voru það Leifur
heppni úr Reykjavík og enskur tog-
ari, sem gerður var út frá Hafnar-
firði, Robertson að nafni. Höfðu
báöir þessir togarar verið á Hala-
miðum, með samtals sextíu og átta
menn um borð.
Þannig er frásögnin af þessum
atburði sem gerðist fyrir rúmum
sextíu árum, Halaveðrinu mikla,
mesta og mannskæðasta sjóslysi
íslandssögunnar.
Menn geta rétt ímyndað sér
hvernig viðbrögðin urðu í landi
þegar skipanna tveggja var saknað.
Það sló óhug á alla. Togaraöldin
var gengin í garð og almennt var
talið að togararnir gætu ekki sokk-
ið. Sama á hverju gengi. Það þóttu
mikil forréttindi að komast á tog-
ara, enda þótt vökulögin hefðu ekki
enn tekið gildi og áhafnir máttu
standa daga og nætur í aðgerö
meðan einhver ílskur fékkst. En
það þótti öryggi í togarasjómennsk-
unni og mikil bylting frá því menn
stunduðu sjó á opnum bátum, skút-
um eða þilskipum. Togaramir
veiddu mikið, togararnir gátu ekki
farist. Eða svo var sagt.
Milli vonar og ótta
Þessi þjóðtrú hélt voninni lifandi
í landi eftir aö skipanna tveggja var
saknað. Dag eftir dag gengu menn
niöur að höfn, biðu frétta og vonuð-
ust eftir kraftaverkinu, að togar-
arnir tveir skiluðu sér til hafnar.
Skipverjar á nálægum togurum
þóttust hafa séð til hinna eftir að
veðrið skall á. Höfðu jafnvel séð
áhöfnina í aðgerð eins og ekkert
hefði ískorist. Einhver hafði heyrt
til þeirra í loftskeytatækinu og
þannig spunnust sögur og frásagn-
ir mann frá manni og vöktu vonir.
En biðin lengdist. Leitarskip voru
gerð út á Halann, allur flotinn tók
þátt í þeirri leit, sem stóö í tíu daga,
pg á meðan biðu aðstandendur og
íslendingar allir milli vonar og
ótta.
Á litlu sjómannsheimili í Skugga-
hverfmu sat ung telpa og beið eins
og hinir. Hún átti tvo bræður á
öðrum togaranum' Hún hafði fylgst„
með fullorðna fólkinu þegar fréttir'
bárust af því að skipin höfðu ekki
komið til lands. Hún heyrði það
tala í hálfum hljóðum, hringja eftir
fregnum, bíða í þögn og angist. Hún
hjúfraði sig niöur í koddann og bað
til guðs. Þoröi sig hvergi að hræra,
ekki gráta, ekki tala, vegna þess að
hún fann sorgina og kvíðann hel-
taka heimilið. Hún var of lítil til
að skilja áfallið til fulls en hún var
nógu stór til að skynja ha'rminn
sem sótti að mömmu og pabba og
eldri systkinunum.
Nagandi óvissan var verst. í
hvert skipti sem síminn hringdi
kviknaði von. Von sem varð að
engu. Sá sem hringdi var sjálfur
að leita frétta, leita huggunar og
athvarfs í sameiginlegri örvinglan.
Á hverjum morgni reis pabbi úr
rekkju fyrir allar aldir, læddist í
símann til þess að spyrjast fyrir um
leitina. Á hverjum eftirmiðdegi
klæddi hann sig í slitinn frakkann
og gekk hægum skrefum niður að
bryggju, gáði til veðurs, mændi til
hafs og hélt dauðahaldi í hvert það
orðspor sem gekk um bæinn, að
enn væri ekki öll nótt úti. Kvöldin
urðu löng og honum hefur ekki
verið svefnsamt, gamla mannin-
um, sem sjálfur hafði stundað
sjóinn í hálfa öld og þekkti glímuna
viö hafið. Hann þekkti hætturnar,
boðaföllin og brotsjóinn og vissi að
ekki þurfti að spyrja að leikslokum
ef út af hefði brugðið. íslensku al-
þýðuheimilin þekktu sitt hlutskipti
þótt þau vildu ekki allaf trúa því
að nú væri röðin komin að þeim
sjálfum. Mínir bræður, þeirra syn-
ir. Hver ræður ferð?
Stutt milli lifs og dauða
Hann var ekki heldur einn um
að sitja í óvissunni þessa löngu og
erfiðu daga. Þau voru mörg heimil-
in sem áttu um sárt að binda enda
ekki á hverjum degi sem sextíu og
átta manna úr sama byggöarlaginu
er saknað á sjó. í hveiju húsi bjó
fólk sem átti vini, syni eða feöur
um borð í hinum týndu skipum.
Reykvísk og hafnfirsk heimili voru