Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 34
.46 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. Breið síðan / Losnar ekki við Línu Langsokk Hver man ekki eftir sjónvarps- myndaflokknum um Línu Langsokk. Sennilega allir þeir sem eru komnir yfir tvítugt. Myndaflokkurinn um Lína Langsokk var sýndur hér í ís- lenska sjónvarpinu fyrir nokkrum árum og varö mjög vinsæll eins og víðast hvar annars staöar þar sem hann hefur verið sýndur. Mynda- flokkurinn var gerður af sænska \sjónvarpinu árið 1968 og sú er fékk 'mutverk Línu, Inger Nilsson, var þá 9 ára gömul. Hún er nú orðin 28 ára gömul og nemandi við Scenskólann í Gautaborg þar sem hún býr. Myndaflokkurinn um Línu Lang- sokk er svo oft endursýndur á Norðurlöndunum að Inger Nilsson hefur aldrei losnað við nafnið Lína. í daglega lífinu er hún oftar kölluð Lína en Inger. „Það skiptir mig í rauninni engu að fólk skuli kalla mig Línu en það hlýtur að fara að koma að því að fólk gleymi þessu og fari að kalla mig mínu rétta nafni,“ segir Inger. í rauninni tók það Inger Nils- Inger Nilsson var 9 ára er hún lék Línu Langsokk og enn i dag er hún kennd við þessa frægu sögupersónu. son fjöldamörg ár að losna við ímynd Línu Langsokks sögupersónunar og hún var á tímabili orðin þreytt á að vera stöðugt kennd við myndaflokk- inn. „Fólk hélt að þar sem ég var barn gæti ég ekki leikið en væri þess í stað þessi persóna sem Lína Lang- sokkur á að vera. Ég vona að ég fái einhvern tíma annað hlutverk svo þessi ímynd fari af mér,“ segir hún. En það er kannski ekki von að In- ger gleymist því vinsældir Línu þáttanna eru ennþá jafnmiklar og áður. Reyndar er norska sjónvarpið að hefla endursýningar nú í þriðja skiptið. Kannski íslenska sjónvarpið ætti að gera slíkt hið sama því Línu- aldurinn í dag hefur aldrei séð Línu Langsokk á skjánum. Bókin um Línu Langsokk er eftir hina virtu skáldkonu Astrid Lind- gren og kom bókin fyrst út árið 1945. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. KREDITKORTAÞJÓNUSTA Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Inger Nilsson 28 ára Joan Collins til Dallas Joan Colhns, sem í nokkur ár hefur leikið Alex í Dynasti, ætlar að flytja. Hún ætlar að flytja sig yfir í Dallas sápuna. Sagt er að Joan CoUins velji aðeins þá vinnuveitendur sem borga best og nú hafa DaUas framleiöendur keypt hana fyrir 170 mflljónir króna. Fyrir þessa upphæð lofar hún að vinna við Dallas í eitt ár. Fyrir hvern þátt fær hún síðar sex og hálfa millj- ón en það mun vera helmingi meira en hún fær fvrir hvem Dynasti þátt. Það er með ólíkindum hvað þessi 54 ára kona getur leyft sér í sam- bandi við peninga en það er auðvitað ekki viö hana að sakast ef einhver viU borga. Framleiðendur Dynasti þáttanna eru þó ekki allt of hrifnir því Alex hefur verið stjarnan í þeirra þáttum. Þaö gæti því farið svo að Dynasti þættimir biðu ósigur gagn- vart Dallas en í nokkur ár hefur verið mikið stríð þar á miUi um hvor þátt- anna laðaði að fleiri áhorfendur. Joan Collins gerir allt fyrir peninga. Það virkar ekki erfitt fyrir vélmennið að snara einni andlitsmynd. Vélmenni með myndlistar- hæfileika Skyldi koma að því að myndlistar- menn verði óþarfir? Ekki ætlum við að segja það en fyrir stuttu kynnti japanska fyrirtækið Panasonic fyrsta vélmenni sinnar tegundar. Vélmenni sem teiknar andlitsmynd á tveimur tíl þremur mínútum. Mannshöndin kemur þar hvergi nærri. AUt sem módeUð þarf að gera er að setjast í réttar stellingar og vélmennið hefst umsvifalaust handa við aðt teikna. Módelið má ekki hreyfa sig á meðan en vélmennið vinnur hratt og örugglega og áður en varir er komin þessi líka ágæta mynd. Og þegar verkiö er búið stopp- ar vélmennið og módelið getur fengið myndina sína. Þeir sem hafa atvinnu að því að teikna andlitsmyndir af fólki ættu kannski að fjárfesta í ein- um slíkum en ekki strax því aðeins eitt slíkt vélmenni hefur verið fram- leitt og verðið er víst margra teikn- inga vert. Kannski í framtíöinni verði hægt að setjast niður hjá slík- um vélmyndlistarmönnum á götu- homum og fá af sér andUtsmynd - líkt og er með ljósmyndavélar víðast hvar þar sem fólk sest bara inn í kassa og fær síðan myndir af sér fyr- ir einhvern smápening. Og eftir tvær til þrjár mínútur er myndin tilbúin. Ótrúlegt en satt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.