Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987.
11
Sælkerinn
Ljúffengt lambakjöt
Nú er hægt að fá ljúffengt lamba-
kjöt af nýslátruðu í verslunum.
Líklegast er nú orðið algengast að
steikja lambakjötið, en það má útbúa
hina ljúffengust rétti með því að
sjóða kjötið. Þessi réttur er ágætur
fyrir þá sem eru lítið gefnir fyrir feitt
kjöt. Það tekur nokkurn tíma að
matreiöa þennan rétt - en þetta er
sérlega bragðgóður réttur, hreinn
veislumatur.
Það sem þarf er:
1 kg lambakjöt, í gúllasbitum
(öll fita skorin burt)
1 lífri hænsnasoð (teningur)
1 gulrót
1 gulur laukur
1 lárviðarlauf
1 tsk. timjan
8 piparkorn, helst svört
250 g spinat (eða 2 búnt ferskt -
fæst í Hagkaupi)
1/2 sítróna
3 dl kaffirjómi
1 msk. Dijon-sinnep eða ósætt
sin nep
hveiti og smjör
3 eggjarauður
salt og pipar
Skrælið gulrótina og afhýðiö lauk-
inn. Setjið kjötið í pott meö vati, svo
vel fljóti yfir kjötið. Kjötið er soðið
við mikinn hita í 6 mín. Hellið svo
vatninu úr pottinum og skolið kjötið
í köldu vatni. Nú er hænsnasoðið
sett í pottinn ásamt kjötinu, gulrót-
inni, lárviðarlaufmu, lauknum,
piparnum og saltinu. Kjötið er látið
sjóða við vægan hita í 1 klst. Að þeim
tíma liðnum er soðið síað frá kjötinu.
Fleygið gulrótinni, lauknum og helst
piparkomunum líka. Soöið er nú lá-
tiösjóða þar til um 6 dl eru eftir í
pottinum af vökva. Setjið annan pott
á hlóðir og bræðið smjör í honum,
sáldrið hveiti yfir bráðið smjörið og
hrærið vel. Soðinu er nú hrært sam-
an við smjörbolluna. Sósan er látin
sjóða í 6 mín. Blandið eggjarauðun-
um saman við rjómann og hrærið
þeirri blöndu saman við sósuna. Sós-
an er bragðbætt með sinnepi, sítrón-
usafanum, salti og pipar. Kreistiö
allt vatn úr spínatinu og hrærið það
saman við sósuna. Kjötinu er svo
blandað saman við og þar með er
rétturinn tilbúinn. Meö þessum
ágæta lambakjötsrétti er haft ristað
brauð, hrísgrjón og tómatar. Gott er
að drekka hvítvín með.
Þú gerir æfingarnar heima - sparar tíma og peninga.
5 mínútur á dag með heilsugorminum jafnast á við að hjóla 6 km!
Svo getur þú aftur farið í þröngu gallabuxurnar, stuttbuxurnar og
sundbolinn með fullu sjálfstrausti.
PANTIÐ í TÍMA í ÐOX 8600
ÓT/U möguleikar
marcíATÍ 5T/ERÐIR
K. AUÐUNSSON
GRENSÁSVEGI 8
S: 68 67 75 & 68 60 88
/fjl/l* Fullbúnir
sturtuhlefar,
sturtuhurðir.
Jón Baldvin ræður
Stefán Valgeirsson alþingismaöur
telur að Jón Baldvin Hannibalsson
sé valdamestur ráðherra ríkisstjóm-
arinnar. Já, vissulega getur Jón
ráðiö miklu. Hinar nýju efnahagsað-
gerðir ríkisstjómarinnar eru flestar
hverjar gamalkunnar. Eitt af því sem
gert var (eins og ávallt) var að hækka
áfengið. ATVR er ein helsta mjólkur-
kýr ríkissjóðs. Það er því um að gera
að þjóðin láti ekki deigan síga í
drykkjunni, það gæti kostað nýja
skatta. Það er hins vegar staðreynd
að of mikil vínneysla getur verið
skaðleg. Það er því mikils um vert
að ríkisstórnin myndi sér einhverja
stefnu í áfengismálum. Of mikil
hækkun á áfengi getur orðið til þess
að heimabrugg aukist. Það er stað-
reynd að mun betra er að drekka
létt vín en brennd, þ.e.a.s. brennivín,
vodka og skyldar tegundir. Þegar hin
nýja glæsilega vínbúð var opnuð í
Kringlunni kom í ljós að fólk fór að
kaupa meira af léttvínum. í hinni
nýju vínbúð geta viðskiptavinimir
„skoðað" vínin og gefið sér góðan
tíma. Þar að auki hefur áhugi á létt-
um vínum aukist allverulega. Nú
getur Jón Baldvin haft allveruleg
áhrif á neysluvenjur þjóðarinnar og
lækkað verðið á léttum vínum og
hækka mætti veröið á sterku vínun-
um að sama skapi. Þarna gæti Jón
Baldvin látið gott af sér leiða.
Kir — vinsæll lystauki
Margir kannast við lystaukann
Kir. Kir er blanda af hvítvíni og sól-
berjalíkjör. Þessi drykkur er upp-
runninn í frönsku borginni Dijon.
Þessi drykkur er nefndur eftir fræg-
um manni sem einmitt hét Kir. Kir
þessi var kaþólskur prestur. Þegar
Þjóðverjar hernumdu Dijon neyddist
borgarstjórinn til að flýja land og var
þá sett á laggirnar bráðabirgðastjórn
Sælkerinn
Sigmar B. Hauksson
og var séra Kir dubbaður upp í það
að verða borgarstjóri. Kir gerði Þjóð-
verjum lífið leitt enda sat hann í
fangelsi um tíma og að lokum varð
hann að fara í felur. Eftir stíð var
hann oröinn frægur maður og frels-
ishetja og var hann gerður að
aðalborgarstjóra Dijon eftir stríð. Kir
borgarstjóri gaf gestum sínum gjarn-
an Kir. Kir er eins og áður hefur
komið fram þurrt hvítvín og sól-
berjalíkjör. í sveitunum í kringum
Dijon er mikil hvítvínsframleiðsla og
einnig er ræktað mikið af sólberium.
Þrátt fyrir að áðurnefnd vínblanda
sé nefnd eftir Kir, þá fann hann ekki
upp þessa góðu vínblöndu, þaö gerðu
munkarnir í Borgogne þegar á 15.
öld. 1841 var svo farið að framleiða
sólberialíkjör. Til þess að blanda Kir
þarf sem sagt þurrt hvítvín og sól-
berjalíkjör. Besta hlutfallið er senni-
lega 1 hluti Creme De Cassis og 5
hlutar hvítvín. Þá má blanda saman
Veitingastjóri „Seoul“ i Amsterdam. Hann leióbeinir gestunum og kynnir
þeim leyndardóma kóreskrar matargerðarlistar.
Hvemig væri að kynnast
kóreskri matargerð?
í sömu hlutfóllum þurru kampavíni
og Creme De Cassis, þá kallast
drykkurinn „Kir royal“. Til skamms
tima hefur ekki verið hægt að fá ekta
sólberjalíkjör i verslunum ÁTVR en
nú er hægt að fá Creme De Cassis.
Það er af Kir borgarstjóra að segja
að árið 1968 datt hann í stiga og dó.
En hinn ágæti lystauki mun halda
nafni hans á lofti um ókomin ár.
Amsterdam er nú orðinn vinsæll
áningarstaður íslenskra ferða-
manna. Það sem gerir Amsterdam
ólíka öllum öðrum borgum í Evrópu
er hið austurlenska yfirbragð borg-
arinnar. Holland er gamalt nýlendu-
veldi og eru því þúsundir Asíubúa
búsettar í landinu.
Eitt af þvi sem er heillandi við þjóö-
ir Asíu er að þær flytja matarmenn-
ingu sína með sér hvert sem er.
Kóreskur matur er nokkuð sér-
stakur, hann er alltaf mjög vel
kryddaður. Kóresk matagerðarlist er
eiginlega blanda af kínverskri og jap-
anskri matargerð en einnig gætir
mongólskra áhrifa. Vinsæll réttur er
t.d. bulgogi, sem er glóðarsteikt kjöt,
aðallega anda-, kjúklinga-, nauta- og
svinakjöt með sérlega bragðgóöum
sósum.
Kóreubúar eiga það sameiginlegt
meö okkur Norðulandabúum að
þeim fmnst gott að fá snafs meö
matnum. Þeirra brennivín er þó
sennilega hollara en okkar því það
er unnið úr hinni heilmæmu Gins-
eng-rót. Tilvalið er fyrir þá sem
heimsækja Kóreuveitingahús að fá
nokkurs konar „sýmishoma" mat-
seðil og þá fær gesturinn sína ögnina
af hverju. Sælkerasíöan vill sérstak-
lega mæla með veitingahúsinu Seoul
í Amsterdam, heimilsfangið er Prins
Hendrikkade 106. Sími 223267.
Fræðið börnin
um gildi bílbelta
Heilsugormurinn
GETUR GERT KRAFTAVERK!
STÆLIR
mjaömir og læri
brjóst og arma
maga og mitti
- og allt hitt
á aðeins 5 mín-
útum á dag.
IUMFERÐAR
Iráð
Ödýrt
og^infalt
í uppsetningu