Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. 41 Lee Marvin Lee Marvin. fullri lengd sem hann lék í var You Re in the Navy Now sem leikstýrt var af Henry Hathaway. Þess má geta að samleikari Marvins var piltur að nafni Charles Buchinski sem síðar tók sér nafnið Bronson. Flest þau hlutverk sem Marvin fékk á þessum tíma voru tengd hasarmyndum. Hann lék þá yfir- leitt byssuglaða bófa. Það var svo í myndinni Bad Day at Black Rock, þar sem hann lék illskeyttan kú- reka, sem tekið var eftir honum. Síðan komu nokkrar góðar myndir eins og The Man Who Shot Liberty Valance, sem John Ford leikstýrði, Kvikmyndir Baldur Hjaltason en þar lék Marvin einmitt morð- ingjann og með ekki minni köppum en John Wayne og James Stewart. Slær í gégn Það var svo með Cat Ballou sem Marvin sló í gegn. Þar lék hann hinn góðlynda en drykkfelda byssubófa Kid Sheleen og hinn ill- ræmda bróður hans sem alltaf klæddist svörtu og var með silfur- nef vegna þess aö hið upphaflega hafði verið bitið af honum í slags- málum. Árið 1964 tók Marvin að sér hlut- verk leigumorðingjans í smásögu Ernest Hemingway sem sjálfur Don Siegel leikstýrði. Til gamans má geta þess að meðleikarar hans í myndinni voru sjálfur Ronald Reagan og svo Angie Dicinson. Upphaflega var ætlunin að gera þessa mynd fyrir sjónvarp ein- göngu en sakir þess hve mikið ofbeldi var í henni var hún ekki Á síðastliðnum tveimur mánuö- um hefur verið höggið stórt skarð í röð leikara og kvikmyndageröar- manna. Fyrst má nefna leikarann, handritahöfundinn og leikstjórann John Huston sem lést 28. ágúst sL, 81 árs að aldri. Hann á að baki mörg af bestu verkum kvikmynda- sögunnar eins og The Maltese Falcon, The Treasure of The Sierre Madre, The African Qeen, The Man Who Would Be King og svo Prizzis Honor. Hann hefur verið tilnefndur til 14 óskarsverðlauna sem hann svo hlaut í tvö skipti. Á lífsleið sinni leikstýrði hann 37 myndum og var sú nýjasta frumsýnd að honum látnum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Var myndin byggð á bók James Joyce og bar hið kald- hæðnislega heiti The Dead. Einnig hafði Huston hönd í bagga með gerð myndarinnar Mr. North sem sonur hans var að leikstýra. Munu kvikmyndaunnendur sakna stíl- bragða gamla mannsins sem virtist eflast sem listamaður eftir því sem árin urðu fleiri. Le Roy Mervyn Annar heiðursmaður sem lést nýlega er Le Roy Mervyn. Hann náði háum aldri líkt og Huston eða 86 árum en hins vegar var hann ekki eins virkur á efri árum og gerði sína síðustu mynd árið 1968. Hann á að baki ýmsar þekktar myndir eins og söngva og dans- myndina The Gold Diggers of 1933, sakamálamyndina Litle Caesar, sem gerði Edward G. Robinson frægan sem leikara, Mister Roberts og svo myndir á borð við Waterloo Bridge, sem talin er vera ein besta mynd Vivien Leight, Quo Vadis og The FBI Story. Hann hefur margt Nýlega lést bandaríski leikarinn Lee Marvin sem líklega er best þekktur sem maðurinn með svipbrigðalausa andlitiðog hrjúfu rödd- ina. annað á samviskunni en kvik- myndagerð en hann kynnti Ronald Reagan Bandaríkjaforseta fyrir núverandi konu sirini. Lee Marvin Lee Marvin var aðeins 63 ára að aldri er hann lést af hjartaslagi. Hann hafði leikið í yfir 60 myndum og unnið til óskarsverðlauna fyrir bestan leik f myndinni Cat Ballou. Auk þess hlaut Marvin mjög mikla umfjöllun í bandarískum fjölmiðl- um vegna málaferla sinna viö fyrrverandi sambýliskonu sína, enda var dómurinn talinn vera stefnumarkandi í svona málum. En lítum nú nánar á feril Marvins sem leikara. Hann fæddist í New York árið 1924 og rak faðir hans auglýsingastofu en móðir hans var ritstjóri tískutímarits. Það reyndist erfitt að temja hann og aðeins 4 ára að aldri strauk hann að heiman í tvo daga áður en hann fannst. Ribb- aldasemi einkenndi einnig skóla- vist hans. Dvöl hans í hveijum skóla stóð yflrleitt stutt yflr því honum var alls staðar vikiö úr skóla vegna slæmrar hegðunar. Honum hefur einnig verið borið á brýn að hafa hent skólafélaga sín- um út um glugga á annarri hæð skólabyggingarinnar. Agaður í hernum Arið 1942 gekk Marvin síðan í bandaríska sjóherinn. Hann dvald- ist lengi á Suður-Kyrrahafi og tók meðal annars þátt í að hernema fjölda eyja á þessu svæði. Hins veg- ar tók frami hans innan hersins skyndilegan enda þegar hann varð fyrir skoti sem skaðaði taug rétt hjá mænustrengnum og gerði það að verkum að hann varð aö dvelj- ast 13 mánuði á sjúkrabeöi. Síðar hefur verið haft eftir Mar- vin að það hafi verið vera hans í sjóhemum sem kenndi honum að leika. „Ég varð að leika þar hvem einasta dag. Ef ég var spurður hvort mér væri ekki umhugað um að komast á víglínuna til að drepa óvininaþá svaraðiégþví játandi.“ Þegar vist Marvins hjá sjóhem- um lauk hóf hann leikarastörf. Hér var um að ræða lítil hlutverk þang- að til hann fékk það stóra í Broad- wayleikritinu Billy Budd. Hollywood Eíns og meö marga unga leikara, sem eru að koma undir sig fótun- um, þá lék Marvin töluvert í sjónvarpsþáttum. Áður en hann ákvað að flytjast til Hollywood og reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu hafði hann leikið í yflr 200 sjón- varpsþáttum. Fyrsta myndin í Atriði úr Gorky Park. talin henta sjónvarpinu og því var brugðið á það ráö að dreifa henni í kvikmyndahúsin. Þekktar myndir Þótt flestar þær myndir sem Mar- vin lék í geti varla talist kvik- myndasöguleg verk þá eru nokkrar myndir sem sitja eftir í huganum. Hér á landi hlaut hann góðar við- tökur fyrir leik sinn í myndinni The Dirty Dozen sem fjallaði um hóp hermanna sem gerður var aö nokkurs konar „sjálfsmorðssveit" og sendur á yfirráðasvæði óvin- anna. Ekki má heldur gleyma hlut hans í Prime Cut eða í kynþáttafor- dómamyndinni The Klansman. Einnig eru ógleymanleg atriðin þegar Marvin háði hildarleik við Emest Borgnine á þaki lestarinnar í myndinni Emperior of the North Pole. Hann lék einnig í mynd Samuel Fullers The Big Red One og svo í Gorky Park. Af öðrum myndum en ekki eins þekktum má nefna The Wild One með Marlon Brando, Point Black, Hell in the Pacific, Paint Your Wag- on og svo Shout at the Devil. Fleira til lista lagt En Marvin hefur komið víðar við. Á ámniim 1957-1960 lék hann leynilögreglumann í Chicago í þátt- unum M Squad. 1963 talaöi hann einnig textann inn á þáttaröð sem hét Lawbreaker og fjallaði um raunverulega glæpi. Einnig hafði hann gaman af aö koma fram og sást oft í þáttum eins og Pepsi Cola Playhouse, Kraft Suspense Thea- tre, U.S. Steel Hour og svo G.E. Theatre. Þaö munu margir koma með til að sakna hins sérstæða leikstíls Lee Marvin. Gegnum árin hefur hann komið sér upp stórum aðdá- endahópi sem kunni að meta leik hans. Helstu heimildir Variety. B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.