Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. 5 Fréttir Engar áhyggjur af Steingrími - segir Eyjólfur Konráð „Ég get ekki séð að okkur greini á um eitt eða neitt,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis, um yfirlýs- ingar Steingríms Hermannssonar utanríkisráðherra á Alþingi um ut- anríkismál. Eyjólfu'r Konráð kvaðst ekki hafa neinar áhyggjur af utanríkisstefnu Steingríms og ekki vita um sjálfstæð- ismenn sem heföu áhyggjur af henni. „Mér finnst mjög gott að starfa með Steingrími," sagði hann. Um breytta afstöðu íslendinga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, sem Steingrímur hefði boðað á Alþingi, til tillögu, sem kennd væri við Sví- þjóð og Mexíkó, um frystingu kjarn- orkuvopna, sagði Eyjólfur Konráð: „Hann var búinn að lýsa þessu yfir fyrir löngu. Hjá Sameinuðu þjóðun- um eru 70 til 80 tillögur um frystingu. Umræður núna eru komnar á allt annan vettvang. Núna er verið aö tala um afvopnun. Ekki frystingu." -KMU Verður hann þingmaður? Verði Sverrir Hermannsson, fyrr- verandi ráðherra, ráðinn bankastjóri Landsbankans mun Kristinn Péturs- son, framkvæmdastjóri á Bakkafirði, taka sæti hans á Alþingi. Kristinn var þriðji maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Austurlandskjördæmi við Alþingiskosningarnar í vor. „Ég hef hugleitt það. En ég vil ekk- ert vera að ræða um þetta fyrr en búið er að taka ákvörðun í málinu," sagði Kristinn er DV spurði hann í gær um hugsanlega þingmennsku. Kristinn er fæddur og uppalinn á Bakkafirði, 100 manna þorpi við Bakkaflóa. Hann er 35 ára gamall, kvæntur og tveggja barna faöir. Hann er vélskólagenginn en hefur frá árinu 1978 verið framkvæmda- stjóri saltfiskverkunarinnar Útvers, stærsta fyrirtækis staðarins. Setjist Kristinn á þing verður Hrafnkell A. Jónsson, verkalýðsleið- togi á Eskifirði, fyrsti varamaður þingmanna Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. -KMU Kristinn Pétursson frá Bakkafirði, fyrsti varamaöur Sverris Hermanns- sonar. Ingi Bjóm spyr um fréttastofur Ingi Björn Albertsson, þingmaöur Borgaraflokks, hefur lagt fyrirspurn í þremur liðum fyrir menntamála- ráðherra um rekstur fréttastofa Ríkisútvarpsins. Ingi Björn spyr hvort nauðsynlegt sé að Ríkisútvarpið, sem rekur út- varpsstöð með tveim rásum og eina sjónvarpsstöð, haldi úti tveim frétta- stofum; hvað fréttaöflun frá erlend- um fréttastofnunum kosti; og hver kostnaður sé af fréttamönnum er starfa erlendis á þeim stöðum þaðan sem keyptar eru fréttir, annaðhvort frá þarlendum fréttastofum eða al- þjóðlegum fréttastofum. -KMU Þingmenn úr fimm flokkum: Vilja að stjórnin mótmæli Dounreay Sex alþingismenn úr fimm flokk- um, öllum nema Sjálfstæðisflokki, hafa sameinast um þingsályktunart- illögu um að ríkisstjórnin beri fram formleg mótmæli vegna stækkunar endurvinnslustöðvar. fyrir kjarn- orkuúrgang í Döunreay í Skotlandi. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu- bandalagi, er fyrsti flutningsmaöur en aðrir eru: Kristín Einarsdóttir, Kvennalista, Árni Gunnarsson, Al- þýðuflokki, Júlíus Sólnes, Borgara- flokki, Páll Pétursson, Framsóknar- flokki, og Guðrún Helgadóttir, Alþýðubandalagi. I greinargerð segja flutningsmenn að fimm ríki, Bretland, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía og Belgía, áformi að standa sameiginlega að stórfelldri stækkun endurvinnsiu- stöðvar fyrir kjarnorkuúrgang við Pentlandsíjörð nyrst í Skotlandi. Ef áform þessi verða aö veruleika skap- ist mengunarhætta af völdum geisla- virks úrgangs í Norður-Atlantshafi og jafnvel í Norður-íshafl, einkum vegna slysa eða óhappa í stöðinni. Einnig gætu geislavirk efni borist út í andrúmsloftið og á skömmum tíma með vindum til landa við norðanvert Atlantshaf. Bygging stöðvarinnar í Dounreay stofni í hættu íslensku umhverfi og lífríki á norðlægum slóðum. Því sé nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld taki nú þegar skorinort á þessum málum og mótmæli formlega og ákveðið. -KMU NÝJASTI FJÖLSKYLDU- MEÐLIMURINN! sifta 40 ára reynsla á íslandi SHJ»2 Sogkrafturinn stillanlegur, allt að 1200 W, eða alsjálfvirkur SHJS Allir fylgi- hlutir í vélinni SH>2 Tengjanleg við teppahreinsara SH>2 Lág bilanatíðni, ótrúleg ending SÖLUAÐILAR: Hafnarijörður: Rafha - Kaupf. Hafnf Kópavogur: Rafbúðin, Auðbrekku Reykjavik: BV-búsáhöld, Hólagarði - Kaupstaður i Mjódd - Gos hf„ Nethyl - Rafvörur, Langholtsvegi 130 - Ljós & orka - Búsáhöld & gjafavörur, Kringlunni - JL-húsið hf. - Rafbraut, Bolholti 4 Mossfeilsbær: Mosraf Akranes: Trésmiðjan Akur Borgarnes: Kaupf. Borgfirðinga Ólafsvik: Versl. Vík Sfykklshólmur: Húsið Búðardalur: Kaupf. Hvammsfjarðar Patreksfjörður: Kaupf. V-Barðstrendinga Bolungarvik: Versl. Einars Guðfinnssonar isafjörður: Vinnuver Hólmavík: Kaupf. Steingrimsfjarðar Boröeyri: Kaupf. Hrútfirðinga Hvammstangi: Kaupf. V-Húnvetninga Blönduós: Kaupf. Húnvetninga Sauðárkrókur: Kaupf. Skagfirðinga Ólafsfjörður: Vers, Valberg Akureyri: Kaupf. Eyfirðinga, Raftækni, Rafland Húsavlk: Kaupf. Þingeyinga Kópasker: Kaupf. N-Þingeyinga Raufarhöfn: Kaupf. N-Þingeyinga Þórshöln: Kaupf. Langnesinga Vopnafjörður: Kaupf. Vopnfirðinga Neskaupstaður: Kaupf. Fram Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskifirðinga Egilsstaóir: Kaupf. Héraðsbúa Seyðisfjöróur: Kaupf. Héraðsbúa Reyöarfjörður: Kaupf. Héraðsbúa Fáskrúðsfjörður: Kaupf. Fáskrúðsfirðinga Höfn: Kaupf. A-Skaftfellinga Kirkjubæjarklausfur: Kaupf. Skaftfellinga Vik í Mýrdal: Kaupf. Skaftfellinga Vestmannaeyjar: Kjarni Hvolsvöllur: Kaupf. Rangæinga Rauðalækur: Kaupf. Rangæinga Hella: Kaupf. Þór Þykkvlbær: Versl. Friðriks Friðrikssonar Flúðir: Versl. Grund Selfoss: Kaupf. Árnesinga Hveragerði: Bygg.v.versl. Hveragerðis Njarðvik: Kaupf. Suðurnesja, Samkaup Keflavik: Versl. Stapafell GULLFALLEGU, FRÖNSKU LEIKFÖNGIN FRÁ INNKAUPASTJÓRAR, HAFIÐ SAMBAND i sima 91 -37710 eða komið og skoðið úrvalið. INGVAR HELGASON HF. Vonarland v/Sogaveg, sími 37710

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.