Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 52
 m FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 24. 0KTÓBER 1987. Bílaskatturinn: Ungir öryrkjar sleppa en " aldnirverða að borga Margt furöulegt hefur komiö í ljós varðandi útfærslu yfirvalda á bíla- skatti þeim sem Jón Baldvin f]ár- málaráðher .'a kom á fyrir skömmu. Þó er það furðulegast sem snýr að öryrkjum. Öryrkjar sem þiggja örorkubætur eru undanþegnir bílaskattinum séu þeir yngri en 67 ára. Um leið og þeir ná 67 ára aldri hætta þeir að þiggja örorkubætur en fá ellilifeyri í stað- inn. Þá um leið verða þeir að greiða bílaskattinn. Að sögn Láru V. Júlíusdóttur að- stoðarfélagsmálaráðherra, sem kannaði málið, eru svörin í fjármála- ráðuneytinu þau að ekki sé hægt að vinsa öryrkja úr hópi ellilífeyris- þega. Ef undanskilja ætti aila ellilíf- eyrisþega bílaskattinum yrðu það 6 þúsund manns. Telur ráðunevtið sig ekki hafa efni á að gefa þá peninga eftir. Annað sem vakið hefur furðu varð- andi bílaskattinn er að menn eru v rukkaðir um skatt fyrir bíla sem búið er að setja í brotajárn á síðustu árum. Virðist mikil brotalöm vera varðandi afskráningu bíla eftir þessu að dæma. Nokkuð margir aðilar hafa haft svona sögur að segja síðustu daga. -S.dór Stefnuræðu sjónvarpað Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra mun flytja stefnuræðu sína á Alþingi á þriðjudagskvöld. Að henni lokinni verða umræður um hana. Ríkissjónvarpið mun sýna beint frá umræðunni í Alþingishúsinu. Út- sendingin hefst klukkan 20. Lýkur henni klukkan 22.40. Fréttir sjón- varps verða færðar fram til klukkan 19.30. -KMU ÞRDSTUR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Hvað gera kratar ekki fyrir gamla fólkið! Meirihluti með bjór í báðum deildum - með 24 atkvæði vís í neðri deild og 13 í efri deild Við könnun DV á afstöðu nýs Alþingis til sterka bjórsins kemur í þós að bjór í ÁTVR hefur meiri- hluta í báöum þingdeildum. Það eina sem getur breytt þeirri niður- stöðu er að varaþingmenn með annars konar viðhorf sitji í ein- hveijum mæli á þingi þegar málið hlýtur afgreiðslu. I efri deild er 21 þingmaður. 13 eru fylgjandi sterka bjórnum, einn þó með fyrirvara um að hann hafi ekki séð væntaniegt bjórfrumvarp. Andvigir eru 7 þingmenn. I neðri deild eru 42 þingmenn og iýsti sig frekar hlynntan bjómum. þar er meirihlutinn með bjórnum Aðeins 9 eru ákveðnir á móti. heldur tæpari en í efri deild. Að -HERB vísu eru 24 fylgjandi honum en þar _ ciá nánnr hle A aferu3meðfyrirvara.Ámótikem- iianar UIS. *» ur að 9 eru óákveðnir, þar af að minnsta kosti einn þingmaður sem DV-mynd BG Sild landað í Grindavík í gær. Síldveiðarnar og söltunin hefur gengið vel að undanförnu, en hins vegar er erfiðara nú en nokkru sinni fyrr að ná samningum við Sovétmenn um kaup á saltsíld, að því er Stein- grímur Hermannsson utanrikisráðherra segir í viðtali við DV. Sjá bls. 4. Slátrað á Patvó á mánudag? Líkur bentu til þess síðdegis í gær að byrjað yrði að slátra sauðfé úr Arnarfirði í sláturhúsinu á Pat- reksfirði á mánudag. Framleiðslu- ráð landbúnaðarins hefur boðist tii að greiöa kostnaö við að flytja fé Arnfirðinga á milli. Á mönnum var að heyra að þrátt fyrir sárindi væru bændur í Amar- firði aö komast á þá skoðun að þetta væri eina raunhæfa niðurstaðan. Ljóst er að lagafrumvarpið um slát- urleyfi tii Bíldudals fær lítinn byr á Alþingi. -KMU Veðrið á sunnudag og mánudag: Suðlæg átt um land allt Veðurhorfur á sunnudag og mánudag eru þannig að útlit er fyr- ir suðlæga átí enda hægfara lægð skammt fyrir vestan land. Skúrir eða slydduél um sunnan og vestan- vert landið en þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti er 2 til 4 stig vestantil á landinu en 5 til 7 stig austantil. Svefneyjamaliö: Krafist lokaðs réttarhalds Verjandi ákærða karlmannsins í Svefneyjamálinu hefur krafist þess að réttarhöld í málinu verði fyrir luktum dyram. Báðum ákærðu hafa verið birtar ákærur. Ekki verður gefið upp hvað felst í ákærunum. Ekki er búið að ákveða hvenær málflutningur verður í máhnu. Veij- andi konunnar er farinn í þriggja vikna leyfi frá störfum. Frestur hefur verið ákveðinn í málinu þar til veij- andinn kemur aftur til starfa. -sme Játar skipu- lagða dreif- ingu á smygli Á ísafirði hefur verið unnið að rannsókn á smyglmálinu sem upp komst er töluvert magn af áfengi fannst um borð í Hofsjökli á fimmtu- dag. Vitaö er að smygl hefur farið i land úr skipinu í síðustu þremur ferðum þess til Vestfjarða. Einn aðili hefur viðurkennt að hafa annast dreifingu á smyglinu. Hefur smyglið verið selt víða um land. Rannsóknardeild lögreglunnar á ísafirði gat ekki gefíð upp í gær um hversu mikið magn af áfengi er að ræða. í ferð skipsins nú var lagt hald á tæpar fimm hundruð flöskur af áfengi. -sme Ræsti bílinn og endaði í sjónum Konu á Seyðisfirði varð það á að ræsa óvart fjölskyldubílinn með þeim afleiðingum að hann fór fram að Bjólugötu og endaði í haflnu. Ásamt konunni voru tvö börn henn- ar í bílnum, það yngra þriggja mánaða. Engan sakaði. Það var tii happs að fjara var þegar ólánið varð. Sjórinn náði rétt upp á hliðar bílsins. Ef flóð hefði verið er ekki víst að endir þessa óhapps hefði orðið svo giftusamlegur. Fallið var á annan metra. Bíllinn skemmdist nokkuð. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.