Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987.
Fréttir_______________________________________________________________________________dv
Skattaálögur hækka um 420 milljónir króna að jafnaði í hverri viku:
Nýir skattar á þjóðina
nálgast tíu milljarða
Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar er
á þeim 22 vikum, sem hún hefur se-
tiö að völdum, farin að nálgast að
hafa lagt nýja skatta á landsmenn
upp á 10 milljarða króna á næsta ári.
Frá 8. júlí í sumar, þegar ríkis-
stjómin tók við, hafa skattaálögur
hækkað að jafnaði um 420 milljónir
í hverri viku eða um 60 milljónir á
degi hverjum.
Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar í
sumar var að gefa út bráðabirgðalög
um nýja skatta, sem gefa 3,7 miUj-
arða í kassann á næsta ári. Um það
var samið í stjómarmyndunarvið-
ræðunum.
í haust, þegar Alþingi var að koma
saman í ný, sömdu stjómarflokkam-
ir enn um skattahækkanir, upp á 2
milljarða króna. Fj árlagafrumvarpið
var rifið upp. Nýju skattamir vom
komnir upp í 5,7 milljarða króna,
samkvæmt því sem fram kom í íjár-
lagaræðu íjármálaráðherra.
Sú fjárhæð skiptist þannig að
breytingar á söluskatti, tollum og
vömgjaldi áttu að skila til viðbótar
úr vösum almennings 3.200 milljón-
um, bílaskattar 950 milljónum,
skattar á atvinnurekstur 600 milljón-
um og ýmsir aðrir skattar 950 millj-
ónum.
Fyrir þremur vikum var ákveðið
að hækka útsvar sveitarfélaga í stað-
greiðslukerfi skatta um tæplega hálft
prósent. Með því fjúka 550 milljónir
króna úr vösum skattborgara á
næsta ári og skattahækkunin fer upp
í 6,2 milljarða króna.
Fyrir helgi komu svo enn ný tíð-
indi frá ríkisstjóminni. Hún hafði
hætt við að hafa söluskattinn 22%
en ákveðið að hafa hann áfram 25%.
Þar bættust við 4,9 milljarðar króna.
Tollar og vörugjöld vom hins vegar
lækkuð um 2,8 milljarða króna en
eftir sat ný skattahækkun upp á 2,1
milljarð króna. Heildarviðbótin var
því rokin upp í 8,3 milljarða króna.
Ennfremur skýrði ríkisstjórnin frá
því aö'fyrri skattahækkanir hefðu
verið vanreiknaðar um 600 milljónir
króna og frá skattsvikurum myndu
nást 400 milljónir króna vegna betra
kerfis. Ríkisstjórnin var því samtals
búin að bæta 9,3 milljörðum króna á
skattþegna landsins.
Um leiö var skýrt frá millifærslum;
hækkun niðurgreiðslna til land-
búnaðar um 1.250 milljónir, hækkun
bama- og tryggingabóta um 600 millj-
ónir og endurgreiðslu fóðurskatts
um 200 milljónir.
Loks má nefna mikla hækkun fast-
eignamats umfram byggingarvísi-
tölu, sem fært getur sveitarfélögum
300-600 milljónir króna í hærri fast-
eignasköttum. Viðbótarskattbyrðin
á næsta ári er því farin að nálgast
10 milljarða króna. -KMU
Bokalisti DV1987:
„Alltaf gam
an að vera
hæstur“
„Voðalega var það.gaman, það er
aUtaf gaman að vera hæstur," vom
fyrstu viðbrögð Höllu Linker þegar
henni vom færð þau tíðindi að bók
hennar, Uppgjör konu, væri í 1.
sæti DV bókalistans fyrir síðustu
viku. Halla sagði að henni hefði
verið sagt að hún mætti búast við
góðri sölu á bók sinni en á þessu
heiði hún þó ekki átt von. En skyldi
hún hafa fengið einhver viðbrögð
við bók sinni?
„Jú, jú, ég hef fundið viðbrögð
fólks við bókinni. Aðallega hef ég
fundið að fólki finnst ég hafa verið
opinská í bókinni en ég segi nú
bara að það þýði lítið að skrifa bók
ef maður segir ekki neitt. Annars
er ég ánægðust með að sonur minn
hefur lýst yfir að hann sé sáttur
við bókina.“
Halla sagði að sú hugmynd að
skrifa bókina hefði fyrst vaknað
með henni eftir að vinnufélagi
hennar og vinur hefði bent henni
á að hún hefði frá mörgu að segja.
En hvað skyldi nú vera framundan
hjá Höllu.
„Ég er að þýða hluta bókarinnar
yfir á ensku en ég ætla að fara með
hana þegar ég fer út til Bandaríkj-
anna í janúar og sjá hvort einhver
fæst til þess að gefa hana út þar.
Ég á von á því að gott gengi bókar-
innar hér heima gefi mér betri
möguleika á að fá bókina útgefna
þar.“
Bók Höllu skýst nú upp í fyrsta
sæti DV-bókalistans en í síðustu
Halla Linker er að vonum ánægð
með viðtökur við bók hennar. Nú
vinnur hún aö þýðingu bókarinnar
yfir á ensku. DV-mynd KAE
viku var hún í 3. sæti. í 2. sæti er
bók Alistair MacLean, Hryðju-
verkamennirnir, en bók Gor-
batsjovs er nú í 3. sæti.
Það kom fram hjá bóksölum að
jólabókasalan væri heldur farin að
taka við sér og vildu sumir þakka
það hinu nýja kerfi með kretitkort-
in en sem kunnugt er geyma
bóksalar kvittanir nú fram yfir 18.
desember.
-SMJ
Listi DV yffir 10 söluhæstu
bækumar síðustu viku
1. Uppgjör konu
2. Helsprengjan
3. Ný hugsun, ný von
4. Sænginni yfir minni
5. Ásta grasalæknir
Halla Linker
Alistair MacLean
Mikhail Gorbatsjov
Guðrún Helgadóttir
Atli Magnússon
6. Á besta aldri Jóhanna Sveinsdóttir og Þuriður Pálsdóttir
7. Pottþéttur vinur Eðvarð Ingólfsson
8. Pollyanna Elanor H. Porter
9. Skuldaskil Hammond Innes
10. Minningar bamalæknis Matthías Viðar Sæmundsson skráði
Fjölmargar vömr áfram
undanþegnar söluskatti
Fjölmargir flokkar vöru og þjón-
ustu verða áfram undanþegnir
söluskatti. í söluskattsfrumvarpi
ríkissfjómarinnar, sem lagt var fram
á Alþingi í gær, er að finna hsta yfir
22 vöruflokka og 22 þjónustuliði, sem
undanþegnir verða söluskatti.
Einnig er þar listi yfir 20 liöi sem
fjármálaráðherra er heimilt að fella
niður eða endurgreiða söluskatt af.
Vörur sem sleppa við skattinn
Þær vörur og verðmæti, sem und-
anþegin verða söluskatti, em meðal
annars:
Vörur sem seldar em úr landi.
Fullunnar umbúðir um söluvörur.
Veiðarfæri, þó ekki til sportveiöi.
Salt, annað en í smásöluumbúðum.
Beita, ætluð til veiða í atvinnu-
skyni.
Tilbúinn áburður, annar en í smá-
söluumbúðum.
Grasfræ og tijáfræ, fóðurmjöl og
hey.
Fasteignir, skip og flugvélar, þó
ekki sportbáfar og einkaflugvélar.
Svartolía og gasolía.
Rekaviður.
Kvikmyndir sem keyptar em eða
leigðar til sýninga í kvikmyndahús-
um eða sjónvarpsstöðvum.
Vélar og tæki til notkunar í fisk-
vinnslu.
Vélar og tæki til notkunar í land-
búnaði, þar á meðal mjaltavélar,
íjárklippur, sláttuvélar aðrar en
garðsláttuvélar, heybindivélar,
múgavélar, heyblásarar, plógar,
herfi, mykjudreifarar og kartöflunið-
ursetningarvélar.
Heimilisnotkun bónda á eigin
framleiðsluvörum.
Innlend dagblöö og hliðstæð blöð
svo og tímarit, sem ekki em gefin út
í ágóðaskyni.
Auglýsingar í dagblöðum, bókum
tímaritum og ritlingum.
Starfsemi án söluskatts
Á lista yfir þá þjónustu og starf-
semi, sem undanþegin verður sölu-
skatti, era meðal annars:
Vinna manna við húsbyggingar og
aðra mannvirkjagerð á byggingar-
staö.
Vöra- og fólksflutningar.
Húsaleiga, þar með talin leiga gist-
herbergja, önnur en leiga veitinga-
og samkomuhúsnæðis.
Prestsþjónusta og útfararþjónusta.
Rekstur sjúkrastofnana, heilsu-
hæla, elliheimila og bamaheimila.
Lækningar og önnur störf heil-
brigðisstétta.
Sala fasteigna, skipa og flugvéla
svo og verðbréfa og hlutabréfa.
Sala listamanna á eigin verkum.
Sala á vatni frá vatns- og hitaveit-
um.
Þjónusta banka og sparisjóða.
Aðgangseyrir að íþróttamótum,
sundstöðum, skíðalyftum, leiksýn-
ingum og tónleikum.
Fæðissala mötuneyta skólafólks.
Prentun blaða og tímarita.
Vinnsla á rekavið sem eigandi
stundar.
Heimildir ráðherra
Fjármálaráðherra verður heimilt
aö fella niður söluskatt af ýmsum
liðum, svo sem:
Kostnaði sveitarfélaga við snjó-
mokstur.
Efni, vélum og tækjum í raforku-
ver, hitaveitur og vatnsveitur.
Sjúkrabifreiðum, slökkvibifreiöum
og björgunarbifreiðum svo og íjar-
skiptatækjum og björgunarbúnaði
leitar- og björgunarsveita og björg-
unarbúnaði fyrir skip og hafnir.
Hljóð- og sjónvarpstökubúnaði,
filmum, myndböndum og hljóðbönd-
um sjónvarps- og útvarpsstöðva, svo
og búnaði sem nauösynlegur er til
móttöku á truflaðri útsendingu.
Dráttarvélum, sem bændur kaupa
til notkunar viö búrekstur.
Skíðalyftum og snjótroðuram.
Orgelum til notkunar í kirkjum.
Fjárfestingarvöram til nota við loð-
dýrarækt og fiskeldi.
-KMU
Svalbarðseyrarmálið:
Iðnaðarbankinn neit-
ar um veðheimild
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Iðnaðarbankinn hefur neitað
Tryggva Stefánssyni, bónda á Hall-
gilsstöðum í Hálshreppi, um veð-
heimild en Tryggvi er einn fimm
bænda sem gengust í ábyrgö á
skuldabréfum fyrir Kaupfélag Sval-
barðseyrar gagnvart bankanum á
sínum tíma.
„Ég hef sagt útibússtjóra Iðnaðar-
bankans á Akureyri að ef bankinn
endurskoði ekki þessa afstöðu sína,
ef svo á aö taka mig út úr og nánast
hengja mig núna fyrir jólin þá sé
komin upp sú staða að ég hafi engu
að tapa og ég kunni þá að eiga eitt
og annað í pokahominu sem gæti
komið sér Ula fyrir suma aðila,“
sagöi Tryggvi.
hann, ásamt fjórum öðrum bænd-
um, gekkst í ábyrgð fyrir hönd KSÞ
á þrem skuldabréfum samtals að
upphæð rúmlega 18 milljónir króna
og mun hlutur Tryggva vera tæpar
3 milljónir. Skuldabréf þessi, sem
KSÞ gat ekki greitt á sínum tíma, eru
í eigu Iðnaðarbankans og í sumar var
gert fjárnám í eignum Tryggva og
einum öðrum fimmmenninganna
vegna þeira.
Tveir synir Tryggva og tengdadótt-
ir, sem einnig búa á Hallgilsstöðum,
hafa verið að reisa þar loðdýrabú og
fengu fyrri hluta láns frá Stofnlána-
deild landbúnaðarins greitt í haust.
Nú á síðari hlutinn að koma til
greiðslu en Iðnaðarbankinn neitar
um veöheimild. Stofnlánadeildin
krefst fyrsta veðréttar skv. lögum
sem stofnunin starfar eftir.
Loðdýrabú sonar Tryggva er þegar
risið og starfsemi hafin þar. Tryggvi
segir hins vegar að synir hans muni
ekki ráða við þessar fjárfestingar ef
þeir fái ekki síðari hluta lánsins frá
stofnlánadeildinru. „Þeir fóru út í
þetta í þeim vissu að þeir gætu feng-
ið þessi lán en nú er höggvið að þeim
og þeir koma ekki til með að ráöa
við þetta,“ segir Tryggvi.
Hann segist ekki vera búinn að
gefast upp eða segja sitt síöasta orö
í þessu máli.