Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987.
Utlönd
Nær handalögmál
milli frúnna
Ólafur Amaison, DV, Washington;
Þótt vel virðist fara á með Ronald
Reagan og Mikhail Gorbatsjov
virðist ekki vera eins gott sam-
komulag milli Nancy Reagan og
Raisu Gorbatsjovu. Virðast öll
samskipti þeirra vera frekar kulda-
leg og einkennast af því að hvor
ætli sér að slá hina út. Raisa hefur
verið svo andstyggileg að spyrja of
náið út í ýmis listaverk í Hvíta
húsinu, þannig að Nancy hefur
ekki haft svör á reiðum höndum.
Nancy hefur á móti hins vegar ve-
rið iðin við að koma í veg fyrir að
Raisa geti svarað spurningum
fréttamanna án sjáanlegs árang-
urs.
Aðallætin urðu í gærmorgun er
Raisa kom í kafíiboð til Nancy.
Nancy reyndi þó að hindra það að
Raisa gæti svarað spurningum
fréttamanna fyrir utan Hvíta hú-
sið. Raisa lét sig hins vegar ekki
og streittist á móti Nancy.
arinnar. Var hann reyndar svo
vingjarnlegur að setja upp sér-
stakan leikþátt fyrir DV. Leikar-
arnir voru fréttamenn sem
Donaldson dró afsíðis til að skýra
atburðarásina sem best.
Að sögn Donaldson var það svo,
er Raisa sté út úr bifreið sinni við
Hvíta húsið, að fréttamenn vildu
spyija hana spurninga. Nancy var
ekki á því og hélt í Raisu. Raisa
rykkti á móti og gekk í átt að frétta-
mönnunum. Ekki var Nancy
ánægð með það og togaði þess
vegna á móti. Að sögn Donaldson
virtist það vera hin mesta mildi að
ekki hlutust af alvarleg handalög-
mál. Inni í Hvíta húsinu endurtók
svo atburðarásin sig. Þær segja þó
báðar að þær séu hinar bestu vin-
konur.
Frúrnar sátu síðan svo lengi að
kafíidrykkju að Ronald Reagan og
Mikhail Gorbatsjov urðu að bíða
eftir þeim í tíu mínútur eftir að
fundi karlanna lauk.
DV fékk góða lýsingu, nokkuð frúnna frá Sam Donaldson, frétta-
ýkta þó, á þessum samskiptum manni ABC-sjónvarpsfréttastöðv-
Raisa spurði Nancy of náið um listaverkin í Hvíta húsinu og hafði Nancy
ekki svör á reiðum höndum. Nancy togaði aftur á móti i Raisu og reyndi
að koma í veg fyrir að hún svaraði spurningum fréttamanna.
Simamynd Reuter
Fréttaaðvænta
af Afganist-
anmáiinu
Ólafur Amarson, DV, Washington:
Félagamir Marlin Fitzwater og
Gennady Gerasimov héldu aðeins
einn blaðamannafund í gær. Enginn
blaðamannafundur var í gærkvöldi
vegna þess að leiðtogarnir hittust
ekki efttr hádegi.
Blaðamannafundurinn í gær hófst
rúmri klukkustund á eftir áættun.
Marlin Fitzwater sggöi að leiðtogam-
ir hefðu á fundi sínum um morgun-
inn rætt um afmarkaðri mál en
daginn áður, meðal annars Afganist-
an og Persaflóastríðið. Einnig voru
rædd afvopnunarmál, sérstaklega
langdrægar kjarnaflaugar.
Á fundinum var tilkynnt um
nokkra minni háttar samninga sem
utanríkisráðherrar landanna undir-
rituðu í gær.
Gerasimov sagði að rætt hefði verið
um Afganistan og að menn heföu
færst nær lausn í því máli. Sagði
hann að í dag væri frétta aö vænta
af því máli.
Fitzwater og Gerasimov körpuðu
síðan í gríni um það hvorum þeirra
Reagan forseti hefði veifað á leið
sinni út af fundinum með Gorbatsjov
á skrifstofu forsetans um morgun-
inn.
Gaf í skyn nýjar tillögur
Ólafur Amarson, DV, Washington:
Gennady Gerasimov, talsmaður
Sovétstjórnarinnar, er einn ásóttasti
maður í heimi þessa dagana. DV
tókst að króa hann af í stutt spjall.
Gerasimov sagði aö það væri runn-
ið undan rifjum Bandaríkjamanna
að blaðafulltrúar stórveldanna
skyldu ekki veita nein einkaviðtöl
heldur einungis koma fram á blaöa-
mannafundum. Hann sagði að
Sovétmenn vildu gjarnan vera í góðu
sambandi við blaðamenn og það
sæist ef til vill best á þvi að hann
veitti nú DV einkaviðtal, eins og
hann orðaði það. Gerasimov bætti
því við að Sovétmenn bæru mjög
hlýjar tilfinningar til íslands, ekki
síst í kjölfar leiðtogafundarins í
Reykjavík.
Það gekk reyndar ekki þrautalaust
fyrir blaðamann DV að fá viðtal við
Gerasimov. Aðstoðarmenn hans
vernduðu hann mjög. DV þurfti að
elta Gerasimov út á götu og hálf-
partinn inn í bifreið, sem sótti hann
að fjölmiölamiðstöðinni, áður en
Gerasimov ákvað að svara spurning-
um DV.
Þegar blaöamaður spurði Gera-
simov hvort Gorbatsjov hefði í fórum
sínum einhveijar nýjar tillögur á
sviði hefðbundinna vopna og efna-
vopna brosti hann kankvíslega og
sagði svo: „Þú veist nú að það er eig-
inlega of snemmt fyrir mig að tjá
mig um það mál. Leiðtogafundurinn
er ennþá í fullum gangi og ég get í
rauninni ekki tekið fram fyrir hend-
urnar á leiðtogunum." Síðan leit
hann á blaðamann og blikkaði auga.
Þetta má skilja sem svo að sennilega
muni Gorbatsjov kynna nýjar tillög-
ur í dag.
Varðandi Afganistan sagði Gera-
simov að Sovétmenn hefðu þegar lýst
því yfir aö þeir vildu geta horfíð það-
an meö herafla sinn. „ Þetta er hins
vegar svo erfítt mál. Það eru aðrir
að skipta sér af innanríkismálum í
Afganistan," sagði Gerasimov og átti
greinilega við aðstoð Bandaríkjanna
við frelsissveitirnar í Afganistan.
Gerasimov sagði að glasnost-stefn-
an væri raunverulega í framkvæmd
í Sovétríkjunum. Sagði hann að Sov-
étmenn tækju mannréttindamál
mjög alvarlega og bætti við: „Sjáðu
bara til.“
Lengra gat viðtalið ekki orðið því
að japanska smábifreiðin, sem flutti
Gerasimov á brott frá ijölmiðlamið-
stöðinni, rauk af stað í sömu andrá.
Erum við hin útvalda
þjóð Drottins?
Þessi bók afhendist
ÓKEYPIS
Meðan takmarkað upplag endist
Fyllið út meðfylgjandi úrklippu
sem afhendist við vitjun bókarinnar.
Loftur Jónsson
c/o skrifstofa 4. hæð
JL-húsinu — Hringbraut 121
(kl. 10-12 næstu virka daga)
Vinsamlega afhendið auglýsta bók í D.V. án kostnaðar 1 | :
i Nafn: -;l # Sími: 1 ■ l ; 1
1 Heimilisfang: Póstnr. staður: mm l
Ath. Tilboð þetta miðast við takmarkað upplag:
Eftir fund Gorbatsjovs með forystumönnum bandariska þingsins hafa iikurn-
ar aukist á að þingmenn samþykki afvopnunarsamkomulagið.
Símamynd Reuter
Heilluðust af Gorbatsjov
Ólafur Amarson, DV, Washington:
Gorbatsjov átti snemma í gær-
morgun fund með forystumönnum
bandaríska þingsins í sovéska sendi-
ráðinu.
Á fundinum voru ýmis mál rædd
af hreinskilni. Eftir fundinn virtist
sem flestír þingmennirnir hefðu
heillast af Sovétleiðtoganum og létu
margir orð falla í þá veru.
Menn telja að eftir þennan fund
hafi líkumar á því að bandaríska
þingið samþykki afvopnunarsamn-
inginn um meðaldrægar- og skamm-
drægar kjarnaflaugar aukist til
muna.
Robert Dole, leiðtogi repúblikana í
öldungadeildinni, sem hingað til hef-
ur ekki fengist til að lýsa opinberlega
yfir stuðningi við samkomulagið,
mun hafa lýst því yfir á fundinum í
gær með Gorbatsjov að samningur-
inn myndi sennilega renna nokkuð
andspyrnulaus í gegnum þingið.
Enn vitnað í málshátt
Ólafor Amarson, DV, Washington:
í gærkvöldi sátu forsetahjón
Bandaríkjanna kvöldveröarboö sem
Gorbatsjov-hjónin héldu þeim í so-
véska sendiráðinu í Washington.
Ekki fara sögur af því hvort jafn-
mikið fjör var í þessu boði og í boðinu
í Hvíta húsinu kvöldinu áður.
Reagan hélt stutt ávarp þar sem
hann lýsti þeim árangri sem náðst
hefur í bættum samskiptum risa-
veldanna að undanfornu. Vitnaði
hann þar í málsháttinn „Hver er
sinnar gæfu smiður" og lagöi áherslu
á að meö nægum vilja væri hægt að
búa til betri veröld.