Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. 13 Neytendur Hvemig á að steikja rjúpur? Hvar fæst kanínukjöt? Kona nokkur frá Hornafiröi hringdi og vildi fá aö vita hvar hægt væri að fá keypt bæði kanínu- og hreindýrakjöt. Okkur fannst ástæða til að koma þessari fyrirspum á framfæri þar sem hreindýrakjöt er vinsæll jólamatur og kanínukjöt þykir mörgum hið mesta lostæti. Ef einhver veit hvar kaupa má þessar afurðir þá væri það vel þegið að hann slægi á þráðinn til Neytendasíðu og munum við þá birta upplýsing- arnar hér í blaðinu. -PLP Steiktar rjúpur era jólamatur hjá fjölmörgum fjölskyldum. Hæíilegt er að reikna með einni rjúpu á mann en fæstir borða meira heldur en eina og margir ekki nema hálfa eða apnað brjóstið. Læri eru vana- lega ekki borin fram heldur aðeins notuð í nart eða smakk. Ýmsar aðferðir eru við mat- reiðslu á rjúpum. Fyrir norðan og austan er algengt aö reyta þær og svíða. Þannig matreiddar eru ijúp- ur sérlega góðar. Algengara er þó að rjúpumar séu hamflettar. Það var raunar sýnt á neytendasíðunni fyrr í vetur. Ef rjúpur eru steiktar á hefðbundinn hátt er gott að gera það þannig: Rjúpurnar eru þerraðar vel eftir að hafa verið hamflettar. Best er að kfippa færin frá búknum áður en fuglamir era brúnaðir vef á ölf- um hhðum í smjöri (eða jurta- smjörlíki) á pönnu. Lærin em einnig brúnuð og sömuleiðis hjörtu, fifur, fóhorn og háls. Saltið vel og látið vatn í pott. Rjúpurnar eru nú soðnar í um það bil 1 klt. eða þar til þær em orðnar meyrar. Þá er soðið síað og búin til sósa úr því. Rjúpnasósa á að vera frekar þykk og ljós á ht. Margir hræra hveiti- jafning út í sósuna en aðrir baka hana upp eins og það er kallað. Það er hins vegar miklu óhollari mat- reiðsluaðferð en kannski fyrirgef- Það er víst nóg framboö af rjúpum í ár. Þær kosta 300 kr. meö ham og 320 kr. hamflettar. anleg svona einu sinni á ári. Þá er smjörlíki (eða smjör) látið í pott og látiö bráðna. Álíka miklu af hveiti hrært út í smjörlíkið óg síðan hrært upp með heitu soðinu. Þegar sósan er orðin hæfilega þykk er hún bragðbætt með salti og ijóma. Rétt áður en hún er borin fram er gott að láta svohtið rifs- beijahlaup út í sósuna. Rjúpnasósa er mjög sérstök á bragðið og ekki heppilegt að nota annað krydd en salt þegar ijúpur em matreiddar til þess að þetta bragð fái að njóta sín sem best. Með steiktum ijúpum er gjarnan haft rauðkál og sykurbrúnaðar kartöflur. Þá er best og fallegast að nota litlar kartöflur, nánast það sem kartöfluframleiðendur kalla smælki. Og ekki má gleyma rifsbeija- hlaupinu. Það er ómissandi þegar ijúpur eru annars vegar. -A.Bj. Sitfurskeifan fær andlitslyftingu Smjörhkið Silfurskeifan, eitt elsta bökunarsmjörlíki landsins, hefur nú skipt heldur betur um útlit, er komið í nýjar, silfurhtar umbúðir. Að sögn framleiðandans hefur innihaldið einnig verið endurbætt. í fréttatilkynningu segir m.a. að hlutfah jurtafeiti og fjölómettaðrar fitusýru hafi verið aukið til helm- ingja í hinu nýja smjörlíki. Þannig er Silfurskeifan fyrr tilbúin til notk- unar beint úr kæhskáp en sú eldri. DV-mynd KAE/A.Bj. Samstarf sem skilar þér frábæm kaffi. mmmmmwMaffi sem ekki gengu út síðasta laugardag, leggjast við 1. vinninginn núna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.