Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Síða 15
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. 15 Um jafhrétti og örlrtid meira Aðgengi fatlaðra er stór þáttur í jafnréttisbaráttunni. Gleymist stundum, en ekki alltaf. Nú um stundir hafa orðin jafnrétti og jafnréttisbarátta einkum verið kennd við jafnrétti milli kynja og þykir engum mikið, svo mjög sem konur hafa í mörgu borið skarðan hlut frá borði og bera enn, ekki hvað síst á launasviðinu og hvaö verkaskiptingu snertir. Af eigin raun En að fleiru þarf sannarlega að gæta og í jafnréttisumræðu dagsins mega aðrir þættir ekki gleymast. Jafnrétti mUh landshluta á sín samtök og sinn öfluga samhljóm vítt um land og vissulega er þar alltof margt óunnið. Einn þáttur jafnréttismála snýr að fötluðum og jafnrétti þeim til handa á öllum sviðum þjóðlífsins. Lög segja sitt og eru býsna fortakslaus, hvort sem um er að ræða sérlög um mál- efni fatlaðra eða ýmis ákvæði annarra laga. En góð orð enga gera stoð, ef athöfn og efndir fylgja ekki eftir. Ef orð segja eitt, en fram- kvæmdin í raun annað. Jafnréttis- barátta fatlaðra á marga góða liðsmenn en öflugust og virkust er hún á vegum samtaka fatlaðra sjálfra, enda þekkja þeir af eigin raun allra best hvar skórinn krepp- ir og hafa uppi raunhæfar kröfur til úrbóta, sanngjarnar og sjálf- sagðar, ef við aðeins stöldrum við og lítum í eigin barm og áttum okk- ur á því hversu eðlileg megin- krafan um sama rétt til lífsins gæða er í einfaldleik sínum. En svo sanngjöm og eðlileg sem óskin kann aö vera er oftlega annað uppi á teningnum um efndir. Aðgengi fatlaðra hvarvetna hefur oft til umræðu verið - ákvæði skýr og ættu að duga en þau gleymast gjarnan eða er gleymt viljandi af kostnaðarástæðum einum saman. Oftar mun þó um vítavert kæra- leysi að ræða en enginn efast þó um að oft er horft í þann óhjá- kvæmilega aukakostnað sem af hlýst, þó það sé aðeins htið brot af heildarkostnaði og skipti sárahtlu þegar upp er staðið. Þetta á við um nýbyggingar en breytingar á hin- um eldri ganga grátlega seint, gamla tregðulögmáhð gildir og viijaleysi einu er oft um að kenna. Staðlaður hópur? Hér er aðeins að einu vikið og á einu misréttinu gripið en lengi mætti telja þó margt hafi áunnist og almenn afstaða til fatlaðra og málefna þeirra hafi breyst mjög, mest fyrir tilverknað fatlaóra sjálfra. Fötlun getur verið af ýmsu tagi og lausn fyrir suma þarf ekki að hafa neina þýðingu fyrir aðra. Mikilvæg atriði eins hóps eiga ekki erindi til annarra. Þetta er nauðsynlegt að undir- strika, einfaldlega vegna þeirrar útbreiddu skoðunar aö hægt sé að afgreiða úrlausnir fyrir fatlaða sem samstæða heild, ein heildar „pat- ent“lausn nægi sem sagt. Þetta er að sjálfsögðu meginrök- villa, að ekki sé nú talað um þá firra að fatlaðir séu eins konar staðlaður hópur sem megi afgreiða einfaldlega á sama hátt hvað allar þarfir og þrár ekki síður varðar. Fatlaðir eru auðvitað jafnóhkir innbyrðis og allt annað fólk, þeir eru auðvitað spegilmynd þjóðfé- lagsþegnanna, en era oft tilfmn- inganæmari og næmari í heild en gengur og gerist. En þetta er þó ekki það sem ég vildi vekja athygli á, þó ekki saki þaö í leiðinni. Framkoma opinberra aðila í garð fatlaðra er oft slík að svo sýnist sem þessum sömu aðilum sé með öllu ókunnugt um einfóldustu laga- skyldur, hvað þá að það hvarfli að þeim að venjuleg, mannleg sam- skiptalögmál eigi að gilda eins um fatlaða sem aöra. Af mikilli reynslu á öðram sviðum þykist ég þó geta staðfest það regindjúp, sem er á milli hegðunar einstakra stofnana og starfsmanna innan þeirra gagn- vart manninum af götunni, svo fráleitt væri að segja að fatlaðir væra þar eitthvað sér á báti. Það hegöunarmunstur sveiflast allt frá því að vera í einlægni til aðstoðar og þjónustu reiðubúinn yfir í valds- hroka og ókurteisi af verstu tegund. En þetta er ekki sagt til málsbótar framkomunni sem oft ber svo átak- anlega á gagnvart fótluöum heldur aðeins til að fullvissa þá um að þeir era í þessum efnum ekki einir á báti. Sláandi dæmi í sérstökum pisth er ætlunin að fara ofan í saumana á dsémigerðu máh hvað þetta varðar, þ.e. lang- vinna baráttu fyrir fréttaflutningi ríkisfjölmiðilsins okkar - sjón- varpsins - til allra þjóðfélagþegna og ljóss og skugga á þeirra baráttu leiö. En eflaust er unnt að nefna enn verri og árangursminni dæmi, þó ekki skuh lítið gert úr því sem áunnist hefur. Ég lýk þessu hins vegar nú með htlu dæmi sem máske þykir ekki í frásögur fær- andi en mér flnnst þó býsna sláandi. í ónefndum skóla hér skammt frá átti að fara fram íþróttakeppni. Nemendur áttu sem flestir að taka þátt og áttu að skrá sig til keppn- innar. Það ætlaöi fatlaður drengur einn- ig að gera, en honum var einfald- lega sagt aö hann gæti þetta ekki, ósköp kurteislega og ekki aö ill- vilja, miklu fremur ranghverfu tilhtsseminnar'. Og þó seinna ætti úr að bæta þá var það ekki unnt. Óbætanlegt tjón hafði verið unnið. Hugsunarleysi - skilningsleysi - kom út sem kaldur, harður dómur um vanhæfni til að vera hlutgeng- ur þátttakandi. Andhverfu þessa gæti ég svo bent á frá dóttursyni mínum sem tók þátt í skólahlaupi KjaUarinn Helgi Seljan félagsmálastjóri ÖBÍ eystra og hafði það af að hlaupa samtals 10 kólómetra sem enginn hefði að óreyndu reiknað með. En þvíhk alsæla yfir afrekinu. And- stæður sem oftar mætti huga að og miklu víðar því í skólum hygg ég að ríki almennt mun meiri skiln- ingur en víöast. Viðhorf hafa breyst gifurlega - fatlaðir sjálflr eiga þar stærstan hlut og munu áfram eiga. Fyrir þá gildir hins vegar að hin mennsku viðhorf verði ofan á í þjóðfélaginu. Að fijálshyggja gróðans og arð- ránsins nái ekki yfirhöndinni. Fáir þjóðfélagshópar eiga meira undir þessu. Það er mikið í húfi og allir sem mannlegum verðmætum unna ofar rauðamálmsins vonda valdi þurfa að leggjast á eitt um að félagsleg frjálslyndisviðhorf megi móta þjóðfélag okkar í enn ríkara mæh. Þá mun vel farnast fötluðum sem öörum er á þurfa aö halda. Helgi Seljan „Fötlun getur verið af ýmsu tagi og lausn fyrir suma þarf ekki að hafa neina þýðingu fyrir aðra.“ Prófsteinn á lýðræði Þegar ég hef hugleitt að blanda mér inn í deilur um ráðhúsið í Tjörn- inni hefur oftast hvarflað að mér að láta það vera. Ástæðan er sú hofmóðska eða þvergirðingsháttur sem forystumenn um bygginguna sýna í málinu. En ef til vih getur DV-pistill áorkað einhverfu til réttra leiða og því skal þetta á þrykk. Ef ráðhúsið er svona mikilvægt... Mér leyfist að væna ráðhúsmenn um þvergirðingshátt af mörgu til- efni. Til dæmis leyfa þeir sér að segja sem svo að fáfræði ráöi af- stöðu margra eða að andstaðan muni minnka til muna þegar menn sjá húsið risið. Það er skringilegt lýðræði sem gerir ráð fyrir að svo stór hópur manna ígrundi ekki af- stöðu sína, að iheirihlutar í málum séu í raun blekking; að meirihluti gegn ráðhúsi sé að mestu loftbóla. Enn skringilegra er lýðræði sem byggir á því að ákvörðunum verði að hrinda í framkvæmd til þess að raunverulegt fylgi eða andstaða við þær verði ljós. Er lýðræði eins kon- ar forræði sérfræðinga? Mér leyfist að saka sömu menn um hofmóðsku vegna þess að þá grunar auðvitað að meirihluti Reykvíkinga kunni að vera mót- fallinn byggingu á þessum stað en neita atkvæðagreiðslu sem alls- herfarskoðanakönnun. Ef blessaö húsið er svona mikilvægt, eins og klifað er á, hvers vegna mega borg- arbúar þá ekki segja hug sinn svo ekki verði um villst hvað þeir vilja? Um ráðhús var ekki kosið Einhver ráðhúsmanna sagði í fjölmiðli sem svo að helsta leið borgarbúa til þess að láta skoðun sína á ráðhúsi í ljós væri fólgin í því að kjósa til næstu borgarstjóm- ar. Þetta ætla ég að leyfa mér að KjaUarinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur, kennari í MS kalla auman útúrsnúning. Fjög- urra ára kosningareglan í borgara- legu lýðræði er ekki eina form lýðræðis sem hugsanlegt er og hver heilvita maður veit að þaö fer ekki fram heildaruppgjör fyrir hver fjögur stjómarár á kjördegi. Þá er einungis kosið um meginafstöðu: um tilteknar stefnuskrár. Mat á til- teknum mistökum eða rangindum hverfur að mestu í hafsjó af viðmið- unum og málatilhúnaði. Auk þess er húsið þá þegar risið er næstu kosningar fara fram og orðinn hlutur. Það er heldur betur rismik- il vöm fyrir eigin málstað að segja sem svo: - Segðu áht þitt þegar það er orðið of seint. Ekki rekur mig minni til þess að mér hafi gefist kostur á því aö velja atkvæði mínu stað í síðustu borg- arstjómarkosningum eftir því hvaða afstöðu listarnir tóku til áætlunar um ráðhús í Tjörninni. Ekki nema fáein prósent Okkur er sagt að 750 milljónir (eða hátt í milljarð ef miðað er við venjubundnar vanáætlanir við stórbyggingar) nemi 1-2% af veltu borgarsjóðs. Það er greinilega ekki mikiö í hugum ráðhúsmanna þegar um byggingu er að ræða; að minnsta kosti ekki ráðhúsbygg- ingu en stórapphæð sem ekki er föl þegar um fóstruskort, launakostn- aö eða listir er að ræða. Þaö er raunar engin ástæða til að fárast yfir svona staöreyndum því marg- reyndur sannleiki kennir að sérhver fjárveiting eða neitun fjár er htuð af afstöðu manna til stjóm- mála, óhku verðmætamati og ólikri lífssýn. Ráðhúsmönnum þykir ráð- hús meira virði en miklu betri dagvistun en nú fæst; ráðhús betra en menningarmiðstöð með lífs- nauðsynlegri aðstöðu fyrir leik- hópa, tónhstarmenn, unghngastarf eða betra en ráðstefnuhús sem staðið gæti undir öhu fjálglega tal- inu um ísland sem ráðstefnunafla heimsins. Þegar allt kemur th alls geta þeir ráðhúsmenn hka sparað sér ómak- ið við að gera andstöðuna tor- tryggilega með því aö segja hana póhtíska og þar með eitthvað ann- Þaö er heldur betur rismikil vörn fyrir eigin málstað að segja sem svo: Segðu álit þitt, þegar það er orðið of seint.“ Líkan að fyrirhuguðu ráðhúsi við Tjörnina. arlega. Hún er pólitísk af því hún varðar afstöðu manna til umhverf- is og samfélags; en hún er vissulega þverpólitísk með tilliti th flokka. Það er kannski annarlegt á þessum valdatímum flokksforystu og for- ræðisafla. er meðal þjóða sem viöurkenna eig- in sögu og flýja ekki eigin smæð eða margþætta efnahagssögu með þvi að láta breythegan nútíma- smekk, misjöfn gæði húsa eða aurasjónarmið lóðareigenda ráða of miklu. Viljum við ekki veg Reykjavíkur mikinn? Líklega vilja allir andstæðingar tjarnarráðhússins hæta úr húsa- málum borgaryfirvalda. Það þarf ekki aö blanda einhverfum vand- lætingarorðum um útkjálkahug andófsmanna í umræðuna. Þeir vhja bara ekki ráðhús í tjamar- hornið og hafa th þess talið margar ástæður. Sumir eru smeykir um lífríkið, aðrir telja húsið bera um- hverfið ofurliði, enn aðrir vhja ekki spiha heihegri húsaröö tjamar- bakkans (með 2-3 undantekning- um) og enn aðrir hafa fengið sig fullsadda af augnstunguaðferðinni sem beitt er við að neyða verstu sthbrfótum inn í sögulega, sjón- ræna og menningarlega samstæðar húsaraðir; aðferð sem hefur breytt yfirbragði Kvosarinnar úr eðh- legri, samstæðri og sögulegri heild í grautarlegt og sundurlaust safn af sthæfingum. Hér er átt við hehd- ina en sem betur fer eru enn th hlutar sem minna á fullbyggðan miðbæ ReyKjavíkur eins og átti að varðveita hann; rétt eins og gert Má ræða aðrar lausnir? Væntanlega telja flestir að það sé í hæsta máta eðlilegt að stundum rísi nýbyggingar í miðbænum. Það má hverfa frá Tjörninni með eina slíka með því að reisa hana í stað- inn á fótboltavehinum mihi Háskólahverfisins, Hringbrautar og Norræna hússins og samsvara hana Norræna húsinu. Annar stað- ur er á bílastæðinu nýopnaöa við Tryggvagötu enn annar viö Skúla- götu. Svo eru til hús sem sóma sér vel sem ráðhús, einkum bygging Landsbókasafnsins við Hverfisgötu sem a.m.k. einn hæstaréttardómari vhl nýta sem hús Hæstaréttar. Lýðræði felst m.a. í að ræða opið um aðra möguleika en ríkjandi meirihluti hahast að áður en hafist er handa við „hinn eina rétta“. Það er enn ekki of seint. Hitt er svo annað mál að ég ber ekki hið minnsta traust th núverandi borg- arstjómarmeirihluta í þessum efnum. Þess vegna er það aðeins á færi skipulagðrar andstöðu að hreyfa við ráðhúströhunum. Ari Trausti Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.