Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Síða 25
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987.
25
jóslavar fóru með sigur af hólmi, 27-28, og skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum
DV-myndir Brynjar Gauti
fheppni
n, 27-28. Siggi Sveins var fiábær
unda leik sinn á átta dögum. Það er
engin afsökun fyrir tapinu í gærkvöldi
að íslensku leikmennirnir hafi verið
þreyttir. Júgóslavarnir voru það nefni-
lega líka. Það sem hins vegar réð úrslit-
um var hrein óheppni sem elti íslenska
hðiö. Oft kom það fyrir að Einar varði
glæsilega í markinu en þá hrökk knött-
urinn beint í hendur einhvers Júgóslav-
ans og sá hinn sami var alltaf í
dauðafæri og eftirleikurinn.auðveldur.
íslenska liðið á hrós skilið
íslenska liöiö á hrós skiliö fyrir leik
sinn í gærkvöldi. Auðvitað voru margir
hlutir sem ekki voru í lagi vegna þreytu
og þar af leiðandi einbeitingarleysis.
Barátta leikmanna var þó lengstum eins
mikil og hægt var að krefjast eftir allt
það sem á undan er gengið. Vissulega
var það afrek að ná að breyta stöðunni
úr 16-19 í 20-20 um miöbik síðari hálf-
leiks.
Það var greinilegt að leikmenn júgó-
slavneska hðsins lögðu aht í sölumar í
gærkvöldi. Og fögnuður þeirra í leikslok
var slíkur að það minnti mann á fagnað-
arlæti þeirra eftir sigurinn á HM í Sviss.
Allir þeir íslendingar, sem sáu leikinn
í gærkvöldi, voru hins vegar súrir og
segir það sína sögu að við skulum vera
súrir og sárir eftir eins marks tap gegn
ólympíu- og heimsmeisturum. Vitaskuld
hefði veriö skemmtilegra að vinna sigur
í gærkvöldi og það á alltaf að vera mark-
miðið hver svo sem andstæðingurinn
er. Handboltinn er óútreiknanleg íþrótt
og ekki alltaf jólin þótt þau nálgist óð-
fluga.
Mörk íslands: Siguröur Sveinsson 4,
Ath Hilmarsson 4, Þorgils Óttar Mathie-
sen 4, Kristján Arason 4/3, Guðmundur
Guðmundsson 3, Valdimar Grímsson 3,
Páh Ólafsson 3, Siguröur Gunnarsson 2.
• Zlatan Saracevic skoraði 6 mörk
fyrir Júgóslava og Zlaton Portner 5, 3
úr vítum.
íþróttir
i Gullit sá besti
| - besti knattspymumaður heims hjá Worid Soccer. Porto lið ársins
I Hohensld landshösmaðurinn Ruud
1 Gulht er besti knattspymumaður
I
heims nú aö mati lesenda hins virta
knattspyrnublaðs World Soccer.
| Guhit hlaut 38% atkvæða og var
Ilangefstur. World Soccer hefur haft
slíka lesendakönnun frá 1982 og að
Iþessu sinni í samvinnu við Voetbal
Magazine og Foot (Brússel). Ruud
I Gulht lék meö PSV Eindhoven,
* hollenska meistarahöinu, á síðasta
I leiktímabili. Var í sumar seldur til
IAC MUano fyrir sex mihjónir sterl-
ingspunda eða tæpar 400 milljónir
króna. Mörg undanfarin ár hefur
hann veriö besti leikmaður hol-
lenska landsliösins og sem shkur
leikið gegn íslenska landshðinu.
Paolo Rossi, Juventus, marka-
. kóngur i heimsmeistarakeppninni
I á Spáni 1982, þegar ítalir urðu
■ meistarar, var iýrstm- til að hljóta
I þessa útnefningu lesenda World
ISoccer 1982. Síðan hafa orðið efstir
þeir Zico, Brasilíu, 1983, Michel
I Platini, Frakklandi, 1984 og 1985, og
" Diego Maradona, Argentínu, 1986.
I Eins og áður segir hlaut Guhit
38% atkvæða nú. Maradona kom
næstur með 13,1%. í þriðja sæti
varð Marco Van Basten, áður Ajax
Ien nú félagi Gullit hjá AC Milano.
Hasnn er auðvitað hollenskur
I landsliðsmaöur. Van Basten hlaut
: 8,8%. í fjóröa sæti varð Emilio
I Butraguaeno, spánski landsliðs-
Imaöurinn hjá Real Madrid með
6,4%. í fimmta sæti kom Paulo
IFutre, portúgalski landshösmaöur-
inn, sem varð Evrópumeistari með
I Porto í vor en leikur nú með At-
J letico Madrid. Hann var með 5,7%.
I Ian Rush, Liverpool/Juventus, var
sjötti meö 3,8% og Gary Lineker,
Barcelona, sjöundi með 3,3% at-
kvæöa. Næstu menn voru Hugo
I
I
Sanchez, mexíkanski landshðs-
maðurinn hjá Real Madrid, Michel
Platini, Juventus, og Rabah Madj-
er, landsliðsmaður Alsír og leik-
maöur Porto.
Markvörður Bayem, belgíski
landsliðsmaðurinn Jean-Marie
Pfaff, var í ellefta sæti og félagi
hans hjá Bayem Lothar Matthaus,
Vestur-Þýskaland, í 13.-15. sæti
ásamt Mirandhina, brasilíska
landsliðsmanninum hjá Newcastle,
og Michel, spánska landshðsmann-
inum hjá Real Madrid. Þeir vorú
með 1,1% atkvæða hver.
Johan Cruyff, Ajax, var kjörinn
framkvæmdastjóri ársins en Udo
Lattek, Bayern Múnchen/Köln,
varö annar. Cmyff var með 24,6%
atkvæða en Lattek 17,6%. Porto
Portúgal var kjöriö Uð ársins.
Hlaut langflest atkvæði eða 37,7%.
Ajax, Amsterdam, varö í öðru sæti
með 18,9% og Real Madrid í þriðja
með 16,4%. Onnur lið komu langt
á eftir. Þessi útnefning blaðsins á
höi ársins hófst einnig 1982. Lands-
hö Brasilíu varð þá efst. 1983 varð
Hamburger SV í efsta sæti, 1984
landshðs Frakklands, 1985 Everton
og 1986 landslið Argentínu.
-hsím
|^cvæoa. wæstu menn vora l
• Ruud Gullit á míðri mynd - sá besti i heimi hjá World Soccer.
Waddock til Charleroi
- liðið hafði áhuga á Sigurði Jónssyni hjá Sheffield Wednesday
Kristján Bemburg, DV, Belgía:
Belgíska 1. dehdar liðið Charleroi,
sem sýndi áhuga á Siguröi Jónssyni
hjá Sheffield Wednesday, fyrir
nokkra hefur ákveðið að festa kaup
á íra nokkram. Sá heitir Peter
Waddock og er miðjuleikmaður.
Waddock hefur að baki 19 lands-
leiki fyrir íra en hefur átt erfitt
uppdráttar að tryggja sér fast sæti í
Uði sínu QPR að undanförnu.
• Lokeren hefur ákveðið að leigja
Pólverja að nafni Pawlak út þetta
keppnistímabil og hefur leiKið'
nokkra landsleiki fyrir Pólverja. Þaö
var landi hans Lubanski sem fékk
Pawlak lausan á mettíma hjá pólsk-
um yfirvöldum.
-JKS
Fæst í sportvöru-
verslunum um land allt.
Heildsölubirgðir.
ISLENSK-ERLENDA
VERSLUNARFÉLAGIÐ
HF„ SlMI 20400.
Pdfflm
l±) ORKU- ÞJÁLFAÐU OG MÝKTU
LÍKAMANN Á FÁEINUM
MÍNÚTUM Á VIKU
Handhægasta líkamsræktin í dag
Viltu eyða 5 MÍNÚTUM annan hvern dag í að:
- styrkja líkamann
- bæta línurnar
- auka þolið
með skjótum árangri?
Þá skalt þú reyna orkusipp.
• Það eykur súrefnisfiutning hjarta, lungna og æðakerfis.
• Það eykur brennslu á fitu og hitaeiningum
• Það gefur betri línur og eykur styrk og þol
• Það eykur líkamsþróttinn og dregur úr streitu.
• Og þú getur stundað það nánast hvar sem er
og hvenær sem er.
fr sippu-
I1 BANDIÐ
-SK