Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Side 37
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. .
37
r _______________________________Viðskipti
Er þorskurinn að falla í verði?
Á alþjóöafundi fiskkaupmanna, sem
haldinn var í Monte Carlo í haust, þar
sem 400 fiskkaupendur frá 15 löndum
mættu, kom fram aö ekki mættu fiski-
menn búast viö verðhækkunum á
ferskum fiski í framtíðinni. Á undanf-
ömum árum hafa þorskflök hækkaö
um 18 til 20% í Bretlandi. Allar tegund-
ir fisks hafa hækkaö um 11% á sama
tíma og kjötverö hefur aðeins hækkaö
um 4%. Þetta hefur valdið því að sala
á frosnum flökum hefur dregist saman.
Árin 1976-78 var líkt ástand á mörk-
uöunum, hækkun á fiskverðinu var
nokkru meiri en á kjötveröi.
Hafði þetta þá þau áhrif aö frosni fisk-
urinn féll í verði. Árin 1979-82 hækkaði
kjötyerö meira en fiskveröiö og eftir-
spum eftir fiski jókst á ný. Frá 1983
hefur fiskverö stigið ört en kjötverö
staðið í staö. Hiö dýrtíðarvaldandi fis-
kverö hefur það í for með sér aö nota
verður aðrar tegundir, svo sem Alaska
polloch o.fl., segir í Fishing News.
Reykjavík:
Örfá sýinshom af fiskverði á stór-
mörkuöum í Reykjavík. Ýsuflök, bein-
laus, í 400 g öskjum, 190 kr., kílóiö 350
kr. Ysuflök í sellófan, 336 g, 141 kr., kíló-
verö 423 kr. Skelflett rækja, 500 g, 252
kr., kílóverö 504 kr. Hörpuskelfiskur,
350 g, 456 kr., kílóverð 1117 kr. Ekki
mun fólki þykja góöur kostur þegar
bæst hafa viö þetta verð 25% og mun
verðlag á fiski veröa til þess aö menn
sækjast eftir ódýrari matvælum og fisk-
neysla minnkar að mun og tel ég þaö
mjög miöur. Það verö sem hér hefur
birst er eingöngu á frystum fiski.
Bretland:
Kolinn á um 93 krónur. 2. desember
var seldur fiskur úr gámum, 131 lest,
fyrir 10 millj. kr. Verð á þorski var 75,86
kr. Ýsuverð 80,89 kr. Koli 92,85 kr.
Mánudaginn 7. des. var seldur fiskur
úr gámum, alls 300 lestir, fyrir 21,379
millj., meöalverö kr. 71,43. Þriðjudaginn
8. des. var seldur fiskur úr gámum, alls
225 lestir, fyrir 16,Émillj. kr. Meðalverö
74,64 kr. Verö á þorski 71,59 kr. Ýsa
86,61 kr. Koli 94,12 kr. Alls konar flat-
fiskur og lúöa 80.85 kr.
Hull:
Bv. Björgúlfur seldi afla sinn 2. des.,
alls 130 lestir, fyrir 10,523 millj. Verð á
þorski 75,86 kr. Ýsa 80,89 kr. Koli 92,56
kr. Bv. Klakkur seldi afla sinn 7. des.,
alls 112 lestir, fyrir 7,593 millj., meðal-
verö 67,72 kr. Bv. Snæfugl seldi afla sinn
8. des., alls 125 lestir, fyrir 9,1 millj.,
meðalverð 73,26 kr. Verö á þorski 76.26
kr. Verö á ýsu 85,24 kr.
Þýskaland:
Lélegt hjá Sléttanesinu. Bv. Slétta-
nes seldi í Bremerhaven 7. des., alls 183
lestir, fyrir 8,185 milij. Meöalverö 44,50
kr. Aflinn var skemmdur að hluta en
var annars í 2. gæðaflokki. Bv. Vigri
seldi afla sinn í Bremerhaven og var
verö fyrir afla hans nokkru hærra en
hjá Sléttanesi.
Rússar:
Miklar breytingar hjá Rússum. í
viötali, sem Dansk Fiskeri Tidende átti
nýlega við fiskveiöiráöherra Sovétríkj-
anna, kom meðal annars fram aö
miklar breytingar eru fram undan á
Úthaldi rússneskra fiskiskipa. Taldi
ráðherrann aö ekki væru líkur fyrir að
heföbundin fiskveiði yrði aukin aö
nokkru marki. Ef auka ætti framleiösl-
una yröu að koma til nýir fiskstofnar
og yrði það ekki með öðrum hætti en
aö ný tækni og tæki kæmu til. Eins og
kunnugt er, er fiskveiði Rússa milli 10
og 11 millj. lestir áriega. Aðalbreyting-
amar eru fólgnar í þvi aö vistir munu
veröa teknar í þeim löndum sem næst
eru miðunum hveiju sinni og munu
samningar um þaö gerðir viö hvert það
ríiti sem slík viðskipti á viö flotann.
í sambandi við fiskveiöamar hefur
komið 1 ljós aö neytendur em óánægðir
með framleiösluna, þeim þykir hún
ekki nægilega vönduð. Útgeröin kvart-
ar yfir því aö ekki fáist nægilegt verð
fyrir fiskinn svo hægt sé aö vanda til
framleiöslunnar. Hann sagði að í náinni
framtíð yröi þetta tekið til endurskoð-
unar og úr þessu yröi bætt. Slíkar
breytingar heföu meöal annars í for
með sér aö fjölga þyrfti í áhöfnum ski-
panna sem heföi aukinn kostnaö í fór
með sér.
Fiskeldi:
Meira fijálsræði Rússa í fiskeldi.
Langtímaáætlanir em nú geröar um
fiskeldi í ám og vötnum og gróður við
ströndina. Nú em framleidd um 2 kíló
af fiski á hvert mannsbam í Ráöstjóm-
arrikjunum og ætiunin er að margfalda
fiskeldið, sagði Nikolaj Kotlajar ráö-
herra. Eins og er fást um 3,7 kg af fiski
á hektara en stefnt er aö því að afrakst-
urinn verði 13,5 kg á hektara. Búunum
verður gefið meira fijálsræði við fram-
leiðsluna en ríkið mun leggja fram 15
til 18 milljarða rúblna til að byggja upp
eldisstöðvar og leggja niður óarðbærar
stöðvar.
Noregur:
Pólsk frystiskip liggja við Lofoten til
31. desember. Sjávarútvegsráðuneytið
hefur samþykkt, að beiðni Feitsildfi-
skemes Salgslag, að lengja afgreiðslu-
frestinn á 7000 tonnum af vorgotssíld
til 31. desember. Þessi ákvörðun gildir
aðeins fyrir pólsk skip.
New York:
Kaninn vill lax. Að undanfömu hef-
ur eftirspum eftir laxi verið nokkuð góð
og verðið verið ágætt. Verö á slægðum
laxi, 2-3 kg, 400 kr., á laxi, 3-4 kg, 451
kr., á laxi 4-6 kg, 500 kr. og 5-6 kg 526 kr.
New
Fiskv. alm. Fulton Engl.
kr. kr.
Karfi 104 84
Karfaflök 334 309
Stórþorskur, hausaður 160 92
Þorskflök 334 270
Ýsa 229 217
Skötuselshalar 413
Ýsuflök 490
Steinbítsflök 275 275
Keiluflök 244
í nóvember var haldin sjávarréttasýn-
ing í Flórída. Fenginn var sérstakur
matsveinn frá New York og var hann
meðal annars spurður hvaða fisk-
Fiskmarkaður
Ingólfur Stefánsson
tegundir væm bestar til matreiðslu.
Fyrst talaði hann um lax, síðan „mar-
ulk svo steinbít og karfa en kvað það
sorglegt hvaö oftast væri erfitt að fá
þessar tegundir. Allt verð hér að fram-
an miðast við gengi 6.12.’87.
Mílanó:
Skötuselshalar í Mílanó. Eins og
oftast áður eru það aðallega Norðmenn
sem notfæra sér markaðinn í Mílanó.
Þrátt fyrir að verð þyki í lægra lagi er
eftirfarandi verð nokkuð gott að mínu
mati: Heill lax, 315 til 376 kr. Skötusels-
halar, 312 til 351 kr. Karfi, 234 til 420
kr. kg. Þorskflök, 242 til 258 kr. kg.
Rauðsprettuflök, 346 til 420 kr. Innflutt-
ur frosinn lax, 360 til 390 kr. Rauð-
sprettuflök, 390 til 420 kr. Verð hjá de
Klaudeio Milano 1.12.: Óslægður norsk-
ur lax, 751 kr., flakaður lax, 1040 kr.
Karfi, 841 kr. Pillaðar rækjur, 900 kr.
Rækjur frá Danmörku, 841 kr. kg.
Ritaras
Ritaraskólinn tekur til starfa 6. og 18. janúar.
Kennt er alla virka daga vikunnar,
þrjár klukkustundir í senn og hægt
að velja á milli tveggja mismunandi
dagtíma. Markmið skólans er að út-
skrifa sjálfstæða starfskrafta
sem hafa tileinkað sér af sam-
viskusemi það námsefni sem
skólinn leggur til grund-
vallar, en kröfúr skólans
til sinna nemenda eru ávallt
miklar. Til þess að ljúka
prófi írá Ritaraskólanum
þarf lágmarkseinkunn-
ina 7.0 í öllum
námsgreinum.
Námsefni:
□ íslenska ............... 76 klst.
□ bókfærsla eða enska .... 90 klst.
□ reikningur ............. 36 klst.
□ tölvur ................. 39 klst.
□ vélritun ............... 24 klst.
Q tollur ................ 33 klst.
Q lög og formálar ....... 12klst.
Q skjalavarsla ..........7.. 9 klst.
Q verðbréfamarkaður ....... 3 klst.
Framhaldsbrautir
í beinu framhaldi af námi í Ritara-
skólanum getur þú valið um tvær
framhaldsbrautir: fjármálabraut og
sölubraut. Með þessum nýju brautum
er námið í Ritaraskólanum orðið 2ja
ára nám. Sérmenntun íyrir nútíma
skrifstofúfólk.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 10004 OG 21655
Mímiri
ÁNANAUSTUM 15
BÍLA-HAPPDRÆTTi HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS
15 SUZUKI FOX-JEPPAR — með drifi á öllum, eins og landsliðið okkar
35 SUZUKI SWIFT — tískubíllinn í ár
50 BÍLAFtMÍ
15 Bl'LAR dregnir út 14. DES. 1987 35 BÍLAR dregnir út 18. JAN. 1988