Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Page 41
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987.
41
dv Fólk í fréttum
Friðrik Sophusson
Friörik Sophusson iðnaðarráð-
herra hefur verið í fréttum DV
vegna umræðna um orkufrekan
iðnað. Friðrik er fæddur 18. októb-
er 1943 í Reykjavík og lauk lög-
fræðiprófi frá Háskóla íslands 1972.
Hann var framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélags íslands 1972-1978
og hefur verið alþingismaður frá
1978. Friðrik hefur verið varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins frá 1981
og iðnaðarráðherra frá 1987. Sonur
Friðriks er Stefán Baldvin, f. 31.
október 1963, viðskiptafræðinemi
Móðir hans er Guðbjörg Kristins-
dóttir, f. 19. apríl 1943, lyfjafræðing-
yr. Foreldrar hennar eru Kristinn
Stefánsson prófessor og kona hans,
Oddgerður Geirsdóttir. Kona Frið-
riks var Helga Jóakimsdóttir, f. 13.
desember 1940, hárgreiðslumeist-
ari. Foreldrar hennar eru Jóakim
Pálsson, útvegsmaður í Hnífsdal,
og kona hans, Gabríela Jóhanns-
dóttir. Börn Friðriks og Helgu eru:
ÁslaugMaría, f. 20. júlí 1969, Gabrí-
ela Kristín, f. 3. júh 1971, og Helga
Guðrún, f. 15. desember 1981. Fóst-
ursonur Friðriks er Jóakim Hlynur
Reynisson, f. 5. ágúst 1961, raf-
magnsverkfræðingur. Systkini
Friðriks eru Guðmundur, f. 15.
ágúst 1947, dómarafulltrúi, giftur
Elínu Guðmundsdóttur kennara;
María, f. 25. apríl 1950, kennari,
gift Sigurjóni Mýrdal, við doktors-
nám í Bandaríkjunum; Kristín
Auður, f. 22. mars 1952, hjúkrunar-
kona, gift Sigþóri Sigurjónssyni,
aðstoðarframkvæmdastjóra Gildis.
Foreldrar Friöriks eru Sophus
Guðmundsson, skrifstofustjóri í
Rvík, og kona hans, Áslaug María
Friðriksdóttir skólastjóri. Faðir
Sophusar er Guðmundur, b. á Auð-
unnarstöðum í Víðidal, Jóhannes-
sonar, b. á Auðunnarstöðu'm,
Guðmundssonar. Móðir Jóhannes-
ar var var Dýrunn Þórarinsdóttir,
systir Þuríðar, langömmu Halldórs
E. Sigurðssonar, fv. ráðherra. Móð-
ir Guðmundar var Ingibjörg, systir
Björns í Grímstungu, afa Björns
Pálssonar, fv. alþingismanns á
Löngumýri, og langafa Páls Péturs-
sonar, alþingismanns á Höllustöð-
um, og Ástu, móður Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar. Móðir
Sophusar var Kristín Gunnars-
dóttir, b. í Valdarási í Víðidal,
Kristóferssonar. Móðir Kristínar
var Kristín, systir Pálínu, ömmu
Bernharðs, blaðafulltrúa Þjóð-
kirkjunnar, og Kristjáns bæjar-
stjóra, Guðmundssona. Kristín var
dóttir Guðmundar, b. á Neðri-Fitj-
um, Guðmundssonar. Móðir
Guðmundar var Unnur Jónsdóttir.
Móðir Unnar var Sigurlaug Jóels-
dóttir, systir Jóels, langafa Sigurð-
ar, afa Salóme Þorkelsdóttur
alþingismanns. Jóel var einng
langafi Gunnlaugs, afa Guðmundar
Árna Stefánssonar bæjarstjóra.
Móðir Kristínar Guðmundsdóttur
var Kristín, systir Ragnheiðar,
ömmu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.
Kristín var dóttir Bjarna, b. á
Bjargi í Miðfirði, Bjarnasonar,
prests á Mælifelli, Jónssonar, föður
Guðrúnar, langömmu Jónasar, afa
Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag-
fræðings. Guðrún var einnig
langamma Ólafs, föður Ólafs land-
læknis og langamma Ingibjargar,
ömmu Ingibjargar Rafnar, konu
Þorsteins Pálssonar.
Áslaug er dóttir Friðriks, kenn-
ara í Hafnarflrði, Klemenssonar,
b. á Vatnsleysu í Skagafirði, Frið-
rikssonar, b. á Ljótshólum í
Svínadal, Björnssonar, b. í
Hvammi í Langadal, Magnússonar,
b. á Breiðavaði, bróður Sigríðar,
langömmu Hermanns Jónassonar
forsætisráðherra, fóður Steingríms
utanríkisráðherra. Móðir Friðriks
var Guðrún Kráksdóttir, b. á Stafni
í Svartárdal, bróður Páls, fóður
Sveins læknis. Krákur var sonur
Sveins, prests í Goðdölum, Páls-
sonar. Móðir Friðriks var Áslaug
Ásgrímsdóttir, b. í Hofsstaðaseli,
Árnasonar, prests á Tjörn, Snorra-
sonar. Móðir Ásgríms var Guðrún
Ásgrímsdóttir, af Ásgeirsbrekku-
ættinni, systir Gísla, langafa
Sigurbjarnar prests, föður Gísla,
forstjóra Grundar. Móðir Áslaugar
var María kennari, systir Hall-
gríms skólastjóra og Stefáns, föður
Ólafs búnaðarráðunautar. María
Friðrik Sophusson.
var dóttir Jóns, b. á Krossárbakka
í Strandasýslu, Jónssonar og konu
hans, Jensínu ljósmóður Pálsdótt-
ur, b. í Þrúðardal, Einarssonar.
Móðir Jensínu var Ingveldur
Magnúsdóttir Hrútfjörð, fræði-
manns og b. í Steinadal, Magnús-
sonar, bróður Guðbjargar, ömmu
Stefáns frá Hvitadal og Guðbjargar,
ömmu Nínu Bjarkar Árnadóttur
rithöfundar.
Þórhallur Sigurjónsson
Þórhallur Sigurjónsson heildsali,
Hrauntungu 43, Kópavogi, er sex-
tugur í dag. Þórhallur fæddist í
Hvolsstaðagerði í Suður-Múlasýslu
og ólst þar upp hjá foreldrum sín-
um til fimmtán ára aldurs. Hann
fór þá til Egilsstaða og starfaði þar
hjá Agli Jónssyni, b. á Egilsstöðum.
Þá gerðist Þórhallur sölumaður hjá
Ásbirni Ólafssyni en 1958 stofnaði
Þórhallur eigið heildsölufyrtæki,
Heildverslun Þórhalls Sigurjóns-
sonar hf. sem hann starfrækti til
1986.
Kona Þórhalls er Sigríður, f. í
Hafnardal í Djúpi 25.1. 1939, dóttir
Péturs, b. í Hafnardal, sem nú er
látinn, Pálssonar og konu hans,
Sigríðar frá Skálanesi í Gufudals-
sveit, Jónsdóttur, Einarssonar.
Pétur var sonur Páls, prófasts og
alþingismanns í Vatnsfirði, en
hann var sonur Ólafs, prests og
alþingismanns á Mel, Pálssonar,
og Guðrúnar Ólafsdóttur Stephens-
en, dóttur Ólafs í Viðey, Magnús-
sonar konferensráðs.
Þórhallur og Sigríður eiga þrjár
dætur: Ragna, húsmóðir í Reykja-
vík og hjúkrunarfræðingur, f. 23.4.
1959, er sambýliskona Þorsteins
Ingvarssonar verslunarmanns;
Guðlaug Sigríður, húsmóðir í
Reykjavík og bankastarfsmaður, f.
12.9. 1964, er sambýliskona Vals
Júlíussonar bílasmiðs; Lilja Ólöf,
húsmóðir í Reykjavík og nemi í
hjúkrunarfræði, f. 11.5.1966, á einn
son, Aron Þór, f. 23.3.1985, en hún
er sambýliskona Ámunda Guð-
mundssonar bílasmiðs.
Þórhallur á ijórar systur: Auður,
húsmóðir á Selfossi, gift Bergi Þór-
mundssyni mjólkurfræðingi frá
Bæ í Borgarfirði; Guðbjörg, hús-
móðir í Reykjadal, gift Sigurði
Jakobssyni frá Reykjadal í Mos-
fellssveit, starfsmanni á Reykja-
lundi; Gróa, húsmóðir í Kópavogi,
ekkja eftir Ásgeir Ásgeirsson frá
Krossanesi, kaupmann í Ásgeirs-
búð í Kópavogi; Margrét, húsmóðir
í Reykjavík, ekkja eftir Birgi Ás-
geirsson lögfræðing.
Fóreldrar Þórhalls eru bæði látin
en þau voru Sigurjón Guðjónsson
Vifill Oddsson
Vífill Oddsson verkfræðingur,
Norðurbrún 36, Reykjavík, er
fimmtugur í dag. Vífill fæddist í
Reykjavík. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA 1957, fyrri hluta prófi
í verkfræði frá HÍ 1960 og prófi í
byggingaverkfræði frá DTH í
Kaupmannahöfn 1963. Vífill var
verkfræðingur á Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen sf. frá
1963-66. Hann stofnaði svo Teikni-
stofuna Óðinstorgi sf. ásamt Helga
Hjálmarssyni og Vilhjálmi Hjálm-
arssyni 1966 og hefur starfað viö
hana síðan. Vífill hefur verið í
stjórn Stéttarfélags verkfræðinga
og Félags ráðgjafarverkfræðinga
en hann var formaður þess síðar-
nefnda 1973-79.
Kona Vífils er Katrín, f. í Reykja-
vík 2.10.1938, en þau giftu sig 27.8.
80 ára___________________________
Anna Stefánsdóttir, Ránargötu 3, Ak-
ureyri, er áttræð í dag.
Sigurður Loftsson, Hamratúni 6, Mos-
fellsbæ, er áttræður í dag. Hann verður
að heiman á afmælisdaginn.
75 ára__________________________
Helga Stefánsdóttir, Hvammsgerði 4,
Reykjavík, er sjötiu og fimm ára í dag.
70 ára___________________________
Unnur Þorsteinsdóttir, Tjarnarbóli
14, Seltjamarnesi, er sjötug í dag. Hún
verður ekki heima á afmælisdaginn.
1960. Foreldrar hennar: Gústaf, for-
stjóri í Reykjavík, Þórðarson og
kona hans, Helga Ragnheiður Snæ-
björnsdóttir.
Vífill og Katrín eiga þrjú börn:
Oddur Vigfús bifvélavirki, f. 4.1.
1962; Gústaf, verkfræðinemi í
Kópavogi, f. 23.11. 1963, er giftur
Ragnheiði Rósarsdóttur efnafræð-
ingi; Halldóra menntaskólanemi, f.
6.7. 1968, er unnusta Þórs Sigfús-
sonar, viðskiptafræðinema og fv.
formanns Heimdallar.
Vífill á fimm systkini: Ketill fiug-
virki; Þengill, læknir á Reykja-
lundi; Ólafur, læknir á Akureyri;
Steinunn meinatæknir; og Jóhann-
es, verktaki í Reykjavík.
Foreldrar Vífils: Oddur Vigfús
Gíslason, yfirlæknir að Reykja-
lundi og alþingismaður, f. 26.4.
60 ára______________________
Sigtryggur Valdimarsson, Lerkilundi
12, Akureyri, er sextugur í dag.
Elísabet G. Jósefsdóttir, Bröttuhlíð 10,
Seyðisfirði, er sextug í dag.
50 ára____________________________
Marta Elín Jóhannsdóttir, Ránargötu
16, Akureyri, er fimmtug í dag.
Jóhanna Þórarinsdóttir, Kjaransstöð-
um, Innri-Akraneshreppi, er fimmtug
í dag.
Gunnþórunn Jónsdóttir, Hólma-
tungu, Hlíðarhreppi, er fimmtug í dag.
Þórhallur Sigurjónsson.
og kona hans Guðlaug Þorsteins-
dóttir. Föðurforeldrar Þórhalls
voru Guðjón, b. á Eyvindará, Víg-
lundsson, af Langanesi, og Guð-
björg Sigurðardóttir. Guðbjörg var
dóttir Sigurðar, b. á Sleðbrjót, og
systir Björns, langafa Önnu, móður
Þórhalls Tryggvasonar banka-
stjóra.
Þórhallur tekur á móti gestum á
heimili sínu laugardaginn 12.12.
milli klukkan 17 og 20.00.
Vifill Oddsson.
1909, Ólafsson, hreppstjóra að Kal-
manstjörn, Höfnum, Ketilssonar og
kona Ödds, Ragnheiður f. 26.9.1911,
Jóhannesdóttir, Lárusar Lynge,
prests að Kvennabrekku í Dölum,
Jóhannssonar.
Hafsteinn Ólafsson múrarameistari,
Norðurfelli 9, Reykjavík, er fimmtugur
í dag.
40 ára
Valgerður Jóhannesdóttir, Knarrar-
bergi 8, Ölfushreppi, er fertug í dag.
Ingibjörg Friðriksdóttir, Dalbraut 18,
Suðurfjarðalireppi er fertug í dag.
Margrét Sigfúsdóttir, Barmahlíð 26,
Reykjavík, er fertug í 'dag.
Kristín Kristjánsdóttir, Bjargartanga
11, Mosfellsbæ, er fertug í dag.
Kristin Einarsdóttir, Brekkutúni 3,
Kópavogi, er fertug í dag.
Afmæli
Sigríður Sigursteinsdóttir
Sigríður Sigursteinsdóttir,
Lönguhlíð ÍB, Akureyri, er sjötíu
og fimm ára í dag. Sigríður fæddist
að Auðnum í Öxnadal en ólst upp
hjá foreldrum sínum að Neðri-
Vindheimum á Þelamörk. Sigríður
starfaði í skógerðinni Iðunni á Ak-
ureyri í tuttugu og fjögur ár.
Maður Sigríðar var Friðrik, f.
28.9.1914, d. 1972, sonur Jóhannes-
ar, b. á Glerá, Bjarnasonar og
Bergrósar Jóhannesdóttur.
Sigríður og Friðrik eignuðust
einn son, Steinþór, sem er vöru-
flutningabílstjóri, búsettur á
Akureyri, f. 2.11.1947. Fósturdóttir
Sigríðar eru Sigríður Hanna Sig-
urðardóttir, húsmóðir á Ákureyri,
f. 30.1.1947, gift Óla Sæmundssyni
sjómanni en þau eiga þrjú börn.
Sigríður á einn bróður en systir
hennar er látin. Systkini hennar:
Steingrímur, leigubílstjóri á Akur-
eyri, f. 1914; og Þorbjörg, húsmóðir
á Akureyri, f. 1919, d. 1986.
Foreldrar Sigríðar: Sigursteinn,
b. og síðar verkamaður á Akur-
eyri, Steinþórsson, og kona hans,
Hjörtína Friðriksdóttir, en þau eru
bæði ættuð úr Hörgárdalnum. Föð-
urforeldrar Sigríðar voru Steinþór,
b. á Hömrum, Þorsteinsson, og
fyrri kona hans, Sigríður Guð-
mundsdóttir. Móðurforeldrar
Sigríðar voru Friðfinnur, b. í Há-
túni í Hörgárdal, Gíslason og
Þorbjörg Magnúsdóttir.
•v
Jarþrúður Þoriáksdóttir
Jarþrúður Þorláksdóttir,
Grænuhlíð 4, Reykjavik, er níræð
í dag. Jarþrúður fæddist í Hafnar-
firði og ólst þar upp. Fyrri maður
hennar var Kjartan Jónsson í
Hafnarfirði en hann er látinn.
Jarþrúður og Kjartan eignuðust
fjögur börn: Jón, bifvélavirki og
bifreiðaeftirlitsmaður á Selfossi, en
hann er látinn; Una, húsmóðir í
Reykjavík; Elínborg, húsmóðir á
Selfossi; og Dóra, húsmóðir og
verkakona í Reykjavík.
Seinni maður Jarþrúðar var
Helgi Kristjánsson, en hann lést
1974. Jarþrúður og Helgi eignuðust
þrjú börn en þau eru: Sólrún skrif-
stofumaður; Sigurður, sjómaður í
Reykjavík; Þorlákur, matsveinn í
Svíþjóð.
Foreldrar Jarþrúðar voru Þor-
lákur Guðmundsson og Anna
Jarþrúður Þorlaksdóttir.
Sigríður Davíösdóttir.
Jarþrúður tekur á móti gestum á
afmælisdaginn eftir klukkan 19.00
að heimili sínu. Grænuhlíð 4,
Reykjavík.
Andlát
Jórunn Jónsdóttir, Hlíðarenda,
Grettisgötu 63, lést í öldrunardeild
Borgarspítalans þriðjudaginn 8.
desember.
Guðbergur S. Guðjónsson frá Ás-
garði, Grímsnesi, andaðist á
Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
7. desember.
Guðjón Ó. Guðmundsson hús-
gagnasmíðameistari, Óöinsgötu 11,
Reykjavík, andaðist á Borgarspítal-
anum þann 7. desember.
Elí Olsen lést í Fj órðungssj úkra-
húsinu á Akureyri 7. desember.
Karlotta Karlsdóttir, Hvassaleiti
56, (áður Nökkvavogi 54), andaðist
í Landspítalanum 8. desember.
Valgerður Pétursdóttir Bordenick,
frá Stuðlum í Reyðarfirði, lést þann
7. desember í Greensburg, Pennsyl-
vania, U.S.A.
Óskar Jónsson, Sólhlíð 6, lést í
sjúkrahúsi Vestmannaeyja 8. des-
ember.
Sérverslun
með blóm og
skreytingar.
pvaBlóm
w(5skrcylirgar
Laugavcgi 53, simi 20266
Sendum um land allL