Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Page 44
44
FIMMTUDAGÚR 10. DESEMBER 1987.
Sviðsljós
DV
Ólyginn
sagði...
V
leikarinn frægi hefur lengi átt
í erfiðleikum með að hætta
að reykja. Nú hefur hann
fundið lausn sem dugar hon-
um oftast, en hún er heldur
kostnaðarsöm. Jack var mjög
gjarn á að fá sér sígarettu
þegar hann talaði í símann
en nú hefur hann tekið upp
þann sið að rífa fimm og tíu
dollara seðla í tætlur yfir sam-
ræðum í símanum. Jack
segist fá einhverja fróun út
úr því sem nægi oftast til
þess að halda honum frá
sígarettunum. Þetta er bara
heldur kostnaðarsöm aðgerð.
Jack Nicholson
Gitte Nielsen
sem kom fram á nektarsíðum
Playboy um daginn er síður
en svo skilin að skiptum við
það létta klámrit. Hún verður
nefnilega á forsíðu jólaheftis-
ins hjá Playboy og treður auk
þess upp á miðsíðum blaðs-
ins. Samtals mun það verða
á um fimmtán síðum sem les-
endur Playboy fá að berja
hana augum. Hún er greini-
lega ekki feimin við að sýna
á sér skrokkinn enda er hún
víst frekar montin af honum.
Boy George
gengur ekki allt í haginn um
þessar mundir. Eins og Sviðs-
Ijós hafði áður sagt frá eru
hljómleikar hans í Evrópu
mjög illa sóttir og hefur þurft
að aflýsa nokkrum tónleikum.
Einn stærsti plötumarkaður
hans, Japan, hefur nú lokast
fyrir honum því yfirvöld þar
, ákváðu að banna plötur hans
eftir að hann fékk dóm fyrir
eitgrlyfjanotkun. Japans-
markaðurinn var víst svipaður
að stærð og Bretlandsmark-
aðurinn svo strákurinn missir
aldeilis spón úr aski sínum
þar.
trm*
: ' ' ,
‘ if'" '';
££ .. >
Svo er að sjá sem konur hafi verið í meirihluta þeirra sem fengu bók sína áritaða hjá Höllu Linker í Kringlunni
DV-mynd GVA
Viðburðaríkt líf
Halla Linker, sem þekkt er hér á
íslandi fyrir aö vera gift kvikmynda-
gerðar- og ævintýramanninum Hal
Linker, hefur nú gefið út endurminn-
ingar sínar á bók og ber hún heitið
„Uppgjör konu“.
Þar rifjar hún upp líf sitt með eigin-
manni sínum, sem hún missti fyrir
nokkrum árum, og má segja að líf
hennar með eiginmanninum hafi
ítalski fatahönnuðurinn Litrico heldur á einni hugmynd sinni að breyttum
leiðtoga. Símamynd Reuter
Mikhail í módelfötum
Raisa Gorbatsjov er þekkt fyrir að klæða sig á glæsilegan máta. Minna
hefur borið á því að Mikail Gorbatsjov, leitoginn sjálfur, hafi lagt áherslu á
að skarta sínu fegursta. Úr þessu vill ítalski tískuhönnuðurinn Franco Litrico
bæta og hefur því sent sovéska leiðtoganum nokkrar hugmyndir sínar um
klæðaburð sem hæfir honum. AUs eru þetta sjö hugmyndir um alklæðnaði
sem Litrico sendir, hver öðrum glæsilegri.
Raisa mun eflaust ýta þessum myndum að manni sínum til þess að hann
slái Reagan út á þessu sviði en sumir vilja meina að það sé létt verk.
verið ansi fjölbreytilegt. Hún hefur í Kringlunni og áritaði bók sína fyrir
til dæmis komið til 147 landa á ferð- kaupendur og brá ljósmyndari DV
um sínum með honum og er því sér þangað.
líklegast ein víðfórlasta kona heims.
Halla Linker var um síðustu helgi
Sýnt víða um E vrópu
Um síðustu helgi var tuttugu ára afmæli Kópavogskirkju haldið hátíðlegt.
Kópavogskirkja þjónar tveimur prestaköhum, Kársnessöfnuði, sem séra
Árni Pálsson þjónar, og Digranessöfnuði, sem séra Þorbergur Kristjánsson
þjónar.
Barnakór Kársnesskóla söng í kirkjunni á afmælisdaginn undir stjórn
Þórunnar Bjömsdóttur. Söngur kórsins vakti það mikla athygh að hann var
tekinn upp og mun verða sýndur á íslandi og víða um Evrópu á aðfangadags-
kvöld á vegum Eurovision.
Fimmtán fyrirtæki í Kópavogi færðu Kópavogskirkju höfðinglega gjöf í til-
efni dagsins, konsertpíanó af gerðinni Dösendorfer frá Austurríki. Ekkert
fyrirtæki í heiminum kvað framleiða betri konsertpíanó en þetta fyrirtæki.
Söngur kórs Kársnesskóla vakti mikla athygli og voru tónleikarnir teknir
upp fyrir sjónvarpsþátt sem stendur til að sýna á aðfangadagskvöld viða
í Evrópu. DV-mynd GVA