Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
11
Utlönd
Nú er ekki útilokað að umbótastefnan, sem leiddi til innrásarinnar í Tékkó-
slóvakíu 1968, verði skoðuð í nýju Ijósi.
NýttvoríPrag
Undanfamar vikur hefur það ekki
farið fram hjá neinum í Tékkósló-
vakíu að eitthvað væri á seyði þó svo
að menn hafi beinlínis ekki átt von
á leiðtogaskiptum í kommúnista-
flokknum.
Það byrjaði með blaðamannafundi
sem hinn þekkti sovéski sagnfræð-
ingur Georgij Smirnov, forstöðu-
maður Marx-Leninstofnunarinnar,
hélt ekki alls fyrir löngu í Moskvu.
Sagði hann þá að sér þætti ástæða
til að endurskoða atburðina sem
gerðust í Tékkóslóvakíu 1968. Hann
tók þó fram að hann vildi ekki að
þessi skoðun hans bærist út.
Árið 1968 hóf stjórnin í Tékkósló-
vakíu, undir forystu Alexanders
Dubcek, miklar umbætur sem nutu
stuðnings þjóðarinnar. Var gjaman
talaö um voriö í Prag í því sam-
bandi. Með innrás Varsjárbanda-
lagsins í Tékkóslóvakíu í ágúst sama
ár var endi bundinn á umbótastefn-
una.
Skeyti frá Dubcek
Eftir blaðamannafundinn með
Smirnov lak síðan sú frétt út að
meðal allra þeirra heillaóskaskeyta
sem Sovétstjórninni bárust á bylting-
arafmælinu þann 7. nóvember síð-
astliðinn haíi verið skeyti frá Dubcek
sem verið hefur í ónáð. Sú frétt var
staðfest opinberlega í Moskvu.
í skeytinu sagði Dubcek að þær
umbætur, sem Gorbatsjov væri nú
að innleiða í Sovétríkjunum, væru
sams konar og hann og félagar hans
reyndu að koma á 1968.
Skeyti Dubceks þótti vera tímanna
tákn og ekki vakti það minni athygli
að í Rude Pravo, málgagni kommún-
istaflokks Tékkóslóvakíu, mátti lesa
eftir fréttaritara blaðsins í Washing-
ton að bandarískir fréttamenn
túlkuðu orð Smirnovs þannig að end-
urkoma stjórnmálamannanna frá
1968 væri líkleg.
Bókaútgáfa rædd
Rude Pravo fullvissaði reyndar les-
endur sína um að hér væri um
oftúlkanir að ræða en þó ekki fyrr
en greint hafði verið frá því að Vest-
urlönd litu á það sem hlutverk sitt
að Austur-Evrópa fengi pólitíska
sjálfstjórn.
Enn eitt dæmi um að hin opinbera
umræða hefur hafið innreið sína í
Tékkóslóvakíu er að prófessor nokk-
ur minntist í Rude Pravo á ómögulegt
ástand í bókaútgáfu. Kvaðst hann
ekki sjá neina ástæðu til þess að gefa
ekki út vissa rithöfunda, þaö er að
segja þá sem bannað hefur verið að
gefa út eftir innrásina 1968. Bækur
eftir þá hafa aðeins verið prentaðar
ólöglega í heimalandinu eða gefnar
út erlendis.
Þagað um leiðtogaskipti
Leiðtogaskipti voru hins vegar ekki
til umræðu í fjölmiðlum frekar en
endranær. Mánuði áður en Gor-
batsjov heimsótti Tékkóslóvakíu í
vor veitti Gustav Husak, sem nú hef-
ur látið af embætti flokksleiðtoga,
umbótastefnu Gorbatsjovs skyndi-
lega stuðning sinn. Það þótti því ekki
ólíklegt að hann yrði áfram við völd
þar sem ekki hafði verið tekið fram
að þeir sem hrinda eiga stefnunni í
framkvæmd yrðu ekki þeir sömu og
þeir sem í nítján ár hafa barist gegn
umbótum. Getum er þó leitt að því
að Gorbatsjov hafi þótt miða of hægt
í umbótaátt.
Miloz Jakes var á allra vörum fyrir
um hálfu ári en svo heyrðist ekkert
um hann fyrr í síöustu viku að hann
var kjörinn flokksleiðtogi. Jakes,
sem tók virkan þátt í hreinsununum
eftir innrásina, er sérfræðingur í
efnahagsmálum og hefur hann lofað
umbótum sem reyndar er taliö að
ekki veröi umtalsverðar.
Giska menn helst á að hann sé
málamiðlun sem allir geti sætt sig
viö.
KSSEMHBBHI
Aramótaferðin, sem Atlantik býður að
þessu sinni, er í algjörum sérflokki.
Flogið verður með Arnarflugi til Amsterdam
þann 30.; desember og dvalið á hinu stórglæsilega
Marriott hóteli til 4. janúar.
Verð pr. mann í 2ja manna herbergi kr. 24.134
Innifalið í verði: Flug, Keflavík - Amsterdam - Keflavík
Gisting á Hótel Marriott, Amsterdam
Gala*árámótakvöld á Marriott .
Þar sem sætaframboð er takmarkað er vissara að panta strax.
Matseðill kvöldsins:
rækjuv
mIaVV 1 " ' Heilagfiski í sa&raaamitfty
Un^Iiautaöucin. aw ncctti íiuuciiuuiga.
* Kaffi og konfe
Dáhsað til morguns og skemmtanastjóri er herra Rene Froger.
Heilagfiski í s£
Ungnautasteik að hætti Hollendinga.
-•-
éttahlaðborí
FERÐASKRIFSTOFA,
HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580
\-
%
Umboð á islandi fyrir
diners club y
international
I
Tvöfaldur nýársfagnaður 1. og 2. janúar
4 rétta hátíðarmatseðill
Verð 3.700,-
Hinn frábæri gítarleikari Leone Tinganelli
leikur ljúfa tónlist fyrir matargesti.
Pantið tímanlega í síma 23333.
Burgeisar - hin nýja hljómsveit hússins - leikur á fullu á nýju ári