Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
41
Nýjar bækur
Með mörgu fólki
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar-
firði, hefur gefið út bókina Með
mörgu fólki eftir Auðun Braga
Sveinsson.
Þessi bók fjallar fyrst og fremst um
fólk við ólík skilyrði og í mismun-
andi umhverfi - frá afdal tii Austur-
strætis - ef svo má að orði komast.
Með mörgu fólki var sett og prent-
uð í Prentsmiðju Árna Valdemars-
sonar og bundin í Bókbandsstofunni
Örkinni. Kápu gerði Auglýsingastofa
Þóru Dal, Hafnarfirði. Bókin er 279
bls. Verð kr. 2350.
Öspin og ýlustráið
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar-
firði, hefur sent frá sér bókina Öspina
og ýlustráið, smásagnasafn eftir Har-
ald Magnússon. Haraldur fæddist á
Árskógsströnd við Eyjafjörð 1931.
Hann ólst upp í Eyjafirði og Skaga-
firði fram að tvitugsaldri. Lengst af
hefur hann búið í Hafnarfirði.
Þetta smásagnasafn er fyrsta bók
höfundar en þessar sögur og fleiri til
hefur hann skrifað í frístundum sín-
um undanfarin ár.
Öspin og ýlustráið var sett og
prentuð í Prismu, Hafnarfirði, og
bundin í Bókfelb. Kápu teiknaði Stef-
án Grétarsson. Bókin er 168 bls. að
stærð. Verð kr. 1990.
Nýjar Tinnabækur
Fjölvaútgáfan hefur nú byrjað end-
urútgáfu á Tinnabókunum sem fyrst
komu út á íslensku fyrir 10-15 árum
en hafa verið uppseldar og ófáanleg-
ar um langt árabil. Nýlega komu út
tvær Tinnabækur í þessari nýju út-
gáfu, sem forðum í þýðingu Lofts
Guðmundssonar. *
Önnur heitir Tinni í Tíbet en hin
Sjö kraftmiklar kristalskúlur og er
sú síðari eins konar fyrri hluti Fang-
anna í sólhofinu og gerist meðal Inka
í Andesfjöllum. Báðar fialla þær um
ferðalög Tinna og Kolbeins kafteins
vinar hans á dularfullar slóðir.
Hinar nýju Tinnabækur eru í hópi
stærri teiknisagna, hvor um sig 62
bls. og auðvitað allar prentaðar í full-
um litum í samstarfi við Casterihan
útgáfuna í Tournai í Belgíu. Verð kr.
598 hvor.
Þar fást fjarstýrðir bílar af ölium gerðum og í mörgum verðflokkum.
Jeppar — Pickup — Buggi — Rallí — og kappakstursbílar, með til-
heyrandi mótorum og fjarstýringu.
Bílstjórar frá 3ja til 95 ára, jafnt próflausir og með próf aka bílum frá
Tómstundahúsinu. Póstsendum — Góð adkeyrsla, næg bílastæði.
avegi 164
Slmi 21901 m
Á S G JE I R JAKO B S S O N
0 mW
Jmm
IflfXlK
JAItUXX
II.VIIÍSVM.l
MIIH.HWdUK
S K U G G S
HAFNARFJARÐARJARLINN
Einars saga Þorgilssonar
Ásgeir Jakobsson
Bókin er ævisaga Einars Þor-
gilssonar utn leið og hún er
100 ára útgerðarsaga hans og
fyrirtækis hans. Einar hóf út-
gerð sína 1886 og var því út-
gerðin aldargömul á síðasta
ári og er elzta starfandi út-
gerðarfyrirtæki landsins. Þá er
og verzlun Einars Þorgiissonar
einnig elzta starfandi verzlun
landsins, stofnuð 1901. Einar
Þorgilsson var einn af
„feðrum Hafnarfjarðar," bæði
sem atvinnurekandi og bæjar-
fulltrúi og alþingismaður. Þá
er þessi bók jafnframt almenn
sjávarútvegssaga í 100 ár og
um það saltfisklíf, sem þjóðin
lifði á sania tíma.
FANGINN OG DÓMARINN
Þáttur af Sigurði skurði
og Skúla sýslumanni
Ásgeir Jakobsson
Svonefnd Skurðsmál hófust
með því, að 22. des. 1891
fannst lík manns á skafli á
Klofningsdal í Önundarfirði.
Mönnum þótti ekki einleikið
um dauða mannsins og féil
grunur á Sigurð Jóhannsson,
sem kallaður var skurdur, en
hann hafði verið á ferð með
þeim látna daginn áður á
Klofningsheiði. Skúla sýslu-
manni fórst rannsókn málsins
með þeim hætti, að af hlauzt
5 ára rimma, svo nefnd Skúla-
mál, og Sigurður skurður, sak-
laus, hefur verið talinn morð-
ingi í nær 100 ár. Skurðsmál
hafa aldrei verið rannsökuð
sérstaklega eftir frumgögnum
og aðstæðum á vettvangi fyrr
en hér.
BÆR í BYRJUN ALDAR
HAINARFJÖRÐUR
MEÐ MÖRGUFÓLKI
Audunn Bragi Sveinsson
ÖSPIN OG ÝLUSTRÁIÐ
Haraldur Magnússon
Magnús Jónsson
Bær íbyrjun aldar — Hafnar-
fjördur, sem Magnús Jónsson
minjavörður tók saman, er
yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn-
arfirði árið 1902. Getið er hvar
húsin voru staðsett í bænum,
hvort þau standa enn o.s.frv.
Síðan er getið íbúanna. Og þar
er gífurlega mikill fróðleikur
samankominn. Ljósmyndir
eru af fjölda fólks í bókinni.
Allur aðaltexti bókarinnar er
handskrifaður af Magnúsi, en
aftast í bókinni er nafnaskrá
yfir þá sem í bókinni eru
nefndir, alls 1355 nöfn.
Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr-
verandi kennari og skólastjóri,
hefur ritað margt sem birst
hefur í blöðum og tímaritum í
gegnum árin í ljóðum og
lausu máli, og einnig hefur
hann ritstýrt nokkrum bók-
um. Bók sú sem hér birtist
fjailar fyrst og fremst um fólk
við ólík skilyrði og í mismun-
andi umhverfi, — frá afdal til
Austurstrætis, ef svo má að
orði komast. Meö mörgu fólki
er heitið, sem höfundur hefur
valið þessu greinasafni sínu.
Mun það vera réttnefni.
Haraldur Magnússon fæddist
á Árskógsströnd við Eyjafjörð
1931. Hann ólst upp í Eyja-
firði og Skagafirði fram að
tvítugsaldri. Nú býr hann í
Hafnarfirði. Þetta smásagna-
'safn er fyrsta bók Haraldar, en
þessar sögur og fleiri til hefur
hann skrifað í frístundum sín-
um undanfarin ár. Sögurnar
eru að ýmsu.leyti óvenjulegar
og flestar fela þær í sér boð-
skap. Þetta eru myndrænar og
hugmyndaauðugar sögur, sem
höfða til allra aldurshópa.
SKV6GSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEMS SF