Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. REYKJKKfÍKURBORG Acuc&an Sfötáin DAGVIST BARNA Staða forstöðumanns Forstöðumannsstaða á leiksk./dagh. Foldaborg, Frostafold 33, Grafarvogi er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu Dagvistar barna, sími 27277. RAKARASTOFAN KLAPPARSTIG Síml 13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG Sími12725 möguleikar elle Skólavörðustíg 42 Amaró Garðarshólmi Akureyri Húsavik Menning Hmsegin blus Eina íslenska djassplatan, sem ég hef rekist á nýútkomna á þessu hausti, er Hinsegin blús. Það er ótrúlega sjaldan sem gefnar eru út djassplötur hér á landi, miðað við hvað við eigum marga afbragðs djas9leikara og tónskáld. Á þessari plötu, sem er gefin út af Almenna bókafélaginu og dreift af Skífunni, eru tónsmíðar eftir tvo af okkar bestu djassmönnum, Tómas R. Ein- « arsson og Eyþór Gunnarsson. Þeir leika báðir mikið og mest á plöt- unni, Eyþór á píanóið og hljóðgerv- il, Tómas á bassann, en þeir hafa líka fengið með sér nokkra snill- inga af albestu sort, Gunnlaug Briem á trommur og Danann Jens Winther á trompet og svo heyrist dálítiö í Rúnari Georgssyni, blás- andi „Hawkinskum" anda í tenór- inn, sem mætti þó vera meira. Fyrst er að bjóða gestinn, Jens Winther, velkominn, en hann er einn besti djassblásari á norður- slóðum og. þýðir ýmsa „takta“ Miles Davis á frábæra dönsku. En það er tríóið Eyþór, Tómas og Gunnlaugur sem gefur manni mest á þessari plötu og það ekkert smá- vegis. Þeir eru allir fyrsta ílokks djassleikarar á heimsmælikvarða og vel skólaðir á sín hljóðfæri. En þeir láta aldrei snilldina hlaupa með sig í gönur, gleyma aldrei höf- uðinntaki djassins; að miðla manneskjulegum sannleika hjart- ans. í rauninni stendur allt sem ég hef að segja um þessa plötu á umslag- inu: „Laglínan tekur á sig ein- kennilega hnykki sem grípa eyrað, en síðan er allt drifið áfram með venjulegri blúshætti- Það þýðir ekki fyrir bleiknefja á íslandi að Hljómplötur Leifur Þórarinsson þykjast vera að tína bómull en miklu skiptir að varðveita þann anda blúsins að hann sé áríðandi og komi að innan og það tekst vel hér.“ Já, það er vissulega mikill fengur að þessari plötu og mætti halda áfram í þessum dúr um langa framtíð. Við höfum alls ekki efni á að sóa þessum kröftum í tóma vit- leysu eins og svo oft virðist vera stefnan í rall- og auglýsingabrans- anum. LÞ Helgistemning Vetrarperlur, jólaséngvar frá 16. og 17. öld Ein eigulegasta hljómplatan, sem komið hefur út á þessari jólavertíð, er án efa Vetrarperlur, jólasöngvar frá 16. og 17. öld. Þeir eru sungnir af Ragnheiði Guðmundsdóttur en Þórarinn Sigurbergsson og Jó- hannes Georgsson leika með á gítar og kontrabassa. Lögin eru öll útsett fyrir þessa „besetningu" af Hróðmari Sigur- björnssyni sem hefur unniö það starf frábærlega vel. Er „að út- setja" reyndar stundum heldur teygjanlegt hugtak og sumt af þess- um umskriftum Hróðmars eru í rauninni litlar en fágaðar tónsmíð- ar. Ekkert af þessu lætur mikið yfir sér, það er hreinn og tær blær yfir öllu, raunveruleg helgistemning. Hljómplötur Leifur Þórarinsson Ragnheiður hefur náttúrufagran og vel þjálfaðan messósópran sem hún beitir af lifandi látleysi, gegn- um músíkölsu. Og hljóðfæraleikur þeirra Þórarins og Jóhanns er af sama toga, þar er hvergi að finna tilgerð né ágengni heldur fyrst og fremst fagmannlegt látleysi og hlýju. Já, það yljar manni sannar- lega að fá nú inn í stofu lög eins og Hvern er hún María að hugga við barm? eða Borinn er sveinn í Betlehem svona vel flutt og hjart- anlega, að ekki sé talað um Jesús, þú ert vort jólaljós og Heims um ból. Þetta eru í allt fjórtán jólalög frá ýmsum löndum, m.a. frá ís- landi, úr Grallaranum. Þessir jólasöngvar eiga vonandi eftir að færa mörgum birtu og yl nú í skam- deginu. . LÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.