Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 53
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
53
Sandkom
Ekki virðist sem sýki þessi sé á und-
anhaldi, þvert á móti, um það getur
hver sannfærst sem hefur áhuga
með þvi að hlusta á útvarpsstöðv-
arnar.
Mér langar
Þágufallssýki hefur löng-
um loðaö við landann og
sumir virðast aldrei geta va-
nið sig af henni. Ekki virðist
sem sýki þessi sé á undan-
haldi, þvert á móti, um það
getur hver sannfærst sem
hefur áhuga með því að
hlusta á útvarpsstöðvamar.
Þar eru óskalagaþættir oft á
dag, og það er oftar en ekki
að sá sem hringir og óskar
að heyra ákveðið lag segir:
, ,Mér langar til að fá að
heyra... “ - En það versta er
e.t. v. að margir þáttagerðar-
menn stöðvanna eru ekkert
betri og iðulega má heyra:
„Mérlangarað spyija
þig--.“.
Lögá
„geisla"
Notkun geisladiska hefur
aukist geysilega á kostnað
gömlu góðu hljómplötunnar
og sennilega er ekki langt
þangað til hljómplatan heyrir
sögunni tfl. Dagskrárgerðar-
menn á útvarpsstöðvunum
keppast við að segja frá því
að þetta lagið og hitt hafi
komið út á geisladiski. En
eins og fyrri daginn vill það
brenna við að viðkomandi
nenni ekki að segj a það sem
þarfaðsegjaogþvíverður
útkoman sú að sagt er að við-
komandi lag hafi „komið út á
geisla". Þetta er ákaflega
neyðarlegt á að hlusta þótt
það kunni að hljóma „töff ‘
eins og greinilegt er að sumir
dagskrárgerðarmanna leggja
alla áherslu á að vera.
Lakkrís fyrir
jólin
Græða, græða, græða, er
„mottó" margraþessadag-
ana og menn fmna upp á
ýmsu til þess að græða pen-
inga fyrir jólin. A Akureyri
eins og öðrum stöðum á
landinu ganga sölumenn í
hús og bjóða ýmsan varning
til sölu, og er óhætt að segja
að þar kenni ýmissa grasa.
Fyrir helgina fór hópur sölu-
manna um í Glerárhverfi á
Akureyri og bauð varning
sinn til sölu. Var vamingur
sá óvenjulegur því ekki er
það daglegt brauð að Akur-
eyringum sé boðið að kaupa
lakkrís á tröppunum heima
hjá sér. Einnig kom verðið á
óvart, því hálft kíló af þessum
„ómissandi" jólavarningi átti
að kosta 400 krónur.
Þingmenn
ún/inda
Ekki er laust við að kulda-
legt glott hafi færst yfir andlit
margra er frétt þess efnis
birtist að kvöldfundum á Al-
þingi hafði verið frestað í
síðustu viku vegna þreytu
þingmanna. Þeir voru þá
Samkomulag náðist um þaö milli
stjórnarliöa og stjómarandstæöínga
um kvöldmatinn aö hætta og fara
heím vegna þreytu þingmanna.
búnir að vera á fundum frá
morgni þingmennimir þegar
samkomulag náðist um það
milli stjómarhða og stjómar-
andstæðinga um kvöldmat-
iim að hætta og fara heim
vegna þreytu þingmanna.
Væri betur að samkomulagið
í þinginu værijafn gottá
fleiri sviöum. En íslenskum
launamönnum finnst þetta
samt sem áður broslegt, sérs-
taklega þeim mönnum sem
verða aö vinna 12-14 klukku-
stundir á dag að jafnaði til
þess að endar nái saman.
Ónáttúra á
Akureyri
Það er orðinn árviss at-
burður á Akureyri að jóla-
skreytingar, sem settar em
upp í bænum, séu eyðilagðar
og standa menn ráðþrota
frammi fyrir þessu furðulega
vandamáh. Undanfarin ár
hafa ljósaperur verið tíndar
af jólatrám í bænum og þeim
stoUð, eða þá að þær hafa
Umsjón:
Gylfi Kristjánsson
Undanfarin ár hafa Ijósaperur verið
tindar af jólatrám í bænum og þeim
stolið, eöa þá að þær hafa verið
brotnar á staönum.
verið brotnar á staðnum. T.d.
hafa ljósin í kirkjutröppun-
um á Akureyri ekki fengið
að vera í friði. Sanjkvæmt
uppiýsingum frá lögreglunni
er þessi skemmdarverkaalda
enn hafin, og var fyrst ráðist
til atlögu gegn ljósaperum á
jólatijám í Skipagötu. Ekki
er gott að segja hvað stjómar
ónáttúm þeirra sem leggja
sig niður við athæfi sem
þetta, staðreynd er að það er
fólk á öUum aldri en ekki
bara böm og unglingar, en
ósköp hlýtur þessu fólki að
líðailla.
Eigendur riðufjár fá bæði greitt fyrir féð sem slátrað er og afurðatjónsbætur í þrju ár.
Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu:
Bændur ekki skyldir
að afla sér tekna
ef fé þeirra er skorið vegna riðu
„Það er greitt fyrir féð á sama hátt
og ef þaö er lagt inn til slátrunar.
Reiknað er verðmæti í kjöti af grip-
unum eftir þeim gæðaflokkum sem
þeir hefðu farið í. Síðan er greitt fyr-
ir gæru og innmat. Þessar greiðslur
eru fyrir gripinn sjálfan. Auk þess
fá þeir afurðatjónsbætur í þrjú ár.
Þær nema 65% af grundvallarverði
dilks í tvö ár. Á þriðja ári fá þeir
greidd 45% af grundvallarverðinu
séu þeir fjárlausir svo lengi,“ sagði
Guðmundur Sigþórsson, skrifstofu-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu.
Verð til bænda, svokallað grund-
vallarverð, er reiknað út frá 25 kílóa
dilk í flokki A-l. Það gerir á þessu
hausti 3.626 krónur. Með afurða-
tjónsbótum fá bændur alls krónur
10.742 fyrir hveija kind. Þess ber að
geta að afurðatjónsbæturnar eru
greiddar á næstu þremur árum.
Haustið 1988 eru greiddar 2.643 krón-
ur, sama upphæð haustið 1989 og
1.830 krónur haustið 1990. Þessar töl-
ur eru miðaöar við haustgrundvall-
arverö 1987. Það verð er síðan
framreiknað árlega þannig að krónu-
tala bótanna hækkar á milli hausta."
- Geta þeir bændur, sem þurfa að
skera fé vegna riðuveiki, leigt fuU-
viröisréttinn?
„Nei, ef svo væri þá væri um tví-
borgun að ræða. Það er reiknað með
því að þær bætur sem bændumir fá
bæti þeim tekjutap miðað við að þeir
geti ekki rekið búið áfram. Það er
meira að segja tekið tillit til þess að
þeir geti ekki nýtt sér sína vinnu sem
neinu nemur. Það er ekki reiknað
með því aö þeir fari af bæ í aðra
vinnu þrátt fyrir aö þeir séu fjárlaus-
ir. Það er raunverulega verið að
greiða þeim það sem þeir missa af
fyrir að geta ekki rekið búið og þeir
eru ekki skyldir að afla sér tekna á
móti.“
- Eiga þessar greiðslur að nema
nettóhagnaði af viðkomandi búi?
„Kannski ekki nettóhagnaði, en
allavega þeim greiðslum sem þeir
þurfa upp í laun og þann kostnað sem
þeir komast ekki hjá. Þegar þeir
hætta að reka búið fellur niður hey-
öflunarkostnaður, rafmagns- og
bensínskostnaður og fleira. Hins veg-
ar er reiknað með að þeir þurfi að
bera áfram fastan kostnað við búið,
svo sem afskriftir, viöhald og laun.
Laun eru tekin sem fastur kostnaður
sem bændur losna ekki viö þó þeir
leggi niður búið tímabundið," sagði
Guðmundur Sigþórsson. -sme
Auglýsing
Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna óskar
eftir að ráða mann til starfa fyrir nefndina.
Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun eða reynslu
á sviði hagfræði, viðskiptafræði, tölfræði eða talna-
vinnslu.
Um getur orðið að ræða ráðningu í hlutastarf eða
fullt starf. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 1988.
Umsóknum skal skila til:
Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna,
b/t. fjármálaráðuneytið,
Arnarhvoli,
Reykjavík.
SJÚKRAHÚS Á SIGLUFIRÐI
Tilboð óskast í innanhússfrágang sjúkraþjálfunar fyr-
ir sjúkrahúsið á Siglufirði.
Um er að ræða ca 363 m2 svæði á jarðhæð, sem
nú er fokhelt og skal ganga frá því að fullu með
innréttingum.
Verkinu skal skila í tvennu lagi, meginhluta þess
skal fullgera fyrir 1. júní 1988, en síðari hluta
fyrir 20. janúar 1989.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skila-
tryggingu tii og með 5. janúar 1988.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
12. janúar 1988 kl. 11.00.
ll\ll\IKAUPAST0FI\IUI\l RÍKISIIMS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
'SMÁAUGLÝSINGADEILD
Þverholti 11, sími27022,
VERÐUR 0PIN
um jó/ahátíðina:
Miðvikudaginn 23. des
kl. 9-18.
LOKAÐ
OPIÐ
aðfangadag
jóladag og
annan í jólum
sunnudaginn
27. des.
i kl. 18-22
1LEGJ&1”