Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 26
26
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
Dægradvöl_______________________________d\
Allir í jólaskapi á litfu jólunum
Þaö var sannarlega jólalegt i Laugarnesskóla á litlu jólunum og flestir þátttakendur i hátíðaskapi. Stórt jólatréð var glæsilega skreytt og á veggjum og
handriðum voru teikningar og jólaskreytingar eftir núverandi og fyrrverandi nemendur skólans. DV-mynd KAE
Það er ekki lengur um að villast.
Jólin eru að koma!
Fyrstu öruggu vísbendingarnar
um að jólin séu í nánd eru yfirleitt
jólasveinninn í glugga Rammagerð-
arinnar og jólaauglýsing frá heild-
versluninni Festi. Síðan fer
vísbendingunum fjölgandi, mest þó í
formi auglýsinga, jólatilboða og
leikja auk þess sem jólahappdrættis-
miðar streyma inn um bréfalúgurn-
ar. Um leið og jóiaauglýsingar og
gylliboð flæða inn í stofur almenn-
ings á sér stað annað streymi og ekki
eins ánægjulegt. Það er streymi fjár-
magns úr bankabókum og ávísana-
reikningum þessa sama almennings
út á markaðinn.
Ein er þó sú vísbending um að jólin
séu alveg á næsta leiti sem ekki teng-
ist fjárstreymi og gylliboðum. Það
eru litlu jóiin, jólahátíðir barnaskól-
anna. Þessar hátíðir eru einkar
ánægjulegar þvi þar koma saman
prúðbúnir og fallegir krakkar sem
hlusta á skemmtiatriði eða taka jafn-
vel þátt í þeim, dansa svo í kringum
jólatré og syngja jólasöngva af hjart-
ans innlifun. Og fullorðna fólkið, sem
er viöstatt Utlu jóUn, en það færist í
vöxt að foreldrar komi með börnun-
um í skólann þessa daga, komast
jafnvel í enn meira jólaskap en börn-
in. Bæði er andrúmsloftið fyllt
boðskap jólanna og einnig rifjast upp
gamlar minningar. Þá bætir það enn
á jólaskapið að þessar skemmtanir
koma ekki svo mjög viö pyngju for-
eldranna.
Litlu jóUn rifja tU dæmis upp hjá
foreldrunum jólailminn sem barst
frá rauðu eplunum og yfirgnæfði
jafnvel lyktina af ydduðum blýönt-
um sem einkenndu skólabyggingar.
Minningar um spennuna sem fylgdi
því að telja jólakortin sem hver nem-
andi fékk frá sínum skólasystkinum.
Fjöldi jólakortanna gaf nefnilega ein-
dregið til kynna hversu vinsæll
maður var. Og kæmu mörg jólakort
frá bekkjarsystkinum af gagnstæðu
kyni eða jafnvel úr öðrum bekkjum
var það mikiU sigur.
SUkar og viðlíka hugrenningar má
gjaman sjá endurspeglast í augum
foreldranna þegar þeir fylgjast stoltir
með afkvæmum sínum fyUast jóla-
skapi. En þegar fer að líða á
skemmtunina rifjast það einnig upp
fyrir foreldrunum að tæpast hefst aö
ná upp sama jólaskapinu hjá krökk-
unum á sjálfum jólunum með einu
epU og jólakortum. Þeim er því viss-
ara að fara að huga að jólagjafainn-
kaupum og um leið víkur tárvotur
endurminningasvipurinn af andliti
þeirra fyrir örvæntarglampa. En
bara sem snöggvast því boðskapur
jólanna er sterkur og fagur og hátíða-
skapið nær aftur yfirhöndinni.
-ATA
Ofsalega gaman að
leika í leikriti
- sógðu Kristínn og Snorri sem léku hemtenn
,JÞað er ofsalega garaan aö leika Kristinn og Snorri voru nánast á
í leikriti. En við kvíðum samt pínu- nálum á meðan þeir röbbuðu viö
lítið fyrir að koma fram,“ sögðu DV því að þeir voru að bíöa eftir
Kristinn Svanur Jónsson og Snorri því að verða kaUaðir inn á sviðið.
Laxdal Karlsson, átta ára gamlir Það er ekkert grín aö stíga á fjalim-
félagar í 2. bekk S. ar i fyrsta skipti á ævinni og viötal
„Viö eigum að leika hermenn í viö blaöamann með tilheyrandi
leikþætti um Andrókles og ljónið. myndatökum var ekki til að draga
Það er gaman að vera á Utlu jólun- úr spennunni.
um en við eigum ekki að dansa í „Á morgun er okkar skemratum
kringum jólatréð fyrr en á morg- og þá ætlum við að dansa í kringum
un.“ jólatréð þó svo við eigum að leika
Litlu jólunum var fjórskipt í strax á eftir,“ sögðu félagarnir
Laugarnesskóla, tvær skemmtanir Kristinn og Snorri.
voru á Fimmtudaginn í síðustu viku -ATA
og tvær á föstudaginn.
Krístinn Svanur Jónsson og Snorri Laxdal Kartsson, báðir i öðrum bekk S. Þeir voru pínulitið stressaðir því
þeir biöu eftir að verða kallaðir inn á sviðið. DV-mynd KAE