Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 54
54 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Merming - segir Þuríður Pálsdóttir, annar hofundur bókarinnar „Á besta aldri“ „Eg haföi sjálf slæma reynslu af tíöahvörfunum og fékk mörg ein- kenni þeirra. Ég var þó ekki á því aö gefast upp og reyndi aö finna einhverjar bækur um málið en komst þá að því aö ekkert slíkt les- efni var til á íslensku. Ég varö aö panta mér bækur og tímarit að ut- an ef ég vildi fræöast eitthvað um þetta tímabil í lífi konunnar. Ég er viss um aö það heföi hjálpað mér geysilega mikið ef ég heföi haft aðgang að bók eins og.þessari á sín- um tíma,“ sagði Þuríöur Pálsdóttir en hún hefur í samvinnu viö Jó- hönnu Sveinsdóttur sett saman og skrifað bókina „Á besta aldri“ sem nýlega er komin út hjá Forlaginu. „Á besta aldri“ fjallar um hiö svokallaða breytingaskeið kvenna. Tíöahvörfin fara mjög misjafnlega meö konur, sumar finna tiltölulega Ódý 9g varidaður fnaðuá r fa Fæst í nýrrí fatadeild í SS-búðinni Glæsibæ. Herra vindjakki. Efm: 35% bómull 65% polyester Litir: dökkgrár/ Ijósgrár Stærðir: S-M-L-XL. Verð: 2.526 Bpw** G LÆSIBÆ lítið fyrir þeim en aðrar þjást veru- lega bæði líkamlega og andlega. í bókinni er leitað svara við ýmsum vandamálum sem koma upp hjá konum á þessum aldri og fjallað um breytingaskeiðið, helstu fylgi- kvilla þess og alvarleg einkenni eins og beinþynningu, þunglyndi og aðra andlega þjáningu og hvem- ig best er að bregðast við þessum erfiðleikum. Þá er fjallað um breyt- ingaskeið karla, kynlíf, fæðuval og líkamsrækt fyrir fólk sem komið er á þennan viðkvæma aldur. „Ég hef mikið verið beðin um að halda fyrirlestra um tíðahvörf kvenna undanfarin ár. Það var svo fyrir tveimur ámm að Jóhann Páll Valdimarsson hjá Forlaginu bað mig um að skrifa bók um efnið en þá hafði ég ekki tíma til þess. Mér fannst einnig eðlilegra að einhver úr heilbrigðisgeiranum semdi slíka bók. Ekkert hefur orðið úr því ennþá og þess vegna sló ég til að vinna bókina svo framarlega sem ég fengi færa manneskju til að vinna með mér. Þá kom Jó- hanna til skjalanna og samstarf okkar hefur verið sérlega gott og ánægjulegt. Mikið hefur mætt á Jóhönnu sem skrifaði bókina." Þuríður sagði að það væri synd hvað konur kviðu því að komast á þennan tíðahvarfaaldur, en þessi ár ættu einmitt að geta verið mjög góð. Þá væru konur yfirleitt lausar við barnauppeldi, húsbyggingar BókmenntaviðtaJið Axel Ammendrup væru afstaðnar og þær ættu að geta haft það ögn rólegra en áður. „Á móti kemur að á svipuðum tíma og konur komast á breytinga- skeiðið fer þeim að finnast þær orðnar gamlar og ekki eins aðlað- andi og eftirsóknarverðar og áður. Nútímakonur sætta sig ekki við það þegar þeim er sagt aö hafa ekki áhyggjur af tíðahvörfunum, þetta batni allt eftir 5-6 ár. 5-6 ár. er mik- ill tími þegar fólk er komið á þennan aldur. Fyrir utan aö það getur tekið líkamann allt að 10-15 árum að jafna sig fullkomlega eftir að breytingaskeiðiö hefst. Það er því mjög mikilvægt að konur geti brugðist rétt við breytt- um skilyrðum, mætt vandanum og gert gott úr því sem þær geta ekki breytt. Þess vegna er bók eins og þessi nauðsynleg. Handbók sem allar konur geta flett upp í, bæði þær sem eru að komast á þennan aldur og ekki síður þær yngri sem geta þá undirbúið sig og gert þessi ár sem hafa reynst svo mörgum erfið að sínum bestu árum. Enda er það svo að við höfund- arnir spönnum allt þetta aldurs- svið sem um er að ræða. Ég er orðin sextug og því komin yfir þetta skeið en Jóhanna er ung og ekki komið að því hjá henni enn en þó rétt fyr- ir hana að gefa þessu vandamáli gaum,“ sagði Þuríður Pálsdóttir. „Á besta aldri“ er aögengileg og öll hin snyrtilegasta í uppsetningu. Bókina prýða margar snotrar ljós- myndir eftir Rut Hallgrímsdóttur. -ATA i - barnagæsla. Verð 1.990. TÆKNILflND________________ ^ Laugavegi 168, sími 18055. Nauðsynleg handbók fyrir allar konur Þuríður Pálsdóttir með bókina sem hún skrifaði i samvinnu við Jóhönnu Sveinsdóttur, „Á besta aidri“. DV-mynd BG lÁntar fa 6i/P fparíw ad $&ja bil? SMA AUGLYSING I DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild - sími 27022. V/SA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.