Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Fréttir UtJendingar í sslensku fiskeldi: Hafa fjárfest fyrir hátfan milljarð Erlend fyrirtæki og einstakling- ar eru eignaraðilar að sjö íslensk- um fiskeldisfyrirtækjum og nemur fjárfesting útlendinga í íslensku fi- skeldi um hálfum milljarði króna. Heildaríjárfesting í fiskeldi hér á landi er um tveir milljarðar króna, að því er fram kemur í grein sem Valdimar Gunnarsson fiskifræð- ingur skrifar í nýjasta tölublað tímaritsins Sjávarfréttir. Þau fyrirtæki sem hér um ræðir eru íslandslax hf., ísno hf., Fjalla- lax hf., Silfurlax hf., Eldi hf., Vogalax hf. og Haflax hf. í fjórum fyrstnefndu fyrirtækjunum eiga útlendingar 49% hlutaíjár og er þar um að ræða norska og sænska að- ila. Þá eiga Norðmenn 33% hlutafj- ár í Eldi hf., bandarískir aðilar 30% í Vogalaxi hf. og þá eiga Færeying- ar 10% hlut í Haflaxi hf. í greininni kemur fram að ráð sé gert fyrir því að hluti bréfa Banda- ríkjamannanna í Vogalaxi hf. verði seld innlendum aðilum á næstunni og mun þá hlutur útlendinga í fyr- irtækinu minnka í 13%. Þá kemur það fram í greininni að líkur bendi til þess að norskir aðilar taki þátt í uppbyggingu fyrirtækisins Lánd- arlax hf. á Vatnsleysuströnd. -ój Rætt um að banna sölu lánsloforða Þrjú fyrirtæki, Fjárfestingarfélag- ið, Kaupþing og Samvinnubankinn, hafa frá því í vor fjármagnað lánslof- orð 148 einstaklinga fyrir tímann með samtals 150 milljónum króna. Þetta kemur fram í úttekt sem Hús- næðisstofnun gerði og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skýrði frá á Alþingi. „Þetta íjármagn hefur skapað gíf- urlega þenslu á fasteignamarkaðn- um og hafa fasteignir rokið upp í verði,“ segir í bréfi sem Edda Frið- geirsdóttir, starfsmaður Húsnæöis- stofnunar, sendi ráðherranum um þetta mál. „Þeir aðilar sem stunda þennan viðskiptamáta hafa hagnast um 15 milljónir króna á þessum viðskipt- um. Vegna stöðvunar á útgáfu lánsloforða til þeirra er sóttu um lán frá 13. mars síöastliðinn er að draga úr þessum viðskiptum og hækkanir eru ekki eins örar og þær voru í sum- ar. Nú hefur hins vegar skapast mikil spenna og eftirvænting vegna vænt- anlegrar útgáfu lánsloforða. Reiknað er með hækkunum og jafnvel ennþá meiri þenslu á fasteignamarkaðnum en verið hefur til þessa.“ Húsnæðisstofnun nefnir tvo mögu- leika til að stemma stigu viö þessari þróun. Lánsloforð verði annaöhvort gefin út í breyttri mynd eða að þau verði í óbreyttri mynd en fyrirvari hafður á sjálfu loforðinu þar sem hreinlega er hannað að fjármagna það hjá fjárfestingaraðilum. -KMU Jón Laxdal framkvæmdastjóri i hinum stóra og rúmgóöa sýningarsal Gluggans. DV-mynd GK, Akureyri Gallerí Glugginn á Akureyri: Góð aðsókn á sýningamar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta hefur gengið alveg ágæt- lega,“ segir Jón Laxdal, en hann er framkvæmdastjóri Gallerí Gluggans sem opnað var fyrir tæp- um tveimur mánuðum á Akureyri. Myndlistarmenn á Akureyri hafa löngum búið við aðstöðuleysi til sýningarhalds. Að vísu hefur verið reynt að reka sýningarsal í bænum en þó ekki hin síðari ár. Nú tók hópur manna, bæði myndlistar- menn og áhugamenn, sig saman í þeim tilgangi og bæta úr þessu og stofnuðu hlutafélagið Norður- gluggann sem rekur Gallerí Gluggann. Jón Laxdal sagði að þær fjórar sýningar, sem þegar hafa veriö haldnar, hefðu verið ágætlega sótt- ar, en um 300 manns hafa komið á hveija sýningu sem er gott í ekki stærri bæ. „Eg ímynda mér að það sé mikill áhugi á myndlist hér í bænum, það eru margir að fást við að mála og sýningamar hafa geng- ið vel,“ sagði Jón. Jón sagði að forráðamenn Gluggans hefðu frumkvæðið varð- andi það hverjir sýndu í galleríinu. Leitað er til myndhstarmanna um að setja upp sýningar og hafa imd- irtektir verið góðar. Jafnframt því að gangast fyrir sýningarhaldinu er rekin umhoðssala á málverkum á staðnum og er leitað til málara um að fá myndir þeirra til sölu. Fyrirkomulag sýninganna er þannig að þær eru yfirleitt opnaðar á fóstudegi og hafðar opnar næstu viku og helgina þar á eftir. Sem fyrr sagði eru fjórar sýningar af- staðnar og síðan verður ekkert lát á þegar sýningarhaldið hefst aftur eftir áramótin. Guðmundur Bjamason gefur út reglugerð: kr. 1.885. Útvarp í vasann með heyrnar- tæki TÆKNILflND Laugavegi 168 - sími 18055 Bændakonur og námsmenn fá fullt fæðingarorlof Bændakonur og námsmenn, sem stundað hafa nám í sex mánuði eða meira, fá fullt fæðingarorlof, sam- kvæmt reglugerð sem Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra, mun gefa út í tengslum við lengingu fæðingarorlofs. Aður gátu þessir hópar aldrei fengið meira en 2/3 hluta fæðingarorlofs. Með lögum, sem Alþingi samþykkti í fyrra, lengist fæðingarorlofið í áfóngum í sex mánuði. Það er nú þegar komið upp í íjóra mánuöi vegna fæðinga eftir 1. október síðast- hðinn. Þaö verður fimm mánuðir vegna fæðinga eftir 1. september 1988 og sex mánuðir vegna fæðinga eftir 1. ágúst 1989. Samkvæmt nýju lögunum eru hæt- ur í fæðingarorlofi tvenns konar, fæðingarstyrkur, sem greiðist ein- göngu mæðrum, og fæöingardag- peningar, sem foreldrar geta vahð um hvort tekur, eftir ákveðnum regl- um. Samtals verður fæðingarorlofið frá áramótum um 37.600 krónur á mánuði. Fæðingarstyrkur verður 16.543 krónur en fæðingarpeningar um 694 krónur á dag. Atvinnuþátttaka maka bænda á sauðfjárbúum og kúabúum verður metin á þann veg að fullir fæðingar- dagpeningar fást. Atvinnuþátttöku maka bænda á hlönduðum búum og í öðrum búgreinum skal meta sér- staklega. Námsmenn, sem sannanlega hafa stundað nám í sex mánuði eða meira og sem jafna má til meira en 1.052 vinnustunda, fá einnig fulla fæðing- arpeninga. Námsmenn, sem stundað hafa nám í 3-6 mánuði, fá hálfa dag- peninga. -KMU Myndlyklar á heimilum í Eyja- firði eru nú um 1700 talsins og hefui- farið fjölgandi, m.a. eftir að útsendingar fóru að sjást á Dalvík og á Grenivík. Eyfirska sjónvarpsfélagið, sem sendir út efm Stöðvar 2, sendir einnig út eyfirskt efni, einn stutt- anþáttáfimmtudagskvöldiíviku hverri og kemur sú litsending yfir efiú Stöövar 2. Það efni stööv- arinnar, sem Eyfiröingar missa þá af á Stöð 2, er síöan sent út á laugardögum. En er á döfmni lijá Eyfirska sjónvarpsfélaginu að auka framleiöslu á eyfirsku efni? „Við vitum að fólk vih fa meira af eyfirsku efni og það hefur ve- rið þrýstingur á okkur vegna þess,“ segir Bjarni Haíþór Helga- son, framkvæmdastjóri Eyfirska sjónvarpsfélagsins. „Reyndar hefur það verið á áætlun hjá okk- ur að auka þetta efni í dagskránni • en af því hefur ekki getað orðið ýmissa hluta vegna og óvíst hven- ær þaö veröur hægt.“ Á sínum tíma var rætt um að Eyflrska sjónvarpsfélagið hygði á rekstur útvarpsstöðvar. Bjarni Hafþór sagði að athuganir sýndu að grundvöllur fyrir rekstri slíkr- ar útvarpsstöðvar virtist hæpinn nema e.t.v, í samvinnu við aðra útvarpsstöð, „Viö höfum velt vöngum yfír fjárhagshlið málsins og ekki þótt hún nógu fýsileg og auk þess höf- um við haft raeira en nóg að gera,“ sagði Bjarni Hafþór. Selfosshóteli Kegína Thorarensen, DV, Selíossi: Styrktarfélag aldraðra hélt Iitlu jóhn fyrir eldri borgara á Selfossi nýlega. Mættu um 130 manns, að sÖgn Einars Sigurðssonar, form- anns áöurgreinds félags. Margt var til skemmtunar. Kar- lakór Selfoss söng af hinni alkunnu list og við mikla hrifn- ingu áheyrenda. Séra Flóki Kristinsson hélt athyglisverða ræðu og kom víða við, Alykta ég að þau orð sera hann sagði muni seint gleyraast fólki. Marta Jón- asdóttir, 84 ára, fór skemmtiferð til Búlgaríu í þrjár vikur sl. sum- . ar og gerði kvæði um ferðina. Mikið var ferðalaginu vel lýst í vísunum og lesið ljómandi vel af hinu talandi skáldi, Mörtu Jónas- dóttur. Næst spilaði Gunnþórunn Jón- asdóttir, 12 ára, eitt lag á píanó. Gestur Jónason og Guðmundur Ámundason léku smákafla úr Ævintýri á göngufór og hafa þeir báðir mikla leikhæfileika enda hló fólkið mikið. Svo var almenn- ur söngur imdir stjórn Regínu Guðmundsdóttur. Þar næst átti að skemmta manneskja sem fannst ekki og skipaði formaður Vilborgu Magnúsdóttur aö lesa kvæöi upp úr sér. Vilborg varð við þessu og var hún ekkert und- irbúin. En henni tókst svo Ijómandi til við lesturinn að ekki varð á betra kosið. Svona þurfa fleiri íslendingar að vera. Svo voru kaffiveitingar ágætar á hótelinu nema hvaö eldri borg- urum gekk illa að koma pönnu- kökunum niður því þær voru svo seigar að gervitennurnar sporö- reistust hvað eftir. annaö í munninum á gamla fólkinu. En eldra fólki var nú kennt þaö á sínura ungdómsárura að taka ekki meira á diskana en þaö gæti kláraö. Þess vegna tók kaffi- drykkjan þennan ógnaitíma aö þessu slnni. Svo var barinn opnaður og stig- inn dans af miklu flöri sem Hafsteinn Þorvaldsson stjórn- aði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.