Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 66
66 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Fólk í fréttum Alfreð Jolson S.J. hefur verið útnefndur biskup kaþólsku kirkj- unnar hér á landi af Jóhannesi Páli páfa D. Alfreð Alfreðsson er fæddur 18. júní 1928 í Bridgeport í Connectic- utí Bandaríkjunum og gekk í reglu jesúíta 1946. Hann lauk guðfræði- prófl frá Weston College í Boston 1958 og vígðist til prests 14. júní 1958. Alfreð lauk licenciatsprófi frá Weston College 1959 og MBA-prófi í viðskiptafræðum frá Harvard- háskóla í Bandaríkjunum 1962. Hann var háskólakennari við Al- Hikma háskólann í Bagdad 1962-1964 og við Boston College of Buisness Administration 1964-1967. Aifreð lauk doktorsprófi í heimspeki og félagsfræði við Gregorian-háskóiann í Róm 1970 og fjallaði doktorsritgerð hans um rannsóknir á hlutverki presta og þeim hindrunum sem koma í veg fyrir köllun til prestsstarfa. Hann Alfreð var kennari í háskólanum í Herare í Simbabwe, en þá hét sú borg Salis- bury og landið Ródesía, 1970-1976 og kenndi við Saint Josefs-háskól- ann í Fíladelfíu 1976-1986 en hefur verið aðstoðarrektor og yfirmaður viðskiptafræðideildarinnar í Whe- eling Jesuit College í Vestur- Virginíu frá 1986. Alfreð verður vígður Reykjavík- urbiskup í Dómkirkju Krists konungs í Reykjavík 6. og 7. febrú- ar 1988. Systir Alfreðs er Mary, f. 17. des- ember 1930, félagsráðgjafi, gift Robert Kelly, verkfræðingi í Fair- fleld og eiga þau fimm börn. Foreldrar Alfreðs voru Alfred Jol- son, sem rak vélaverkstæði í Fairfield í Connecticut, og kona hans, Justine, af írskum ættum, dóttir John Houiihan, hótelhaldara og ríkisþingmanns í Newton í Connecticut, og konu hans, Cather- ine. Móðir Alfreds var Karolina Jolson Amundsen, frá Kristiansand í Nor- egi. Faðir Álfreds var Guðmundur Hjaltason, f. 6. maí 1872, d. 26. sept- ember 1967, bakari á ísafirði, fór til Kristiansand í Noregi 1896 og síðan til Bandaríkjanna 1906 og varð kolakyndari og síðar bakari í Bridgeport. Böm Guðmundar með fyrri konu sinni, Þorvaldínu Ein- arsdóttur, voru Ingibjörg, móðir Gunnars Hvammdal Sigurðssonar veðurfræðings, og Guðmunda, amma Rósu Ingólfsdóttur sjón- varpsþulu. Meðal systkina Guðmundar vom Jón, afi Hjalta Kristgeirssonar hagfræðings og Gunnars Guðröðarsonar, fv. skóla- sljóra. Systir Guðmundar var Rebekka, móðir Jóns Ásgeirssonar, fv. sveitarstjóra í Njarðvík. Hálf- systir Guðmundar var Sigurlaug, langamma Leifs Dungal læknis. Faðir Guðmundar, var Hjalti, b. á Nauteyri í Langadal, Sveinbjörns- son, b. í Lágadal, bróðir Jóhönnu, langömmu Sólveigar, móður Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármála- ráðherra. Sveinbjöm var sonur Egils, b. á Flóðaseh, bróður Guð- rúnar, langömmu Guðrúnar, langömmu Hauks Helgasonar, að- stoðarritstjóra DV. Egill var sonur Sigurðar „réttláta" Jónssonar, bróöur Helgu, langömmu Magnús- ar Stephensen landshöfðingja, langafa Guðrúnar Agnarsdóttur alþingismanns. Móðir Sveinbjam- ar var Guðrún Magnúsdóttir, b. í Lágadal, Pálssonar og konu hans, Guðríðar Eyjólfsdóttur, b. í Kálfa- vík, Sveinbjörnssonar, bróður Jóns Jónssonar á Látrum, langafa Ragn- heiðar, ömmu Halldórs, afa HaUd- órs Kristjánssonar frá Kirkjubóli og Guðna Guðjónssonar, renni- smiðs í Rvík. Móðir Guðríðar var Guðrún Hafliðadóttir, b. í Ármúla, Árnasonar og konu hans, Guð- rúnar Jónsdóttur, b. á Lónseyri, Tómassonar, prests í Garpsdal, Alfreð Jolson. Þórðarsonar, bróður Helgu, langömmu Jóns Þorlákssonar, prests og skálds á Bægisá. Móðir Guðmundar, Guðríður, var dóttir Jóns, b. á Haukabergi á Barða- strönd, Steinssonar og konu hans, Jóhönnu Jónsdóttur, b. á Neðri- Vaðli á Barðaströnd, Jónssonar. Afmæli Hjalti Örn Sigfússon Hjalti Öm Sigfússon fram- kvæmdastjóri, Álfaskeiði 92, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Hjalti fæddist á Akureyri og ólst upp í foreldrahúsum í Rauðuvík á Ar- skógsströnd. Hann fór í iðnnám á Akureyri og stofnaði síðan Bíla- og vélaverkstæði á Árskógsströnd árið 1972. Hjalti starfaði við verk- stæðið og veitti því forstöðu þar til í fyrra en þá flutti hann búferlum til Hafnarfjarðar og er nú hluthafi og framkvæmdastjóri Bátalóns í Hafnarfirði. Kona Hjalta Amar er Aðalheið- ur, f. 1949, dóttir Helga Helgasonar sem hefur verið b. á Kjarna í Arn- arneshreppi og Gíslínu Þórarins- dóttur. ' Hjalti Örn og og Aðalheiður eiga tvær dætur: Rannveigu Eddu sem starfar í Luxemburg, f.1967; og La- ilu Björk, húsmóður á Ólafsfirði, en sambýhsmaður hennar er Bald- ur Jónsson sjómaöur og eiga þau einn son. Hjalti Örn á fimm systkini sem öll em á lífi: Valgerður, húsmóðir á Litla-Árskógssandi, gift Sveini Gunnlaugssyni sjómanni; Jóhann- es, yfirverkstjóri hjá Bátalóni, giftur Katrínu Steinsdóttur; Brynj- ar Haukur, vélaviðgerðarmaður á Litla-Árskógssandi, giftur Svan- hildi Sigfúsdóttur; Aðalsteinn Svanur listmálari, búsettur á Spáni, en sambýhskona hans er Sóldís Stefánsdóttir; Aðalheiður Ósk, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Arasyni, vélvirkja og starfs- manni hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Foreldrar Hjalta em Sigfús Þor- steinsson, f. 1921, og Edda Jensen, húsmóðir og saumakona, f. 1928. Sigfús var lengst af b. í Rauðuvík og lengi sparisjóðsstjóri hjá Spari- sjóði Árskógsstrandar, en er nú framkvæmdastjóri Bíla- og véla- verkstæðis Hjalta Sigfússonar hf. Föðurforeldrar Hjalta vom Þor- steinn útvegsb. frá Litlu-Hámund- Hjalti örn Sigfússon. arstöðum á Árskógsströnd, Þorsteinsson, og kona hans Val- gerður Sigfúsdóttir. Móðurforeldr- ar Hjalta: Aðalheiður Friðriksdótt- ir Jensen og Jóhannes Hjaltason. Jóhannes fórst þegar Edda var á fyrsta árinu, en hún ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Fred Jensen. Elín Sigurðardóttir Elín Sigurðardóttir, Suðurgötu 12, Keflavík, er áttræð í dag. Ehn fæddist í Þverdal í Aðalvík en fór í fóstur til hjónanna Abrahams, b. á Læk í Aðalvík, f. 28.10. 1871, d. 21.2.1964, Jónassonar, b. í Jónsseli í Hrútafirði, Jónassonar og Guð- rúnar Elínar, f. 2.7. 1882, d. 11.10. 1939, Hermannsdóttur, Sigurðsson- ar, b. á Læk. Abraham og Guðrún Elín vom barnlaus en ólu upp fjög- ur böm. Elín ólst upp á Læk en giftist svo á Dalvík, Skarphéðni, f. 14.6. 1909, d. 29.9.1941, syni Júlíusar, hákarla- sjómanns og þurrabúðarmánns á Dalvík, Magnússonar, á Hjaltastöð- um, Þorleifssonar, og konu hans Önnu Friðriku Jónsdóttur, b. á Kóngsstöðum, Jónssonar. Elín og Skarphéðinn hófu sinn búskap og bjuggu lengst af á Siglu- 75 ára Sigurður Auðunsson, Heiðmörk 21, Hveragerði, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Guðrún Baldvinsdóttir, Klettaborg 3, Akureyri, er sjötug í dag. 60 ára Ragnar Mar Cæsarsson, Strand- götu 43, Akureyri, er sextugur í dag. firði en Skaphéðinn var smiður að atvinnu. Þau eignuðust fjögur böm sem öll eru á lífi: Gunnar, rafeinda- virki hjá DV í Reykjavík, giftur Ragnhildi Gunnlaugsdóttur, en þau eiga fjögur böm; Héðinn tré- smíðameistari sem rekur eigið verkstæði í Ytri-Njarðvík, giftur Bergþóru Bergsteinsdóttur, en þau eiga þrjú böm; Njáll bifvélavirki starfar á Keflavíkurflugvelii, giftur Þóm Helgadóttur og eiga þau þrjú böm; Guðrún Elín, húsmóðir á Dalvík og starfsmaður KEA á Dal- vík, gift Gylfa Bjömssyni, deildar- stjóra hjá KEA á Dalvík, en þau eiga eitt bam. Foreldrar Elínar voru Sigurður Jónatansson, f. 10.2. 1864, d. 10.1. 1949, og önnur kona hans, Ketilríð- ur Ámadóttir, f. 21.6. 1879, d. 24.5. 1918. Ketilríður var dóttir Árna Sig- 50 ára Hörður S. Arinbjarnar, Ásbúð 2, Garðabæ, er fimmtugur í dag. 40 ára Halldór Kr. Pedersen, Suðurhhð, Kirkjuhvoh, Reykjavík, er fertugur í dag. Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Holta- gerði 6, Húsavík, er fertug í dag. Kristján Harðarson, Túngötu 6, Bessastaðahreppi, Kjósarsýslu, er fertugur í dag. Elín Sigurðardóttir. urðssonar, b. í Þverdal og síðar í Skáladal. Föðurforeldrar Elínar vom Jónatan Eiríksson, b. á Ein- arsstöðum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir. Ehn dvelur á Dalvík á afmæhs- daginn. Jón Kr. Ólafsson, Breiðabakka, Holtahreppi, Rangárvahasýslu, er fertugur í dag. Sigurósk Garðarsdóttir, Hvamms- tangabraut 23, Hvammstanga, Húnavatnssýslu, er fertug í dag. Steinar Sigtryggsson, Heiðarbóh 71, Keflavik, er fertugur í dag. 4 Eltt andartak f \ umfarðlnnl getur kostað margar andvðkunaatur. UMFSCAR f RAD _ I Aðalsteinn Ólafsson Aðalsteinn Ólafsson, Lyngholti 20, Akureyri, er sjötugur í dag. Aðalsteinn er fæddur á Skriðu í Saurbæjarhreppi en fluttist með foreldrum sfnum að Miklagarði 1925 og að Melgerði 1934. Haim var bóndi í Melgerði í Saurbæjarhreppi 1944-1955 og var mjólkurbílstjóri 1958-1960. Aðalsteinn fluttist til Akureyrar og vann í Sláturhúsi KEA en lengst af við löndun hjá Útgerðarfélagi Akureyrar til 1980. Kona Aðalsteins er Hansína Jóns- dóttir, f. 16. desember 1919. Foreldr- ar hennar: Jón Halldórsson, skipstjóri á Akureyri, og kona hans Klara Bjamadóttir. Sonur þeirra er Sigfús, f. 21. október 1960, nemi í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri. Uppeldisböm Aðalsteins eru, Guðmundur Yngvi Gestsson, f. 8. apríl 1941, vinnur í Shppstöðinni á Ákureyri, giftur Júhönu Tryggva- dóttur, Klara Gestsdóttir, f. 27. október 1942, gift Bimi Gunnars- syni, starfsmaður laxeldisstöðvar í Grindavík, þau eiga sex börn, Hahdór Gestsson, f. 6. janúar 1945, trésmiður á Akureyri, Hekla Gests- dóttir, f. 1947 og Sigurður Gestsson, f. 19. febrúar 1952, múrari í Garðabæ, giftur Ingibjörgu Jósefs- dóttur og eiga þau fjögur börn. Aðalsteinn eignaðist sex systkini og komust þijú til fullorðinsára: Hólmfríður, f. 18. september 1906, d. 1933, gift Randveri Jóhannes- syni, b. í Miklagarði, Sigfús, f. 2. september 1910, d. 1950, b. í Mel- gerði, giftur Vigfúsínu Jóhannes- dóttur, og Jóhannes, f. 29. apríl 1920, verkamaður á Akureyri, gift- ur Þorgerði Jónsdóttur. Foreldrar Aðalsteins vom Ólafur Jóhannesson, f. 18. september 1878, d. 1950, b. á Skriðu í Saurbæjar- hreppi, og kona hans, Guðrún Sigfúsdóttir, f. 3. desember 1883, d. 1962. Faðir Ólafs var Jóhannes, b. á Skriðu, Ólafsson, b. á Gilsá, Ein- arssonar, b. á Völlum, Ólafssonar. Faðir Guðrúnar var Sigfús, b. á Helgastöðum í Saurbæjarhreppi, Hanssonar, b. á Guðrúnarstöðum í Eyjafirði, Jóhannessonar. Móðir Sigfúsar var Guðrún Einarsdóttir, systir Ólafs b. á Gilsá. Móðir Guð- ninar var Guðrún, systir Páls Árdals, skálds. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Helgastöðum, Pálssonar og konu hans, Kristínar Tómas- dóttur. Guðmundur Helgi Helgason Guðmundur Helgi Helgason, Ljósheimum 22, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Hann fæddist í Keflavík og ólst þar upp til fimmtán ára ald- urs. Hann var farmaður á norskum og bandarískum skipum frá 1943-1970 og hefur verið afgreiðslu- maður á tóbakslager ÁTVR frá 1970. Guðmundur á íjögur systkini sem öh era á lífi: Elvína, húsmóðir í Bandaríkjunum; Vigdís, húsmóðir í Bandaríkjunum; Jóhann, hljóm- hstarmaður og tónskáld á Seltjarn- amesi, kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur; Kristinn, starfsmað- ur á Keflavíkurflugvelh, kvæntur Jófríði Bjömsdóttur. Foreldrar Guðmundar: Helgi Kristinsson, sjómaður í Keflavík, sem er látinn, og kona hans Inge Guðmundur Helgi Helgason. Marie Nielsen en hún er af dönsk- um ættum. Guðmundur verður ekki heima á afmæhsdaginn. Andlát Ásgeir Bjarnþórsson hstmálari lést á heimili sínu, Droplaugarstöðum, miðvikudaginn 16. desember. Hildur Jónsdóttir Larsen frá Bíldu-' dal lést í Kaupmannahöfn 16. desember. Ingibjörg Jónsdóttir frá Vað- brekku, lést í sjúkrahúsinu á EgOsstöðum 17. desember. Guðrún Bjarnadóttir, Kópavogs- braut 63, andaðist í hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð, miðvikudag- inn 16. desember. Guðmundur Valdimar Ágústsson, Sunnuhvoh, Vatnsleysuströnd, andaðist í Borgarspítalanum 18. desember. Kristján Benediktsson frá Haga- nesi, síðast til heimilis að Hrafn- istu, andaðist í gjörgæsludehd Landspítalans 18. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.