Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
39
Iþróttir
Klárt rangstöðumark
færði Arsenal stig
- Arsenal og Everton skildu jöfh, 1-1, á Highbury
Rangstöðumark færði
Arsenal stig
Leikur Arsenal og Everton í beinni
útsendingu í sjónvarpinu var köflótt-
ur. Everton gekk betur í fyrri hálfleik
og þá skoraöi miðvörðurinn Dave
Watson mark Everton eftir frábæran
einleik og fyrirgjöf frá gamla brýninu
Peter Reid. Arsenal gekk betur í síö-
ari hálfleik og jafnaði með marki
David Rocastle. Þegar Rocastle skor-
aöi ærðust leikmenn Everton því
þeir vildu meina að Rocastle hefði
verið rangstæður. ■ Colin Harvey,
framkvæmdastjóri Everton, svo og
Peter Reid hlupu dómaranum Ken
Redfeam og línuverðinum Brian
Hawes til hjálpar og var markið
dæmt gott og gilt þrátt fyrir mót-
mæh Evertonmanna. Leikmenn
Arsenal hefðu hæglega getað unnið
leikinn því þeir áttu nokkrar góðar
markagerðartilraunir sem lofuöu
góöu en brugðust er aö markinu
kom. Paul Merson sem kom inn á
sem varamaður fyrir Kevin Richard-
son átti þrumuskot að markinu sem
Nevifle Southall varði en hann hélt
ekki boltanum sem barst til Paul
Davis. Skoti hans var bjargað á línu.
Arsenal er enn í öðm sæti en Ever-
ton í fimmta sæti.
• Leikur West Ham var fjörugur
og skemmtilegur á að horfa. Fyrri
hálfleikur var markalaus en strax
þremur mínútum eftir að síðari hálf-
leikur hófst skoraði Stewart Robson
fyrsta mark leiksins. Mirandinha
jafnaði á 79. mínútu en Paul Ince
skoraði sigurmarkið mínútu síðar.
Hann var fluttur á spítala fyrir viku
og héldu menn helst að hann væri
með botnlangabólgu. Sú sjúkdóms-
greining hefur ekki átt við rök að
styðjast ef marka má framgöngu
hans í þessum leik.
Loksins vann Tottenham leik
Eftir að hafa spilað níu deildarleiki
án sigurs vann Tottenham loksins
leik. Fómarlamhið var Derby og á
eigin heimavelh. Þegar Terry Vena-
bles var ráðinn framkvæmdastjóri
Tottenham fyrir tæpum mánuði
hjuggust aðdáendur hðsins við
kraftaverki, en eins og hann sagði:
„Hvernig er hægt að ætlast th að ég
geri miðlungslið að stórhði á svip-
stundu.“ í leiknum gegn Derby gekk
Tottenham iha th að byrja með ög
hélt markvörðurinn Tony Parks hð-
inu á floti meö góðri markvörslu en
þrátt fyrir það tókst John Gregory
að skora mark fyrir Derby á 37. mín-
útu. í síðari hálfleik jafnaði belgíski
landsliðsmaðurinn Nico Claessen
eftir að Peter Shhton hafði hálfvarið
skot frá Chve Allen. Og það var Allen
sjálfur sem skoraði sigurmarkiö rétt
undir lok leiksins, eftir góðan undir-
búning Osvaldo Ardiles og ungs
leikmanns Paul Moran. Gary Mabb-
utt þurfti að bregða sér frá í leiknum
til að láta gera að sári sem hann hlaut
og voru saumuð 16 spor í hann.
Efstu liðin brugðust að mestu
Efstu lið 2. deildar gerðu ekki mikla
lukku um helgina. Middlesbro og
Aston Vhla náðu einungis jafntefli á
meðan að Bradford, Manchester City
og Crystal Palace töpuðu. Hull og
Ipswich unnu.
Manchester City tapaði öðr-
um leiknum í röð
Hinir ungu leikmenn Manchester
City virðast ekki hafa taugar í topp-
baráttu ef taka má mark aö árangri
þeirra í tveimur síðustu leikjunum
sem hafa báðir tapast. Nú lá liðið
gegn Oldhamhðinu sem gerir út frá
borginni Oldham sem er stutt frá
Manchester. Slysamark kom gestun-
um á bragðið. Markvörðurinn Perry
Suckling sem sphaöi sinn fyrsta leik
á þessu keppnistímabih, lenti í því
að skora sjálfsmark á 13. mínútu.
Tommy Wright sendi knöttinn með
kollspymu í slá Manchestermarks-
ins og skaust knötturinn í höfuð
Sucklings og í markiö. Paul Stewart
jafnaði í síðari hálfleik en Tommy
Wright skoraði sigurmarkið undir
lok leiksins.
• Huh bar sigurorð af Crystal
Palace og skaust í fimmta sætið.
Gary Parker skoraði fyrsta markið á
33. mínútu en Phh Barker jafnaði
fyrir Palace. Gordon Dyer skoraði
sigurmark Hull á 44. mínútu. í síðari
hálfleik skipti Crystal Palace um gír
án þess að bera nokkuð úr býtum.
Liðið saknaði markaskorarans Ian
Bright. Huh hefur ekki tapað á
heimavelli síðan á nýársdag þessa
árs.
Peter Reid stekkur hér með tilþrifum yfir Tony Adams, enska landsliðsmann-
inn í Arsenal. Símamynd Reuter
• Steve Archibald sem spilaði sinn
fyrsta leik með Blackburn tókst ekki
að skora gegn Birmingham en það
gerðu félagar hans þeir Colin
Hendrie og Scott Sehars. Blackburn
hefur ekki tapað þrettán dehdarleikj-
um í röð eða síöan hðið tapaði á
heimavelh fyrir Middlesbro 26. sept-
ember síðastliðinn. Blackburn er nú
í sjötta sæti 2. dehdar en baráttan á
toppnum þar er geyshega hörð.
• Middlesbro náöi einungis
markalausu jafntefli gegn Bourne-
mouth. Middlesbro hefur ekki tapað
leik síðan 3. október, eða 14 leikjum
í röð, og er hðið með mjög trausta
vöm sem hefur ekki fengið á sig
mark í síöustu sjö dehdarleikjum.
Baráttan á toppnum er þaö hörð að
ekki munar nema átta stigum á
Middlesbro sem er í efsta sæti og
Blackburn sem er í sjötta sæti. En
neðst er Reading með 15 stig og hefur
ekki unnið í síðustu tíu viðureignum
sínum. Shrewsbury er næstneðst
með 17 stig og Huddersfield er þriðja
neðst meö 19 stig.
-EJ
Um þessar mundir eru fyrstu bankakort-
in að falla úr gildi. Athugaðu því strax hvað
þitt kort gildir lengi.
Ef það er útrunnið bíður þín nýtt kort í
bankanum þínum og þú ættir að sækja það
við fyrsta tækifæri. Þannig kemstu hjá óþæg-
indum sem ógilt bankakort getur valdið.
^Hér sérðu gildistíma bankakortsins
Bankakortlð- tákn um traust tékkaviðskipti.
Alþýðubankinn, Útvegsbankinn,
ER BANKAKORTIÐ
ÞITT í GILDI?
!
LL
<
D
Búnaðarbankinn, Verzlunarbankinn,
Landsbankinn, og Sparisjóðirnir.
Samvinnubankinn,
£