Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Fréttir Friðrik Ólafsson: „Einvígið er báðum til sóma u „Þetta var ansi hressileg keppni og ég held að þetta einvígi hafi sýnt að þeir kappar eru mjög jafnir,“ sagði Friðrik Ólafsson, stórmeist- ari og skrifstofustjóri Alþingis. Hann sagðist vera ánægður með einvígið í heild sinni þó hann hefði ekki tekið afstöðu með eða móti öðrum hvorum keppandanum. Einvígið hefði verið þeim báðum til sóma, „Síðasta skákin var mjög lipur- lega og skemmtilega tefld hjá Kasparov sem er greinilega góður á taugum. Karpov tefldi hins vegar fullþunglamalega og hægt en lík- lega var það þó tímahrakið sem fór með hann.“ -SMJ Johann Hjartarson: Kasparov litríkur heimsmeistari „Það má segja að það sé kannski betra fyrir skáklistina að Kasparov heldur heimsmeistaratitlinum. Hann er litríkari persónuleiki en Karpov og auglýsir skákina betur þó framkoma hans sé ekki alltaf heimsmeistara sæmandi," sagði Jóhann Hjartarson stórmeistari um úrslit einvígisins í Sevilla. „Annars er það ósköp fátt sem kemur nú orðið á óvart þegar þeir tefla saman þessir tveir.“ Hann bætti því við að framan af hefði slök frammistaða Kasparovs kom- ið á óvart en honum hefði þó tekist aö bjarga andlitinu á síðustu stundu. -SMJ rU Margeir Pétursson: „Ósanngjamt ef Kasparov hefði tapað‘ andi eftir 11. skákina en með sigri í lokin sýndi Kasparov að hann stendur undir nafni. Þetta einvígi „Mér iíst ágætlega á þessi úrslit. Karpov var heimsmeistari í 10 ár og nú er ljóst að Kasparov verður heimsmeistari í allavega 5 ár,“ sagði Margeir Pétursson stórmeist- ari um úrslitin í Sevilla en hann hafði spáð Karpov sigri í einvíginu. „Þaö hefði í sjálfu sér verið ákaf- lega ósangjamt að Kasparov hefði tapað titlinum því hann hefur orðið að verja hann á árs fresti síðan 1985. Hann tefldi að vísu ósannfær- bar keim af því að þeir eru búnir að tefla mikið saman en lokin sýndu svo sannarlega að skák get- ur verið spennandi og skemmti- leg.“ Margeir taldi vel líklegt að þessi úrsht myndu styrkja stöðu Kasparovs og stórmeistarasam- bandsins gagnvart FIDE. -SMJ Þeir brosa breitt Garry Kasparov og Florencio Campomanes þegar forseti FIDE afhendir heimsmeistaranum sigurkransinn við verðlaunaafhendinguna í Sevilla á laugardaginn. Símamynd Reuter Kapella vígð í Kiýsuvík Kapella vígð í Krýsuvík. Séra Sigurður Guðmundsson, settur biskup, vígði kapelluna. DV-mynd Brynjar Gauti Séra Sigurður Guömundsson, sett- ur biskup, vígði á laugardag kapellu í Krýsuvíkurskóla. Þaö em Krýsu- vikursamtökin sem eiga kapelluna og er hún hluti af meöferðar- og fræðslustofnun sem samtökin hyggj- ast opna í Krýsuvík næsta haust. Kapellan er fyrsti hluti hússins sem tilbúinn er til notkunar. Tuttugu og fimm gestir rúmast í kapellunni. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknar- prestur í Grindavík, er sóknarprest- ur í Krýsuvík og þjónaði hann fyrir altari við vígsluna. Tveir prestar, sem jafnframt eru stjórnarmenn í Krýsuvíkursamtökunum, aðstoðuðu við vígsluna en þaö eru þeir séra Birgir Ásgeirsson á Mosfelli og séra Guðmundur Örn Ragnarsson far- prestur. Ragnar Ingi Aðalsteinsson lék á orgelið en hann er í stjórn sam- takanna. Meðhjálpari var Snorri Welding, framkvæmdastjóri Krýsu- víkursamtakanna. Eigendur Tommahamborgara af- hentu samtökunum gjafabréf upp á 86.100 krónur. Er það áheit til sam- takanna. Upphæðin nemur 700 krónum á hvern starfsmann sem er á launaskrá hjá fyrirtækinu. Milli jóla og nýárs verður öllum konum á aldrinum 18 til 70 ára send- ur gíróseðill vegna áheitasöfnunar sem samtökin eru að fara af stað með. Er það von Krýsuvíkursamtak- anna að styrkur fáist til aö nýta húsið fyrir fyrirhugaða starfsemi. -sme Til Reykja- víkur eftir bílveltu Bílvelta varð við Eyvindarárdal skammt frá Egilsstöðum aðfara- nótt laugardagsins. Ökumaður- inn var einn í bílnum og slasaðist hann töluvert. Skarst hann meðal annars á höfði auk annarra meiðsla. Var maöurinn fluttur með flugvél til Reykjavíkur. Bíllinn er ónýtur. Ekki er vitað með hvaða hætti slys þetta varð. Hálka var lítil og færö mjög þokkaleg. -sme í dag mælir Dagfari Upphefðin kemur að utan Fyrir tæpum fjörutíu árum var maður að nafni Stefán Jóhann Stef- ánsson forsætisráðherra á íslandi. Stefán Jóhann var á sama tíma formaður Alþýðuflokksins en stóð stutt við í báðum þessum embætt- um. Þetta voru umbrotatímar í pólitík og andstæðingar hans, hvort heldur í Alþýðuflokknum eða öðrum flokkum, gátu ekki unnt Stefáni Jóhanni þess að sitja á frið- arstóli. Einkum vegna þess að í stjórnartíð Stefáns var aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu samþykkt og Stefán var mikill hvatamaður þess og um hann og stjórn hans stóð mikill styrr þegar þeir atburðir gerðust. Almennt er þó talið að sagan hafi geflð Stefáni góðan dóm og hann hafi reynst hinn farsælasti stjórnmálamaður. Stefán Jóhann er látinn fyrir all- mörgum árum og eins og títt er um látna menn var ekki viö öðru að búast en Stefán fengi aö hvíla í friði og njóta sannmælis. En annað hefur komiö í Ijós. Ein- hver norskur besefl, sem kallar sig sagnfræðing, hefur grafið upp göm- ul bandarísk leynisköl, eða segist að minnsta kosti hafa gert það. í skjölunum kemur fyrir nafn Stef- áns Jóhanns með þeim hætti að bandarískir sendiráðsstarfsmenn hafi hitt íslenska forsætisráðher- rann að máli og skráð niður hvað hann sagði við þá í einhverjum prívatsamtölum. Þessu er síðan lekið í trúgjarna útvarpsfréttarit- ara í Noregi, sem uppplýsa með stríðsletri og upphrópunum að Stefán Jóhann hafi verið sérlegur útsendari og samstarfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar. Við frekari rannsókn kemur hins- vegar í ljós, að ekki er flugufótur fyrir þessum fréttaflutningi og bæði fréttaritarinn, fréttastofan og útvarpsráð eins og það leggur sig hafa þurft að biöjast afsökunar fyr- ir að hafa haft Stefán fyrir rangri sök. En eins og venjulega á íslandi eru afsakanir ekki teknar gildar og lygin er orðin að sannleika ef hún er endurtekin nógu oft. Nú hafa aðrir Qölmiðlar tekið við, fyrir til-' stilli Islendinga sem ekki voru fæddir þegar Stefán var forsætis- ráöherra. Nú eru þeir búnir að upplýsa aö stórnjósnarinn og út- sendari CIA, Stefán Jóhann Stef- ánsson, hafl rekið veðurfræðinginn Theresíu samkvæmt fyrirmælum að vestan! Þessir englabossar hafa þá lífs- skoðun að allt sem kemur að vestan frá Bandaríkjunum sé af hinu vonda og til að sanna þá kenningu sína, þurfa þeir að draga nafn- kunna og látna íslendinga niður í svaðiö í leiðinni. Stefán Jóhann liggur vel við höggi vegna þess að hann er fyrir löngu farinn 111 feðra sinna og getur ekki borið hönd fyr- ir höfuð sér. Það skulu sönnuö upp á hann landráðin með góðu eða illu. Nú má vel vera að einhverjir fár- áðlingar í bandarísku utanríkis- þjónustunni hafl taliö sig geta öðlast frama með því að ljúga ein- hveiju upp á Stefán Jóhann. Eða séð ástæðu til að skjalfesta eitthvað sem Stefán sagði við þá í einkasam- tölum um veðurfræðinga. Ekki vissi maður þó aö veðriö væri við- fangsefni bandarísku leyniþjón- ustunnar. Allt er hey í harðindum. En heldur eru það undarleg utan- ríkissamskipti ef ekki má segja neitt viö erlenda diplómata öðru- vísi en að það flokkist undir pjósnir og leyniþjónustu. Það er hugguleg framtíð sem þeir eiga fyrir sér, ut- anríkisráðherrar íslendinga síðast- liðna áratugi, ef þeir geta búist við því löngu eftir andlát sitt að þeim verði velt upp úr spjalli sínu við útlendinga um veðurfarið, vegna þeirrar skyldurækni bandarískra sendiráðstarfsmanna að senda það sem leyniskýrslur vestur um haíl Sérstaklega þegar slíkar leyni- skýrslur eru ekki meiri leyni- skýrslur en það að sagnfræðingar út um allar koppagrundir íletti síð- an upp í þeim til aö sanna upp á menn lygina. Það má með sanni segja að upp- hefö Stefáns Jóhanns komi að utan. Ekki bað hann um þá upphefð umfram það sem hann hafði sjálfur unnið til. Hann hefði áreiðanlega sleppt því að tala um veöráttuna á íslandi við bandaríska sendiráðs- starfsmenn ef hann hefði vitað að það flokkaðist undir njósnir og gagnnjósnir að hafa skoðun á því hvort tiltekinn veöurfræðingur spáði rétt í veörið fyrir fjörtíu árum síðan. Dagfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.