Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 63
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. 63 Meiming Mannlysingar sem nsa hatt Emil Björnsson: Litrikt fólk - æviminningar II Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1987. Fyrsta bindi æviminninga Emils Björnssonar, dagskrárstjóra sjón- varpsins, kom út í fyrra og kallaðist Á misjöfnu þrífast börnin best. Þar segir frá uppvexti og unglingsárum í afskekktri, austfirskri sveit. Nú berst höfundur hins vegar út í hringiðu lífsins og margmenni og kallar bók sína Litríkt fólk. Hún ber nafn með rentu. Þó er ekki svo að skilja að hér segi aðeins frá öðr- um en honum sjálfum. Gatan er hans og fólks hans en ótrúlega margir verða á vegi hans og hann gengur ekki fram hjá fólki án þess að hafa af því nokkur kynni. Þessir samferðamenn eru auðvitaö misjafnlega htríkt fólk en séra Emil kann þá list að láta það njóta sín í frásögn. Emil Björnsson hefur þennan miðkafla ævisögu sinnar með því að stíga um borð í Súðina austur á Breiðdalsvík og gera síðan innreið sína í Reykjavík meö pokaskjatta á öxl. Þaðan hggur leiðin í heimsfjós- ið á Korpúlfsstöðum. Frásögnin af vistinni á því setri er býsna fjörleg og er engu líkara en höfundur skemmti sér vel við þær minning- ar, enda var hann þá sautján ára. Á menntaveginum En frá fjósgötunni lá leiðin á menntaveginn, fyrst til Laugar- vatns, síðan th Akureyrar og loks suður aftur í Háskólann, hvar það helst hann varast vann, varð að koma yfir hann - prestsskapurinn. Enda má enginn sköpum renna segir séra Emil og hefur víst nokk- uð til síns máls Lýsing séra Emhs á skólastjórun- um, Bjarna á Laugarvatni og Sigurði Guðmundssyni á Akureyri, kennurum skólanna og skólasystk- inum - einkum bræðrum - er öndvegiskafli, ekki aðeins bráð- skemmthegur og ljóslifandi heldur einnig skhríkur og heimhdardrjúg- ur um þessar tvær menntastofnan- ir - alþýðuskólann og hámennta- skólann. Þeir voru hvor á sínu landshorni og vafalaust ólíkir um margt en þó furðulega samferða að menntastefnu og marksókn, báðir lýðháskólar í raun. Það er th að mynda ekki ónýtt að fá hér ljósan vitnisburð séra Emils um það hvernig Bjami á Laugarvatni leysti feimna og tunguhefta sveitaungl- ingana úr viðjum þagnar og gerði þá máli mælta á mannfundum, ekki aðeins einn og einn heldur hópinn allan. Og þó var Bjarni eng- inn yfirburða málsnillingur, eða kannski var það einmitt vegna þess að hann gat lyft slíku Grettistaki. Ætli hann hafi ekki verið drjúgur samverkamaður Sigurðar meist- ara á Akureyri á þessum akri. Og síðan kemur lýsingin á Sigurði. Hún hefst á þessum fátæklegu! orð- um: „Segulah sumra manna er ótrúlegt og óútskýranlegt. Sigurð- ur Skólameistari, skrifað nieð stórum staf, var svo rammsegul- magnaður að útgeislun áru hans sindrar gegnum aht fráfyrsta fundi okkar í minni mínu.“ Já, skyldi pilturinn hafa átt erindi í skóla hans? Og þeir voru fleiri „sérsmíð- aðir“ kennarar þessa skóla. Nefna má Steindór, Brynleif og Þórarin. Það fór ekki fram hjá séra Emil og hann kann enn að lýsa því svo að manni hitnar í brjósti. Písiarganga hamingjunnar Séra Emil segir einkasögu sína af opinskárri einlægni, stundum fógnuði. Hann lýsir píslargöngu lífshamingju sinnar í húsnæðis- leysi og fátækt léttilega, svo að lesandi fylgist samúðarfullur með, ber með honum í huga áföllin og gleðst þegar úr rætist. Þetta er mergur og megin hvers góðs sjálfs- fjallalind. Enginn var skyldari ljós- vakanum, andlegri, meiri ljúfling- ur, þurfti jafnvel ekkert að segja til að hafa djúp, yljandi áhrif, þar sem hann kom eða var. Engan hefi ég því þekkt sem hjartalags vegna, og hæfileika til kærleiksþjónustu, hefði verið jafnkjörinn til að gerast liðsmaður kirkju, er starfaði í sannleika í anda Krists. En hann gat aldrei hugsað sér að taka prestsvígslu... Andríki hans var langoftast álíka yfirlætislaust og fuglakvak í mó. Þó voru ætíð virk eldvörp undir niðri, sem logastólp- ar stóðu upp úr þegar viðkvæm brjóstkvikan bólgnaði. Þegar því var að skipta kom í ljós að ljúfling- urinn var einnig mikill skapmaður, sem hefði getað varpað um borðum víxlaranna. Vinur minn, sem fann sárt til með aumasta jarðarmaðki, hefði sjálfur ekki skorast undan að líða píshr fyrir meðbræður sína, og það sem samviska hans vissi sannast og réttast, ef þess hefði gerst þörf.“ Svona lýsa ekki aðrir en þeir sem skilja og kunna orð af hneigja. Skemmtileg og djúpskyggn Síðast í bók séra Emils er margt vel sagt um samverkamenn í Ríkis- útvarpinu á langri samleið, ýmis- legt glettið og fylgir jafnvel hnyttinn dægurkveðskapur. Skil- rík dæmi um átök í þungri reynslu í einkalífi tala áhrifamiklu en þó mildu máli th lesenda og enda hug þeirra í eigin barm. Saga séra Emhs hefur marga bestu kosti góðrar sjálfsævisögu. Hún er skemmtileg og djúpskyggn í senn. Hún er bráðvel rituð, oftast með glaðlegri upplyftingu, jafnvel einlægri lífshrifningu, en einnig áhrifasterk í alvöru sinni. Margar mannlýsingar hennar eru perlur. En sagan virðist ekki öll í þessari bók. Eitthvað mun ósagt en höf- undur gefur ekki ljósar bendingar um það við bókarlok hvort fram- hald verður - en við lifum í voninni. AK Séra Emil Björnsson með úrklippum a( nokkrum fyrrverandi starfsmönnum. Bókmenntir Andrés Kristjánsson ævisöguritara. Og hann gleymir ekki elskunni sinni, henni Álfheiði, og fer ekki í neina launkofa með hug sinn til hennar, og það verður varla annað sagt en honum hafi enst ástin bærhega því ekki efast maður andartak um að fullur hug- ur fylgi máh þegar hann upptendr- ast í orði á prenti núna á ehiárun- um. Það væri líka ófyrirgefanlegt að stinga því undan þegar píslar- ganga hamingjunnar verður shk sigurfór manneskjunnar. Litadýrðin fer enn vaxandi í seinasta þriðjungi bókar sinnar víkur séra Emh enn meira að lita- dýrð samferðamannanna og þar kennir margra grasa, enda er sá hópur harla fjölmennur og skjóttur í besta lagi þótt séra Emh frábiðji sér auðvitað slíkt lýsingarorð um htadýrð mannlífsins umhverfis sig. En þama koma margir stórhöfð- ingjar við sögu því að starfsvið séra Emils hefur mjög verið við götu þeirra. Þarna eru alþingismenn og aðrir stjórnmálamenn tímabhsins, útvarpsmenn, blaðamenn og kirkjuleiðtogar, auk margra kvista af almúgatrénu sem séra Emil gengur ekki framhjá, enda era þeir hka margir hveijir „sérsmíðaðir", hamingjunni sé lof. Kafli um trúarviðhorf séra Emils og „nýguðfræði" hans, svo og snertingu við guðsmenn sam- tímans, er allrar athygh verður og sú hugvekja á enn brýnt erindi við okkur. Nærfærnar mannlýsingar Séra Emil ber hinu litríka sam- ferðafólki sínu oftast harla vel söguna og hefur um það hin bestu orð. Þó undrast ég hversu vel hon- um lætur þessi sighng milli skers og báru og hve laginn hann er að láta hið orðmjúka umtal samræm- ast réttmætri og sannferðugri mannlýsingu og maður sér lítt örla á háðlofi í þessum vinmælum. Ég þykist geta borið ofurlítið um þetta því að það vhl svo til að ég tel mig hafa nokkur kynni, bæði tilsýndar og persónulega, af allmörgum þeirra manna sem séra Emil nefnir til sögu sinnar og ég get ekki betur séð en hann bregði upp réttum myndum af þeim mörgum hverj- um. Ég nefni til dæmis hve vel hann lýsir Þorsteini Valdimars- syni, skáldi, vini sínum og bróður í guðfræðidehd. Ég þekkti Þorstein allvel á síðari árum hans og naut einstakra gáfna hans og manngerð- ar. Ég get ekki annað en fært séra Emh sérstakar þakkir fyrir orð hans um Þorstein Valdimarson í þessari bók og sthli mig ekki um að tilfæra nokkrar línur: „Hugarlind hans var hrein sem 2x150 W magnari kr. 6.000, Skóföng kr. 500.- Glás af vörum með 10-30% kynningarafslætti Mælar fra kr. 900,- wg tfarnapassarar 5 og kalltæki frá M.. kr. 1.200,- ALTMULIGT Laugavegi 134 Hinum megin viö Hlemm S. 624050 Bílahátalarar frá kr. 1.000,- Headphone frá kr. 290,- Heyrnartappar frá kr. 200,- Kassettur kr. 75,- Bílaloftnet kr. 650,- Spennubreytir í bíla kr. 300,- Nálar í plötuspilara frá kr. 140,- Hleðslubatterí frá kr. 200,- Gjallhorn kr. 10.000,- Kassettustatíf frá kr. 380,- Kaplar, tengi, smáliðar, verkfæri, díóður, sjálfvör. Mixerar frá 3.050,- Styri- pinnar frá kr. 55,- Hátalarar kr. 400,- frá Tinsuga Lóðboltar kr. 330,- Hljoðnemar frá kr. 470,- Hleðslutæki fyrir öll hleðslubatterí kr. 1.000,- Styripinni og leikir fylgja Casio reiknivélar og hljómborð SONY HOME COMPUTER HET IIT ni i mrn s ■ CASIO SflbfÆff Leiktolva 500 LZ ammmm E3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.