Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Síða 37
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. 37 K'. átt /Ifi íþróttir Island sigraði á 4-landa mótinu í Belgíu „Frábær árangur - sigurinn tryggður eftír æsispennandi jaftíteflisleik, 23-23, gegn Frökkum hja strakunum kk „Þetta var frábær árangur hjá strákunum. Ég verð að viður- kenna að þetta er mun betri árangur en ég þorði að vona áöur - en haldið var út í þessa keppni. í leiknum gegn Frökkum vorum við lengst af undir en með frá- bærri baráttu í síðari hálfleik tókst okkur að jafna leikinn. Einnig var markvarslan mjög góð,“ sagði Hilmar Bjömsson, þjálfari B-liðs íslendinga í hand- knattleik, í samtali viö DV í gærkvöldi. íslendingar sigruðu á 4-landa handknattleiksmóti sem fram fór í Belgíu um helgina. Sig- ur íslendinga var i höfn eftir jafntefli gegn Frökkum, 23-23. Þjóðimar voru jafnar að stigum en íslendingar sigruðu á mótinu á hagstæðara markahlutfalli - glæsilegur árangur. íslendingar voru áður búnir að sigra Belgíu, 24-20, og Alsír, 22-17. Frammistaða íslenska liðsins er mjög góð þegar haft er í huga að liðið var að mestu skipað leik- mönnum sem ekki hafaö fengiö að spreyta sig með A-liðinu. í leiknum gegn Frökkum í gær vom íslendingar seinir í gang eins og raunar í öllu leikjum liös- ins á mótinu. í fyrri hálfleik fóra mörg dauðafæri í súginn og kom þá ákveöið vonleysi upp leik liðs- ins. Einnig vora dómararnir mjög óhliðhollir íslenska liöinu. Frakkar höfðu fimm marka for- ystu í hálfleik, 14-9. Hilmari Björnssyni sýnt rauða spjaidið Hilmar Bjömsson hefur líklega lesiö hressilega yfir okkar mönn- um í hálfleik því þeir komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Um miðjan seinni hálfleikinn var íslenska liðiö búið aö jafna leik- inn, 17-17, og stuttu seinna komst liðiö yfir, 18-17. íslenska liðiö náði að sýna mjög góðan leik og sérstaklega var markvarslan góð þar sem Hrafn Margeirsson stóð sem klettur og varði nánast allt sem kom á markið. Þegar um fimmtán mínútur voru til leiks- loka var Hilmari Bjömssyni sýnt rauða spjaldið. Áhorfendur voru mjög óánægðir með úrskurð dómaranna og létu það óspart í ljós enda voru flestir þeirra á okkar bandi. Æsispennandi lokamínút- ur Lokamínútur leiksins voru æsi- spennandi og þegar staðan var 23-23, tíu sekúndum fyrir leiks- lok, fengu Frakkar tækifæri á að skora en þaö rann út í sandinn. Frakkar stilltu upp sínu sterk- asta liði á mótinu en þeir era farnir að undirbúa liö sitt fyrir B-heimsmeistarakeppnina 1989. Að sigra ekki á þessu móti var mikið áfall fyrir'Frakka enda voru þeir meðvitaðir um það aö íslendingar stilltu langt frá því sínu sterkasta liði upp. • Birgir Sigurðsson var markahæstur leikmaður ís- lenska hösins í leiknum .og skoraði 11. Hans Guðmundsson skoraði 6, Guðmundur Alberts- son 3, Ólafur Gylfason 2, Björn Jónsson 1. Birgir og Hans vora markahæstu leikmenn íslenska liðsins í keppninni og skoraðu báöir 21 mark. „Þetta er stórglæsilegur árang- ur hjá strákunum. Þetta undir- strikar eina ferðina enn hvað við eigum stóran hóp af sterkum handknattleiksmönnum. Hafa verður einnig í huga aö undir- búningur fyrir mótiö var í lágmarki. Frakkar og Alsírhúar vora með sín sterkustu lið og þaö eitt gerir sigurinn á mótinu enn glæsilegri,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI, í sam- tali við DV í gækvöldi. -JKS • Birgir Sigurðsson átti stórleik gegn Frökkum og skoraði 11 mörk. Jólamatinn færðu í J ólahangikj ötið Sambands hangikjöt. KEA hangikjöt. Kofareykt frá Fellabæ. Mikið úrval af nýju og reyktu svínakjöti Svínahamborgar- hryggur Londonlamb Kalkún Endur 748 kr.kg. 546 kr.kg 619 kr.kg 506 kr.kg Jólaijúpur Reykj avík Altuireyri Nj arðvik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.