Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. 37 K'. átt /Ifi íþróttir Island sigraði á 4-landa mótinu í Belgíu „Frábær árangur - sigurinn tryggður eftír æsispennandi jaftíteflisleik, 23-23, gegn Frökkum hja strakunum kk „Þetta var frábær árangur hjá strákunum. Ég verð að viður- kenna að þetta er mun betri árangur en ég þorði að vona áöur - en haldið var út í þessa keppni. í leiknum gegn Frökkum vorum við lengst af undir en með frá- bærri baráttu í síðari hálfleik tókst okkur að jafna leikinn. Einnig var markvarslan mjög góð,“ sagði Hilmar Bjömsson, þjálfari B-liðs íslendinga í hand- knattleik, í samtali viö DV í gærkvöldi. íslendingar sigruðu á 4-landa handknattleiksmóti sem fram fór í Belgíu um helgina. Sig- ur íslendinga var i höfn eftir jafntefli gegn Frökkum, 23-23. Þjóðimar voru jafnar að stigum en íslendingar sigruðu á mótinu á hagstæðara markahlutfalli - glæsilegur árangur. íslendingar voru áður búnir að sigra Belgíu, 24-20, og Alsír, 22-17. Frammistaða íslenska liðsins er mjög góð þegar haft er í huga að liðið var að mestu skipað leik- mönnum sem ekki hafaö fengiö að spreyta sig með A-liðinu. í leiknum gegn Frökkum í gær vom íslendingar seinir í gang eins og raunar í öllu leikjum liös- ins á mótinu. í fyrri hálfleik fóra mörg dauðafæri í súginn og kom þá ákveöið vonleysi upp leik liðs- ins. Einnig vora dómararnir mjög óhliðhollir íslenska liöinu. Frakkar höfðu fimm marka for- ystu í hálfleik, 14-9. Hilmari Björnssyni sýnt rauða spjaidið Hilmar Bjömsson hefur líklega lesiö hressilega yfir okkar mönn- um í hálfleik því þeir komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Um miðjan seinni hálfleikinn var íslenska liðiö búið aö jafna leik- inn, 17-17, og stuttu seinna komst liðiö yfir, 18-17. íslenska liðiö náði að sýna mjög góðan leik og sérstaklega var markvarslan góð þar sem Hrafn Margeirsson stóð sem klettur og varði nánast allt sem kom á markið. Þegar um fimmtán mínútur voru til leiks- loka var Hilmari Bjömssyni sýnt rauða spjaldið. Áhorfendur voru mjög óánægðir með úrskurð dómaranna og létu það óspart í ljós enda voru flestir þeirra á okkar bandi. Æsispennandi lokamínút- ur Lokamínútur leiksins voru æsi- spennandi og þegar staðan var 23-23, tíu sekúndum fyrir leiks- lok, fengu Frakkar tækifæri á að skora en þaö rann út í sandinn. Frakkar stilltu upp sínu sterk- asta liði á mótinu en þeir era farnir að undirbúa liö sitt fyrir B-heimsmeistarakeppnina 1989. Að sigra ekki á þessu móti var mikið áfall fyrir'Frakka enda voru þeir meðvitaðir um það aö íslendingar stilltu langt frá því sínu sterkasta liði upp. • Birgir Sigurðsson var markahæstur leikmaður ís- lenska hösins í leiknum .og skoraði 11. Hans Guðmundsson skoraði 6, Guðmundur Alberts- son 3, Ólafur Gylfason 2, Björn Jónsson 1. Birgir og Hans vora markahæstu leikmenn íslenska liðsins í keppninni og skoraðu báöir 21 mark. „Þetta er stórglæsilegur árang- ur hjá strákunum. Þetta undir- strikar eina ferðina enn hvað við eigum stóran hóp af sterkum handknattleiksmönnum. Hafa verður einnig í huga aö undir- búningur fyrir mótiö var í lágmarki. Frakkar og Alsírhúar vora með sín sterkustu lið og þaö eitt gerir sigurinn á mótinu enn glæsilegri,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI, í sam- tali við DV í gækvöldi. -JKS • Birgir Sigurðsson átti stórleik gegn Frökkum og skoraði 11 mörk. Jólamatinn færðu í J ólahangikj ötið Sambands hangikjöt. KEA hangikjöt. Kofareykt frá Fellabæ. Mikið úrval af nýju og reyktu svínakjöti Svínahamborgar- hryggur Londonlamb Kalkún Endur 748 kr.kg. 546 kr.kg 619 kr.kg 506 kr.kg Jólaijúpur Reykj avík Altuireyri Nj arðvik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.