Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 24
24
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
Menning
Petur pottþettur
Pottþéttur vinur.
Höfundur: Eðvarð Ingólfsson.
Útgefandi: Æskan, 1987.
Nýjasta bók Eðvarðs Ingólfsson-
ar er sannkölluð vandamálasaga,
enda segir hann í blaðaviðtali ný-
lega að í bókinni sé stungið á
mörgum kýlum í þjóðfélaginu.
Vandamálabenda
Margt fólk kemur hér við sögu
og færist sjónarhornið stöðugt milli
nokkurra heimila þar sem kannað
er ástandið. Nokkrir 16 ára ungl-
ingar eru í aðalhlutverkum en
Pétur er sá sem mestu púðri er
eytt á. Pétur er lítilsháttar bæklað-
ur eftir slys og honum til sárrar
skapraunar er harin uppnefndur
Halti-Pétur af illgjörnum gárung-
um. Hann þjáist af minnimáttar-
kennd, dregur sig í hlé og eignast
fáa vini. Binni, bróðir Péturs og
vinur, er kominn með fjögurra
manna fjölskyldu og stendur í
miklu fjárhagsbasli svo hriktir í
stoöum hjónabandsins, þá er gott
að eiga Pétur að. Valdi er lengi
besti vinur Péturs. Vandamál hans
er að hann er sonur útgerðar-
manns sem lifir fyrir peninga og
svindl. Allt er skrifað á útgerðina,
jafnvel fermingargjöf Valda. Hann
er alinn upp í þeirri trú að enginn
komist áfram án þess að svindla.
„Pétur skilur ekki allt sem hann
segir en áttar sig þó á því að svona
kallar borga ekki skatt af fríðind-
um sínum og eru því að stela frá
hinum sem greiða heiðarlega í
sameiginlegan sjóð.“ (40) Valdi
kemst í kast við lögin sem upprenn-
andi glæpamaður og þá renriur upp
ljós fyrir Pétri að Valdi er ekki fé-
lagsskapur fyrir hann. Þórey heitir
Bókmenntir
Hildur Hermóðsdóttir
stelpa sem leitar eftir félagsskap
Péturs sem lengi vel heldur að hún
sé að stunda góðgerðarstarfsemi.
Vandamál hennar er að heimilið
er viö það að leggjast í rúst út af
drykkjuskap pabba hennar. Hann
fellur aftur og aftur þrátt fyrir end-
urtekin loforð um bót og betrun og
fjölskyldan er við það að gefast
upp. Vinkona Þóreyjar er Tína.
Hún er dóttir þingmanns og glímir
við þann vanda að foreldrarnir
gleyma þörfum hennar í sam-
kvæmisönnum sínum. Alvarlegir
árekstrar verða líka á þessu heim-
ili varðandi áfengisneyslu þrátt
fyrir áform um herferð gegn vímu-
ERT’ AÐ LEITA AÐ HÚSGÖGNUM?
Kommóður, skrifsborðsstólar, hrúgöld, hábaksstólar,
Stardust, 2ja manna svefnsófar í nýjum litum.
Opið laugardag og sunnudag til kl. 4.
Bólstrun Sveins Halldórssonar
Laufbrekku 26, Dalbrekkumegin
- sími 641622.
Póstsendum um allt land.
Eðvarð Ingólfsson.
efnum en sá görótti drykkur er
ekki aldeilis lengi að þurrka virðu-
leikann framan úr kosningaandliti
þingmannsins. Fleiri eiga við
vanda að etja á síöum bókarinnar
og er hér sannkölluð vandamála-
benda á ferð. Vandamál ungling-
anna eiga það helst sameiginlegt
að eiga upptök í fullorðinsheimin-
um, jafnvel er fótlun Péturs því að
kenna að frændi hans plataði hann
til að vinna í íshúsi einn dag.
í Jesúleik og gegn vímu
Pétur er n.k. píslarvottur í sög-
unni og líður fyrir grimmd heims-
ins. Þórey hins vegar er boöberi
mannkærleika. „Kannski er hún í
einhveijum Jesúleik, að reyna að
uppörva og hvetja þann sem hún
heldur að sé einmana." (67) Pétur
er lengi vel ekki viss, en áður en
lýkur hverfur öll tortryggni á milli
þeirra. Þórey kemur Pétri í skiln-
ing um að hann er alveg spes,
pottþéttur vinur, og áhugaverður
náungi sem þarf ekki að leika písl-
arvott.
Töluverð umræða um kristna trú
á sér stað í bókinni og er Þórey
boðberi hennar. Hún er félagi í
KFUK og ráöleggur unglingunum
eindregið aö kynnast Jesú og fylgja
honum. Flestir gera grín að henni
en Pétur er farinn að velta svolítið
vöngum yfir þessum málum.
Áfengismál eru einnig á dagskrá,
en Pétur og Þórey eru ákveðin í-að
fara ekki út á þá braut. Stjórnmál
eru til umræðu ogbeinist gagnrýn-
in að hvers kyns spillingu, t.d.
braski og skattsvikum. Rauðvíns-
kommar eru hið versta pakk enda
hafa þeir reynt að véla krakkana í
skólanum til að stofna samtök.
Bókmenntafræðingar þykja ofboð
leiöinlegir og fara „æðislega" í
taugarnar á Tínu. Þannig eru hin
ýmsu mál skoðuð og rædd þó efst
beri umræðuna um kristindóminn
og vímuefnaneysluna.
í raunsæisátt
Eðvarð stefnir í raunsæisátt í
þessari sögu. Ekki fer milli mála
að sögusviðið er Reykjavík dagsins
í dag þó að fáir kannist kannski við
poppstjörnuna. Rikka Breiðfjörð,
unglingaskemmtistaðinn Stuðbæ
eða Umbótaflokkinn. Persónu-
sköpun er trúverðugri en í fyrri
bókum Eövarðs og kvenpersónur
fá hér dálitla uppreisn æru. Stelp-
umar em sterkar ekki síöur en
strákamir. Pétur er heilsteypt per-
sóna, pottþéttur náungi, sem hægt
er að treysta, og kemur til með aö
spjara sig í okkar vondu veröld.
Hann sér að það er affarasælla að
næra sig á kóki og tertum en vímu-
gjöfum í veislum því eins og
þingmaöurinn segir á bls. 85: „Fullt
fólk er ekki sjálfrátt gerða sinna,
dómgreindin brenglast."
HH
ndt
Ódý
r
f
g vandaður
naðut
G LÆSIBÆ
Fæst í nýrri j
fatadeild í
SS-búðinni
Glæsibæ.
Barna
vindjakki.
Efni:
35% bómull
65% polyester í
Litir:
rauður
blár
Ijosgrænn
hvitur loðkragi.
Stærðir:
120-170
Verð:
2.824
Nýjar bækur dv
Maóurinn og skáldlð Steinn
Steinarr
Þetta er heiti bókar sem Sigfús
Daöason hefur skrifað um skáld-
bróður sinn Stein Steinarr og
bókaútgáfan Reykholt hefur gefið út.
Steinn Steinarr nýtur sérstöðu
meðal íslenskra ljóðskálda. Ólíkt
ýmsum öðrum orti hann fyrst og
fremst af innri þörf en ekki til að
þóknast fjöldanum. En um leið tókst
honum aö verða skáld fjöldans í rík-
ari mæli en nokkur annar.
í bókinni er efni af ýmsum toga sem
ætla má að varpi ljósi á manninn og
skáldið. Helstu þættir í ævi hans eru
raktir, birtar heimildir um hann og
skáldskap hans. í bókinni er úrval
texta eftir Steinj bæði í bundnu máli
og lausu, og hefur sumt ekki komið
á prent fyrr. Þá hefur tekist að afla
nokkurs magns ljósmynda af skáld-
inu frá ýmsum skeiðum ævi hans.
Prenthúsið annaöist setningu, prent-
un og bókband. Búðarverð bókarinn-
ar er kr. 2.150.
Nýja snyrtihandókin
Komin er út í íslenskri þýðingu
handbók sem íjallar um snyrtingu
almennt og samsetningu snyrtilyfja.
Nýja snyrtihandbókin er þýdd úr
þýsku og er höfundur bókarinnar
Stephanie Faber sem er blaðamaður
og snyrtiráðgjafi. Hún hefur um
langt skeið safnað uppskriftum af
snyrti- og fegrunarlyíjum hvað-
anæva úr heiminum.
Nýja snyrtihandbókin hefur að
geyma yfir 300 bestu uppskriftir Fab-
ers af snyrtilyfjum: hreiniskremum,
næringar- og rakakremum, andlit-
bökstrum og möskum, hörunds-
mjólk og olíum, bætiefnum í baðið
og hársnyrtivörum sem hægt er að
blanda sér með litlum tilkostnaði og
lítilli fyrirhöfn.
Bókin er 264 blaðsíður og fæst í
bókabúðum á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Úranía gefur bókina út,
prentun annaðist Offsetfjölritun,
kápu hannaði Korpus. Verð kr. 1.650.
Hans klaufi og litla hafmeyjan
Út eru komin tvö uppbyggileg ævin-
týri eftir H. C. Andersen. Bæði
ævintýrin eru vel kunn aðdáendum
H.C. Ándersen og koma nú í fallega
myndskreyttum bókum.
Ævintýrin eru Hans klaufi og Litla
hafmeyjan.
Ævintýrið um Hans klaufa er létt
og skemmtileg lesning, bæði fyrir
börn og fúllorðna. Fransouis Crozat
annaöist myndskreytingu bókarinn-
ar.
Litla hafmeyjan er myndskreytt af
Hubert Sergeant. Sagan fjallar um
viðkvæma og sorgmædda sjávar-
prinsessu sem verður ástfangin af
kóngssyni nokkrum og fómar sér
fyrir hann. Þetta er saga um sannan
kærleika.
Verð kr. 650 hver.
Dagatöl 1988
Fíladelfía-Forlag hefur sent frá sér
þrjár gerðir fallegra dagatala fyrir
árið 1988. Dagatölin eru með völdum
ritningargreinum, jákvæðum boð-
skap til hugleiðingar í dagsins önn:
„Sköpunin 1988“, veggdagatal með
myndum úr ríki náttúrunnar. Hveij-
um degi ársins fylgir ritningargrein
og reitur fyrir minnisatriði. Dagatal-
ið kostar 340 krónur.
„Börn 1988“ og „Litlir vinir 1988“.
Hér eru hin vinsælu póstkortadaga-
töl með barnamyndum. Þessum
gerðum er ýmist ætlað að standa á
borði eða hanga á vegg. „Börn 1988“
kosta 250 krónur og „Litlir vinir 1988“
280 krónur.
félagsmAlastofnun
REYKJAVlKURBORGAR
HEIMILISÞJÓNUSTA
Starfsfólk vantar til starfa í hús Öryrkjabandalags
íslands í Hátúni.
Vinnutími ca 2-4 klukkustundir á dag eða eftir sam-
komulagi. Upplýsingar í síma 18800.