Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
DV leitar að fyrirsætum fyrir Ford Models:
Fjórar íslenskar stúlkur hafa náð
frama eftir þátttöku í Fordkeppninni
ur enn verið ákveðinn dagur eða
staður. Sigurlaunin eru 250 þúsund
dalir en það samsvarar næstum tíu
milljónum íslenskra króna. Það
þykja aldeilis ekki neinir smáaurar.
Einnig fær sigurvegarinn ýmsar
gjafir, svo sem demantshálsmen og
pels. Þá er auðvitað tryggður þriggja
ára samningur við Ford Models.
Frægustu fyrirsætur í heimi voru
uppgötvaðar af Eileen Ford og má
þar nefna Jeryl Hall, unnustu Mick
Jaggers, auk margra annarra. Tvær
af þekktustu fyrirsætum íslands
störfuöu fyrir Ford Models, þær
María Guðmundsdóttir og Guðrún
Bjamadóttir.
Það er því til mikils að vinna að
komast á samning hjá Ford Models.
Þær stúlkur, sem hafa lagt fyrir sig
fyrirsætustörf án hjálpar, hafa oft
þurft að ganga lengi á milh ljósmynd-
ara og eyða stórfé í aö láta mynda
sig því að mappa með góðum ljós-
myndum er helsta von tii að komast
áfram. Með því að taka þátt í Ford-
keppninni er hægt að spara sér þá
fyrirhöfn því að Eileen Ford sér um
þær stúlkur sem hún tekur á samn-
ing.
Fjórar íslenskar stúlkur, sem tekiö
hafa þátt í Fordkeppninni hér heima,
eru nú starfandi fyrirsætur. Sú
fimmta, Lilja Pálmadóttir, var einnig
starfandi um nokkurt skeið í Banda-
ríkjunum. Við hittum þrjár þessara
stúlkna milli jóla og nýárs og spjöll-
uðum við þær. Það eru Helga
Melsted, Valgerður Backman og
Andrea Brabin. Þær voru þá allar
heima í jólafríi. Inga Bryndís Jóns-
dóttir, sem vann fyrstu keppnina hér
á landi, var því miður ekki með en
hún er einnig starfandi fyrirsæta.
Sendið myndina ásamt upplýsing-
ar um nafn, heimilisfang, símanúm-
er og aldur í umslagi merktu:
Fordkeppnin, Helgarblað DV, Þver-
holti 11, Pósthólf5380,125 Reykjavík.
-ELA
Fyrirsætustörf á erlendum vettvangi
hafa löngum þótt eftirsóknarverð en
erfitt getur reynst að nálgast þau.
Ein þekktasta umboðsskrifstofa í
heimi á því sviði er Ford Models í
New York. Frá því 1980 hefur Ford
Models haldið mikla keppni fyrir fyr-
irsætur í New York, keppni sem
miUjónir manna fylgjast með í beinni
útsendingu sjónvarpsstöðva í Banda-
ríkjunum. Nokkrar íslenskar stúlk-
ur hafa verið svo heppnar að eiga
kost á því að taka þátt í þeirri keppni
og fjórar hafa náð starfssamningum.
Ein þeirra, Helga Melsted, átti að
vera sigurvegari keppninnar en neit-
aði alfarið þar sem hún taldi sig þá
vera skylduga til að starfa í Banda-
ríkjunum í þrjú ár. Helga, sem þá var
aöeins sautján ára, vildi heldur fara
aftur heim til íslands. Nú er hún vel
þekkt sýningarstúlka í Hollandi og
Þýskalandi og vegnar mjög vel.
Fulltrúar í Fordkepþnina eru vald-
ir í 25-30 londum. Hér er ekki um
eiginlega fegurðarsamkeppni að
ræða því að meginmáli skiptir að
stúlkurnar myndist vel og í húfi eru
atvinnutUboð, hvort sem er í New
York, Ástralíu eða Evrópu.
Undanfarin ár hefur Vikan séð um
að leita eftir fulltrúum fyrir íslands
hönd og komið þeim á framfæri við
Eileen Ford, upphafsmanns Ford
Models, og dóttur hennar, Lacey
Ford, sem nokkrum sinnum hefur
komið til íslands. Nú hefur DV tekið
við af Vikunni aö kynna og sjá um
Fordkeppnina og er henni hér með
komiðafstað.
Þær stúlkur, sem áhuga hafa á að
gerast fyrirsætur erlendis, ættu að
notfæra sér þetta tækifæri og senda
okkur mynd af sér fyrir 9. febrúar
nk. Myndirnar verða síðan sendar
út til umboðsskrifstofu Ford Models
og þar munu þær mæðgur, Eileen
og Lacey, velja fimm tU sex stúlkur
sem keppa munu til úrslita hér
heima. Við það tækifæri kemur hing-
að til lands fulltrúi frá Ford Models
og velur sigurvegara. Síðast urðu
tvær stúlkur sigurvegarar, þær Val-
gerður Backman og Andrea Brabin.
Aðalkeppnin fer fram á Ítalíu eða
í Bandaríkjunum í sumar. Ekki hef-
Valgerður Backman, Helga Melsted og Andrea Brabin starfa allar sem fyrirsætur erlendis og gengur mjög vel. Þær hafa allar verið sigurvegarar í Ford-
keppninni. DV-myndir Kristján Ari.
Andrea Brabin, sigurvegari 1986:
„Heppnin er með mér“
- Andrea hefur náð langt í London, París og New York
Andrea Brabin fékk starfssamning
við Ford Models eftir að hún var
kjörin sem annar sigurvegari keppn-
innar hér á landi 1986. Einnig tók hún
þátt í aðalkeppmnni sem fulltrúi ís-
lands. Hún tók þátt í Fordkeppninni
hér heima að tilhlutan Unnar Arn-
grímsdóttur en Andrea var í Módel-
sámtökunum. „Ég fór fyrst út til New
York eftir úrslitin hér heima, ásamt
Valgerði, í myndatökur. Kom síðan
aftur heim í stuttan tíma en var þá
send út til Englands. Þar var ég í
starfi í átta mánuði en hélt þá til
Paiásar. í London vann ég bæði sem
sýningardama á tískusýningum og
sem fyrirsæta og gat því safnað
myndum sem ég átti ekki. Strax þeg-
ar ég kom til Parísar fékk ég nóg að
gera og komst bæði í Vouge og Elle.
Þar var ég fram að aðalkeppninni í
New York og eftir keppnina fór ég
aftur til Parísar til að ljúka verkefni.
Það tók aðeins tvær vikur og síðan
flaug ég aftur til Bandaríkjanna. Ég
hef verið heppin, hef það mjög gott,
með eigin íbúð, góð laun og nóg að
gera,“ sagði Andrea.
Andrea er nú aftur komin til New
York en núna í janúar fer hún yfir
til Ástralíu til að vinna. „Þar verð ég
í tvo mánuöi. Mér finnst starfið mjög
skemmtilegt, sérstaklega að hitta allt
þetta fólk.“ Andrea er 19 ára og segir
að hún hafi verið 16 ára þegar hún
fékk fyrst áhuga á sýningar- og fyrir-
sætustörfum.
- Myndiröu ráðleggja öðrum
stúlkum að taka þátt í þessari
keppni?
„ Já, ég myndi gera það. Maður
verður fyrst og fremst að vilja það
sjálfur. Starfið krefst þess að maður
sé mikið í burtu frá ættingjum og þaö
er mjög kröfuhart og erfitt. Maöur
verður að vera sterkur. Maður sér
spillinguna í kringum sig og síðan fer
það eftirpersónum hvað þær eru
sterkar. I New York er vinnan ákveð-
in og miklir peningar eru í boði.
Maöur hittir margt frægt fólk þar
sem maður fer og starfið er ákaflega
fjölbreytt," sagöi Andrea enn frem-
ur.
Hún sagði að nánast væri vonlaust
aö fara til New York í leit að starfi
ef ekki væri einhver hjálp. „Þegar
ég kom út var tekið á móti mér og
ég fékk að búa hjá Eileen Ford í fríu
húsnæöi og fæði og allt var gert fyrir
mig. New York er eins og hún er og
það er gott að hafa öruggt skjól á
meðan maður er aö læra að þekkja
umhverfið," sagði Andrea Brabin
sem að öllum líkihdum á mikið eftir
að láta að sér kveða á þessum vett-
vangiánæstuárum.
-ELA