Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Síða 9
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
9
Mynd sem tekin var af Valgerði Backman fyrir timarit á ítaliu. Sannarlega
góð fyrirsæta eins og myndin sýnir.
Andrea Brabin er mjög eftir-
sótt fyrirsæta enda myndast
hún ákaflega vel. Hún hefur
náð frama i London, Paris og
New York og er nú á leið til
Ástralíu. Hún er nitján ára og
getur þvi náð langt á næstu
árum.
i
Valgerður Backman, sigurvegari Ford 1986:
Draumininn er^að
komast til Tokýo
Valgerður Backman bar sigur úr
býtum í Fordkeppninni 1986. Hún
segir að þaö hafi verið vinkona henn-
ar sem hvatti hana til að taka þátt í
keppninni. „Hún bað mig nokkur ár
í röð að taka þátt í þessari keppni en
ég neitaði því, taldi mig ekki eiga
neina möguleika. Ég lét undan árið
1986 og sendi inn mynd og síðan var
haft samband við mig og mér tjáð að
ég hefði verið valin fulltrúi íslands.
Auk mín var Andrea Brabin valin,“
sagöi Valgerður. „Eftir valið fór ég
til New York í boði Ford Models og
dvaldi þar í viku, aðallega í mynda-
tökum. Ég var að ljúka við stúdents-
próf um þetta leyti og hafði því ekki
áhuga fyrir frekara starfi fyrr en eft-
ir skóla. Ég var í Menntaskólanum í
Hamrahlíð og lauk prófi um jóhn
1986.
Eftir það fór ég til Brasilíu, að
beiðni Ford. Þar sem mér fannst þaö
spennandi land sló ég til. Ég var þar
í tvo og hálfan mánuð og fékk mikla
reynslu eri starfið var ekki mjög
spennandi. Þarna var mikil fátækt
og allt óskipulagt. Ég var með um-
boðsskrifstofu og hún sendi mig á
hina ýmsu staði. Ég bjó hjá umboös-
manni Ford ásamt fleiri sýrúngar-
stúlkum og borðuðum við með
fjölskyldunni og vorum þar eins og
heima hjá okkur. Ekkert var hægt
aö fara út á kvöldin og ég var ein-
angruð en gat þó skroppið til Ríó.
Þetta var mikil upplifun enda hef ég
alltaf haft gaman af ferðalögum,"
sagðiValgerður.
Eftir dvöúna i Brasiúu hélt hún
aftur heim og fékk sér vinnu í bak-
arn meðan hún var að íhuga hvað
hún ætti að taka sér fyrir hendur.
„Ég átti upphaflega að fara í aðai-
keppnina hjá Ford en þeir báöu síöan
Andreu að koma, væntanlega þar
sem ég sýndi þessu ekki mikinn
áhuga þá. Ég átti kærasta og hafði
um margt annað að hugsa. Það var
ekki fyrr en seinna að mig langaði
til að reyna aftur fyrir mér á þessum
vettvangi og þá skrifaði ég til um-
boðsskrifstofu í Mílanó og sagðist
hafa áhuga á að koma þangaö. Ég
hafði áður verið skiptinemi á ítaúu
og mér fannst þægilegt að fara á stað
þár sem ég gæti talaö og skúið tungu-
máúð.
Mér var vel tekið í Mílanó og hef
verið þar í fjóra mánuði. Það hefur
gengið mun betur en ég þorði að
vona. Maður er auövitað dálítið rag-
ur fyrst. Mílanó er viss áfangi fyrir
fyrirsætur og þar er mjög gott að
safna myndum og eiga í möppu.
Umboðsskrifstofan er lokuð núna en
ég bíð eftir að hún hafi samband við
mig varðandi áframhaldandi starf.
Það var hugsanlegt að ég fengi starf
núna í janúar við auglýsingagerð,“
sagði ValgerðurBackman. „Efþaö
starf bregst er ég með túboö frá Ham-
borg og ætla þá að taka því.“
- Er starfið spennandi?
„Mér finnst gaman að ferðast og
hitta fólk og þetta er kj örið tækifæri
til þess að láta þá drauma rætast. í
þessu starfi kynnist maður mörgu
skemmtilegu fólki og kynnist um-
hverfmu mjög vel.“
- Er þetta vel launaö?
„í Mílanó er maður nær eingöngu
að safna myndum og það er ekki vel
launað. Ef maður kemst í auglýsing-
ar þá er það vel launað. Þegar fyrir-
sætur eru með myndir frá Múanó
og París eiga þær greiðan aðgang að
New York og Tokýo en á þeim stöð-
um eru peningarnir. ‘ ‘
- Hvererdraumastaðurþinn?
„Það er Tokýo og ég vonast tú að
komast þangað í sumar. Einnig lang-
ar mig að ferðast tú Kína og til Kóreu.
Maður sér bara tú hvaö verður,“
sagði Valgerður Backman sem er
tvítug að aldri. -ELA
Helga Melsted, sigurvegari 1984:
„Er núna fyrst að
uppgötva þetta starf ‘
Helga Melsted er tvítug í dag en hún
var aðeins 16 ára er hún sigraði Ford-
keppnina hér heima. Nýorðin 17 ára
fór hún til New York tú aö taka þátt
í aðalkeppninni, mállaus og með
heimþrá. Hún harðneitaði að vinna
keppninaþarsemhúntaldisigþá .
ekki fá að fara heim til íslands næstu
þrjú árin en það fannst henni óbæri-
Íeg tilhugsun. En hvað kom til að hún
svona ung tók upphaflega þátt í þess-
ari keppni hér heima?
„Ég var hvött af vinum og vinkon-
um og sló tú. Það breyttist aút í lifi
mínu við þetta því ég var bara ósköp
venjuleg skólastelpa. Þegar ég fór til
New York fyrst árið 1984 var ég þar
í tvær vikur. Fór ég svo aftur til að
vinna í þrjár vikur en mig langaöi
ekkert tú að vera í New York og fór
því heim og fór að vinna hér. Hér
heima var ég í eitt ár.
Ég hitti Lacey Ford hér á íslandi
ári seinna og ræddi þá við hana um
að mig langaði til að prófa aftur en
ekki í New York. Ég komst á samning
í Þýskalandi hjá umboðsskrifstofu
Ford, síðan var ég á Ítalíu og í Hol-
landi. Ég hef verið starfandi sam-
fleytt frá því ég fór út,“ sagði Helga
Melsted.
í Hollandi kynntist Helga unnusta
sínum sem einnig er módel. „Ég er
þokkalega ánægð. Ég hef haft mikið
að gera og fæ góð laun. Það koma
að vísu dauðir tímar en svo koma
aftur tímabil þegar mjög mikið er að
gera. Ég hef ekkert hugsað mér aö
breyta til á næstunni nema ef ég
kæmi heim," sagði Helga.
- Myndirþúráðleggjastúlkumaö
taka þátt í þessari keppni?
„Ef þær eru harðákveðnar í að vilja
vera erlendis um lengri tima þá
myndi ég gera það. Aðalatriðið er að
vilja fara frá íslandi. Ef ég hefði dval-
ið áfram í New York á sínum tíma
þá hefði mér örugglega gengiö mikið
betur því mér buðust guú og grænir
skógar en ég hafði ekki áhuga fyrir
því að vera þar. Starfið býður upp á
mjög margt og það er þroskandi.“
- Fannstþérþúekkiofungþegar
þú fórst út í þetta fyrst?
„Aút of ung og ég er eiginlega að
uppgötva starfið núna á þessu ári.
Það tekur langan tíma að laga sig að
starfmu og ef ég væri ekki svo hepp-
in að eiga góðan kærasta, sem hefur
hjálpað mér, væri ég löngu komin
heim," sagði Helga Melsted.
-ELA
neiga Meisted hetur nað langt sem fyrirsæta i Hollandi, Þýskalandi og i
Paris.