Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. 11 Síldin er komin hjá Leikfélagi Reykjavíkur: „Eldraunin hjá okkur systruma segir Iðunn Steinsdóttir sem samdi ásamt Kristínu systur sinni „Þaö er allt gert til aö hafa þessa sýningu sem glæsilegasta. Þetta er „sjó“ meö söngvum og dönsum og öllu sem tilheyrir," segir Iöunn Steinsdóttir, annar höfundur söng- leiksins Síldin er komin, sem frum- sýndur verður hjá Leikfélagi Reykjavíkur á morgun, sunnudag. Systir hennar, Kristín, er hinn höf- undur verksins. „Þetta er eldraunin hjá okkur systrum í atvinnuleikhúsi," segir Ið- unn. „Það ma því rétt ímynda sér hvort viö erum ekki orðnar spenntar aö bíöa eftir frumsýningunni." í Síldin er komin segir frá lífinu í litlum síldarbæ eina sumarstund á síldarárunum margfrægu þegar allir kepptust viö aö safna silfri og lifa hátt. Þaö er því ætlunin að fanga sjálfa „síldarstemninguna" í þessu verki. Síldarstemning Þama kemur fyrir þaö fólk sem einkenndi síldarárin. Fjörið hefst með því að Gullkoppur NS 10 finnur síld í mynni Fagrafjarðar og fólk tek- ur að streyma til fjarðarins. Síldar- stúlkur hrópa eftir salti á planinu en drykkjuhrúturinn Lilli skjögrar um með hjólbörur. Þarna eru ráðsettar húsmæður úr Grindavík og laus- gyrtar bæjardömur. Aflaklóin Ponni á Erlingi KE14 og Konni, stýrimaður hans, rigsa um á klofstígvélum og síldarspekúlantinn er ýmist mold- ríkur eða að fara á hausinn. Þetta er sýning sem sver sig mjög í ætt við þá söngleiki sem hafa verið vinsælir hér á síðustu misseram. Söngleikirnir hafa verið andsvar leikhúsanna við þverrandi aðsókn og tómlæti áhorfenda. Tölur um að- sókn á flest leikrit benda til að áhugi almennings á leiklist minnki stöð- ugt. Söngleikirnir eru þá helsta undantekningin. Fyrir tveim árum setti Leikfélag Reykjavíkur á svið mikinn söngleik eftir Kjartan Ragnarsson. Þetta var Land míns fóður sem er í röö vinsæl- ustu leikverka sem sýnd hafa verið i Iðnó. Þá þegar var mönnum orðið ljóst að viðamiklar skrautsýningar, helst með söngvum, dugðu einar til að bæta aðsóknina að leikhúsunum. Söngleikir alls staðar Nú um jólin hófust sýningar á Vesalingunum, stórsýningu sem gerð er eftir klassískri sögu Victors Hugo. Þessi sýning hefur slegið í gegn eins og yfirleitt allir söngleikir sem færðir hafa verið upp. Á Akur- eyri hefur rykið verið dustað af Pilti og stúlku, söngleik Emils Thorodd- sen, og á morgun ætlar Leikfélag Reykjavíkur að bæta um betur og sýna endurgerð af söngleiknum Síld- in er komin eftir þær Iðunni og Kristínu Steinsdætur og með söngv- um Valgeirs Guðjónssonar. Land míns fóður var sýnt í Iönó sem tæpast rúmaði sýninguna. Leik- félagið hefur enda hætt við aö reyna frekar á þanþol gamla bárujárns- hússins við Tjörnina. Á síðasta vetri var gert viðamikið leikverk úr sög- um Einars Kárasonar og það sýnt í skemmum Bæjarútgerðarinnar vest- ur á Meistaravöllum. Nýja síldar- óperan hefur einnig fengiö inni i því húsnæði. Þar var fyrir fáum árum unnið í fiski þótt þar hafi síld ekki verið söltuð. Frumgerð þessa leikrits var frum- sýnd á Húsavík fyrir rúmu ári og síðasta vetur var verkiö sýnt hjá nokkrum áhugaleikfélögum úti á landi. Þá var tónlistin þekktir slagar- ar frá síldarárunum og samdi Iðunn nýja texta við þá. Hún er reyndar margreynd í textagerð og samdi m.a. textann við Jón er kominn heim sem var mikið sunginn fyrir nokkrum árum. Nú hefur Stuðmaðurinn Val- geir Guðjónsson samið 22 ný lög og texta við þau. Texta sjálfs verksins hefur einnig verið breyft lítillega. „Spennandi að sjá nýja út- gáfu.“ „Það voru þeir hjá Leikfélaginu sem fengu hugmyndina að þessari leiksýningu og að semja við hana nýja söngva,“ segir Iðunn. „Okkur systrum leist vel á hugmyndina og þótti spennandi að sjá verkiö í nýrri útfærslu. Allir höfundar eru sjálfsagt íhaldssamir á sín verk. Við erum það líka þótt við höfum ekkert á móti þessum breytingum erida er frum- gerðin annað verk. Ég samdi söng- textana við lögin í fyrra verkinu og gat í fyrstu hugsað mér að semja einnig textana við nýju lögin. En þetta eru lögin hans Valgeirs og hann vildi semja textana sjálfur. Ég er heldur ekki viss um að ég hefði getað það. Þrátt fyrir breytingarnar er þetta ekki nýtt verk,“ segir Iðunn. „Per- sónurnar eru enn þær sömu og söguþráðurinn er óbreyttur. Það sem breyst hefur er að áður var þetta gamanleikur með söngvum en nú er þetta söngleikur. Að mínu viti er það töluverð breyting." Tónlistin ber þess greinileg merki að þar hefur Stuömaður um vélt og í textunum skýtur „Stuðmannahúm- orinn“ áf og til upp kollinum. „Ég get ekki dæmt um hvort þetta er betri eða verri tónlist en slagarar síldarár- anna,“ segir Iðunn. „Ég geri ráð fyrir að það verði skiptar skoðanir um það meðal þeirra sem sáu fyrri gerðina. Með gömlu tónlistinni rifjaðist um stemningin sem þeir þekkja sem liföu „Mig langar til að drepa einhvurn." Síldarballið í hámarki hjá Konna stýri- manni. Það er Hjálmar Hjálmarsson sem leikur. Drykkjuhrúturinn Lilli hefur komist í óþrotlegar birgðir af sénever. Það er Eggert Þorleifsson sem leikur Lilla. DV-myndir GVA sfldarárin en þessi á vafalaust betur við unga fólkið.“ Auk söngsins hefur dönsum veriö bætt við og voru þær Hlíf Svavars- dóttir og Auður Bjarnadóttir ráðnar til þess verks. Á sýningunum leikur hljómsveit undir stjórn Jóhanns G. Jóhannssonar þannig aö allur um- búnaðurinn miðast viö stórsýningu. „Eins og í öllum söngleikjum er mikið um að vera á sviðinu,“ segir Iöunn. ,3 sýningunni eru þó ekki sjálfstæð dansatriöi nema þegar boð- ið er upp á sfldarball. Það kemur þó oft fyrir að hreyfmgar leikaranna eru með dansblæ. T.d. eru hreyfingar sfldarstfllknanna stílfærðar.“ Frumraunin Síldin er komin er fyrsta leikritið sem þær Iðunn og Kristín skrifa fyr- ir leiksvið. Áður hafa þær samið tvö útvarpsleikrit. Annað þeirra er verö- launaíeikritið 19. júní sem flutt var í útvarpinu á síðasta ári og einnig á sviöi austur á Hornafirði, þá með söngtextum. „Það má segja aö við prufukeyrum úti á landi áður en lagt er til atlögu við atvinnuleikhúsin," segir Iðunn. „Okkur flnnst mjög gaman að vinna með áhugaleikhópum og fylgjumst eftir fóngum með vinnunni hjá þeim.“ Tuttugu og tveir leikarar taka þátt í sýningunni. Margir þeirra eru af yngstu kynslóö leikara en þarna eru einnig margreyndir leikarar á borð við Jón Sigurbjörnsson, Kjartan Ragnarsson, Guðrúnu Ásmundsdótt- ur, Karl Guðmundsson og Jón Hjartarson. Leikstjóri er Þórunn Sig- urðardóttir og Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd og búninga. -GK ÆFINGASTÖÐIN ENGIHJALLA8 Upplýsingar og innritun í síma 46900, 46901 og 46902. í húsi Kaupgarðs. SÍMAR 46900, 46901 OG 46902. / AEROBIC: 4 Ný námskeið hefjast Allar nýjungar í aerobic kennslu hjá okkur. Lítið af hoppi. Innritun er hafin. 1^1 KVENNALEIKFIMI: W # Hinir vinsælu kvöldtímar byrjaöir aftur. : § 1 v TÆKJASALUR: í ^ Bjóðum upp á stærsta og besta tækjasal á landinu. Þrek- þjálfun fyrir fólk á öllum aldri, vaxtarrækt og styrkjandi þjálfun fyrir hvers konar íþróttafólk. Getum tekið á móti stórum hópum. \ \ KONUR: '* Sérþjálfun fyrir konur í tækjasal með upphitun og teygjuæf- ingum á mánud., miðvikud. og föstud. kl. 14.00. (I Höfum fengið sendingu af hinu viðurkennda MULTI KRAFT próteini frá Þýskalandi, ásamt megrunarfæði sem margir hafa beðið eftir. Im DAGSKRÁ I LEIKFIMISAL: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. kl. 18 Aerobic 1 kl. 18. Átak í megrun kl. 18 Aerobic 1 kl. 18. Átak i megrun kl. 18 Aerobic 1 kl. 11 Aerobic 1 kl. 19 Kvennal. kl. 19 Kvennal. kl. 20 Aerobic 2 kl. 20 Aerobic 1 kl. 20 Aerobic 2 kl. 20 Aerobic 1 kl. 20 Aerobic 2 OPNUNARTiMI STODVARINNAR Mánud. 14-22, þriðjud. 12-22, miðvikud. 14-22, fimmtud. 12-22, föstud. 12-21, laugard. 11-18 og sunnud. 13-16. Ath.l Afsláttur fyrir hópa og skólafólk. Hringdu strax og láttu innrita þig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.