Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Page 13
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
13
Reykjavík 5. jan. 1988
Kæri vin
Gleðilegt ár og takk fyrir þau
gömlu. Það var leitt að við gátum
ekki hist yfir hátíðarnar - en gam-
an að þú hringdir þarna milli jóla
og nýárs, kvöldið áður en þú fórst
aftur út. En ég skil það ósköp vel
að þú slappst ekki við öll þessi fjöl-
skylduboð. Leiðinlegt að heyra aö
boðið hjá Ebbu frænku leystist upp
í skammir og rifrildi. Þið hafið þó
verið heppin að allt endaði ekki í
slagsmálum eins og sagt er að orðið
hafi örlög margra jólaboða aö þessu
sinni. Eitthvað var víst um átök í
nýársboðum líka og enn takast
menn á í þinginu. Þar hafa verið
teknir upp þeir siðir að menn stíga
í pontu og lesa uppúr gömlum dag-
blöðum lon og don ellegar þeir fara
í ræðustól og þegja sem fastast í
hálftíma eða svo. Fréttir af þessu
háttalagi hafa orðið tii þess aö hiö
ólíklegasta fólk er farið að velta því
fyrir sér hvort það hafi ekki hæfi-
leika til þingmennsku. Ég segi fyrir
mig að ég treysti mér alveg til að
lesa uppúr blöðunum á Alþingi,
jafnvel auglýsingasíðurnar líka. En
skaupin eru framin víðar en á Al-
þingi og auðvitað var sjónvarpið
með áramótaskaup að venju. Und-
anfarin ár hefur mátt treysta því
að sjónvarpsskaupið gæfi lands-
mönnum tilefni til að rífast í
lesendadálkum dagblaðanna þar
sem sumir hafa tætt þaö í sig með-
an aðrir hæla því í hástert. Oft
hafa þessar deilur staðið langt fram
eftir janúar og oftast verið
skemmtilegri en skaupið sjálft. En
nú var sjónvarpsskaupið svo slétt
og fellt að ég óttast að það veröi
ekki einu sinni tilefni til ósættis á
heimilum eða vinnustöðum, hvaö
þá í blöðunum.
Aðdáandi Steingríms
Ég hafði hægt um mig yfir hátíð-
amar en skrapp þó í heimsókn til
kunningjahjóna eina kvöldstund.
Um leið og þau fögnuöu mér í for-
stofunni komst ég ekki hjá því að
sjá og finna að þau vora nýkomin
úr jólaboði þar sem greinilega hafði
verið veitt vel. Mér sló hreinlega
fyrir bijóst og er þó ýmsu vanur.
Húsbóndinn, mikill framsóknar-
maður, leiddi mig reikulum skref-
um að sófanum og frúin sló niður
fólnaða jólastjörnu um leið og hún
færði mér kaffið. Maðurinn byijar
strax að útlista fyrir mér ágæti
Framsóknarflokksins og þá eink-
um formanns hans; segir meðal
annars að Steingrímur Hermanns-
son sé nú tvímælalaust vinsælasti
stjómmálaforingi Vesturlanda og
vitnar bæði í Tímann og Helgar-
póstinn máli sínu til stuðnings;
kveikir sér síðan í risastórum
vindli og lítur þá út eins og Albert;
stendur uþp og bendir mér að gera
hið sama; leggur vinstri handlegg
yfir herðar mér en bendir með
vindli hægri handar á risastórt
málverk uppi á vegg og spyr ákafur
og stoltur:
- Veistu hver málaöi þetta?
Ég rýndi í skiliríið, sem er ábyggi-
lega einir tveir metrar á lengd og
hálfur á hæð, og þess vegna tók
nokkurn tíma að átta sig á þessu.
Þó greindi ég fljótt að þarna mátti
greina vangasvip manns sem húkti
úti í hrauni eða einhveiju álíka
landslagi. En mér súrnaði svo í
augum af vindlareyknum að ég átti
erfitt með að gera mér grein fyrir
því hvort þetta væri listaverk eða
ekki.
Húsbóndanum leiddist að bíða
eftir svari frá mér og mælti með
alvöruþunga:
. - Þetta er eftir Steingrím. Hann
Löng hátíð
er að baki
lék sér að því að mála þetta. Mig
minnir að hann hafi málað þetta í
fylliríi en nú er hann alveg hættur.
Ég var ekki alveg viss hvemig ég
ætti að taka þessu. Var rannið af
Steingrími eða var hann hættur að
mála? Hef raunar aldrei heyrt hann
bendlaðan við drykkju eða malerí,
enda minnir mig að tómstunda-
gaman hans felist í smíðum og
skíðum.
En ég spyr upp á von og óvon:
- Málar hann fyrir flokkinn?
- Hann málar fyrir alla flokka,
segir húsráðandi, og ég skil hvorki
upp né niður. Það hlýtur að hafa
verið blandað sterkt í jólaboðinu.
Spyr svo hvort Steingrímur hafi
haldið sýningu.
- Sýningu? Fylgistu ekki með eða
Bréftil vinar
Sæmundur Guðvinsson
vitnið svarar símanum. Dómari
byrjar að kvarta undan þvi hve
erfitt hafi reynst að ná sambandi
og enginn á vinnustað mannsins
hefði getað gefið svör um það hve-
nær hann kæmi aftur til starfa. Þá
svarar vitnið gremjuþranginni
röddu:
- Nú, maður verður nú að fá tíma
til að jafna sig eftir hátíöamar.
Nú er það svart
Ég var aö glugga í áramótahug-
leiðingar „aöila vinnumarkaðar-
ins“ sem birtust í dagblöðum.
Yfirleitt voru menn fremur svart-
sýnir þá þeir litu fram á veginn.
Ég er ekki hissa á því og kemur
mér ekki á óvart. Yfirleitt era þess-
ir svonefndu aðilar ekki mikhr
bjartsýnismenn- Kannski ekki
ur aldrei reynt að draga kjark úr
þjóðinni þótt hún hafi vissulega
uppi varnaðarorð þegar það á við.
Hún benti á að það væri ekki nóg
að tala og skrifa um þær hættur,
sem steðja að íslenskri tungu, meö-
an lítið væri aðhafst í verki til að
vemda og efla tunguna. Þetta vora
orö í tíma töluð. En þaö var ekki
nóg með að innihald ávarpsins ætti
erindi til allrar þjóðarinnar heldur
var það svo vel flutt að til eftir-
breytni er fyrir ýmsa þá sem hafa
af því atvinnu að koma fram fyrir
alþjóð. Ég held að það væn ekki
vanþörf á aö senda ávarp forseta á
spólu til útvarps- og sjónvarps-
stöðva og leika það nokkrum
sinnum fyrir þá sem þar koma
fram en flytja texta meö svo annar-
legum framburði að helst mætti
hvað? Hann Steingrímur er ábyggi-
lega búinn að sýna hátt í hundrað
sinnum. Þá skildi ég loks að hann
var ekki að tala um Steingrím Her-
mannsson.
Löng hátíð
Það tekur sjálfsagt sinn tíma fyr-
ir marga að jafna sig eftir þessa
löngu hátíð jóla og nýárs. Þetta er
misjafnt hvað hátíðin er löng hjá
mönnum. í þessu sambandi dettur
mér í hug það sem fram kom í
dómsskjölum sem ég las fyrir
nokkrum árum. Dómarinn lét sér-
staka skýringu fylgja dómsorðun-
um þar sem hann greindi frá því
hvers vegna dómur gekk svo seint.
Ein af ástæðunum var sú aö það
gekk ákaflega illa að ná tali af mik-
ilvægu vitni í málinu. Hér var um
að ræða háttsettan mann í stofnun
í Reykjavík. Það var í byijun des-
ember sem byijað var aö hringja
til viðkomandi en aldrei hittist svo
vel á að hann væri á vinnustað
þegar hringt var. Þegar farið var
að ganga á símastúlkur hvenær
helst mætti búast viö að maöurinn
væri við störf gáfu þær loðin svör
en bentu á að fólk þyrfti að hafa
tíma til að undirbúa jólin.
Er ekki að orðlengja það að ekki
tekst að ná til mannsins fyrir jól
en dómari byrjar að reyna aftur
um leiö og áramótin eru liðin. Enn
fer allt á sama veg og fyrir jól, nema
hvað nú eru þau svör gefin að
maðurinn hafi bara ekki sést á
vinnustað eftir áramótin. Loks fer
dómara að leiðast þófið og hringir
sjálfur heim til vitnisins að kvöld-
lagi þá þrjár vikur voru liðnar af
janúar. Bregður þá svo við að sjálft
hægt að ætlast til þess því þarna
er verið að spá í kaup og kjör. Vita-
skuld geta atvinnurekendur ekki
sagt að þar sé allt í lukkunnar vel-
standi og útlitið með fádæmum
gott. Þá rísa bara fulltrúar laun-
þega upp og heimta hærri laun í
hvelh fyrir sína umbjóðendur. Og
auövitað geta verkalýðsrekendur
ekki lýst þvi yfir að sitt fólk hafi
það gott því þá segja bara vinnu-
rekendur að lýðurinn þurfi ekki
hærra kaup. Þess vegna er um að
gera að vera svartsýnn og þungur
í áramótagreinum ef maður er að-
ili vinnumarkaðarins.
Ávarp forseta
Þá þótti mér uppbyggilegra að
hlýða á nýársávarp forseta íslands,
Vigdísar Finnbogadóttur. Hún hef-
ætla að þar færu útlendingar sem
enn hefðu ekki náð góðum tökum
á íslensku eða þá börn sem ekki
væru búin að ná tökum á lestri.
En auðvitað eru ekki allir undir
sömu sök seldir í þessum efnum.
Sumir koma sínu vel til skila.
Farið að hausta
Af veðrinu er það helst að frétta
að þáð er loks farið að hausta fyrir
norðan og víðar á landinu. Það má
því búast við að veturinn sé
skammt undan hér á suðvestur-
hominu og ekkert við því að gera.
Eins og þú veist era elstu menn í
flestum byggðarlögum orðnir svo
dolfallnir yfir tiðarfarinu að það er
ekki einu sinni hægt að hafa eftir
þeim að þeir muni ekki annaö eins.
Með þessu kveð ég þig að sinni.
Sæmundur