Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Side 14
14
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
Frjálst,óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Atkvæði greidd í verki
Fólk greiðir atkvæði með ýmsum öðrum hætti en í
kosningum einum. Það gerir það með því að haga sér á
þennan veg frekar en hinn, þegar það á um kosti að
velja. Niðurstöður þessara atkvæðagreiðslna fólks úti í
bæ eru oft þveröfugar við það, sem stjórnvöld mæla með.
Ríkisstjórnin hefur undanfarna mánuði tjáð fólki, að
gengi íslenzku krónunnar yrði áfram haldið föstu, enda
væri lítið gagn í gengislækkun, sem mundi leiða til auk-
innar verðbólgu. Ef fólk hefði tekið mark á þessu, hefði
það ekki flýtt sér að kaupa innfluttar vörur.
Þeim mun meiri ástæða var fyrir fólk að fara sér að
engu óðslega 1 kaupum á gjafavörum og tízkuvörum í
desember, að ríkisstjórnin hafði boðað tollalækkun
þessara leikfanga peningafólks á kostnað nauðsynja lág-
tekjufólks, sem lifir á fiski, grænmeti og ávöxtum.
Ennfremur hafa ráðherrar á undanförnum vikum og
í áramótaprédikunum tekið undir gagnrýni á háa raun-
vexti, sem séu að shga atvinnulífið, húsbyggjendur og
þjóðfélagið í heild. Ef fólk hefði trúað þessu, væri það
nú að kaupa spariskírteini, meðan vextir eru enn háir.
í rauninni flæddu peningar um þjóðfélagið í síðasta
mánuði. Kaupæðið fyrir jólin var gífurlegt. Greinilegt
var, að margt fólk hafði mikið eyðslufé handa milli.
Ennfremur var augljóst, að það lagði ekki peningana
fyrir, heldur vildi koma þeim í lóg sem allra fyrst.
Ef þetta fólk hefði trúað, að tímabili hárra raunvaxta
væri um það bil að ljúka, hefði meira af því keypt sér
og sínum ríkisskuldabréf eða aðra pappíra hinna háu
vaxta, til dæmis sem jólagjafir. Þannig hefði það varð-
veitt hinar háu vaxtatekjur mörg ár fram í tímann.
Þetta hefði auðvitað hlaðið upp peningum í stofnun-
um, sem taka við fé til útlána. Hið þveröfuga gerðist í
desember, að lausafjárstaða banka versnaði svo snögg-
lega, að aukning innlána varð í heild minni á síðasta
ári en árið áður, þrátt fyrir töluvert góða byrjun.
Tiltölulega mild verðbólga var um nokkurra mánaða
skeið árið 1986 og fram á 1987. Þetta olli háum raun-
vöxtum, sem hefðu gert sitt gagn og lokið ætlunarverki
sínu, ef verðbólgan hefði haldizt í skefjum. Um síðir
hefði þjóðin farið að spara og ríkið hætt að sóa.
Aldrei reyndi á, hvort raunvextirnir næðu þessum
árangri og gætu síðan lækkað aftur. Verðbólgan var
vaxandi í fyrra og hungur ríkisins í lánsfé var áfram
óseðjandi. Hins vegar eru ráðherrarnir, sem eyðilögðu
tilraunina, farnir að kvarta um, að vextir séu of háir.
Ef raunvextir yrðu nú lækkaðir með handafli, yrði
enn minna fé lagt til hliðar og skömmtun lánsfjár yrði
enn strangari en nú. Það mundi bæta hag þeirra, sem
hafa pólitískan forgang að lánsfé, en spilla stöðu allra
hinna, sem ekki teljast til gæludýra kerfisins.
Ríkisstjórnin hefur ekki aðeins klúðrað jafnvægi
lánamarkaðarins, heldur hefur hún valdið þjóðinni
ómælanlegu fjóni með fastgengisstefnu, sem hefur gert
innfluttar vörur óeðlilega ódýrar og kallað á óhóflegan
innflutning, svo sem við sáum bezt í jólaösinni.
Þjóðin trúir ekki ríkisstjórn, sem nú segist ætla að
halda genginu fóstu og jafnvel lækka raunvexti. í des-
ember notaði fólk ekki sparifé sitt til að ná til langframa
í háa raunvexti, heldur til að kaupa útlendar vörur á
hagstæðu gengi, meðan það taldi vera enn vera tækifæri.
Með þessu er fólk að greiða atkvæði gegn veiklund-
aðri ríkisstjórn, sem er farin að kenna ógerðum kjara-
samningum um hagtjón, er stjórnin hefur þegar unnið.
Jónas Kristjánsson
Skaup
forsætisráðherra
Þaö er gamall og góður siöur að
strengja heit um áramót. Margir
sverja aö gera þaö sem er hollt og
gott: ganga á Hornstrandir, fara í
sund, klára prófin, gera upp reikn-
inga sína. Aörir vinna dýran eið
aö því að hætta að gera þaö sem
er vont og óhollt: sumir aö hætta
að reykja, aörir aö hætta að drekka,
hætta að slá, hætta aö vera í fýlu.
Svardagamir eru misjafnlega há-
tíðlegir. Menn lofa stundum svo
miklu að þeim verður ógjörningur
að standa við orð sín. Það eru tals-
verö hyggindi að lofa bara nógu
litlu sem auðvelt er að efna. Mér
fannst til dæmis gott hjá ágætri
vinkonu minni að sverja þess dýr-
an eið að hafa aldrei framar skoðun
á áramótaskaupi. Þetta vinsælasta
áhorfsmál sjónvarps allra lands-
manna verður jafnan tilefni til
karps og stælna fyrstu daga ársins.
Menn ýmist fussa og sveia, eða lofa
og fagna. Sumir fara út í saman-
burð við skaupin í fyrra og hitti-
fyrra, jafnvel allt aftur í Flosa.
í talfæri
Jón Hjartarson
Kannski aö ráðherrarnir taki alfarið á sig það ómak að sjá um spaugið
fyrir þjóðina um næstu áramót.
Þannig geta þetta orðiö hinar lífle-
gustu þrætur í tvo þrjá daga. - Og
það er altént ágæt regla að vera
ekki að argast í smáatriðum og
ákveða bara að skaupið hafi veriö
nákvæmlega eins og næsta manni
finnst það hafa veriö.
Stjórnskipað nýársheit
Þjóðin fékk raunar, í jóla- og ný-
ársgjöf, fyrirheit frá ríkisstjóm
sinni. Og stjórnin hefur nú þegar
efnt heit sitt. Þetta er loforð um
meiri rakspíra, en minni fisk og
grænmeti. Ríkisstjórnin hefur sem
sagt tekið ómakiö af þjóöinni hvaö
heitstrengingar varðar aö þessu
sinni. Sem sagt: Þjóðin á að borða
minna því það verður dýrt spaug.
Hún á aö fara í megrun.
Forsætisráðherra kom líka í sjón-
varpið á gamlárskvöld eins og
skaupið og flutti ávarp, það var ríf-
andi létt, skáldlegt og skemmtilegt,
eins og slík ávörp eiga aö vera.
Hann sagöi meðal annars: „Hlut-
verk íslendinga er sannarlega
meira en svo að þeir hafi efni á að
slíta sundur afl sitt. Nú er stund til
þess að draga þær línur í framtíðar-
myndinni sem við getum sameinast
um,“ sagði hann.
Línurnar, sem forsætisráðherra
talar þarna um, em náttúrlega
mjóu línurnar. Hann vill að þjóðin
haldi línunum og ennfremur að
menn séu ekki að „slíta sundur afl
sitt“, það er: þeir eiga ekki að vera
að bítast um bitana heldur una
hver við sitt og éta eftir efnum og
aðstæöum. - Forsætisráðherra
sagöi í þessu samhengi aö menn
ættu ekki: „að ala á sundurþykkju,
úlfúð, trega og svartsýni“. Þetta er
hárrétt hjá ráðherranum, fólk gerir
allof mikið að því að ergja sig yfir
smámunum. I raun skiptir það
heldur ekki svo miklu máli þegar
mjög grannt er skoðað hvort menn
hafa 10 til 20 þúsund krónur til
ráðstöfunar á mánuði ellegar 100
til 200 þúsund. Sennilega er þó öllu
betra að hafa minna.
Lifum á arfinum
Enda er það í raun og veru ekki
forsenda þess að „íslendingar em
sjálfstæð þjóð“ að hún hafi í sig og
á, samkvæmt áramótaboðskap for-
sætisráðherra, heldur er þaö gamli
þjóðararfurinn sem heldur okkur
lifandi sem þjóð. Þarna er ráðherra
aö vitna tfl þess sögulega sam-
hengis sem allir þekkja, að þjóðin
hefur jafnan lifað og dáið fyrir bók-
menntaarfmn og jafnvel lagt sér
hann til munns. Og þessi arfur er
enn í dag okkar dýrasta eign, þótt
margnagaður sé og trosnaður,
sameign þjóðarinnar, líka kannski
það eina sem hún á sameiginlegt.
Það er eðlilegt að þessi miklu og
frægu verðmæti okkar séu dregin
fram í dagsljósið þegar syrtir í ál-
inn í þjóðarbúskapnum og hag-
vöxtur minnkar. Þannig hefur það
alltaf verið.
Þetta ættu launamenn og verka-
lýðshreyfmgin að hafa hugfast í
stað þess að láta eins og vitlausir
menn í kröfugerð og annarri
ósvífni og tefla með því „þjóðfélagi
mannhelgi menningar og velferð-
ar“ í tvísýnu. Þeir sem ala á slíkri
sundurþykkju, úlfúð, trega og
svartsýni ættu að líta á björtu hlið-
amar, tfl dæmis þá ánægjulegu
staðreynd að túttur og tannburstar
lækka í veröi um 40%!
Hinu er ráðherra náttúrlega klár
á, og við hin líka, að þjóðararfur-
inn, fornbókmenntirnar, er
nokkuð, sem fólk snertir ekki þegar
vel árar. Fólk er ekkert aö káfa á
þessu í hillunum hjá sér að óþörfu.
Fólk innbyrðir menninguna orðið
á allt annan hátt. Almennt má segja
að menningar- og manngildishug-
sjónir íslendinga hafi fengið nýja
vídd við ljósvakabyltinguna og séu
að verða miklu líflegri og skemmti-
legri en áður var, samanber
þjóðkvæðið alkunna: „Mamma
beyglar alltaf munninn,“ sem hvert
mannsbam kann utan að, betur en
faðirvorið.
Mótun barnanna okkar
Forsætisráðherra ræddi líka um
börnin okkar og sagði: „í daglegu
starfi og með afstöðu tfl manna og
málefna erum við að móta framtíð
og starfsvettvang“ þeirra. Þarna á
ráðherrann Vitaskuld við þá stefnu
íslenskra stjórnvalda að útloka sér-
menntaöa áróðurshópa á borð við
fóstrur frá uppeldi barna. Það er
stefnan að börn eigi ekki að vera á
dagheimflum, eða þvílíkum hælum
og lastabælum, heldur á raun-
verulegum heimilum. Og þótt fáir
eða engir hafi efni á því aö vera
heima hjá sér yfir börnum sínum,
þá er sá möguleiki fyrir hendi að
koma þeim í vist á öðrum einka-
heimilum, hjá svokölluðum „dag-
mömmum". Við vitum náttúrlega
að þar sitja þau ekki á stofugólfmu
og hlusta á íslendingasögurnar.
En, þau horfa þó á „vídeó“ og búa
sig undir framtíðina sem við ætlum
að skapa þeim. - Og ef grannt er
skoðað má raunar segja að Tommi
og Jenni séu mjög í anda íslend-
ingasagnanna. Að maður tali nú
ekki um my little pony.
Það má segja að forsætisráðherra
hafi tekist vel upp að þessu sinni
og alls ekkert síður en spaugurun-
um í skaupinu, og í sumum grein-
um miklu betur. Kannski að
ráðherrarnir taki alfarið á sig það
ómak að sjá um spaugiö fyrir þjóð-
ina um næstu áramót. En það
verður líka eflaust dýrt spaug.