Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Side 16
16
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988.
Blaðamennirnir Anna Bjarnason
og Atli Steinarsson heilsa nýju ári
í nýjum heimkynnum. Þau fluttu
búferlum til Bandaríkjanna um
áramótin og ætla aö setjast aö í
Denver í Colorado. Anna hefur ve-
riö potturinn og pannan á neyt-
endasíöu DV um árabil, óþreytandi
við að gera ýmiss konar verðkann-
anir og láta lesendum í té góðar
uppskriftir.
Anna hefði hugsanlega getað
Bjarnadóttir og Þorsteinn Thorar-
ensen skutu okkur ref fyrir rass.
Við vorum mánuði of sein, ef svo
má að orði komast. Brúðkaups-
dagurinn var engu að síður mjög
merkilegur dagur. Þann dag var
almyrkvi á sólu, í eina skiptiö á
allri öldinni held ég megi segja.
Pabbi og Atli fóru ásamt fleirum
fyrir Moggann austur í Landeyjar
um morguninn og það varð að
fresta brúðkaupinu til klukkan
fyrirmyndar þar frekar en annars
staðar. En „the American way of
life“ finnst mér vera mjög
skemmtilegur lífsmáti.
Ég er líka orðin dálítið þreytt á
öllu hér heima, sérílagi neikvæð-
um fréttum. Það virðist allt vera
ómögulegt hjá öllum eða svona
næstum því.
Þessi þreyta held ég að stafi af
því að í blaðamennskunni hér er
maður bókstaflega inni á gafli alls
Anna Bjarnason:
„Ég er ábyggilega
voAalega gamaldags og
íhaldssöm."
starfað á allt öðru sviði. „Ég ætlaði
mér tvennt þegar ég var lítil; að
verða blaðamaður eða leikkona.
Ég reyndi fyrir mér á sviði en
fannst leikhússtússið ekki eiga við
mig þegar allt kom til alls. Svo ég
skellti mér í blaöamennskuna eftir
4. bekk í Verslunarskólanum og
byrjaði aö vinna á Mogganum 1951,
þá sautján ára. Og það var einmitt
þar sem við Atli kynntumst.
Við ætluðum okkur upphaflega
að verða fyrstu hjónin í blaða-
mannastéttinni. En Sigurlaug
fimm um daginn, þannig að öruggt
væri að þeir kæmust til baka í tæka
tíð.“
Ameríkuveikin
- Hver er ástæðan fyrir því að
þú flyst vestur um haf?
„Það er nú kannski af því að mig
hefur alltaf langað til að dveljast í
Ameríku og þá ekki bara sem
ferðamaður. Ég hef verið haldin
eiginlegri „Ameríkuveiki" allt frá
barnæsku. Auðvitað er ekki allt til
staðar, á kafi í alls konar málurn,
nokkuð sem tæpast þekkist í stærri
samfélögum."
A tímamótum
„Ég verð mjög meðvituö um
þessa nálægð þegar ég kem heim
eftir að hafa eytt einhverjum tíma
erlendis. Ekki hefur maður fyrr
kveikt á útvarpi eða sjónvarpi el-
legar lesið blöðin en það hellist yfir
mann atvinnuleysi, verkfóll, skort-
ur á barnaheimilum, fóstrum og
guö veit hvað. Enginn virðist hafa
nægilega góð laun en samt geta
flestir leyft sér allt. Og svo er ríkinu
gert að bjarga öllu saman.
En maður sér náttúrlega að þetta
er ekki rétt. Fólk hefur þaö mjög
gott hér. Ég satt best að segja skil
þetta ekki og er orðin þreytt á þess-
um sífelldu kvörtunum, alveg
dauðþreytt."
- Ætlar þú þá að láta þig hverfa
í mannhafið í Bandaríkjunum,
hreinlega týnast?
„Nei, auðvitað ætla ég mér ekki
að gera það. Það er í eðli mínu að
berjast áfram eins og hinir. Ég er
í sjálfu sér á ákveðnum tímamót-
um. Ég hef unnið á neytendasíð-
unni með hléum í ein tíu ár. Á
sínum tíma byggði ég þetta upp
með aðstoð Jónasar Kristjánsson-
ar. Þá var þetta nýmæli; við skrif-
uðum hreint út úr pokanum og
sögðum nákvæmlega það sem okk-
ur fannst. En síðan hafa margir
fetað í fótspor okkar og þá finnst
mér einhvern veginn ekkert spenn-
andi aö fást við þetta lengur. Mér
finnst gaman að takast á við eitt-
hvað nýtt.
Það skiptir líka nokkru máli í
sambandi við þennan brottflutning
að dóttir okkar býr þama úti. Okk-
ur langar að vera nærri henni og
kynnast fjölskyldu hennar betur.
Nú og yngri sonur okkar hefur auk
þess verið viö nám í Bandaríkun-
um og hann hefur mikinn hug á
að setjast þar að.“
Fréttir úr mannlífinu
- En hvaö ætlar þú að taka þér
fyrir hendur ytra, helga þig barna-
börnunum eingöngu?
„Nei, ekki algerlega. Ég ætla að
halda áfram að skrifa fyrir DV sem
fréttaritari. Svo förum við Atli
hugsanlega að þýða, jafnvel semja
eitthvað sjálf. Við erum með eitt
og annað í pokahorninu, án þess
að ég vilji útlista það nokkuð frek-
ar.“
- Þú munt þá væntanlega þefa
uppi skemmtilegar og jákvæðar
fréttir úr mannlífinu vestra?
„Einmitt og alls ekki póhtískar
fréttir. Ég ætla að senda efni sem
mér sjálfri þætti gaman'að lesa.
Jafnvel segja frá því hvernig fólk
hefur það í Bandaríkjunum; ekki
bara hvað þjóðin sé vond viö svert-
ingja og slíkt, heldur útskýra fyrir
fólki ýmislegt sem mig sjálfa hefur
lengi langað til að vita. Hvemig
daglega lífið gengur fyrir sig og
bera það saman við hvemig hlut-
irnir eru hér heima. Þá kannski
HANDKNATTLEIKSLANDSLIÐ I HEIMSKLASSA!
Á ólympíuleikunum 1984 og heimsmeistarakeppninni 1986 átti ÍSLAND 6. besta landslið heims.
ÞINN stuðningur getur gert gæfumuninn á ólympíuleikunum í Seoul 1988.
AFRAM ISLAND
14. desember 1987 var dregiö um 15 bíla.
5 SUZUKI FOX komu upp á eftirtalin númer:
9401 13709 70457 75462 98385
10 SUZUKI SWIFT komu upp á eftirtalin númer:
42457 44260 53685 63614 65235
68125 85377 85568 89571 104540