Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Síða 25
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. 25 i> v Sérstæð sakamál neyslu. Er farið hafði verið yfir reikningsfærslurnar þótti rannsókn- armönnunum tilgátan um leigu- morðingja ólíkleg. Það átti hins vegar eftir að koma í ljós að Geraldine kunni við ýmsu ráð. Býðurfram verðlaunafé Er rannsóknin hafði engan árang- ur borið þann 28. ágúst kom frú Geraldine Lowen að máli við rann- sóknarlögreglumennina og kvaðst ætla að heita þeim fimm þúsund pundum - jafnvirði um þrjú hundruð þúsund króna - þeim sem upplýst gæti hvað orðið hefði um mann hennar. Hugmynd hennar var í fyrstu fáléga tekið því rannsóknar- lögreglumenn hafa slæma reynslu af slíku. Leiðir það gjarnan til þess að fólk kemur með lítt áreiðanlegar ábendingar sem kosta mikið starf en leiða ekki til árangurs. Geraldine var þó ákveðin í að hrinda hugmynd sinni í framkvæmd og þar kom að rannsóknarlögreglan féllst á tillögu hennar. Maðurgefur sig fram Ekki hðu nema fáeinir dagar frá því að tilkynnt var um féð sem frú Geraldine Lowen var tilbúin að reiða fram fyrir upplýsingar um örlög manns síns þar til Miles nokkur Pet- ley kom að máli við lögregluna. Hann var fjörutíu og sjö ára og bjó í Harlow, um fimmtán kílómetra frá heimili Lowenhjónanna. Miles Pet- ley hélt því nú fram að Roddie Lowen væri enn á lífi. Hefði flokkur glæpa- manna í London hann í haldi og hygðist neyða hann til að skipuleggja fyrir þá óheiðarleg viðskipti. Miles gat ekki gefið upplýsingar um hvers kyns viðskipti glæpaflokk- urinn hefði í huga en þó lét hann að því liggja að um gæti verið að raéða smygl á eiturlyfjum frá Suður-Afr- íku. Tekinn alvarlega Lögreglan trúði sögu Miles Petley og bað hann um að reyna að koma því svo fyrir að hægt væri að bjarga Roddie Lowen úr höndum glæpa- mannanna. Það var heldur ekki ótrúlegt að bófaflokkur hefði séð sér hag í því að ræna Roddie til þess að knýja hann til þess að beita þekkingu sinni á sviði viðskipta við Suður- Afríku til þess að koma þaðan eitur- lyflum án þess að nokkum grunaði. Miles vildi þegar fá féð sem heitið hafði verið þeim sem upplýst gæti örlög Roddies Lowen en lögreglan sagði að hann yrði að renna fleiri stoðum undir fullyrðingu sína áður en hann gæti fengið það greitt. Nýjar upplýsingar Strax daginn eftir kom Miles Petley á fund lögreglunnar á nýjan leik. Kvaðst hann nú vita að Roddie Low- en v'æri falinn í húsi í Wandsworth í suðurhluta London. Lögreglan undraðist hvernig Miles gæti hafa fengið upplýsingar um þetta á svo skömmum tíma. Skýring- in hlyti að vera sú að hann vissi miklu meira um málið en hann hefði viljað vera láta. Þótti rannsóknarlög- reglumönnunum sem þeir fengju staðfestingu á þeim grun sínum er Miles kom enn á ný til þeirra nokkr- um dögum síðar og kvaðst vita að Lowen væri í húsi við Rosehill Road í Wandsworth. Lögreglan trúði Miles en óttaðist að Lowen væri ekki lengur á lífi. Lið sent á vettvang Nú var í skyndi kallað saman lið til þess að fara inn í húsið við Rose- hill Road en þar kynni að koma til átaka ef glæpamenn væru þar með Lowen í haldi. Miles Petley var hins vegar handtekinn um tíma svo hægt væri aÓ hafa hann „til ráðuneytis" ef á þyrfti aö halda. Var þá eins og honum væri brugðið. í ljós kom að húsið við Rosehill Road var að falli komið. Og þar fannst líkið af Roddie Lowen, hálffal- ið undir múrsteinshrúgu. Hann hafði verið kyrktur. Réttar- læknir, sem fékk líkið til athugunar, komst svo að þeirri niðurstöðu að hann hafði týnt lífinu tólf til fjórtán dögum áöur en það þýddi að hann hefði getað verið á hfi í einn eða tvo daga eftir hvarfið. Grunurfellur á Petley Er rannsóknarlögreglumennirnir höfðu borið saman bækur sínar um hríð komust þeir að þeirri niður- stöðu að líklegast væri að Miles Petley væri morðinginn. Hann hefði vitað hvar líkið af Roddie Lowen væri að finna. Það þótti hins vegar mikil bíræfni af honum að reyna að fá greiddar þrjú hundruð þúsund krónumar sem frú Geraldine Lowell hafði heitið... nema því aðeins að um væri að ræða eitthvert leyni- makk á milli hans og hennar. Voru þrjú hundruð þúsund krónurnar ef til vill dulbúin greiðsla fyrir leigu- morð? Harðar yfirheyrslur Eftir langar og strangar yfirheyrsl- ur var rannsóknarlögreglan þó einskis vísari. Miles neitaði öllu. Þá skýrðu lögreglumennirnir honum frá því að Geraldine Lowen hefði lýst yfir því að hann væri morðingi manns hennar. Miles neitar Er Miles neitaði því að Geraldine hefði rétt fyrir sér var honum sagt að hún hefði greint frá því að hann hefði ætlað að kúga af sér fimm þús- und pund - jafnvirði þrjú hundruð þúsund króna - og hefði hún fallist á að greiða honum féð því hún hefði vonast til þess að það yrði til þess að hún fengi mann sinn aftur. Þau Miles hefðu hins vegar orðið sam- mála um að féð yrði greitt sem laun fyrir að vísa á Lowen til þess að eng- an grunaði fjárkúgun eða mannrán og lausnargjald. Miles missir stjórn á sér Miles Petley varð ævareiöur er hann heyröi ásökunina. „Þetta er hrein lygi!“ æpti hann. „Það er hún sem skipulagði þetta allt frá upphafi til enda. Það er hún sem vildi láta myrða Roddie Lowen. Og hún kom til mín til þess aö biðja mig um að vinna skítverkið fyrir sig.“ Saga Miles „Hún kom til mín í maí,“ sagði Miles. „Hún þekkti mig af því að ég hafði stundum unnið í garðinum hjá þeim hjónum." Svo sagði Miles frá því að hann hefði verið í miklum fjár- hagskröggum og hefði Geraldine Lowen verið kunnugt um það. Loks hefði henni svo tekist að fá hann til þess að fallast á að myrða mann hennar. Var ákveðið, sagði Miles, að morðið skyldi framið eftir að Lowen yrði rænt þann 20. ágúst. Sagöist hann hafa beðið eftir Lowen er hann hefði komið af skrifstofu sinni en þá neytt hann upp í bO sinn með þvi að þykjast beina að honum skamm- byssu. Síðan hefði hann svo kyrkt hann. Síðar hefði hann svo „snúið sér til lögreglunnar". Geraldine Lowen neitar-en játarsvo Er sagan var sögð ekkju Roddies Lowen neitaöi hún að eiga nokkurn þátt í morðinu á manni sínum. Lög- reglumennirnir sögðu þá við hana að þá'skýringu eina væri 'hægt að gefa á því að Miles Petley hefði drep- ið Roddie Lowen að hann hefði talið sig vissan um að fá greiðslu fyrir verknaðinn og sú greiðsla hefði verið féð sem hún, Geraldine, hefði heitið þeim sem komiö gæti með upplýsing- ar um mann hennar. Játaði hún þá að hafa skipulagt moröið á manni sínum. Bíða dóms Miles Petley hefur nú verið ákærð- ur fyrir morð að yfirlögðu ráði og Geraldine Lowen mun sitja viö hlið hans á sakborningabekknum er málaferlin hefjast, ákærð fyrir þátt í að undirbúa morð. Er hætt við að sú skýring hennar að maður hennar hafi neitað henni um skilnað og hún hafi ekki treyst sér til þess að búa með honum lengur af því að hjónaband þeirra hafi verið orðið svo slæmt, þótt leynt færi, dugi skammt. Litlar líkur eru því taldar á því að hún geti nokkru sinni notið auðæf- anna sem hún ætlaði að eigna sér þegar hún fékk garðyrkjumann í fjárkröggum til þess að myrða mann sinn. Miles Petley. Ert þú í hurðalausu? Við smíðum vandaðar hurðir fyrir fyrirtæki og bíl- skúra, flekahurðir, rennihurðir eða eftir þínum óskum. Gerum verðtilboð. Smiðjan sf., Hellu, Rangárvöllum sími 99-5996, kvöldsími 99-5965 Neskaupstaður Umboðsmaður DV í Neskaupstað óskar eftir að ráða blaðbera í útbænum. Upplýsingar í síma 71229 (Hlíf). Útboð Norðurlandsvegur um Vatnsskarð 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 4,1 km (87.000 m3). Verki skal lokið 15. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og I Reykjavík (aðalgjaldkerá) frá og með 11. janúar nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 25. janúar 1988. Vegamálastjóri V HÁSKÓLI ÍSLANDS Námsstyrkur við Minnesota háskóla Samkvæmt samningi milli Háskóla íslands og Minnesota háskóla (University of Minnesota) er veittur styrkur til eins íslensk námsmanns við háskól- ann í Minnesota á ári hverju. Styrkurinn nemur skólagjöldum og dvalarkostnaði. Nemendur, sem lokið hafa prófi frá Háskóla íslands, ganga fyrir en jafnframt þurfa þeir að hafa fengið inngöngu í Minne- sota háskóla. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu háskólans og skal umsóknum skilað þangað fyrir 6. febrúar nk. Nánari upplýsingar fást hjá námsráðgjöfum háskól- ans. Háskóli íslands Útboð SVR og Póstur og sími Borgarsjóður, vegna Strætisvagna Reykjavíkur, og Póst- og símamálastofnunin óska eftir tilboðum í að byggja skiptistöð og pósthús að Þönglabakka 4 í Reykjavík. - Stærð hússins : 7.540 m3. - Byggingastig : Jarðvinnu í húsgrunni er lok ið. Húsið skal vera tilbúið undir tréverk og frágengið að utan. - Skilafrestur verks : 7. nóvember 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofu Stefáns Ólafs- sonar hf., Borgartúni 20, Reykjavík, þann 28. janúar 1988 kl. 11.00. VERKFRÆÐISTOFA STEFANS ÖIAFSSONAR HF. F.R.V. BORGARTÚNI 20 105 REYKJAVlK SlMI 29940 & 29941

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.