Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1988, Page 30
42 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1988. „Stefhum að því að vinna sem flesta leiki“ Halldóra Bergþórsdóttir varö á vegi okkar í íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem hún var að spila með félögum Sínum í 5. flokki FH. „Þetta er fyrsta árið sem ég æfi handbolta og finnst mér þetta mjög skemmtílegt. Við áefum bara einu sinni i viku og finnst mér það of lítíö. Ég spila ekki neina sérstaka stööu á vellinum því við erum svo margar. Viö höfum engan sérstakan veikleika eða styrkleika, iiöiö er allt mjög jafnt. Við stefnum aö því aö vinna sem flesta leiki en ég á ekki von á því aö vinna mótið. Ég spái því aö Grótta vinni því þær eru best* ar.“ Hvað meö meistaraflokkana, horfir þú á þá? „Nei, voðalega lít- iö, ég á heldur engan uppáhalds* leikmann." Aö þvi búnu kvöddum við HaUdóru og óskum við henni og félögum hennar í FH góðs gengis vetur. Jón Steindór Sveinsson. Handknattleikur unglmga i>v 1 4. flokkur kvenna hjá Fram sem sigraði á hraðmótinu. A-lið Fram sigraði örugglega Milli jóla og nýárs héldu Framarar hraðmót fyrir 4. flokk kvenna og tóku þátt í því auk A- og B-liðs Fram Víkingur og KR. Spiluð var einfóld umferð þar sem aflir spiluðu inn- byrðis. A-lið Fram sigraði nokkuð örugglega í öllum leikjum sínum en hin þrjú liðin unnu öll einn leik hvert. A-lið Fram lék fyrst við 2. deildar- lið Víkings og vann þann leik nokkuð örugglega, 8-2. KR sigraði síðan B-lið Fram, 10-3, en tapaði síðan óvænt fyrir Víkingi, 4-3, þar sem KR mis- notaði tvö vítí á síðustu mínútu. KR tapaði síðan einnig fyrir A-liði Fram, 7-11. Fram B sigraði Víking í jöfnum og spennandi leik, 4-2, en réð ekki við Fram A í síðasta leik mótsins sem endaði með stórsigri A-liðsins, 14-2. Leikið um helgina í 2. og 4. flokki Akveðnir hafa veriö leikstaðir hjá 2. og 4. flokki karla og kvenna sem fram fer helgina 15.-17. januar nk. 1. deild í 2. flokki karla verður spiluö á Selfossi, 2. déild í Hafiiar- firöi og 3. deild í Vestmannaeyjum. í 2. flokki kvenna spilar 1. deild í Reykjavík en 2. deild í Keflavík. Leikir í 4. flokki karla verða aö mestu spilaöir í Reykjavik og er aðeins 2. deild sem verður leikin útí á landi eða í Njarðvík. Leikir í 1. og 3. deild í 4. flokki kvenna verða spilaðir i Reykjavík en 2. deild í Kópavogi. Við ætlum að verða íslandmeistarar - • Rúnar Agustsson, HK, reynir markskot i leiknum gegn Val. • Agla Marta Stefánsdóttir. * „Eg stefiii að því að komast í landsliðið4 - segir Agla Marta, leikmaður Gróttu mann úr sigurliði Gróttu í 5. flokki kvenna að máli. Agla Marta Stefáns- dóttir, sem hefur spilað sem miðju- leikmaður frá því að hún byrjaði í handbolta í haust, var mjög ánægð að móti loknu enda sigraöi Grótta í öllum leikjum sínum og Agla hlaut þarna fyrstu verðlaun sín í hand- bolta sem örugglega eiga eftir að verða fleiri ef stúlkurnar í Gróttu æfa vel því þarna er á ferðinni mjög öflugt og sterkt liö. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með sigurinn í mótínu en takmarkið í vetur er að sigra á íslandmótinu og leggst það ágætlega í mig. FH verður helsti andstæðingur okkar. Við -áefum tvisvar í viku og er ég mjög ánægð með þjálfarann. Hann er mjög góður. Helsti styrkleiki okkar er sóknar- leikurinn en vörnin mætti vera betri. Ég stefni að því að komast í lands- liðiö eins og uppáhaldsleikmaður minn sem er Kristján Arason." Ekki gátum viö truflað Öglu lengur því að hún þurfti að fara að taka á móti verðlaunum sínum. Stefei að því að verða Islandsmeistari - en HK er með besta liðið“ „Stefnum að því að vinna sem flesta leiki“ Á áhorfendapöllunum hitti ungl- ingasíðan Jón Steindór Sveinsson, leikmann með 6. flokki UBK. Hann varð góðfúslega við þeirri beiðni að koma í stutt spjall og ræða um hand- knattleik og spá í spilin. „Ég spila sem hægri bakvörður og er búinn að æfa handbolta í eitt og hálft ár. Við æfum tvisvar í viku og spilum svo stundum æfingaleiki þess á milh. Ég hef aldrei unnið neinn tit- il í handbolta. Um möguleika okkar veit ég ekki svo mikið en ég held að við eigum ekki möguleika á að verða íslandsmeistarar. Ég held að HK vinni mótið, þáð er besta liðið. Það er því markmið okkar í vetur að vinna sem flesta leiki og sjá svo hvar við stöndum í lok móts. Við höfum engan sérstakan styrk- leika nema við erum með góðan markmann." Fylgist þú með 1. deildinni? „Já, mikið. Uppáhaldsliðið mitt er aö sjálfsögðu UBK en ég held að Valur verði íslandsmeistari. Uppáhalds- leikmaöur minn er Þorgils Óttar Mathiesen." Hvaö með framtíðina, áttu þér ein- hvern draum sem handknattleiks- maður? „ Já, að komast i landsliðið." Þetta sagði Jón Steindór Sveinsson í spjalli við unglingasíðu DV rétt fyr- ir jólin. - segir Rúnar Ágústsson, 6. flokki HK Er unglingasíðan var stödd á jóla- móti Hauka hittum viö hressan leikmann að máli, Davíð Örvar Ól- afsson, en hann er miðjumaður í 6. flokki karla. „Ég æfði fyrst handbolta fyrir tveimur árum en í fyrra æföi ég ekk- ert. í haust mætti ég aftur og finnst mjög gaman á æfingum núna. Við érum með þrjár æfingar á viku og finnst mér þær ekki nógu langar, þær mættu afveg vera í tvær klukku- * stundir hver. Ég hef ekki unnið til verölauna í handbolta og takmark okkar í vetur er því að sigra í okkar riðli á íslands- mótinu og veröa síðan meistarar. Það veröur samt mjög erfitt því HK er meö besta liðið. Helsti styrkleiki okkar er mark- varslan og er markmaðurinn mjög góður. í liðinu eru einnig fleiri góðir einstaklingar þannig að við ættum að geta orðið ofarlega í vor. Uppáhaldsleikmaður minn er Kristján Arason, en ég held með Val á íslandmótinu," sagði Davíð að lok- um. • Davið Örvar Olafsson. Stuttu fyrir verðlaunaafhendingu í jólamótinu hittum við hressan leik- Rúnar Ágústsson vakti mikla at- hygli fyrir snjallan leik með 6. flokki HK og varð hann góðfúslega við þeirri ósk að svara nokkrum spurn- ingum. ' „Ég spila á miðjunni sem leik- stjórnandi. Við erum vel undirbúnir og æfum þrisvar í viku og spilum svo líka æfingaléiki. Við stefnum að sjálf- sögðu að því að verða íslandsmeist- arar, annað kemur ekki til greina. Okkar helsti styrkleiki er sóknin og hraðaupphlaup." Fylgistu með 1. deildinni? „Já, uppáhaldsliöið mitt er Fram en ég held að FH vinni. Uppáhaldsleikmað- urinn minn er Guðmundur Guð- mundsson." Áttu þér einhvern draum sem handboltamaður? „Að verða íslands- meistari meö HK.“ Þetta sagði Rúnar Ágústsson, hinn skemmtilegi leik- maður með 6. flokki HK, að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.