Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. Fréttir Farmanna- og fískimannasambandið að klofna: Vélstjórar vinna að stofnun landssambands - stefha á allsherjaratkvæðagreiðslu um samþykki að ganga ur Farmannasambandinu „Það er ekkert launungarmál að við stefnum að því að stofna lands- samband vélstjórafélaga og að vélstjórar segi sig úr Farmanna- og fiskimannasambandinu. Til þess þarf almennur félagsfundur í Vélstjórafélagi íslands að sam- þykkja að allsheijaratkvæða- greiðsla fari fram um að segja félagið úr Farmannasambandinu," sagði Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, í samtali við DV. Fyrir utan Vélstjórafélag Islands eru 3 önnur vélstjörafélög í landinu, Vélstjórafélag Vest- mannaeyja sem einnig er í Far- mannasambandinu, Vélstjórafélag Suðurnesja sem er í Sjómannasam- bandi íslands og Vélstjórafélag Ísaíjarðar sem er í Alþýðusam- bandi Vestíjarða. Helgi Laxdal sagði að áhuginn beindist að því að ná öllum vélstjór- um landsins í eitt samband en nú eru um 2400 félagar í öllum vél- stjórafélögunum. Um helmingur þessara félaga eru vélstjórar sem vinna í landi. Helgi var spurður hvers vegna vélstjórar stefndu að úrsögn úr Farmannasambandinu? Hann sagði að það kostaði peninga að vera í Farmannasambandinu. Vél- stjórafélag íslands greiðir árlega um 600 þúsund krónur í félagsgjöld til sambandsins. Þar fyrir utan fær Farmannasambandið, ásamt Landssambandi íslenskra útvegs- manna og Sjómannasambandinu, greitt úr útflutningssjóði sjávaraf- urða. Upphæðin, sem samböndin fá greidda, fer eftir höfðatölu fé- laga. Hlutur Farmannasambands- ins er 6,5 milljónir króna á ári og þar af eru um 2,4 milljónir króna vegna vélstjóra. „Við getum sannarlega notaö þessar 3 milljónir á ári betur ef við fengjum þær sjálfir og værum í sér sambandi," sagði Helgi Laxdal. -S.dór Otto H. James Olsen, framkvæmdasfjóri skreiðarútftytjenda í Noregi: Ásakar íslendinga um undirboð á Ítalíumarkaði Islenska skreiðin er mun lakarí en sú norska og veldur það 10% lægra verði á íslensku skreiðinni. Otto James Olsen, framkvæmda- stjóri samtaka skreiðarframleiðenda í Noregi, segir í viðtali við norska sjávarútvegsblaöið „Fiskaren" fyrir skömmu að íslendingar undirbjóði skreið á Ítalíumarkaði. í samtali við DV í gær sagði Olsen að verð á bestu tegund af skreið væri allt að 50 krón- um norskum lægra fyrir kílóiö hjá íslendingum en Norömönnum á ítal- íu. Hann sagði að Norðmenn fengju 100 til 120 krónur norskar fyrir kílóið af berstu skreiðinni á Ítalíumarkaði eða 570 til 680 krónur íslenskar. Samkvæmt verðskrá, sem við- skiptaráöuneytið hefur sent skreið- arframleiðendum hér á landi, er verð á bestu skreið til Ítalíu 14.000 dollarar fyrir tonnið eða 504 krónur íslenskar fyrir kílóið. „Það er misskilningur hjá Norð- mönnum ef þeir halda að við séum að undirbjóða skreið á Ítalíumark- aði. Vegna sérsamninga Norðmanna er aðeins 3% tollur á þeirra skreið en 13% á íslenska. Þar ofan á bætist að íslenska skreiðin er lakari en sú norska og veldur þaö 10% lægra yerði. Þegar ítalamir bleyta skreið upp er nýtingin á íslensku skreiðinni lakari en á þeirri norsku. Það er því 20% lægra verð sem við fáum fyrir skreiðina en Norðmenn," sagði Ólaf- ur Björnsson, formaður Samlags skreiðarframleiðenda, í samtali við DV. Ólafur sagði að íslenskir skreiðar- framleiðendur væru búnir að láta rannsaka íslensku skreiöina, bæði heima og erlendis. Staöreyndin væri að hún er lakari en sú norska en hvers vegna getur enginn útskýrt nákvæmlega. Munurinn á nýting- unni, þegar íslenska og norska skreiðin er bleytt upp, er um 14%. „Það er því allt annað en undirboð sem veldur því að við fáum lægra verð en Norðmenn fyrir skreiðina," sagði Ólafur Bjömsson. -S.dór Tjamargata 20: i samræmi viðlög „Þetta húsnæði er alveg ömgg- lega ekki í samræmi viö lög. Húsiö er ekki aögengilegt Þaö er ákjósanlegt að allir eigi greiðan aðgang í opinberar stofi)anir,“ sagði Áslaug Brynjólfsdóttir, fræöslustjóri í Reykjavík. Fræðsluskrifstofan er að flytja úr Tjamargötu 20. Þangað em hins vegar að flytja ellimálafull- trúi og heimilishjálp Reykjavík- ur. Áslaug þekkir húsið vel og er auk þess í svæðisstjóm um mál- efni fatlaöra. Hún telur að Tjarnargata 20 sé ekki heppilegt húsnæði fyrir stofnanir eins og ellimálafulltrúa og heimilishjálp. Félagsmálastjórinn í Reykjavík hefur sagt að Tjarnargata 20 sé mun heppilegra hús en þaö sem ellimálafulltrúi og heimilishjálp vom áður til húsa í, þaö er Tjam- argata 11, Það hús á aö fara aö flytja vegna fyrirhugaöra fram- kvæmda við ráðhúsbygginguna. í byggingarlögum segir meðal annars: „Aðkoma að opinberum byggingum, svo sem pósthúsum, verslunum, skólum, kirkjum, bókasöfnum, sundlaugum, leik- húsum, kvikmyndahúsum, bönkum, apótekum og svo fram- vegis, skal vera þannig, að unnt sé fyrir fólk í hjólastól að komast þar inn og út hjáiparlaust." Baldur Andrésson arkitekt á sætí í samstarfsnefnd um ferli- mál fatlaðra. Hann segir að enginn vafi sé á, að húsið aö Tjamargötu 20 skorti flest þaö sem prýða á opinbert þjónustu- húsnæði varðandi aðgengileika og umbúnað í þágu hreyfihami- aðra. „Það er á hinn bóginn ekki mitt að dæma um lögmæti ákvarðana borgaryfirvalda í Reykjavík," sagði Baldur Andrésson. -sme I dag mælir Dagfari Enn eru að berast nýjar fréttir frá Þjóðhagsstofnun um nýja þjóð- hagsspá. Eftir því sem þessar sömu fregnir herma verður nýja spáin sýnu verri en sú síðasta, enda em spárnar hjá Þjóðhagsstofnun eins og veðrið, óútreiknanlegar og sviptisamar. Fyrir fólk úti í bæ, sem ekki hefur vit á hagfræði, kem- ur það spánskt fyrir sjónir hvemig þjóðhagsspár geta breyst frá einum mánuði til annars. Jafnvel frá einni viku til annarrar. Maöur veit svo sem að þjóðarhagurinn er fallvalt- ur og breytilegur en ekki hafði maður áttað sig á því að hann gæti sveiflast til á jafnstuttum tíma. Helst hefur maður á tilfinningunni að spámar ráðist af því hvemig hagfræðingarnir hafa það, eða hvort þeir em í góðu skapi eða vondu. Það er að minnsta kosti ekki einleikið hvemig spámar sveiflast til í hæðum og lægöum frá degi til dags, svona nokkum veginn eftir því hvemig hagfræðingamir fara fram úr á morgnana. Það þarf ekki meira til svo þjóðarhagurinn breytist til hins verra? Nú á sem sagt viðskiptahallinn að aukast, þjóðartekjurnar að dragast saman, útflutningurinn að minnka og verðbólgan að vaxa. Spáð í þjóðarhag Þjóðhagsstofnun segir að varla komi til greina að halda sama kaupmáttarstigi. Þetta er sem sagt allt á góðri leið til andskotans og ríkisstjórnin ræður ekki neitt við neitt, enda eru ráðherrarnir farnir að vara fólk við veröbólgunni sem það kallar yfir sig ef það heimtar hærra kaup. Allt er þetta versnandi ástand meira og minna fólkinu að kenna og eitt er allavega víst, að ekki verður hægt að bjarga því sem bjargaö verður nema þetta sama fólk skilji hvað þjóðarhagurinn er bágur og sætti sig við sultarkjörin meðan verið er aö rétta hann við. Við þessar aðstæður hefur Verkamannasambandið ákveðið að skera upp herörið. Nú liggur óvinurinn vel við höggi. Verka- mannasambandið ætlar að hefja herferð um allt land og hvetja fé- laga sína til að láta nú kné fylgja kviði og heimta kauphækkanir í öfugu hlutfalli við þjóöarhaginn. Enda er það í samræmi við stefnu alþýðusamtaka og verkalýðsfélaga á blómaskeiði verðbólgunnar að æsa fólkið í verkfoll og kjarakröfur til að kynda undir verðbólguna og hallærisástandið þegar ekkert er til skiptanna. Áf þeim skæruhernaði, sem nú er verið að skipuleggja, er kristalt- ært að verkalýðurinn mun staðráö- inn í að láta ekki hrakspámar um þjóðarhaginn hafa áhrif á sig, nema þá til að styrkja hrakspámar, með kröfugerð, sem kyndir undir vænt- anlegar hrakfarir. Samkvæmt yfirlýsingum ráðherranna er þjóð- arhagurinn undir því kominn að launþegar sætti sig við sultarkjörin og það verður þá þeim að kenna ef hrakspárnar rætast. Ekki Þjóð- hagsstofnun, ekki ríkisstjóminni, ekki einstökum stjórnarflokkum, .heldur launþegunum í landinu sem ætla að kippa fótunum undan þjóö- arhagnum með því að heimta hærri laun. Ekki man Dagfari eftir að þetta hafi verið öðmvisi. Að vísu má við- urkenna að til skamms tíma vom engar Þjjóðhagsstofnanir, sem spáðu um þjóðarhag, eftir því hvernig liggur á hagfræðingunum. En hallæri eða hrakfarir hafa aldr- ei veriö ráðhermm að kenna á íslandi. Þeir stuðla bara að góðæri sem er þeim aö þakka. En hallæriö er öðrum að kenna. Laun heimsins em hins vegar vanþakklæti og verkalýðurinn hefur aldrei kunnað að meta góðærið sem ráðherramir bera ábyrgð á. Og svo þegar hallæ- rið kemur, sem enginn ráðherra hefur neitt með að gera, rís þessi sami verkalýður upp á afturfæt- urna og ætlar að færa sér hrak- spámar í nyt, með því að heimta hærri laun. Slík og þvílík framkoma á eftir að hefna sín og ríkisstjómin mun líta þetta alvarlegum augum og hagfræðingamir munu komast í vont skap og ef að líkum lætur verða þær ekki glæsilegar, þjóð- hagsspámar, á næstunni. Menn gera ekki góöar spár þegar illa ligg- ur á þeim og verkalýðurinn ætlar að eyðileggja framtíðarhorfurnar með því að kynda undir verðbólgu, viðskiptahalla og versnandi þjóð- arhag að ráðherrunum forspurö- um. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.