Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. 21 , stján Arason að koma skoti fram hjá a- likarnum. menn /íþjóð lag bjartsýnir. Það er mjög áberandi á með- al landsliðsmannanna að þeir bera enga virðingu fyrir andstæðingum sínum á þessu móti. Enginn veit hvar Ungverjar standa Lið Ungveijalands er stóra spuminga- merkið í keppninni um heimsbikarinn. Enginn veit í raun og veru hvar þeir standa í dag en það eitt er vitað að þeir koma hingað með sitt besta lið. Ungverj- ar komu sem kunnugt er mjög á óvart í síðustu heimsmeistarakeppni er þeir náðu alla leið í úrslitaleikinn gegn Jú- góslövum. Ungverjar sigruðu Islend- inga í Sviss með eins marks mun, 20-21. Vestur-Þjóðverjar eru spurningamerki Sömu sögu er reyndar að segja af Vestur-Þjóðverjum. Þeir eru stórt spumingamerki. Flestir hallast þó að því að þeir verði með í baráttunni um efsta sætið hér í Svíþjóð enda margir snjalhr leikmenn í liðinu. Vestur-Þjóð- verjar unnu meðal annars fimasterkt mót í heimalandi'sínu seint á síðasta ári. Þar voru mörg af sterkustu liðum heims þátttakendur. SK á OL í Seoul Los Angeles árið 1984, og flestar þjóðir .ustur-Evrópu fylgdu þeim þá. Þær hafa ins vegar tilkynnt þátttöku í Seoul ein f annarri, síðast Rúmenar á laugardag- m. Reiknað er með formlegri þátttökut- ky nningu trá Mosk vu á hverri stundu. -VS Heimsbikarinn í Svíþjóð „Liðin eiga alveg jafna möguleika^ - segir fiedemann, þjátfari Austur-Þýskalands Stefan Kristjánsson, DV, Eskilstuna; „Ég tel að Uðin tvö eigi alveg jafna möguleika á að sigra í þessum leik. Þetta er fyrst og fremst spurning um dagsformið hjá liðunum," sagöi Paul Tiedemann, landsUðsþjálfari Aust- ur-Þýskalands, í samtaU við DV í grkvöldi en íslendingar mæta Aust- ur-Þjóðveijum í fyrsta leiknum í keppninni um heimsbikarmn og verður leikið í Katarineholm klukk- an sex að íslenskum tíma. „Úrslitin í leikjum okkar gegn ís- lendingum hafa verið mjög mismun- andi. A síðasta ári lékum við þrívegis gegn íslandi, unnum einu sinni, töp- uðum einu sinni og í einum leik varð jafntefli. íslenska Uðið er ávallt erfitt viöureignar og sérstaklega þegar þeir Kristján Arason og Alfreð Gísla- son leika með. Við munum leggja aUt í sölumar í leiknum gegn íslandi og við leggjum mjög mikla áherslu á þetta sterka mót.“ - Á hvaöa lið veðjar þú sem sigur- vegara á mótinu. „Ég held að Júgóslavar vinni sinn riðil og mótið. Svíar eiga vissulega möguleika á sigri í hinum riðUnum og svo má ekki gleyma Spánverjum sem em gífurlega sterkir um þessar mundir,“sagði Paul Tiedemann. -SK Afall hjá íslenska liðinu Alfreð fékk stóvan skurð á augabrún - óvíst hvort hann spili gegn A-Þjöðverjum „Eg get ekki sagt til um það hvort ég spila gegn Austur-Þjóðveijum í kvöld. Ég reikna ekki með að geta ákveðið það iyrr en rétt fyrir leik- inn,“ sagði Alfreð Gíslason í samtali við DV í grkvöldi. Á æfingu í gær slasaðist Alfreð er hann lenti í samstuði við einn leik- manna íslenska Uösins. Djúpur skurður opnaðist á augnabrún og saumaði Gunnar Þór Jónsson, lækn- ir landsUðsins, sjö spor til að loka skurðinum. „Þetta Utur ekki aUtof vel út með leikinn gegn Austur- Þjóðveijum. Þetta er á viðkvæmum stað og það er ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvort Alfreð getur leikið í kvöld,“ sagði Gunnar Þór Jónsson í gærkvöldi. -SK Þegar þeir Paul Tiedemann, þjalfari A-Þjóðverja, og Bogdan Kowálczyk tókust síðast í hendur hafði sá síðartaldi iitla ástæðu til að fagna. Vonandi verður brúnin léttari á landsliðsþjálfaranum okkar í kvöld. Ísland-A-Þýskaland í kvöld „Töpuðum fyrir þeim síðast og eigum því harma að hefnau - segir landsliðsskyttan Krislján Arason Stefán Kristjánsson, DV, Eskilstuna: „Þetta var mjög óvænt en engu að síður skemmtilegt. Ég lít á þetta sem mikla viðurkenningu fyrir mig,“ sagði Kristján Arason, landsUðsmað- ur í handknattleik, í samtaU við DV í gær. Hann var þá nýkominn hingað til Svíþjóðar ásamt Álfreð Gíslasyni og PáU Ólafssyni. Kristján var sem kunnugt er kos- inn íþróttamaður ársins 1987 af lesendum DV og fær hann að launum forláta ferðakassettutæki frá Japis. „Það kemur sér stórkostlega vel fyrir inig að fá þetta tæki. Þetta er einmitt það sem mig vantaði og ég ætlaði að fara að kaupa mér svona tæki,“ sagði Kristján í gær þegar honum var til- kynnt um verðlaunin. „Það yrði frábært að vinnatvo leiki“ - Nú eru mjög erfiðir leikir fram- undan hjá íslenska liðinu. Hveija telur þú möguleika okkar vera? „Það er ljóst að þetta mót er það sterkasta sem við höfum tekið þátt í frá því við lékum í heimsmeistara- keppninni í Sviss 1986. Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið hræddur en ég tel engu að síður að við eigum að geta velgt þessum þjóðum undir uggum. Það væri frábær árangur að vinna tvo leiki hér og þá yrði ég mjög ánægður. Hitt verður og að hafa í huga að við höfum ekki getað æft saman fyrir þetta mót eins og til dæmis Júgóslavar og Austur-Þjóð- verjar." - Austur-Þjóðveijar verða and- stæðingar ykkar í kvöld, hvað vilt þú segja um möguleikana? „Það hefur gengið á ýmsu í leikjum okkar gegn Austur-Þjóðveijum. Við töpuðum fyrir þeim síðast þegar við lékum gegn þeim og eigum þ ví harma að hefna í kvöld. Ég tel að Austur- Þjóðveijar og Júgóslavar séu með bestu liðin á þessu móti ásamt Spán- veijum. Viö reynum að gera okkar besta í kvöld og það verður síðan að koma í ljós hvort þaö dugar til sig- urs.“ - Vilt þú spá um endanlega röð liö- anna að mótinu loknu. „Ég spái því að heimsmistarar Júgóslava sigri á mótinu, Spánveijar verði í öðru sæti, Austur-Þjóðveijar í .þriðja sæti, Vestur-Þjóðverjar í fjórða, Svíar í fimmta, ísland í sjötta, Danir í sjöunda og að Ungveijar hafni í áttunda og neðsta sætinu.“ íþróttir Palli Ólafs í Fram eðaKR? Steíán Krisjánason, DV, Eakflstuna: „Ég tel líkumar á þvi að ég komi til íslands eftir þetta keppn- istímabil meiri en að ég leiki áfram í Þýskalandi," sagði Páll Ólafsson, handknattleiksmaður hjá vestur-þýska liðinu Dussel- dorf í samtali við DV í gær. „Þaö hafa þijú félög haft samband við mig, Fram, KR og Þór frá Akur- eyri. Fram og KR koma sterkleg- ast til greina ef ég kem heim.“ - Nú hefur þ ví veriö haldiö fram að þú færir í Þrótt við heimkom- una. Eru skiptin i Fram eða KR ef til vill eins konar millikafli á ferlinum? „Þaö er kannski nokkuð til í þvi. Ég hef nefnilega lítinn áhuga á aö leika í annarri deild sem stendur og þaðan af síður þeirri þriðju.1' - Nú hefst keppnin um heims- bikarinn i dag. Hvemig leggst þetta í þig? „Mér líst bara vel á þetta. Þetta gæti orðið skemmtilegt mót -og verður það vonandi fyrir okkur. Við leikum gegn Austur-Þýska- landi í kvöld og vissulega eigum við möguleika á sigri. Þetta er spuming um dagsform hjá báö- ura liðum. Vonandi verður dagurinn í dag góður dagur hjá okkur. Júgóslavamir veröa sér- staklega erfiðir en ég lít á það sem skyldu okkar að sigra Danina." - Hver verður endanleg röð lið- anna aö mótinu loknu. „Ég hef alltaf verið voðalegur klaufi viö spádóraa. Ég get þó prófað í þetta skipti og röðin verð- ur þá þannig: 1. Júgóslavia, 2. Vestur-Þýskaland, 3. _ Austur- Þýskaland, 4. ripánn, 5. ísland, 6. Ungverjaland, 7. Svíþjóð, 8. Dan- mörk.“ Enski bottmn: Man. Utd mætir Chelsea í a.m.k. þremur leikjum af sext- án í 4. umferð ensku bikarkeppn- innar í knattspymu mætast hð úr 1. deildinni og þeim getur fjölg- að um tvo ef Watford og Norwich ná að vinna. Ivlanchester United fékk heimaleik við Chelsea og Luton viö Southampton - og Lundúnafélögin QPR og West Ham eigast við á gervigrasinu á Loftus Road. Bikarmeistarar Co- ventry vora allheppnir, fa heimaleik gegn sigurvegaranum úr leik Hull og Watford. Dregið var til 4. umferðar í gær og útkoman varð þessi: Aston Villa - Liverpool/Stoke Bamsley - Birmingham Blackp./Scunth. - Huddfld/Man. City Bradford - Oxford Brighton - Arsenal Colchester/Plymouth - Shrews- bury Coventry - Hull/Watford Everton/Sh. Wed - Middboro/ Sutton Leyton Orient - Nottingham Forest Luton - Southampton Manchester United - Chelsea Mansfield - Wimbledon Newcastle - Norwich/Swindon Port Vale - Tottenham Portsmouth - Sheffield United QPR - West Ham Enn er óljóst um nokkra leikj- anna vegna jafntefla í 3. uraferö- inni um síöustu helgi en þau raál skýrast frekar nú í vikunni þegar viðkomandi lið leika öðru sinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.