Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. Útlönd DV Sakaðir um 26 morð Skæruliöar Maóista í Perú eru nú sakaðir um að hafa myrt tutt- ugu og sex bændur síöastliöinn sunnudag. Eru skæruliöarnar sak- aöir um aö hafa stöðvað hóp bænda sem var á heimleið af markaði. Eiga þeir aö hafa látið bæiidurnar stilla sér upp í röö og síðan skotiö þá með vélbyssum. Þetta er annaö fjöldamoröið sem framið er í Perú á aðeins þrem dögum og bæði tilvikin áttu sér stað í Ayacucho héraði. Fíkniefnapóstverslun IIII >1AHIH \\V{ Miimnim. Póstverslun með fikniefni veldur nú yfirvöldum í Frakklandi nokkr- um áhyggjum. Hafa bæði lögregla landsins og tollayfirvöld kvartaö undanfarið um erfiðleika sem stafa af því að hollenskur viðskiptahóp- ur býður Frökkum að kaupa fræ marijúanaplöntunnar í gegn um póst. Hollenski hópurinn, sem þekktur er sem „Super Sativa fræklúbbur- inn‘‘, hefur sent frá sér pöntunar- lista þar sem boðið er upp á ýmsar gerðir marijúanafrækoma. Fræin eru á mismunandi verölagi, allt irá þrjátíu og fimm dollurum til sextíu dollara fyrir pakka með fimmtán fræjum, auk greinargóðra upplýs- inga um plöntun og ræktun á plöntunum sjálfiun. nokkuð á fóstudag. Bandaríski dollarinn hækkaði einnig í veröi á gjaldeyr- ismörkuðum heimsins í gær. Gjaldeyrishöndlarar sögðu í gærkvöld að dollarinn hefði einkum styrkst fyrir tilstuðlan banka sem hafa haft uppi sérstakar aögerðir til styrktar honum. Þegar verðbréfamarkaöir lokuðu í gærkvöldi stóð dollarinn í 1,6405 v- þýskum mörkum en á föstudag var hann í 1,6385 mörkum. Gagnvart japanska yeninu hækkaði hann minna eða úr 128,351 128,45. Vopnaðir ísraelskir hermenn með særðan Palestinumann. Símamynd Reuter Fleiii falla í val- inn í ísrael Þrjátíu og fiórir Palestínumenn á herteknu svæðunum hafa nú fallið fyrir hendi ísraelsmanna, sam- kvæmt óstaðfestum fréttum. í gær skutu ísraelskir íbúar á Vest- urbakkanum til bana ungling sem þátt tók í óeirðum. Hermenn á Gaza- svæðinu skutu ungling sem þeir sögðu hafa ráðist á hermenn og Pal- estínumaður, sem særðist af skot- sárum á laugardag, lést í gær. Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, stakk í gær upp á því að Gazasvæðið yrði afhent Jórdaníu og sagði í viðtali við ísraelska útvarpið aö málið gæti leitt til þess að kosning- unum, sem halda átti í nóvember næstkomandi, yrði flýtt. Áframhaldandi blóðsúthellingar á herteknu svæðunum hafa fiölgaö þeim röddum víðs vegar um heim sem krefiast að fundin verði pólítísk lausn á málefni Palestínumanna. í kjölfar þess vaxa deilurnar innan stjórnar ísraels. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra landsins, kvað þá staðreynd að ísra- elsku hermennirnir hefðu haldið aftur af sér og sýnt varkámi væri ein ástæðan fyrir áframhaldandi óeirð- um á herteknu svæðunum. Kvaö hann þá nota gúmmíkúlur og beita táragasi og þaö stöðvi ekki að fullu mótmælagöngurnar. Peres segir að alþjóðleg ráðstefna um málefni araba og ísraelsmanna sé eina leiðin til friðar. Shamir er algjörlega andvígur slíkri hugmynd og segir hana leiða til þess að ísraels- menn neyöist til þess að afhenda þau lönd sem hertekin ‘voru 1967. Bandarísk yfirvöld staðfestu í gær að ýmislegt benti til þess að sá aðili sem kom sprengju fyrir í La Belle diskótekinu í V-Berlín, sem varð tveim bandarískura her- mönnum aö bana, hafi notið stuðnings erlendis frá. Á sínum tíma varð árásin á diskó- tekið til þess að Bandaríkjamenn geröu loftárásir á Lfbýu í hefndar- skyni. Ung kona hefur nú verið hand- tekin í V-Þýskalandi grunuð um að hafa komið sprengjmini fyrir. íshallir Árlega er haldin íshátíö í Kína þar sem sýndir eru ísskúlptúrar sem ekki eiga sinn líka annars stað- ar í veröldinni. Hátíð þessi dregur að sér mikinn fiölda ferðamanna. Þótt íshátíöin sé að öðru jöfiiu haldin 1 borginni Harbin, í norð- austurhluta Kína, hefur hún að þessu sinni verið flutt að hluta til Peking. íslistamenn frá Harbin sýna þar nú eitt hundrað og fiöru- tíu ís-skúlptúra og var sýningin opnuö f gær. til Araba. Kínverjar hafha enn leiðtogafundi að flytja herlið sitt á brott frá Kamp- útseu, áður en hugsarilegt verði að efna til leiðtogafundar. Gorbatsjov endurtók hugmyndir sínar um leiðtogafund í viðtali sem kínverskt dagblað birti við hann fyr- ir helgi. í viðtalinu sagði leiðtoginn að stjórnvöld í báðum ríkjunum gerðu sér grein fyrir mikilvægi slíks fundar. í viðbrögöum Kínverja ber allt að sama brunni. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins brást í gær við á veg sem er dæmigerður, þegar hann sagði að Deng Xiaoping hefði gert skilyrði sín fyrir slíkum fundi ljós fyrir löngu. Eða, með öðrum orð- um, engin breyting á afstöðu. Deng hefur áður lýst því yfir aö hann vonist til þess að hitta Gor- batsjov að máli innan tveggja ára, eða áður en hann sjálfur verður orð- inn of gamall til slíks fundar. Kínveijar hafa sagt að Kampútseu- málið sé ein af þrem hindrunum í vegi fyrir leiðtogafundi en hinar tvær eru Afganistan og liðssafnaður Sov- étmanna við kínversku landamærin. Kínverjar-höfnuðu í gær enn á ný og deng Xiaoping, leiðtoga Kínverja. hugmyndum Mikhail Gorbatsjov, Endurtóku Kínveijar fyrri kröfur aðalritara sovéska kommúnista- sínar um að stjómvöld í Moskvu flokksins,umleiðtogafundmillihans verði fyrst að fá Víetnama til þess Kinverjar hafa enn hafnað boði Gorbatsjov um leiðtogafund eftir að hann endurtók boðið í viðtali viö kfnverskt dagblaö. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.