Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÁNÚAR 1988. 5 Fréttir Vel gengur að selja veiðileyfi innanlands: Gætu selt fjórfialt meira í Svartá Stangaveiöifélag Reykjavíkur er þessa dagana að senda félögum sín- um úhiutanir fyrir veiðileyfum sumarið. „Það hefur mikið verið sótt um hjá okkur og þó mest í Svartá í Húna- vatnssýslu þar sem við gætum selt fjórum sinnum fleiri veiðileyfi en við höfum í boði. Aðsóknin er ótrúleg í ána og margir vilja komast þarna til veiða," sagði Jón G. Baldvinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykja- víkur. Ekki virðist það hafa neitt að segja þó veiðileyfi hafi hækkað um 26,5% í ánni fyrir sumarið. „Öll veiðleyfi í Elliðaámar hafa farið eins og venjulega, færri komast þar að en vilja. Norðurá í Borgarfirði hefur selst ágætlega. Nýju svæðin okkar hafa gengið vel, eins og Selós, Þverá og Kiðjaberg. Leirvogsáin fer öll og í Alviðru í Sogi hefur gengið vel líka, en þar erum við með 2/3 á móti Selfyssingum,” sagði Jón form- aður í loldn en stjórnin hefur síðustu daga staðið í ströngu við að úthluta í sínar veiðiár og vötn. Það virðist vera lítið lát á veiði- leyfakaupum hjá veiðimönnum fyrir sumarið þrátt fyrir aö stefni í fjórða vatnslausa sumariö í röð ef ekki fer að snjóa næstu daga. Haffjarðará „Vel hefur gengið að selja veiði- leyfi,“ segir Páll í Pólaris. „Það hefur gengið vel að selja í Hafíjarðará og við erum langt komn- ir með söluna næsta sumar,“ sagði Páll Jónsson í Pólaris í samtali við DV í gærdag, en hann hefur keypt ána ásamt Óttari Yngvasyni fyrir 112 milljónir. En ein jörð var var seld í hópnum, Syðri-Rauðamelur. „Við verðum eingöngu með flugu- veiði í ánni eins og hefur alltaf verið hjá okkur. Við emm ánægðir með að verða komnir með ána því hún býður upp á skemmtilega veiðistaði víða,“ Sagði Páll Jónsson. -G.Bender Elliðaárnar eru alltaf jafnvinsælar og veiðimenn fá þar oft góða veiði. Hall- dór Þórðarson teygir sig eftir laxi, sem tók flugu. DV-mynd G.Bender HANDAVINNUTILBOD FÆÐINGAR-, FERMINGAR- OG BRÚÐKAUPSMYNDIR. Verð kr. j | gg MYNDAUSTI IMÝIR MYNDALISTAR i pakkningunni er efni og garn í eitt stk. en munstur að öllu. LUKKUPOKI - sértilboð Hannyrðapakkningar, blandað í poka. Verðmæti kr. 3.000,- nú kr. 1.500,- POSTSENDUM. ^annprbaberöluntn ífFrl/r Snorrabraut 44. Simi 14290 1 ‘ A CHRISTINE PAULINA Hringbraut 119 Sími 22340 JULIA > .Aiy'-: ÍlLtL 'í ■ggssssaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.