Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988.
33
Fólk í fréttum
Þórður Friðjónsson
Þórður Friðjónsson, forsijóri Þjóð-
hagsstofnunar, sagði í DV á laugar-
daginn að endurskoðun þjóðhags-
spárinnar væri á lokastigi. Þórður
er fæddur 2. janúar 1952 í Rvík og
lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ
1977. Hann lauk MA prófi frá Que-
en’s University í Kanada 1978 og
var forstöðumaður 'hagdeildar Fé-
lags íslenskra iðnrekenda
1978-1980. Þórður var efnahagsráð-
gjafi forsætisráðherra 1980-1987 og
forstjóri Þjóðhagsstofnunar frá
1987. Hann var formaður útflutn-
ingsnefndar 1981-1982 og vísitölu-
nefndar 1982-1983. Þórður hefur
verið varaformaður Norræna
verkefnaútflutningssjóðsins frá
1984, stjómarformaður Fram-
kvæmdasjóðs íslands frá 1985 og
formaður Stjórnunarfélags íslands
frá 1986.
Kona Þóröar er Þrúður Guðrún
Haraldsdóttir, f. 14. desember 1950,
aðstoðarmaður auglýsingastjóra
Morgiinblaðsins. Foreldrar hennar
eru Haraldur Matthíasson, dr.
phil., fyrrv. menntaskólakennari á
Laugarvatai, og kona hans, Kristín
Ólafsdóttir. Börn Þórðar og Þrúðar
em Steinunn, f. 9. apríl 1972, Frið-
jón, f. 18. maí 1977, og Haraldúr
Ingólfur, f. 9. mars 1979. Dóttir
Þórðar og Ragnhildar Pálsdóttur,
kennara í Rvík, er Sigríður, f. 14.
september 1970. Systkini Þórðar
em Sigurður Rúnar, f. 5. júní 1950,
mjólkurbússtjóri í Búðardal,
kvæntur Guðhorgu Tryggvadóttur
og eiga þau þrjú börn; Helgi Þorg-
iís, f. 7. mars 1953, myndlistarmaö-
ur í Rvík, kvæntur Margréti Lísu
Steingrímsdóttur, forstöðukonu í
Rvík, og eiga þau tvö böm; Lýður
Ámi, f. 24. mars 1956, skrifstofu-
og fjármálastjóri Vífilfells í Rvík,
kvæntur Ástu Pétursdóttur og eiga
þau tvö börn, og Steinunn Kristín,
f. 27. apríl 1960, flugfreyja í Rvík.
Foreldrar Þórðar em Friðjón
Þórðarson, alþingismaður og fyrrv.
dómsmálaráðherra, í Stykkishólmi
og kona hans, Kristín Sigurðardótt-
ir. Föðursystir Þórðar er Guðbjörg,
móðir Þorgeirs Ástvaldssonar dag-
skrárgerðarmanns. Faöir Friðjóns
var Þórður, b. á Breiðabólstað á
Fellsströnd, Kristjánsson, bróðir
Salóme, ömmu Svavars Gestssonar
alþingismanns. Móðir Friðjóns var
Steinunn, systir Þórhalls, fóður
Ólafs Gauks hljómlistarmanns.
Steinunn var dóttir Þorgils, b. og
kennara í Knarrarhöfn í Hvamms-
sveit, Friðrikssonar og konu hans,
Halldóru Sigmundsdóttur.
Kristín er dóttir Sigurðar, b. á
Selsundi á Rangárvöllum, Lýðs-
sonar, b. á HjaHanesi á Landi,
bróður Páls, föður Páls Kr., organ-
leikara í Hafnarfirði og afa JúHusar
Sólnes alþingismanns. Lýður var
sonur Árna, b. í Tungu, bróður
Jóns á Skarði, langafa Guðnýjar,
móður Guðlaugs Tryggva Karls-
sonar hagfræðings. Jón var sonur
Árna, b. á Galtalæk á Landi, Finn-
bogasonar, bróður Jóns, langafa
Þóm, móður Svövu Jakobsdóttur
rithöfundar. Móöir Áma í Tungu
var Ingiríður Guðmundsdóttir, b. á
Keldum, Brynjólfssonar,' forfóður
Keldnaættarinnar, bróður Stefáns,
langafa Magneu, langömmu Ólafs
Ísleifssonar, efnahagsráðunautar
ríkisstjómarinar. Móðir Sigurðar
var Sigríður Sigurðardóttir, b. í
Saurbæ í Holtum, Sigurðssonar,
prests í Guttormshaga, Sigurösson-
ar. Móðir Sigurðar var Sigríður
Jónsdóttir „eldprests" Steingríms-
sonar. Móðir Sigurðar í Saurbæ
var Sigríöur Jónsdóttir, systir
Steingríms biskups, langafa Soffíu,
ömmu Birgis Bjöms Sigurjónsson-
ar, hagfræðings BHM. Móðir
Sigríðar, langömmu Þórðar, var
Kristín, systir Guðríðar,
langömmu Jóns Helgasonar ráð-
herra. Kristín var dóttir Magnúsar
í Mörk á Síðu, Jónssonar, b. og
hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri,
Magnússonar. Móðir Kristínar,
móður Þóröar, var Guðrún Bárðar-
dóttir, b. í Noröur-Móeiöarhvols-
hjálegu í Hvolhreppi, Eyjólfssonar,
bróður Guðfinnu, langömmu
Hauks Helgasonar, hagfræðings og
aðstoðarritstjóra. Móðir Guörúnar
var Guðbjörg Jónsdóttir, b. á Stóra-
hofi, Árnasonar og konu hans,
Kristínar Einarsdóttur, systur
Guömundar, afa Ingólfs Jónssonar
ráðherra. Móðir Kristinar á Stóra-
hofi var Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
hálfsystir Guðrúnar, langömmu
Hlífar, móður Eddu, konu Stein-
gríms Hermannssonar ráðherra.
Afmæli
Sigurður Magnússon
Páll Snæfeld
PáH Jóhannsson Snæfeld verka-
maður, Mávahlíð 22, Reykjavík, er
níutíu og fimm ára í dag. Páll fædd-
ist að Sævarenda í Loðmundarfirði
en flutti kornungur með foreldrum
sínum að Krossi í Mjóafirði og síð-
an að Gunnarsholti. PáU var fimm
ára þegar hann missti móður sína
og var þá sendur að Eystri-Hól í
Hornaflrði, tU móðursystur sinnar,
Borghildar Pálsdóttur. Þar var Páll
í þrjú til fjögur ár en flutti þá aftur
til Mjóafjarðar og var þá að Haga
fram að fermingu en þá flutti hann
til Reykjavíkur með fóður sínum
og bróður. PáU hóf sjómennsku
flmmtán ára að aldri og var fyrst á
skútum frá Reykjavík en síðan á
mótorbátum. PáU var svo á togur-
um í tíu ár, frá 1922-1932, en hann
var einnig á síldveiðum fyrir Norð-
urlandi. Árið 1935 kom Páll í land
og hóf þá störf í íshúsi Sambands-
ins, Herðubreið við Tjömina, en
hjá Sambandinu starfaði hann
hann þar til hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir, þá kominn hátt
á áttræðisaldur. Páll er nú við góða
heilsu og stálminnugur. *
Páll er tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var EHsabet Thorarensen
ljósmóðir, en hún lést ung 1933.
Foreldrar Elísabetar voru Ólafur
Thorarensen, b. í Reykjafirði í
Strandasýslu, og Ingunn Elísabet
Bjarnadóttir.
Páll og Elísabet eignuðust þrjú
börn. Þau eru: Jóhann, sjómaður,
drukknaði fyrir nokkrum árum;
Ólafur Bjami, sjómaður; og Jósef-
ína, starfsmaður hjá Trygginga-
stofnun ríkisins.
Seinni kona Páls er Guðlaug,
dóttir Bjarna, b. og steinsmiðs á
Álfsnesi á Kjalamesi, Jónssonar og
, DUjár Ólafsdóttur. PáU og Guðlaug
eignuðust fjögur börn. Þau eru:
Bjarni, bílstjóri hjá Afurðasölunni
í Reykjavík; Jóhanna EHsabet, hús-
móöir í Ólafsvík; Diljá Sjöfn,
húsmóðir í Fossatúni í Bæjarsveit;
og Björn Haukur, starfsmaður hjá
Rekstrartækni í Reykjavík.
PáU átti einn bróður, Guðjón
Bent, f. 1896, en hann er látinn.
Guðjón Bent rak lengi ásamt öðr-
um járnsmiðjuverkstæðið Steðja í
Reykjavík.
Foreldrar Páls voru Jóhann, sjó-
maður og verkamaður, Benónýs-
son og Jóhanna Pálsdóttir.
reiðar Jónsson, bHVélavirki og
igubílstjóri, Grettisgötu 71,
jykjavík, er sextugur í dag. Hreið-
■ fæddist á Sauðárkróki en ólst
)p í foreldrahúsum í Húnavatns-
slu. Hann fór sextán ára.á vertíð
Njarðvíkur þar sem hann var í
tt ár en vann síðan eitt ár á Sauð-
■króki við pípulagnir. Hann fór
ðan tíl Reykjavíkur en hóf því
est nám í bifvélavirkjun hjá
aupfélagi Árnesinga. Að námi
Hreiðar Jónsson
loknu kom hann aftur til Reykja-
víkur 1955 og hefur búið þar síðan.
Eftir aö Hreiðar kom til Reykjavík-
ur hóf hann leigubílaakstur, fyrst
hjá Bæjarleiðum en lengst af hefur
hann keyrt hjá Hreyfli og keyrir
þar enn.
Kona Hreiðars er Auður Ása, f.
13.11. 1929, dóttir Benedikts, b. í
Nefsholti í Holtum, Guðjónssonar
og konu hans, Ingibjargar, frá
Hvammi í Holtum, Guðnadóttur,
en hún er látin.
Hreiðar og Auður eignuðust
fimm böm: HUdur Hrönn, f. 19.2.
1950, baövörður í Austurbæjar-
skólanum í Reykjavík, gift
Guðmundi Sigurðssyni, leigubíl-
stjóra og lyftingamanni, eiga flmm
böm; Ingibjörg, f. 2.3. 1952, starfs-
maður hjá Rafteikningu hf. í
Reykjavík, gift Guðmundi Magnús-
syni, starfsmanni í Straumsvík,
eiga einn son; Bogey Ragnheiður,
f. 9.8.1954, húsmóðir í Reykjavík, í
sambýli með Benedikt Sigurðssyni,
starfsmanni hjá Miðfelli í Reykja-
vík; Logi Snævar, f. 23.10. 1955,
starfar við húsaviðgerðir, en sam-
býliskona hans er Helga Völundar-
dóttir og eiga þau eina dóttir en
Logi átti son fyrir; Hreiðar Hugi,
f. 16.5. 1964, leigubílstjóri hjá
Hreyfli, en unnusta hans er Rósa
María Vogfjörö. Hreiðar átti svo
eina dóttur fyrir hjónaband, Guð-
ríði Sjöfn, f. 1949, en hún er
húsmóðir í Svíþjóð og á þrjú böm.
Hreiðar á fjögur alsystkini og átti
tvö hálfsystkini en annað þeirra er
látið.
Foreldrar Hreiðars voru Jón Leví
Sigfússson, síðast b. í Litla-
Hvammi í Miöfiröi, f. 2.5. 1885, d.
1957, og kona hans, Bogey Ragn-
heiður Guðmundsdóttir, f. 12.12.
1905, d. 1944. Föðurforeldrar Hreið-
ars voru Sigfús, b. á Uppsölum í
Miðfirði, Guðmundsson og Ingi-
björg Jónsdóttir. Móðurforeldrar
Hreiöars vora Guðmundur, verka-
maður á Hvammstanga, Stefáns-
son og Jónína Jónsdóttir frá
ísafirði.
90 ára
Kristmundur Pétursson, Kirkju-
hvoU, Hvolhreppi, er níræður í dag.
85 ára________________________
Margrét Benediktsdóttir, Stóra-
gerði 20, Reykjavík, er áttatíu og
fimm ára í dag.
Jón B. Ágústsson, Skipasundi 80,
Reykjavík, er áttatíu og flmm ára
í dag.
Laufey Guðmundsdóttir, Lang-
holtsvegi 159, Reykjavík.'er áttatíu
og fimm ára í dag.____________
75 ára________________________
Hlíf Kristjánsdóttir, HeUisgötu 5
B, Hafnarfirði, er sjötíu og fimm
ára í dag.
Ólafur Sigurbjörnsson, Hafnar-
byggð 59, Vopnafirði, er sjötíu og
fimm ára í dag.
70 ára_______________________
Kristbjörg Marteinsdóttir, Suður-
götu 70, Siglufirði, er sjötug í dag.
60 ára -_________________________
Valgerður Sigurðardóttir, Lauga-
vegi 178, Reykjavík, er sextug í dag.
Haraldur Steingrímsson, Laugar-
nesvegi 84, Reykjavík, er sextugur
í dag.
Guðmundur Valgeirsson, Ljós-
heimum 16 A, Reykjavík, er sextug-
ur í dag.
Aðalheiður Friðriksdóttir, Stóra-
gerði 9, Reykjavík, er sextug í dag.
Bára Hermannsdóttir, Laugar-
brekku 13, Húsavík, er sextug í
dag.
50 ára__________________■
Pétur Jónsson, Laufásvegi 79,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Haraldur Baldvinsson, Tungu-
bakka 18, Reykjavík, er fimmtugur
í dag.
Agnar Erlingsson, Selbraut 82,
Seltjamarnesi, er fimmtugur í dag.
Gunnar S. Malmberg, Hríshólum
2, Garðabæ, er fimmtugur í dag.
örn Snævar Jónsson, Hraunbrún
15, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag.
Kristín Sigurvinsdóttir, VöUum,
Saurbæjarhreppi, Eyjafjarðar-
sýslu, er fimmtug í dag.
Sigurður Magnússon múrara-
meistari, Hvanneyrarbraut 48,
Siglufirði, er sjötíu og fimm ára í
dag. Sigurður fæddist að Þingeyr-
um í Sveinsstaðahreppi i Austur-
Húnavatnssýslu en flutti þriggja
ára með foreldrum sínum að
Vatnsdalshólum. Á unglingsárum
stundaði hann almenn sveitastörf
og var við vegavinnu en tuttugu
og eins árs flutti hann til Siglufjarð-
ar og hóf þar múraranám tveimur
árum síðar. Sigurður lauk sveins-
prófi í iðninni 1940 en meistari hans
var Ólafur Pálsson. Sigurður hefur
unniö við iðn sína síðan en einkum
hefur hann þó sérhæft sig í ofn-
hleðslum fyrir síldarverksmiðjur
víða um land.
Kona Sigurðar var Bjamveig, f.
18.6. 1909, d. 11.3. 1984, dóttir Þor-
steins, b. á Klömbrum og í Bjarg-
húsum, Gunnarssonar og Jóhönnu
Vigfúsdóttur sem ættuð var úr
Skagafirði.
Sigurður og Bjarnveig eignuðust
fimm böm: Sigurður, f. 1931, var
lengi hótelstjóri en hefur nú starfað
sem innkaupastjóri hjá Flugleiðum
í Reykjavík en kona hans er Ste-
fanía Þorbergsdóttir og eiga þau
tvö böm; Hanna SteUa, f. 1935, hús-
móðir á Siglufiröi, gift Kristni
Georgssyni vélsmið, og eiga þau
þrjú böm; Sigrún, f. 1942, húsmóðir
í Reykjavík, en hennar maður er
Baldvin Ottósson lögregluvarð-
stjóri og eiga þau tvö börn; Aðal-
heiður, f. 1947, meinatæknir í
Reykjavík, en hún á einn son;
Kristín Ingibjörg, f. 1949, húsmóðir
á Akureyri, gift Ármanni Sverris-
syni, viðskiptafræðingi og starfs-
manni SÍS, en þau eiga tvö börn.
Sigurður átti fimm systkini en
einn bróöir hans er látinn: Hólm-
fríður er húsmóðir á Hvamms-
tanga; Jóhannes er b. á Ægissíðu í
Vestur-Húnavatnssýslu, Jósef er
b. að HvoU í Vestur-Húnavatns-
Páll Pétursson, Árskógum 13, Eg-
ilsstaðahreppi, Suður-Múlasýslu,
er flmmtugur í dag.
40 ára
Ragna María Ragnarsdóttir, Lerki-
hHð 7, Reykjavík, er fertug í dag.
Bára Gunnbjörnsdóttir, Amar-
tanga 15, Mosfellsbæ, er fertug í
dag.
Björk Valsdóttir, Sogni, Kjósar-
hreppi, Kjósarsýslu, er fertug í dag.
Gunnar M. Magnússon, Heiðar-
garði 11, Keflavík, er fertugur í dag.
Davíð Þ. Kristjánsson, ÞingvaUa-
stræti 26, Akureyri, er fertugur í
dag.
Fjóla Stefánsdóttir, Laxárvirkjun
8, Aðaldælahreppi, Suður-Þingeyj-
arsýslu, er fertug í dag.
sýslu; Vigfús var b. á Skinnastöð-
um í Austur-Húnavatnssýslu, en
hann lést sl. haust; Þorgeir er bens-
ínafgreiðslumaður á Húsavík.
Foreldrar Sigurðar voru Magnús
frá Vatnsdalshólum og b. á Þing-
eyram, Vigfússon, og kona hans,
Guðrún Jóhannesdóttir. Fööurfor-
eldrar Sigurðar voru Vigfús, b. og
járnsmiður á Vatnsdalshólum,
Filippusson og Ingibjörg Bjöms-
dóttir. Móðurforeldrar Sigurðar
voru Jóhannes Jónsson, ættaður
úr Víðidal, og Hólmfríður Teits-
dóttir af Vatnsnesi.
Andlát
Ármann Eiríksson, Mýrargötu
18, Neskaupstað, andaðist 9. jan-
úar í Fjórðungssjúkrahúsinu
Neskaupstaö.
Þorgerður Jóna Oddsdóttir, Vest-
urgötu 59, Akranesi, lést í Sjúkra-
húsi Akraness 9. janúar.
Ingólfur Helgason, Höfðabrekku
1 b, Húsavík, andaðist í Sjúkra-
húsi Húsavíkur 9. janúar.
Gamalíel Siguijónsson, Suður-
götu 13, Sauðárkróki, andaöist í
Sjúkrahúsi Sauðárkróks 9. jan-
úar.
Sigurveig Jóhannesdóttir frá
Raufarhöfn lést í sjúkrahúsinu á
Húsavík 9. janúar.
Björgvin Guðbrandsson, fyrram
bóndi á Fossá í Kjós, lést í heilsu-
hælinu Reykjalundi 9. janúar.
Eyjólfa Guðmundsdóttir, Sund-
stræti 41, ísafirði, lést í Sjúkra-
húsi ísafjarðar io. janúar.
Magnea Guðmundsdóttir, Mela-
götu 3, lést í Fjórðungssjúkrahús-
inu Neskaupstað 9. janúar.