Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988.
19
Merming
Vevk Halldórs heppilegar
dyr að sögu þjóðarinnar
- Ámi Sigurjónsson bókmenntafræðingur í viðtali um „Laxness og þjóðlrfið 11“
„Hann er bestur.“ Meö þeim
oröum .svaraði Ámi Sigur-
jónsson bókmenntafræöing-
ur fyrstu spumingu minni
þar sem viö sátum í sófasett-
inu hans í Hlíðunum á síðasta
degi ársins 1987. Það var konf-
ekt á borðum. Tilefni viðtals-
ins var bók Árna „Laxness
og þjóðlífið II - Frá YÍfíngabúð
til Urðarsels" sem út kom fyr-
ir skömmu á vegum bókaútg-
áfunnar Vöku-Helgafells.
Fyrir rúmu ári kom fyrra
bindi þessa verks út og nefn-
ist það „Laxness og þjóðlífið I
- Bókmenntir og bókmennta-
kenningar á árunum milli
stríða“. Þar íjallaði Árni aðal-
lega um bakgrunn að verkum
Halldórs Laxness en í seinna
bindinu íjallar hann um
skáldsögur. hans, frá þeirri
fyrstu, Bami náttúmnnar
sem út kom 1919, aftur að
Sjálfstæðu fólki sem út kom á
fjórða áratug aldarinnar. Það
lá því beinast við að spyrja
Árna fyrst: „Af hverju Lax-
ness?“
En Ami var ekki að fullu ánægður
með hið hnitmiðaða svar sitt í upp-
hafi. Hann hugsaði málið skamma
stund, gæddi sér á konfektmola og
bætti. við nánari útskýringu: „Ein
ástæðan fyrir því að ég hóf þessar
rannsóknir er sú að þegar ég fór í
framhaldsnám í almennri bók-
menntasögu erlendis langaði mig að
styðja á einhvem hátt við bakið á
íslenskum bókmenntum. Maður rak
sig fljótt á að sumir höfundar em
merkilegri en aðrir í alþjóðlegu sam-
hengi og slíkt helst gjarnan í hendur
við hvaða bækur hafa verið þýddar
á erlend mál. Ég hafði meiri áhuga á
nútímabókmenntum og sögu en eldri
verkum og einhvern veginn var það
svó að beinast lá við að fjalla um
HaUdór.
Aðalástæðan er þó auðvitað það
gildi sem Halldór og verk hans hafa
fyrir okkur íslendinga. Segja má að
þau séu mjög heppilegar dyr að sögu
íslensku þjóðarinnar á þessari öld.
Örlög Halldórs eru samofin þeim
miklu hræringum sem hér hafa átt
sér stað á þessum tíma; lífsskoðun
hans mótast af þeim, jafnframt því
sem hann tekur virkan þátt í þjóð-
félagsumræðunni. Hvort tveggja
endurspeglast í verkum hans. Þetta
gagnvirka samband er meöal þess
sem ég hef verið að rannsaka og fjalla
um í bókunum tveimur. í seinna
bindinu reyni ég einmitt að glöggva
lesendur á hvemig skáldverkin, sem
ég fjalla um, kallast á við þjóðfélagið
og þá menningarstrauma sem hæst
ber.“
Halldór tekur á öllum
stóru málunum
„í fyrstu verkum Halldórs, svo sem
Bami náttúrunnar, má sjá nokkuð
hefðbundin síðrómantísk eða
formódernísk einkenni, en með Ve-
faranum mikla opnast allar flóðgátt-
ir erlendrar menningar og
módernisma. í Alþýðubókinni berst
HaUdór við að færa nútímann hingað
til okkar en í stóru skáldsögunum,
Sölku Völku, Sjálfstæðu fólki og
Heimsljósi, sem út komu á þriðja og
fjórða áratugnum, gerist hann for-
kólfur fyrir félagslegri baráttu. Þeim
bókum var líka svaraö eins og um
pólitískar yfirlýsingar væri að ræða.
Islandsklukkuna má hins vegar
skoða sem óð til lýðveldisstofnunar-
innar. Atómstöðin fylgir svo í kjöl-
farið en þar er herstöðvarmálið í
brennidepli. Með þessu móti tekur
Halldór á öllum stóm málunum sem
hafa brunnið á þjóðinni frá síðustu
aldamótum. Seinni verkin em engin
undantekning frá þessu. Þar fjallar
hann um þau örlagaþrungnu skil
sem orðið hafa í íslenskri sögu milli
gamla og nýja tímans, hins heila og
hins klofna manns.“
- Þú skoðar Laxness og verk hans
mikið út frá póhtísku sjónarhorni og
þeim sviptingum sem vom í íslensk-
um stjómmálum og menningarlífi á
sínum tíma. Hvað getur þú sagt urri
þennan skoðunarhátt?
„Ég held að aðalmáhð í allri bók-
menntaumfjöllun sé að gefa við-
fangsefninu tækifæri; ég byggi mína
rannsókn fyrst og síðast á því að lesa
táknfræði, síðformgerðarstefnu og
sálgreiningu. Bókmenntafræðingar
verða vitanlega að þekkja nokkuð til
sUkra aðferðafræðistrauma. Hins
vegar verður rannsóknarefnið alltaf
að hafa ákveðinn forgang. Aðferða-
fræðin á að njóta sín í góðum árangri/
hún má ekki vera eins og óútfyllt
eyðublað sem öUum skáldskap er
troðið inn í.“
- Hvemig horfir hin pólitíska hlið
verkanna við okkur núna? Hafa
verkin til aö mynda glatað einhverju
af þeim broddi sem þau höfðu á sín-
um tíma?
„Þegar ég byijaði að skrifa um
Bókmeimtaviðtálið
Jón Karl Helgason
rammt á þessum tíma og því síður
hvaö Halldóri hefur orðið ágengt í
baráttu sinni gegn því. Samt á þessi
íhaldssemi enn sína málsvara.
Á hinn bóginn hafa menn gert sér
ýmiss konar ranghugmyndir um
HaUdór sem vinstrimann. SósíaUstar
hafa vUjað sjá hann sem hinn eina
sanna sósíaUsta og eiga því erfitt með
að skilja þegar svo virðist sem hann
virði gamlar dyggðir. Þeir hafa ekki
vfijað horfast í augu við persónur á
borð við HaUbem í Sjálfstæðu fólki,
málsvara þeirra dyggða sem rekja
má tU ömmu HaUdórs sjálfs. Það
vakti fyrir mér í upphafi að leiðrétta
þessa mynd vinstrimanna enda virð-
ist mér sem vissar þverstæður feUst
oft í niðurstöðum verka Halldórs."
- Getur þú nefnt dæmi um þetta?
„Það sem setur mann af staö í
þessu efni er hvað menn gátu skiUð
sögurnar á ólíka vegu þegar þær
Árni Sigurjónsson bókmenntafræöingur.
verkin. Ég er þeirrar skoðunar aö
aðferðafræðin eigi aðeins að vera í
bakgrunni.
Það kemur hins vegar fljótt í ljós
að það er lítið vit í að fjaUa um verk
HaUdórs án þess að tengja þau við
íslenskt þjóðlíf, beita einhvers konar
félagslegum skoðunarhætti. Halldór
var siskrifandi um þjóðmálin í blöð,
hann var virkur í póUtísku starfi og
áhrifamikfil sem persóna. Slíkir
hlutir skipta máli fyrir bókmennt-
irnar; þeir enduróma að einu eða
ööru leyti í skáldverkunum. Að mínu
mati eru það þessi veruleikatengsl
sem gefa verkunum þýðingu.“
Rannsóknarefnið verður
að hafa forgang
„Auk þessa tek ég mið af nýrri
aðferðum í bókmenntafræði, svo sem
þessi mál var ég sá einfeldningur að
halda að það væri gróið yfir þær
pólitísku deilur sem HaUdór vakti;
skáldið sæti í rólegheitum með sinn
lárviðarsveig. Það er ábyggilegt að
síðan Halldór fékk Nóbelsverðlaunin
1956 hafa þessar deilur fjarað út en
því fer fjarri að málin séu útkljáð.
Menn eru enn þá að rífast. Nú síðast
í vetur var Þorsteinn Pálsson forsæt-
isráðherra meö einhverjar skammir
út í Laxness vegna Atómstöðvarinn-
ar.
Ég hef líka fengið að finna fyrir
þessu. Þegar ég rifja upp þá íhalds-
semi og þjóðernishyggju sem ríkti
hér á landi á fyrri hluta aldarinnar,
meira að segja þegar ég leyfi mestu
íhaldsmönnunum að tala, er ég sak-
aður um dylgjur. í raun held ég að
fæstum sé ljóst hve íhaldiö var
komu fyrst út. Það er til dæmis
merkUegt hver áhrif þær höfðu i
þjóðmálaumræðunni hér á íslandi
annars vegar og hins vegar aö les-
endur í Ameríku gátu haft gaman
af þeim. Auk þessa er mismunur á
því hvernig menn lásu sögurnar þá
og hvernig þær eru lesnar nú. Allt
þetta bendir til einhvers konar tví-
eðlis; það er eins og Halldór hafi
verið á báðum áttum eða eins og
mótsagnir tímans laumi sér inn í
verk hans.“
„Að eiga“ eða „að vera“
„Eitt dæmi um þetta er hvemig
andstæðumar „að vera“ og „að eiga“
takast á hjá Halldóri. Enda þótt hann
sé að berjast fyrir bættum Kjömm
öreiganna er áberandi sú hugmynd
að menn verði ekki frjálsir fyrr en
þeir gefi frá sér allar eigur sínar eða
glati þeim. Dæmi um þetta em orga-
nistinn í Atómstöðinni, Salka Valka
og afi í Brekkukoti. Þessi lífsskoðun
á rætur sínar í því trúarlega uppeldi
sem HaUdór hlaut hjá kaþólsku
munkunum á sínum yngri ámm. Svo
virðist sem hann losni aldrei undan
þessum áhrifum.
Annaö áþekkt dæmi er sú mótsögn
sem rithöfundurinn HaUdór Laxness
er í gagnvart efniviði sínum. Halldór
er að fiaUa um öreiga en hann er
ekki öreigi sjálfur. Hann er miklu
frekar af nýrri, andlegri stétt rithöf-
unda og „kontórista". Ef hann væri
öreigi væri hann hins vegar ekki í
aðstöðu til að geta skrifað um öreig-
ana. Að þessu leyti er hann boö-
flenna eða gestur í sínum eigin
verkum. Hann kemur lika stundum
fram sem slíkur. Það má til dæmis
sjá hann í hlutverki nafnlausa gests-
ins sem tjaldar í túninu hjá Bjarti i
Sumarhúsum. Um leið vekur Halldór
auðvitað athygU á afstæði Ustaverks-
ins; það er og verður aUtaf skáldaður
heimur enda þótt hann eigi stoðir í
raunveruleikanum."
- Að endingu: Hver, að þínu mati,
er staða Halldórs sem rithöfundar
nú á dögum?
„Hann er þegar klassískur. Það er
eins' æmi að það skuU vera skrifaðar
meirr en tuttugu bækur um núlif-
andi rithöfund íslenskan.
Það er yfirleitt talað um að menn-
ingarlegar rætur okkar íslendinga
standi annars vegar í sagnrituninni
á miðöldum en hins vegar í Jónasi
og þeim Fjölnismönnum. Ég held aft-
ur á móti aö okkar eigin öld sé miklu
þýðingarmeiri en aUar hinar til sam-
ans. Ég upplifi það að minnsta kosti
þannig. Þvi má ekki gleyma hvað
saga okkar er stutt; ísland var dönsk
nýlenda í upphafi þessrar aldar.
HaUdór lifiráUar þessar breytingar.
Hann fæðist á tímum torfbæjanna,
Reykjavik er þorp þegar hann er að
alast upp, en nú lifir hann tíma
Kringlunnar. Þegar Utið er yfir feril
hans er líka furðulegt hvemig hann
stendur aUtaf í kviku atburðanna. í
meðfórum hans fá þeir varanlegt
gUdi. Hann.er.sá íslenski höfundur
sem þjóðin les; verk hans eru hinn
lifandi þjóðararfur.“
-JKH
Spicer
^DANA^
HJÖRU-
LIÐIR