Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 18
18
t
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988.
Erlendvídsjá
Olíumengun
Mikil olíumengun veldur nú usla
við strönd Hollands og hafa þús-
undir fugla drepist þar. Á mynd-
inni aö ofan er fólk, sem reynir að '
koma fuglum til bjargar, að þrífa
af þeim óþverrann. Talið er að
mengunin eigi uppruna sinn að
rekja til skips en ekki er vitað
hvaða skips.
Fyrir nokkrum árum menguöust
strendur Frakklands illa þegar ol-
íuskip sökk þar. Dómur er nú loks
að ganga í málaferlum vegna þess
slyss, en til hægri sést stefni skips-
ins, Amoco Cadiz, tróna upp úr
sjónum á slysstað.
Tví-
höfða
kálfur
Það vekur alltaf nokkra athygh
þegar skepnur fæðast meö óþarflega
marga limi, fleiri en eitt höfuð eða á
annan hátt nægilega frábrugðnar
eðlilegri gerð sinnar tegundar til þess
að teljast „vísindalega áhugaverð-
ar“.
Fyrir skömmu fæddist ein shk á
samyrkjubúi í Totvazsony í Ung-
veijalandi. Þetta var kálfur af Hol-
stein-Fritz kyni, sem reyndist vera
tvíhöfða.
Kálfgreyið er að öðru leyti rétt
skapaður en getur hins vegar ekki
beitt öðrum líkamshlutum fyrir sig.
Fyrstu athuganir á honum sýndu að
hann er með tvo heila og tvö sjálf-
stæð taugakerfi. Honum gengur því
mjög erfiðlega áð samhæfa aðgerðir
lima sinna og getur til dæmis ekki
staðið upp, því fæturnir vita hrein-
lega ekki hvorum heilanum þeir eiga
að hlýöa.
Á myndinni er verið að næra kálf-
inn og verða auðvitað bæði höfuðin
að fá sitt. Ætlunin er að reyna að
halda lífi í gripnum til þess að unnt
reynist að rannsaka hann frekar.
Reyndi að
fara sjó-
leiðina
Það fór betur en á horfðist þegar
þessi flugvél frá Toa flugfélaginu
renndi sér út í sjó við Yonago-
flugvöllinn í vesturhluta Japan á
sunnudaginn.
Flugmönnum vélarinnar tókst
ekki að ná henni á loft af flug-
brautinni og því fór sem fór.
Fjörutíu og átta farþegar voru um
borð, auk fjögurra manna áhafnar.
Allir komust lífs af og aðeins þrír
slösuðust.
Sjórinn er mjög grunnur þarna
við ströndina og talið er að það
hafi hjálpað mikið, enda þessar
vélar ekki byggðar til þess að fara
sjóleiðina.
Hermdarverka-
menn fyrir rétt
Réttarhöld hófust í gær yfir átján
skæruhðum úr frönsku samtökun-
um Action Directe, sem sökuð eru
um samsæri. Á myndunum getur að
líta íjögur af hinum ákærðu.
Dubcek talar á ný
Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi tékkneskra kommúnista, sem á sínum
tíma stóð fyrir „vorinu í Prag“, sem Sovétmenn stöðvuðu með svo eftirminni-
legum hætti, veitti nýlega ítölsku dagblaði viötal. Þar sagði Dubcek, sem
verið hefur í ónáö allt frá 1968, að hann sæi margt líkt með því sem hann
reyndi í Tékkó og umbótastefnu Gorbatsjovs í Sovét.
Varla getur þaö þó veriö honum eða Tékkum veruleg huggun.
Le Pen
buslar
Le Pen, einn af umdeildustu
stjórnmálaleiötogum í Frakklandi,
sést hér busla í sjónum í Nice þar
sem hann hefur dvalist sér til
hvíldar og endurnæringar undan-
farna daga.
Varla kemur busliö þar neinum
á óvart, enda Le Pen þekktur fyrir
mikinn buslugang í stjórnmálum,
auk þess að vera umdeildur í einka-
lífi sínu.
Le Pen hefur nú tilkynnt form-
lega framboð sitt til franska for-
setaembættisins, þótt ekki sé búist
við að hann nái miklum árangri
þar.