Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988.
Viðskipti
Lrtið lát á þenslunni:
Steypusala í desember
var eins og um hásumar
Sala á sementi hefur aldrei verið jafnmikil hjá Sementsverksmiðju ríkis-
ins. „Marga daga var salan jafnmikil og um hásumar."
Sala á sementi hjá Sementsverk-
smiðju ríkisins í desember hefur
aldrei verið jafnmikil, eða rúmlega
9.400 tonn, mesta sala í desember
áður, fyrir um tíu árum, var um 6
þúsund tonn. „Marga daga í des-
ember var salan jafnmikil og um
hásumar," segir Gylfi Þórðarson,
framkvæmdastjóri Sementsverk-
smiðjunnar.
Að sögn Gylfa er sala á sementi
um 14 þúsund tonn á mánuði yfir
sumartímann. „Júlí og september
eru bestu mánuðimir. Salan er þá
um 15 þúsund tonn.“
Sementsverksmiðjan seldi alls
130 þúsund tonn af sementi á síð-
asta ári en áætluð sala var um 110
þúsund tonn. Salan á þessu ári er
áætluð um 115 þúsund tonn. „Það
getur enginn reiknað með að fá
jafngóða tíð aftur og á síðasta ári,“
sagði Gylfr.
-JGH
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ. „Við útgerðar-
menn höfum ekki andmælt minni
þorskveiði enda teljum við sótt of
stíft í fiskstofnana."
•Mál sem gjaman gleymist:
Næstum þremur milljórðum minna
í vasann vegna minni þorskveiði
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóösbækur ób. 20-22 Lb.lb. Úb.Vb, Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 20-24 Ob.Vb
6mán. uppsogn 22-26 Ob
12mán. upps'ögn 24-30,5 Ob
18mán.uppsögn 34 Ib
Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp.lb, Vb
Sértékkareikningar 12-24 Ib
Innlán verötryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsogn 3,5-4 Ab.Ob, Lb,Vb
Innlánmeðsérkjörum 18-34 Sb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 6-7,25 Ab.Sb,
Sterlingspund 7,75-9 Ab.Sb
Vestur-þýsk mörk 3-3,5 Ab.Sp
Danskarkrónur 8,75-9 Allir nema Bbog Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 33-34 Sp.Lb, Ob.Bb, Ib.Ab
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 36 eða kaupgenqi
Almenn skuldabréf 36-37 Lb.Bb, lb,Ab, Sp
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 36-39 Lb.Bb, Ib.Ab,
Útlán verðtryggð Sp
Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema
Ob
Utlántilframleiöslu
Isl. krónur 31-35 Ob
SDR 8-9 Vb
Bandaríkjadalir 9-10.5 Vb
Sterlingspund 10,5-11,5 Vb.Ob
Vestur-þýskmork 5,5-6,5 3,5 Vb
Húsnæðislán
Llfeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 49,2 4,1 á
MEÐALVEXTIR
Overðtr. des. 87 35
Verðtr. des. 87 9,5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitalajan. 1913stig
Byggingavisitalajan. 345,1 stig
Byggingavísitalajan. 107,9stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1 . jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávöxtunarbréf 1.3536
Einingabróf 1 2,550
Einingabréf 2 1,489
Einingabréf 3 1,588
Fjölþjóðabréf 1,140
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,518
Lifeyrisbréf 1.282
Markbréf 1,277
Sjóðsbréf 1 1,226
Sjóðsbréf 2 1,226
Tekjubréf. 1,317
HLUTABRÉF
Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 130kr.
Eimskip 365 kr.
Flugleiðir 252 kr.
Hampiðjan 136 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 141 kr.
Iðnaðarbankinn 154 kr.
Skagstrendingur hf. 186 kr.
Verslunarbankinn 133kr.
Otgerðarf. Akure. hf. 174 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir að 40
þúsund tonna minni veiði þorsks á
árinu þýði um 1,3 milljarða króna
minni tekjur fyrir útgerðina. En það
sem meira er, þessi 40 þúsund tonn
Ari Skúlason, 31 árs hagfræöingur
ASÍ. DV-mynd Kristján Ari
Ari
byrjaður
að reikna
hjá ASÍ
Ari Skúlason, nýráöinn hagfræð-
ingur ASÍ, Alþýðusambands íslands,
er byriaður að reikna út dæmi í
kjarabaráttunni. Ari hóf störf í byij-
un síðustu viku en hann vann áður
hjá félagsmálastofnuninni í Árósum
í Danmörku. Þar áður var hann um
árabil hjá Kjararannsóknarnefnd.
Ari útskrifaðist sem viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla íslands voriö 1979
og hóf síðan framhaldsnám í hag-
fræði í Danmörku. Hann tekur við
starfi hagfræöings ASÍ af Birni
Björnssyni sem reyndar er orðinn
aðstoðarmaður fjármálaráöherra
fyrir margt löngu.
-JGH
hafa í fór með sér að útflutningstekj-
ur minnka um 2,6 milljarða króna.
Það munar um slíkt.
Þorskveiðin var um 380 þúsund
tonn á síöasta ári. Nú er rætt um að
leyfa veiöi á 340 þúsund tonnum.
„Við höfum ekki andmælt þessari
minnkun á þorskveiöi. Við höfum
áhyggjur af framtíðinni, að það sé
sótt of stíft í fiskstofnana. Þess vegna
viljum við leyfa stærri hluta af stofn-
inum að vaxa og minnka þar með
smáfiskadrápið," sagði Kristján
Ragnarsson.
Að sögn Kristjáns er staða útgerð-
arinnar í járnum þessa dagana en
útgerðarmenn óttast mjög kostnað-
arhækkanir á næstu vikum.
-JGH
Kristján Hall, sölustjóri Akra hf., var
fjármálastjóri hjá Smjörliki hf. í tiu
ár. Svona er samkeppnin.
Sölustjóri
Akravannhjá
Davíð
Scheving
ítíuár
Hún getur oft verið grátbrosleg
samkeppnin í viðskiptum. Þannig er
Kristján Hall orðinn sölustjóri hjá
A^ra en Kristján var í tíu ár fjár-
málastjóri hjá Davíð Scheving eða
öUu heldur Smjörlíki-Sól hf. Hann
fór samt ekki beint úr Sóhnni yfir í
Akra, það tók hann tvö ár.
„Ég vann í millitíðinni hjá K.
Karlssyni og síðar hjá Gunnars ma-
jonesi, áður en mér bauðst þetta starf
hjá Akra hf.,“ segir Kristján Hall.
„Nei, það kom nú ekki til tals að
ég byrjaði aftur hjá Smjörlíki hf.,“
segir Kristján um það hvort ekki
hefði legið beinna við að hverfa aftur
til Davíðs í stað þess aö hefja vinnu
hjá fyrirtæki sem á í harðri sam-
keppni við hann. .jgjj
Sunduriiðaðir símareikningar:
Ericsson svarar
bráðum
„Ég geri mér vonir um að Erics-
sonfyrirtækið svari innan skamms
hver kostnaðurinn er að setja upp
sundurliðaða símareikninga og
eins verðið á mismunandi sundur-
hðun, eða allt frá því að hvert
einasta símtal er sett á símareikn-
inginn upp í aðeins langlínu- eða
utanbæjarsímtöl," segir Guðmund-
ur Björnsson, varapóst- og síma-
málastjóri, en stofnunin stefnir aö
því að senda frá sér sundurliðaða
símareikninga á árinu.
Að sögn Guðmundar er fyrirtæk-
ið Ericsson að skoða máhð þar sem
þaö er framleiðandi stafrænna
stöðva Pósts og síma en vel getur
komið til greina að annað fyrirtæki
annist gerð hugbúnaðarins vegna
sundurliðuðu símareikninganna.
„Ég get engu svaráð um það
hvenær sundurliðunin hefst, það
fer eftir því hve mikla vinnu þarf
að inna af hendi til að þessi þjón-
usta geti orðið að veruleika,“ segir
Guðmundur. -JGH
Jólaleikur Kók:
Tvö þúsund hafa
náð í glös og töskur
Tvö þúsund manns eru búnir að
ná í varning, ýmist glös eða töskur,
til Vífilsfells, framleiðanda kóka
kóla á íslandi, vegna jólaleiks fyrir-
tækisins sem gekk út á að safna og
raöa saman miðum af kókflöskum
á dagatal. Á miðunum voru myndir
af jólasveinum, bæði að koma og
fara.
„Þessi fjöldi er mun meiri en við
áttum von á. En móttökurnar hafa
verið mjög góðar og ég á reyndar
von á að fleiri eigi eftir að koma
og ná í varning vegna leiksins,"
segir Lýður Á. Friðjónsson, fjár-
mála- og skrifstofustjóri VífilfeUs.
Dollarinn á
36,39 krónur
Dollarinn var í gærmorgun
skráður á 36,39 krónur í Seðlabank>
anum. Þaö er aðeins lægra en fyrir
helgi því að á fóstudaginn var doll-
arinn á 36,76 krónur. Dollarinn
hefur aö undanfornu farið lægst í
35,60 dollara. Það var á gamlárs-
dag. Þann 6. janúar rauf dollarinn
svo 36 króna múrinn á leið sinni
upp aftur þegar hann skaust úr
35,97 krónum í 36,31 krónu.
-JGH